Morgunblaðið - 06.04.2000, Page 13
MORGUNBLAÐÍÐ
FIMMTUDAGUR 6. APRIL 2000 lá
FRÉTTIR
Frambjóðendur til formanns Samfylkingarinnar kynntu stefnumál sín á Akureyri
Sammála um nánast allt
nema sjávarútvegsmálin
Húsfyllir var á fyrsta
fundi Tryggva Harðar-
sonar og Össurar
Skarphéðinssonar á
Akureyri í fyrrakvöld,
en þeir sækjast eftir
kjöri til formanns
Samfylkingarinnar.
TRYGGVI og Össur kynntu stefnu-
mál sín og svöruðu fyrirspurnum á
fundi á Fosshótel KEA á Akureyri á
þriðjudagskvöld. Þetta var fyrsti
fundurinn af nokkrum sem þeir fé-
lagar halda fyrir stofnfund Samfylk-
ingarinnar sem haldinn verður í
byrjun maí og þá verður tilkynnt um
úrsíit í kjörinu en það fer fram með
póstkosningu meðal Samfylkingar-
félaga.
Fundarstjórinn, Sigríður Stefáns-
dóttir, dró um hvor ætti að byrja og
kom það í hlut Tryggva. Hann gerði
grein fyrir pólitískum áherslum sín-
um og sagði það sína skoðun að
brýnt væri að taka til í íslensku sam-
félagi. Meðal þess sem gera þyrfti
væri að gjörbreyta menntakerfmu
alveg frá grunni, frá leikskóla og upp
í háskóla. Hann sagði félagshyggj-
uöflin frekar hafa verið í vörn þegar
að menntamálum kæmi, en nú væri
kominn tími til að snúa vörn í sókn.
Leikskólana sagði Tryggvi gegna sí-
fellt veigameira hlutverki og taldi
hann að færa ætti skólaskylduna
neðar en nú er, öll börn ættu rétt á
kennslu frá unga aldri og það væri
samfélagsins að greiða fyrir hana,
kostnaðurinn ætti ekki að lenda á
barnafjölskyldum. „Markmiðið með
þessu er að tryggja rétt allra bama
til að fá menntun og kostnaðinn á að
færa í auknum mæli inn í samneysl-
una og létta þar með undir með
barnafólki,“ sagði Tryggvi.
Öll börn fái æskulífeyri
Hann sagði eðlilegt að greiða öll-
um börnum svonefndan æskulífeyri,
sem væri eins konar lán frá samfé-
laginu sem hægt væri að nota þegar
menn gengju menntaveginn, þá tæki
vinnumarkaðurinn við og samfélag-
inu væri greitt til baka, og þegar
starfsævi lyki ættu menn afgang og
ellilífeyrir tæki við. Með þessum
hætti yrði þáttur samfélagsins
stærri og kostnaður foreldranna
minni og þetta væri lykilatriði varð-
andi það að tryggja öllum börnum
sem jafnastan rétt.
Hvað grunnskólann varðar sagði
Tryggvi fyllilega tímabært að taka
upp skólamáltíðir, það ætti að vera
sjálfsagt mál og þannig færðist
kostnaður barnafjölskyldna að
nokkru yfir á samfélagið. Tryggvi
kvaðst hlynntur auknum valmögu-
leikum í framhaldsskólum, en benti
á að óheyrilega dýrt yrði að breyta
unglingastigi grunnskólans í þá átt
að auka valið verulega umfram það
sem nú tíðkast.
Nefndi Tryggvi að um of hefði
verið miðað við að ungmenni færu
hina beinu braut upp í háskóla og
það hefði orðið á kostnað verknáms-
ins, kannski vegna þess að það væri
dýrara. Þannig hefði verknámið ver-
ið stórlega vanrækt; það væri grát-
legt því að margt fólk á aldrinum 16-
20 ára fyndi sig ekki í skólakerfinu,
oft með skelfilegum afleiðingum.
Brýnt væri því að bjóða upp á fjöl-
breyttari möguleika til að afla sér
starfsmenntunar.
