Morgunblaðið - 06.04.2000, Page 12

Morgunblaðið - 06.04.2000, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skaftá gefur vel SJÓBIRTINGSVEIÐI hefur glæðst á Suðurlandi eftir að hlýn- aði en viðbúið er þó að vatnsborð ánna verði óstöðugt á næstunni. Vel getur veiðst í Skaftá sjálfri við þessar aðstæður og sagði Þor- steinn Gíslason bóndi á Nýjabæ í samtali við Morgunblaðið að veiði í ánni hefði verið góð fyrir landi Nýjabæjar og Hæðargarðs, en veitt er á eina stöng á hvoru svæði. „Það var erfitt um helgina, það var svo kalt, en það fór samt eng- inn fisklaus úr ánni. Það voru hér menn bæði á laugardag og sunnu- dag og þeir fengu að ég held 6 eða 7 fiska, 4 til 6 punda. Síðan hlýnaði og menn hafa verið að taka skammtinn, fimm á stöng, eftir það. Það hafa veiðst upp í 7-8 punda fiskar. Menn sem veiða hjá mér eru mest að nota flugu, sem er mjög gott. Hún er gott veiðitæki, ef hún er notuð er auðvelt að sleppa hrygningarfiskinum og menn gera það í vaxandi mæli. Menn finna það auðvitað að það er einskis virði að hirða slíkan fisk og hann er betur geymdur lifandi í Morgunblaðið/Stefán Á.Magnússon. Bræðurnir Guðmundur Orri og Magni Þór Konráðssynir með aflann sinn. ánni,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn bætti því við að menn hefðu aðeins rennt í Nýjalón, en inn í það fellur oft úr Skaftá þegar klakahrannir hækka vatnsborðið. í Nýjalóni eru eftirlegubleikjur frá síðasta sumri og sjóbirtingar sem leita þangað í vatnavöxtum. „Menn voru aðeins að renna þar og fengu bleikju, fallega fiska, alveg upp í 4-5 pund. Þegar ferðamannatím- inn byrjar sleppum við svo miklu af eldisbleikju í lónið og það nýtur mikilla vinsælda," sagði Þorsteinn. Gott gengi á dorgveiðimóti Nýlega stóð Stangaveiðifélag Reykjavíkur fyrir dorgveiðimóti barna og unglinga á Reynisvatni og að sögn Stefáns Á. Magnússon- ar, umsjónarmanns þarna- og Morgunblaðið/Stefán Á-Magnússon Jóhanna Þórný Bergsdóttir með veiði sína. unglingastarfs félagsins, heppnað- ist mótið afar vel. „Það tóku alls 30 börn þátt í mótinu og það var íjöl- menni á svæðinu, því talsvert af nánum aðstandendum fylgdi veiði- görpunum. Það veiddist alls 71 fiskur, sem er metveiði á dorg- veiðimótum okkar. Mest voru þetta regnbogar, en einnig nokkr- ar bleikjur. Að venju voru veitt verðlaun fyrir afrek við vakirnar, Jóhanna Þórný Bergsdóttir vann í stúlknaflokki fyrir stærsta fiskinn, 1,5 punda, en þeir Vignir Már Lýðsson og Rannar Carl Tryggva- son voru jafnir í drengjaflokki með 2 punda fiska. Þá voru þeir bræður Guðmundur Orri og Magni Þór Konráðssynir með mesta aflann, 15 silunga,11 sagði Stefán Magnús- son. Söfnunarátak RKÍ fyrir uppbygg- ingu eftir flóöin í Mósambfk Fá má mikilvæg hjálpargögn fyrir litlar fjárhæðir RAUÐI kross íslands mun standa fýrir söfnunarátaki fyrir hjálparstarf í Mósambík á morgun, föstudag. Rás 2 verður með útsendingu helgaða söfnuninni frá klukkan 9 til 18 og verður tekið við framlögum í síma 568-7123. Einnig er tekið við framlög- um á heimasíðu RKI, www.redki’oss- .is. Söfnunarfénu verður varið til að- stoðar við uppbyggingu á svæðinu en gríðarleg