Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Lítið þokast í við- _
ræðum SA og VMSÍ
LÍTIÐ hefur þokast í samningavið-
ræðum Samtaka atvinnulífsins og
landsbyggðarfélaga innan Verka-
mannasambandsins undanfarna
daga. Sérmál væntanlegs samnings
eru enn til umræðu og þótt nokkuð
hafi áunnist er talsverð vinna enn
eftir. Á hinn bóginn hefur sjálfur
launaþátturinn ekki enn verið rædd-
ur.
Semjist ekki fyrir 13. apríl nk.
hefst verkfall 26 félaga innan VMSÍ.
Hópum stillt upp f launaflokka
Aðalsteinn Baldursson, formaður
Verkalýðsfélagsins á Húsavík, sagði
í gærkvöldi að lítið hefði gerst í við-
ræðunum. „Það gengur ekki neitt,“
sagði hann. „Við erum vonsviknir,
enda vantar allan kraft í viðræðum-
ar og teljum atvinnurekendur alls
ekki standa sig í stykkinu."
Aðalsteinn segir að miðað við
óbreyttan gang stefni allt í verkfall.
Sérmálin hafi enn sem komið er ver-
ið til umfjöllunar og hópum stillt upp
í launaflokka.
„Umræður um launahækkanir eru
alveg eftir og það er ekkert smáræði.
Það liggur íyrir að okkar fólk sættir
sig ekki við það sem fólst í samning-
um Flóabandalagsins. Atkvæða-
greiðslan þar sýnir að jafnvel þótt
við tækjum á okkur rögg og semdum
strax væri nánast vonlaust fyrir okk-
ur að fá slíka samninga samþykkta í
atkvæðagreiðslu. Þess vegna verður
að koma eitthvað nýtt inn í viðræð-
umar - eigi ekki að skella á verk-
fall,“ sagði Aðalsteinn.
Flugfélag' Islands fjölgar
ferðum innanlands
FLUGFÉLAG íslands hefur fjölgað
ferðum á nokkra áætlunarstaði sína
innanlands. Er það gert annars vegar
í kjölfar þess að Islandsflug hætti
flugi um síðustu mánaðamót til nokk-
urra staða og hins vegar er ferðum
fjölgað þegar kemur íram á vorið.
Ami Gunnarsson, markaðsstjóri
Flugfélags Islands, upplýsti að ferð-
um milli Reykjavíkur og Akureyrar
hefði verið íjölgað úr sex í sjö til níu á
dag en þær verða 10 í sumar þegar
háannatíminn stendur yfir. Til Eg-
ilsstaða var bætt við fjórðu ferðinni
fimmtudaga, fiöstudaga og sunnudaga
og til Vestmannaeyja er nú flogið fjór-
um sinnum á dag en áður vom þijár
ferðir þangað. Flug á aðra áfanga-
staði er að miklu leyti óbreytt nema
hvað í vetur var flogið tvisvar á dag til
Hafnar og sagði Ami það hafa gefist
vel. Verða famar þijár ferðir þangað
á degi hveijum yfir hásumarið.
Flugfélag íslands tók síðastliðinn
mánudag í notkun aðra ATR-flugvél
íslandsflugs og hin verður komin í
áætlunarflugið næstu daga en félagið
leigði þær tímabundið. Verða vélam-
ar hvítmálaðar og merktar Flugfélagi
Islands. Flugmenn Islandsflugs ann-
ast flugið en flugfreyjm- og flugþjónar
koma frá Flugfélagi íslands eftir að
hafa hlotið þjálfun á vélamar.
Eilífur Friður sýknaður af ákæru um tollalagabrot
Yar í fullum rétti með
67 smaragða í Leifsstöð
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur sýknað Eilíf Frið Edgarsson, öðra
nafni Jorge R. Cabrera Hidalgo, af
ákæra lögreglustjórans í Reykjavík
fyrir tollalagabrot með því að hafa
flutt 67 smaragða til landsins í októ-
ber 1997.
Eilífur er kólumbískur að upprana
og hefur búið hérlendis síðastliðin 12
ár. Hann tók sér hið íslenska nafn er
hann hlaut íslenskan ríkisborgara-
rétt fyrir fáeinum áram og íhugar nú
að fara í skaðabótamál við íslenska
ríkið.
Eilífur neitaði alla tíð þeim sökum
sem á hann vora bomar enda taldi
hann að ekki þyrfti að framvísa stein-
unum sem tollskyldum vamingi í
Leifsstöð, þar sem andvirði þeirra
væri innan þess tollkvóta sem hann
mátti hafa meðferðis. Steinana
keypti hann á 200 dollara í Kólumbíu
og lögðu tollverðir hald á þá og töldu
Eilíf hafa ýmsan annan vaming sem
uppfyllti tollkvótann. Enn hefur Ei-
lífur ekki fengið upplýst hvað lá að
baki þeim fullyrðingum tollgæslunn-
ar.
í niðurstöðu Héraðsdóms Reykja-
víkur kemur fram að engin gögn í
Innherji kaupir fyrir tugi
milljóna x Landsbankanum
INNHERJI í Landsbanka ís-
lands hf. keypti bréf í bankanum
fyrir 10 milljónir króna að nafn-
verði hinn 9. mars sl. Þetta kom
fram í tilkynningu sem birt var á
Verðbréfaþingi Islands í gær.