Einstaklingar ráðstafi kvóta
Þá gerði Tryggvi grein fyrir sjón-
armiðum sínum í sjávarútvegsmál-
um. Hann hefur kynnt hugmyndir
Morgunblaðið/Kristján'
Frambjóðendur til formanns Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðins-
son og Tryggvi Harðarson, kynntu stefnumál sín og svöruðu fyrirspurn-
um á fundi á Akureyri í fyrrakvöld. Þeir verða á faraldsfæti næstu daga,
en fundurinn á Akureyri var sá fyrsti í röð funda um land allt.
sínar um kvótabréf til allra íslend-
inga en í því felst að í stað þess að
ríkisvaldið fari með umboð þjóðar-
innar varðandi kvótann væri eðli-
legra að einstaklingarnir sjálfir ráð-
stöfuðu honum. Þannig væri líka
tryggt að veiðiheimildirnar yrðu æt-
íð í eigu íslensku þjóðarinnar.
Um velferðarkerfið sagði Tryggvi
að of langt hefði verið gengið á ýms-
um sviðum í tekjutengingum og þá
nefndi hann að jaðarskattar, sem í
sumum tilvikum væru 80-90%,
drægju úr sjálfsbjargarviðleitni. Of
lítil kostnaðarvitund þeirra sem
stjórna heilbrigðiskerfinu væri grát-
leg og erfitt að koma þar við sparn-
aði þar sem menn virtust ekki vita
hvað hlutirnir kostuðu.
Össur Skarphéðinsson kvaðst
geta tekið undir hvert orð Tryggva
nema hvað sjávarútvegsmálin varð-
aði, en þar greindi þá verulega á.
Össur sagði að stjórnmál samtím-
ans væru forystustjórnmál, fjölmiðl-
ai’ væru sífellt að leita til forystu-
manna stjórnmálaflokka um við-
brögð við hinum og þessum málum,
en þar sem Samfylkingin væri enn
ekki formlegur flokkur hefði afleið-
ingin orðið sú að stundum væri talað
við þennan og aðra stundina leitað til
einhvers annars. Þannig hefði ásýnd
Samfylkingarinnar orðið loðnari og
virst sem hún hefði ekki skýra,
markvissa stefnu. „En það mun
breytast," sagði Össur.
Hann gerði að umtalsefni hvaða
reynslu fyrsti formaður Samfylking-
arinnar þyrfti að hafa, en forystu-
menn hennar þyrftu að leiða hana
gegnum hugmyndalega endurnýjun
og vísaði Össur í því sambandi til
systurflokka í Evrópu. „Eg myndi
vilja vera í forystu fyrii- flokki sem
væri í líkingu við stóru, evrópsku
jafnaðarmannaflokkana, þar sem
umhyggjan er í fyrirrúmi," sagði
Össur og benti á að Samfylkingin
þyrfti að sínu mati að vera nútíma-
legur jafnaðarmannaflokkur.
Menntakerfíð jöfnunartæki
framtíðarinnar
Össur sagði að jafnaðarmenn
hefðu á árum áður beitt sér fyrir al-
mannatryggingakerfmu og húsnæð-
iskerfi sem tæki til jöfnunar í þjóðfé-
laginu, en jöfnunartæki framtíða-
rinnar væri menntakerfið. Því væri
brýnt að flytja meira fjármagn til
menntakerfisins; á því sviði væri að
verða bylting, ef til vill sú mesta frá
því á dögum iðnbyltingarinnar.
Menntakerfið væri tæki til að skapa
ný tækifæri og leggja grunn að
framtíðarsamfélagi.
Þá gerði Össur afstöðu félags-
hyggjuafla tO markaðarins að um-
talsefni og spurði hvaða afstöðu þau
ættu að hafa í þeim efnum. Hann
kvaðst vera á móti rússneskri einka-
væðingu eins og hann sagði að orðið
hefði ef íslandsbanki hefði gleypt
Landsbankann. Samkeppnislög sem
samfylkingarfólk hefði staðið að
hefðu komið í veg fyrir að svo færi.
Össur kvaðst draga mörkin við
mennta- og heilbrigðiskerfið hvað
einkavæðingu varðaði, en Ijóst
mætti vera að Sjálfstæðisflokkurinn
ætlaði sér að innleiða einkavæðingu í
þeim geira. Hann hefði að vísu neit-
að því hvað menntakerfið áhrærði,
en á slíkum hugmyndum hefði örlað í
skrifum Björns Bjarnasonar á
heimasíðu hans. „Hann getur ekki
hamið sitt innra sjálf,“ sagði Össur
og benti á að það væri menntunin og
jafn aðgangur allra að henni sem
mestu máli myndi skipta varðandi
jöfnuð í framtíðinni.