eyðilegging hefur átt sér stað vegna flóðanna sem þar dundu yfir fyrir skömmu. Hannes Birgir Hjálmarsson, markaðsfulltrúi RKÍ, segir mikla þörf á aðstoð á þessu svæði og að það megi fá mikið magn af mikilvægum hjálpargögnum fýrir litlar fjárhæðir. Til dæmis kosti salt- vatnsupplausn, sem getur bjargað lífi bams með niðurgangspest, um 50 til 75 krónur og þannig sé hægt að bjarga M hundrað veikra barna fýrir 5.000 til 7.500 krónur. Teppi fyrir tíu manns kosti um 2.500 krónur, plast- dúkar sem veiti tíu fjölskyldum skjól mn 7.000 krónur og uppsetning vatnsbóls sem útvegi 3.000 manna þorpi hreint vatn til frambúðar kosti um 105.000 krónur. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar Stofnunin hafði ekki afskipti af hækkun Landssímans GUÐMUNDUR Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, segir ekki rétt að Samkeppnisstofnun hafi haft af- skipti af hækkun Landssímans af GSM-álagi, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Guðmundur segir að um alvarlegar rangfærslur sé að ræða. í sama streng tekur Páll Þór Jónsson, framkvæmdastjóri Frjálsra fjarskipta. Hann segir greinilegt að Landssíminn vilji koma ábyrgðinni af hækkun gjalds- ins yfir á aðra. í frétt Morgunblaðsins á baksíðu í gær var sagt að Samkeppnisstofnun hafi í bréfi til Landssímans gefið til kynna að svo kunni að fara að stofn- unin beiti fyrirtækið sektum hækki það ekki álag á millilandasímtöl úr GSM-símum í tengslum við kvörtun Frjálsra fjarskipta. Málinu ólokið Guðmundur segir að Samkeppn- isstofnun hafi ekki beint neinum fyr- irmælum eða tilmælum til Lands- símans um að hækka GSM-álag vegna máls Fijálsra fjarskipta, enda sé því máli ólokið. Hann vísar til þess að Samkeppn- isstofnun hafi í febrúar sl. borist er- indi frá Frjálsum fjarskiptum, þar sem þess var krafist að GSM-deild Landssímans verði á grundvelli samkeppnislaga gert skylt að bjóða þeim símnotendum sem hringja til útlanda í gegnum útlandagátt keppinauta Landssímans sömu kjör og bjóðast ef hringt er til útlanda í gegnum Landssímann. Fyrirtækið hafi bent á að þegar hringt væri úr GSM-síma frá Landssímanum til út- landa gegnum Frjáls fjarskipti bæt- ist 13-18 kr. álag á mínútu ofan á venjulegan kostnað við símtalið. Hins vegar bætist aðeins 7,47 kr. á mínútu þegar hringt væri til útlanda gegnum millilandagátt Landssím- ans. Þetta hefðu forsvarsmenn Frjálsra fjarskipta talið að væri samkeppnishamlandi og grófa mis- munun á milli útlandasímaþjónustu Landssímans og Frjálsra fjarskipta. „Samkeppnisstofnun barst síðan afrit af bréfi Landssímans til Frjálsra fjarskipta í framhaldi af fundi fyrirtækjanna, en þar tilkynn- ir Landssíminn um hækkun GSM- álags úr 7,47 kr. upp í 12,50 kr. á mínútuna. Þessa ákvörðun tók Landssíminn án nokkurra afskipta Barnaverndarnefnd Staða framkvæmda- stjóra auglýst AUGLÝST hefur verið laust til um- sóknar starf framkvæmdastjóra Barnaverndamefndar Reykjavíkur í samræmi við þá ákvörðun Reykja- víkurborgar að stofna sérstaka skrifstofu barnavemdarmála, sem tekur formlega til starfa 1. sept. nk. Markmiðið með stofnun skrifstof- unnar er m.a. bætt málsmeðferð