Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Kristinn Ágiistsson skoðar sokka sem voru prjónaðir fyrir 20 árum. Víkurprjón fagnar 20 ára afmæli Fagradal - Víkurprjón hefur nú starfað í 20 ár og hélt af því tilefni af- mælishátíð 1. aprfl. Víkurprjón byrjaði á að framleiða sokka, enn í dag eru einnig fram- leiddar peysur, húfur og fleira úr ull, allt sérhannaðar vörur fyrir Víkur- prjón. Þá rekur fyrirtækið einnig ferðamannaverslanir bæði í Vík þar sem ferðamönnum gefst kostur á að fylgjast með hvemig flíkurnar eru unnar og í Reykjavík. Fram- kvæmdastjóri frá upphafi er Þórir Kjartansson. í afmælinu fékk almenningur að ganga um fyrirtækið og skoða fram- leiðsluna og vélar, einnig var búið að setja upp skemmtilega sýningu á myndum úr starfi Víkurprjóns frá því það var stofnað. Geysigóð þátttaka í bandýmóti Ólafsfirði - Gríðarleg þátttaka var í bandýmóti fyrirtækja sem haldið var í Ólafsfirði sfðastliðinn laugar- dag. Það voru tveir ungir kennarar, þær Guðrún Unnsteinsdóttir og Hildur Amars Ólafsdóttir, sérlegir félagar í Bandývinafélaginu, sem stóðu á bak við þennan viðburð sem átti hug Ólafsfirðinga allan laugar- daginn. A annað hundrað manns tóku þátt og það verður að segjast eins og er að undirbúningi og leikgleði þátttakenda var viðbrugðið. Allir reyndu að vera í flottasta keppnis- búningnum, enda gefin verðlaun fyrir nánast allt: flottasta markið, flottustu sokkana, heitasta búning- inn, breiðasta brosið, flottustu fóm- ina, bestu tilþrifin. Þá voru lfka verðlaun fyrir flottustu innkomuna, besta „fagnið“ og sárasta ósigur- inn. Mótið hófst laust fyrir hádegi og stóð fram eftir degi. 18 Iið mættu til leiks, hvert öðru skrautlegra, þau marseruðu inn á leikvanginn undir lúðrablæstri, þar voru reglur móts- ins kynntar, síðan var létt upp- hitunaræfíng og gert í skyndi að meiðslum eftir upphitunaræfing- araar. Hófst svo keppni, þar sem lið kepptust um að slá hvert annað út, þar til tvö stóðu eftir, lið Garðars Guðmundssonar hf. og Kökuhornið, sem kepptu til úrslita. Sjómennirnir Morgunblaðið/Helgi Jónsson Vélamennirnir hjá Vélfagi mættu í sínum réttu búningum. Keppnislið bæjarskrifstofunnar, Ásta Snjólaug Sigurfinnsdóttir, bæjar- fulltrúi, Kristfn Gunnólfsdóttir, hreinsitæknir, Kristinn Hreinsson bæj- arritari, Guðmundur Þór Guðjónsson bókari, Ásgeir Logi Ásgeirsson bæjarsljóri. Fremstur er Hafsteinn Hafsteinsson félagsmálafulltrúi. sigruðu sætu kökukonumar eftir pottinum en um kvöldið var upp- spennandi leik. skeruhátíð í félagsheimilinu Tjarn- Eftir mót var samkoma í heita arborg. Handmálaðir grískir íkonar frá kr. 1.990 Tilvalið til fermingargjafa Klapparstíg 40, sími 552 7977. Hnattbar Góð tækifænsgjöf húsgögn Armúla 44 sími 553 2035 Arshátíð Grunnskdla Grindavíkur þótti takast með eindæmum vel Gúmmí- Grettir góður Grindavík - Það er jafnan mikil og góð skemmtun þegar skólinn í Grindavík heldur árshátíð. Þetta ár- ið var engin undantekning og ef eitt- hvað var tókst hún betur en áður. Árshátíðin er margskipt en í stuttu máli sagt em krakkamir í 1.-4. bekk með sérstaka árshátið sem er reyndar tvískipt og haldin í „Heilsubælinu“ en svo nefnist aðst- aða elstu nemendanna til matar og drykkjar. Sú árshátið er ekki á sama degi og aðrar og um margt með öðm sniði. Þá er öllum boðið í kaffi og kökuhlaðborð að hátíð lokinni. Eldri krakkamir í 5.-7. bekk halda sérstaka sýningu en era með 8.-10. bekk á balli, en 5.og 6. bekkur fara fyrr heim af balli. Þeirra sýning tókst með miklum ágætum og var að heyra á flestum að vel hefði tekist til. Nokkur atriði em síðan valin af þess- ari sýningu til að vera á sérstakri bæjarsýningu sem flestallir bæjar- búar sækja. A þeirri sýningu era líka valin atriði frá skemmtun 8.-10. bekkjar en sú sýning er borin uppi af einu stóra atriði þar sem leikaramir era valdir úr hópnum, en ekki eins og hjá yngri krökkunum þar sem all- ir era með. Alls tóku 26 krakkar þátt í leikritinu þar af 22 leikarar undir öraggri stjóm Boga Hallgrímssonar, Brynjars Þorsteinssonar og Sigríðar Ómarsdóttur. Leikritið sem sýnt var er í raun Grettir eftir þá Ólaf Hauk Símonarson, Egil Ólafsson og Þórar- in Eldjám í styttri útgáfu. Það verð- ur að segjast að allir sem stóðu að þessari sýningu stóðu sig með mikilli prýði og ljóst að einhverjir framtíð- arleikarar era í hópnum. Um kvöldið spilaði síðan hljómsveitin Sóldögg fyrir dansi og þurfti nánast að vinda suma þegar þeir komu heim, þar sem þeir höfðu ekki stoppað í dansinum allt ballið. Á bæjarsýninguna var síð- an, eins og alltaf, vel mætt og boðið upp á góða skemmtun. 5.V með atriði sitt á ársháti'ðinni. Morgunblaðið/GPV Tónlistarskólar á Vesturlandi halda sameiginlega tónleika Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Harmonikkunemendur úr Stykkishólmi fluttu valsa á Tón-Vest tón- leikunum í Stykkishólmi. Stykkishólmi - Tónlistarskólamir á Vesturlandi héldu sameiginlega tónleika í Stykkishólmskirkju mið- vikudaginn 29. mars. Samstarf er á milli tónlistarskólanna í kjördæm- inu. Á hveiju hausti hittast skóla- stjóramir og ræða málefni tónlist- arskólanna og ákveða hvar og hvenær sameiginlegir tónleikar verða haldnir. Tónleikar þessir ganga undir nafninu Tón-Vest og hafa verið haldnir til skiptis á þéttbýlisstöð- unum á Vesturlandi síðastliðin átta ár. Að þessu sinni komu fram nem- endur frá öllum tónlistarskólunum, þ.e. frá Akranesi, Borgarbyggð, Hellissandi, Ólafsvík, Grandar- firði, Búðardal og Stykkishólmi. Verkefnaskráin var fjölbreytt og gaman að hlusta á spilarana, sem greinilega höfðu lagt mikla vinnu við æfingar í vetur. Tuttugu og tvö tónlistaratriði vora á dagskránni, söngur, samspil á fiðlur, harmonikkur og gítara og einleikur á píanó og blokkflautur. Að lokum var gestunum boðið upp á veitingar sem kennarar og foreldrar nemenda Tónlistarskóla Stykkishólms sáu um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.