Össur ræddi að lokum um fisk-
veiðistjórnunarkerfið og kvaðst ós-
ammála skoðunum Tryggva í þeim
efnum. Arið 1984, þegar stjórnkerfi
fiskveiða var breytt, hafi menn verið
að bregðast við aðstæðum sem þá
voru tímabundnar. Hann sagði nú-
verandi kerfi brjóta í bága við jafn-
réttisreglu stjórnarskrárinnar. Al-
menningur í landinu hefði ekki bilað
í þeirri trú sinni að aflamarkskerfið
væri best, en gera þyrfti breytingar
því í hugum flestra fælist í því rang-
læti að eignarhald á fiskinum væri
útgerðarmanna. Össur kvað brýnt
að finna kerfi sem stæðist jafnræðis-
reglu stjórnarskrárinnar og að sínu
mati væri farsælast að afnema gjafa-
kvótakerfið í áföngum á 10 árum.
Hægt yrði að leigja veiðiheimildirn-
ar og láta markaðinn ráða ferðinni
varðandi verðið. Með því móti yrði
opnað á möguleika ungs fólks til að
fara inn í þessa grein. Arður af fisk-
veiðum yrði jafnvel meiri, því fólk
yrði að vanda sig og færi út í meiri
fullvinnslu, fengi þannig hærra verð
fyrir afurðirnar og það kæmi samfé-
laginu öllu til góða.
Fjölmargar fyrirspurnir komu
fram og m.a.var spurt hvort Tryggvi
hefði boðið sig fram til að koma íveg
fyrir þá vandræðalegu stöðu að Öss-
ur yrði sjálfkjörinn. Tryggvi kvaðst
stefna ötullega að því að verða for-
maður Samfylkingarinnar, en viður-
kenndi að ef þeir félagar væru ekki
að keppa að sama marki hefði ekki
orðið nein kosningabarátta. Nú
væru þeir á ferð um landið, kæmu
við í framhaldsskólum og víðar og
fjölmargir hefðu gengið í Samfylk-
inguna í kjölfar þess. Kvaðst Össur
fremur hafa átt von á dauða sínum
en því að Jóhanna Sigurðardóttir
eða Guðmundur Arni Stefánsson
byðu sig ekki fram. „En ég verð að
viðurkenna að ég fékk í hnén þegar
ég frétti að Tryggvi myndi bjóða sig
fram,“ sagði Össur. Þá kom fram sú
tilgáta að kosningarnar snerust um
að rífa upp fylgi Samfylkingarinnar
og voru félagarnir spurðir um hvað
þeir gerðu sig ánægða með mikið
fylgi. Tryggvi kvaðst vilja sjá Sam-
fylkinguna stærri en Sjálfstæðis-
flokkinn, alls ekki minni. Össur
sagðist hafa það markmið að gera
menn stolta af því að vera í Samfylk-
ingunni.
Ekki hæfur til að stjórna leng-
ur
Um það hver óskasamstarfsflokk-
ur þeirra yrði í ríkisstjórn, kæmi til
þess, sagði Össur að hann vildi helst
ekki svara spurningum sem lagðar
væru fram í viðtengingarhætti;
ómögulegt væri að segja fyrir um
hvað framtíðin bæri í skauti sér.
Vildi hann ekki útiloka fyrirfram
samstarf við neinn flokk, en nefndi
þó að Sjálfstæðisflokkurinn væri
orðinn gamall, makráður og spilltur
og það þyrfti að veita honum hvíld
frá íslenskum stjórnmáium. Hann
væri ekki lengur hæfur til að
stjórna, væri að missa tökin og hvert
klúðrið á fætur öðru kæmi upp.
Tryggvi sagði Framsóknarflokkinn
að mörgu leyti vera að nálgast skoð-
anir Samfylkingarfólks í ýmsum
málum; þar væri m.a. búið að opna á
umræðu um breytingar á fiskveiðist-
jórnunar- og Evrópumálum sem enn
væru ekki til umræðu í Sjálfstæðis-
flokki. Össur sagði ekki vera illindi
milli sín og nokkurs stjórnmálafor-
ingja, en því væri ekki að leyna að
sérlega kært væri með sér og land-
búnaðarráðherra, Guðna Agústs-
syni.