og aukin sérhæfing í vinnslu erfiðra og flókinna bamavemdarmála. Framkvæmdastjóra verður m.a. ætlað að hafa yfirumsjón með barnaverndarstarfi í Reykjavík í samráði við Bamavemdamefnd og sinna daglegri rekstrarstjórnun og faglegu starfi. Umsóknarfrestur er til 17. apríl nk. Samkeppnisstofnunar, enda hefur erindi Frjálsra fjarskipta aðeins hlotið hefðbundna stjórnsýslumeð- ferð. Það þýðir að leitað var um- sagnar Landssímans um málið og honum greint frá því að brot fyrir- tækja á samkeppnislögum eða ákvörðunum gætu varðað viðurlög- um, t.d. beitingu stjórnvaldssekta.“ Guðmundur segir að slík tilkynn- ing sé í samræmi við stjórnsýslulög um andmælarétt og sé í fullu sam- ræmi við hefðbundin vinnubrögð samkeppnisyfirvalda. í þessu hafi því ekki á nokkurn hátt falist úr- skurður um háttsemi Landssímans. Guðmundur segir að málinu sé ekki lokið, en ítrekar að Samkeppn- isstofnun hafi engin afskipti haft af hækkun Landssímans, enda liggi ekkert fyrir um að fyrirtækið hafi brotið gegn samkeppnislögum. Því sé rangt hjá upplýsingafulltrúa Landssímans að halda því fram að Samkeppnisstofnun hafi gefið í skyn að fyrirtækið yrði sektað ef gjald þess hækkaði ekki frekar. „Um er að ræða grófar og alvar- legar rangfærslur af hálfu Lands- símans í þessu máli sem við hljótum að harma, ekki síst þar sem stofnun- in átti nýlega fund með Landssím- anum vegna málsins. Landssíman- um er því fyllilega kunn staða málsins og talsmaður fyrirtækisins tjáði sig því gegn betri vitund í frétt Morgunblaðsins," sagði Guðmund- ur. Undrandi á ummælum Páll Þór Jónsson, framkvæmda- stjóri Frjálsra fjarskipta, segir að sig hafi undrað mjög ummæli upp- lýsingafulltrúa Landssímans. Sjálf- ur segist hann ekki hafa farið fram á þessa hækkun; hún sé alfarið runnin undan rifjum Landssímans. „Við viljum einfaldlega fá þjón- ustuna á sama verði og undirdeild Landssímans," segir Páll Þór. „Það er ekki nema eðlileg krafa og þess vegna sendi ég Samkeppnisstofnun erindi. Skömmu síðar fór Landssím- inn fram á viðræður um málið. Þar kom fram að forráðamenn fyrirtæk- isins viðurkenndu að um óeðlilega mismunun væri að ræða. Það næsta sem ég vissi var að Landssíminn hækkar gjaldið upp í 12,50 og gerir ekkert til að jafna aðstöðuna fyrir okkur. Þetta var í engu samræmi við fundi fyrirtækjanna, enda var ég ekki á höttunum eftir hækkun, ég vildi jöfn tækifæri eins og reglur kveða á um,“ segir hann. Sigríður Guðmundsdóttir er stödd í Mósambík og vinnur þar að hjálpar- starfi á vegum Rauða krossins. Hún segir ástandið í þeim héröðum sem hún hefur ferðast um afar slæmt. „Það sem mér finnst mest sláandi er þessi algjöra eyðilegging sem blas- ir við. Mér finnst þetta vera stærra og meira en ég gerði mér grein fyrir áður en ég kom. Húsin, sem byggð eru úr leir og pínulitlu sementi, þola ekki þessa bleytu og molna hreinlega niður,“ segir Sigríður. Hún segir að skólar og sjúkrahús í flestum þorpum séu meira og minna ónýt og að vatns- ból séu að miklu leyti menguð. „Við sáum sjúkrahús þar sem rúm- in voru komin út á hlað í mold og drullu og ekki eitt einasta tæki var heilt. Það sem er þýðingarmest núna er að koma heilbrigðismálum og vatnsmálum í lag. Það þarf að búa til nýja brunna og hreinsa þá brunna sem fyrir eru.