Lokagengi bréfa Landsbankans
9. mars var 4,35, og sé mið tekið af
því nemur kaupverðið tæpum 44
milljónum króna. Gengi bréfanna
á Verðbréfaþingi í gær endaði í
4,75 og því er markaðsvirði þess
hlutar sem innherjinn keypti kom-
ið í tæpar 48 milljónir króna.
málinu renni stoðum undir fullyrð-
ingu tollvarðanna um að Eilífur hafi
uppfyllt tollkvótann við komuna til
landsins. Ennfremur segir að mjög
hafi verið á reiki hvað tollyfirvöld
ætluðu sér í málinu.
Dómurinn taldi ennfremur að
verðmætamat gullsmiðs, sem virti
steinana til rúmra 82 þúsunda króna,
nægði ekki til að véfengja það verð
sem Eilífur hélt fram að hann hefði
greitt fyrir steinana, enda hefði kvitt-
un hans upp á 200 dollara, um 15 þús-
und krónur, ekki verið dregin í efa.
Vill fá steinana aftur
„Ég er mjög ánægður með niður-
stöðu dómsins en verð ennþá ánægð-
ari þegar ég fæ steinana mína aftur,
því um það snýst rnálið," sagði Eilífur
í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef
varið miklum tíma síðastliðið tvö og
hálft ár í að leita réttar míns eftir að
steinamir vora ranglega teknir af
mér og íhuga nú að fara í skaðabóta-
mál við ríkið á grandvelli sýknudóms
héraðsdóms."
Auk þess sem héraðsdómur sýkn-
aði Eilíf var allur sakarkostnaður, 60
þúsund krónur, lagður á ríkissjóð.
Morgunblaðið/Kristinn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lék fyrsta leiknum í skák
Timmans og Stefáns Kristjánssonar í upphafi nítjánda Reykjavíkur-
skákmótsins, en Timman vann skákina.
Nítjánda Reykjavíkur-
skákmótið sett í gær
Lítið um óvænt úrslit
í fyrstu umferðunum
NÍTJÁNDA Reykjavfkurskákmótið
hófst í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur
og var lítið um óvænt úrslit í fyrstu
umferðinni.
76 þátttakendur eru á mótinu,
þar af 20 stórmeistarar. Þeirra á
meðal má nefna Short, Englandi,
Kortsnoj, Sviss, Timman, Hollandi,
Sokolov, Bosníu, Ehlvest, Eistlandi,
Christiansen, Bandaríkjunum, Mil-
es, Englandi, og DeFirmian, Banda-
ríkjunum, sem allir unnu skákir sín-
ar nema Christiansen sem stóð
betur gegn Tómasi Björnssyni seint
í gærkveldi, en þá stóð skákin enn
yfir.
Þá stóð sænski stórmeistarinn
Agrest, sem er rússneskættaður,
einnig betur gegn Arnari Gunnars-
syni og Wojtkievicz stóð betur gegn
Júlíusi Friðjónssyni.
Islensku
stórmeistararnir unnu
Islensku stórmeistararnir, Hann-
es Hlífar Stefánsson, Helgi Áss
Grétarsson, Þröstur Þórhallsson og
Helgi Ólafsson, sem allir taka þátt í
mótinu, unnu einnig sínar skákir.
Önnur umferð verður tefld í dag
og hefst klukkan 17. Teflt er alla
alla virka daga í Ráðhúsinu frá 17-
24 en um helgar frá 14-21. Níu um-
ferðir verða tefldar á mótinu.
Andlát
HALLDOR
HALLDÓRSSON
HALLDÓR Halldórs-
son, fyrrverandi pró-
fessor, lést aðfaranótt
miðvikudagsins 5. ap-
ríl á áttugasta og
níunda aldursári.
Halldór var fæddur
á ísafirði 13. júlí árið
1911 sonur hjónanna
Halldórs Bjarnasonar,
kaupmanns þar, og
konu hans Elísabetar
Bjarnadóttur. Hann
varð stúdent frá
Menntaskólanum á
Akureyri árið 1932 og
lauk magistersprófi í
íslenskum fræðum frá Háskóla ís-
lands árið 1938. Hann varð doktor
frá Háskóla íslands árið 1954.
Halldór var kennari við Mennta-
skólann á Akureyri 1938-51 er
hann varð dósent við Háskóla ís-
lands í íslensku nútíð-
armáli og hagnýtri ís-
lenskukennslu. Hann
var prófessor við Há-
skóla íslands 1957-
1979.
Halldór var einn
þekktasti málfræðing-
ur þjóðarinnar og eft-
ir hann liggja fjöl-
margar bækur og
ritgerðir á því sviði og
um efni því tengt.
Hann gegndi auk þess
fjölmörgum trúnaðar-
störfum á sínu sviði.
Kona Halldórs var
Sigríður Guðmundsdóttir, en hún
lést 1997.
Þau eignuðust fjögur börn, Guð-
mund blaðamann á Morgunblað-
inu, sem er nýlátinn, Hildigunni,
Elísabetu og Halldór.
Sérblöð í dag
úá: ateuri
c\ Morgunblaðinu í
iv / dag fyigir
tímaritið
24-7.
j Útgefandi:
I . ^ ý Alltaf ehf.
k - M ,J Ábyrgðar-
K / maður:
L J Snorri Jónsson
mM—J.
Kvennalandsliðið í knattspyrnu
tapaði 8:0 í Bandarík|unum/B3
Chelsea lék á als oddi gegn
Barcelona/Bl
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is