Fyrirspurn um afstöðu til
Evrópumála svaraði Tryggvi á þá
leið að hann vildi kanna þá mögu-
leika sem fælust í því fyrir Island að
ganga í Evrópubandalagið, en benti
á að það væri kannski ekki eins
girnilegt nú og áður en þar spiluðu
kvótamálin inn í. Fengi hugmynd
hans um kvótabréf hins vegar
hljómgrunn yrði hræðsla við að auð-
lindin yrði hirt af okkur úr sögunni,
kvótinn yrði ævarandi eign þjóðar-
innar. Össur sagði að EES-samning-
urinn hefði verið ágætur, en mikil-
vægi hans hefði minnkað með
árunum. Fyrir þremur árum eða svo
hefði hann svarað því játandi að Isl-
and ætti að ganga í Evrópubanda-
lagið, en frá þeim tíma hefði margt
breyst. Taldi hann að Evrópumálin
yrðu á dagskrá næstu ríkisstjórnar.
Um afstöðu vegna breytinga á
virkjunarmálum á Austurlandi sagði
Össur það lengi hafa verið sína skoð-
un að Kárahnjúkavirkjun væri ill-
skásti kosturinn. Breytingarnar nú
nýverið hefðu ekki komið sér á
óvart, en hann sagði mikilvægt að
farið væri eftir leikreglum og um-
hverfisáhrif metin; sér vitanlega
hefðu engar framkvæmdir stoppað
vegna slíks mats. Tryggvi sagði
forkastanlegt hvernig ríkisstjórnin
hefði staðið að málum, m.a. að fara
ekki í umhverfismat. Tryggvi kvaðst
hlynntur uppbyggingu stóriðju á
Austurlandi, en meira þyrfti að
koma til en stóriðjan ein.
Jöfn staða karla og kvenna
Þá voru þeir Össur og Tryggvi
spurðir um launamun karla og
kvenna; það væri nöturleg stað-
reynd að konur sem menntuðu sig í
háskólum fengju 70% af launum
karla þegar þær kæmu út á vinnum-
arkaðinn og auglýsti fyrirspyrjandi
eftir stefnu Samfylkingarinnar í
þessum málum. Tryggvi sagði að
jöfn staða kvenna og karla á vinnum-
arkaði væri lykilatriði, en margt
hefði orðið þess valdandi að ástandið
væri eins og það er. Staða konunnar
á vinnumarkaði væri verri en karla,
því oftar kæmi það í hlut kvenna að
sinna börnunum; þær væru heima í
veikindum þeirra og sinntu þeim í
hádeginu og þetta virtist koma niður
á konunum. Óssur sagði það klárt í
sínum huga að stúlkur og drengir
ættu að hafa jafna möguleika þegar
þau yxu úr grasi. Hann nefndi Ukt og
Tryggvi að þegar eitthvað brygði út
af væru það oftar en ekki konurnar
sem önnuðust bömin og væra þvi
ekki eins eftirsóttar á vinnumarkaði.
Báðir frambjóðendur svöruðu fyr-
irspurn um það hvort þeir gæfu kost
á sér til varaformennsku í Samfylk-
ingunni ef þeir töpuðu á þá leið að
það myndu þeir örugglega ekki gera.
Moisture Serum
Eyðir fínum hrukkum
Fallegra litarhaft
Viðheldur raka húðarinnar
allan sólarhringinn
Eflir varnarkefi húðarinnar
-ogþú • .
yngist
Raunverulegur árangur
Útsöluaðilar Reykjavik:
Aðrir útsöluaðilar: Apótek Hringbrautar-Gullbrá, Nóatúni -Hagkaup Kringlann, snyrtivörudeild
Snyrtistofa Gravarvogs. - Spes, Háaleitisbraut - Borgarapótek, Álftamýri - Rna, Mosfeilsbæ
Apótek Austuriands, SeyöisQ. - Apótek katjaröar, ísafj. - Hilma, Húsavfk - Dana, Keflavfk - Stjömusól, Akureyri
Skagfirðingabúð, Sauðárkrókur - Suðuriandssól, Setfossi.