“ Fólk styður hvert annað og ein- beitir sér að því að byggja upp Sigríður segir sjálfboðaliðar Rauða krossins fari á milli þorpa og hreinsi menguð vatnsból og grafi fyrir nýjum brunnum. Rauði krossinn reki líka sjúkrastöðvar þar sem lágmar- kslæknisþjónusta sé veitt og þar sé einnig reynt að vera með fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn hættulegum sjúk- dómum. „Það er reynt að fræða fólk um hvemig er hægt að koma í veg fyrir alla þessa skelfilegu sjúkdóma sem eru að koma upp eins og til dæmis kóleru og malaríu. Þegar allt er svona á floti verður malarían mjög skæð. Hún smitast með moskítóflugum og reynt er að fyrirbyggja útbreiðslu hennar með því að dreifa moskítónet- um til fólks og eitra fyrir flugum.“ „Samkenndin hjá fólkinu er mikil, aðrir þorpsbúar hjálpa þeim sem hafa misst allt sitt. Fólk þarna býr við svo mikil harðindi að öllu jöfnu og samfélagið er þannig gert að fólk tek- ur sig saman og styður hvert annað.“ Sigríður segir að vissulega hafi marg- ir gengið í gegnum um skelfilegar hörmungar en almennt sé hugarfar fólks það að gráta ekki um of það sem horfið er heldur einbeita sér að því að byggjaupp. Yfírlýsing frá Skjá einum MORGUNBLAÐINU hefur bprist eftirfarandi yfirlýsing frá Árna Þór Vigfússyni, sjónvarpsstjóra Skjás eins: Aðstandendur íslenska útvarps- félagsins, Stöðvar 2, fara vísvit- andi með ósannindi um forsögu og framvinduþess máls þegar auglýs- ingar frá Islenska sjónvarpsfélag- inu, Skjá einum, voru að tilefnis- lausu settar í kerfisbundna frystingu um vikutima, þá viku er dagbókarkönnun Gallup var í gangi. Forsaga þessa sérstæða máls er sú að Skjár einn birti auglýsingar á Stöð 2 á miðvikudegi og fimmtu- degi (22. og 23. mars), en var síðan tilkynnt á föstudegi (24. mars) að frekari birtingar á Stöð 2 væru í frystingu þar sem að íslenska Sjónvarpsfélagið hafði „vanefnt“ greiðslu til íslenska útvarpsfé- lagsins. Þessi tíðindi komu stjórn- endum íslenska sjónvarpsfélagsins í opna skjöldu þar sem ekki var vitað til þess að umrædd greiðsla væri annað en hefðbundinn útistandandi reikningur. Nokkrum mínútum eftir að Is- lenska sjónvarpsfélaginu var til- kynnt á föstudeginum um „van- efnda“ greiðslu við íslenska útvarpsfélagið þá greiddi það skuld sína með rentu, tilkynnti það auglýsingastjóra Stöðvar 2 og inn- heimtudeild og bjóst við að málið væri þar með snarlega úr sögunni, enda augljóslega um misskilning að ræða. Þrátt fyrir að íslenska sjón- varpsfélagið hafi greitt útistand- andi reikning sinn um hæl sá Stöð 2 ekki ástæðu til að birta auglýs- ingar Skjás eins í heila viku eftir það, þ.e. alla könnunarvikuna. Tekið skal fram að ítrekaðar til- raunir voru gerðar til að fá auglýs- ingarnar birtar. Að ofangreindu má sjá að títt nefnd „vanefnd" greiðslu íslenska Sjónvarpsfélagsins, Skjás eins, við íslenska útvarpsfélagið, Stöð 2, getur einungis verið tylliástæða fyrir því að birta ekki auglýsingar Skjás eins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.