Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Fulltrúar 17 íslenzkra fyrirtækja á ferskfískdögum
„Mikil framsýni
sendiráðs Islands“
*
Islenzka sendiráðið í París og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins stóðu
fyrir kynningu á ferskfiskmarkaðmim í Frakklandi í síðustu viku. Þorbjörg
Þráinsdóttir kynnti sér stöðu mála, en Island er nú sjöundi stærsti innflytj-
andi á ferskum fiski til Frakklands.
Morgunblaðið/Þorbjörg Þráinsdóttir
Sigríður Snævarr, sendiherra Islands í París, heimsótti ferskfískmark-
aðinn Rungis ásamt eiginmanni sínum Kjartani Gunnarssyni.
Morgunblaðið/Þorbjörg Þráinsdóttir
Guðni Gunnarsson og Tómas S. Þorsteinsson frá Icelandic Freshfísh
voru ánægðir með ferskfískdagana í París.
SENDIRÁÐ íslands í París og við-
skiptaþjónusta utanríkisráðuneytis-
ins stóðu fyrir kynningu á ferskfisk-
markaðnum í Frakklandi fyrir
íslenska framleiðendur og útflytj-
endur dagana 29.-31. mars í París.
Fram kom í máli Sigríðar Á. Snæ-
varr, sendiherra í París, í upphafi
kynningarinnar að vangaveltur um
hvort hér væri ekki um vannýtt tæki-
færi að ræða fyrir íslenska framleið-
endur, hvemig þeir kæmust sem
best inn á franska ferskfiskmarkað-
inn og hvaða leiðir væru vænleg-
astar, hefðu leitt til þessarar fram-
kvæmdar.
Fulltrúar 17 fyrirtækja
I framhaldi af kynningu á franska
markaðnum, sem Marie Christine
Monfort hélt, en hún hefur m.a.
starfað sem ráðgjafi hjá Globefish,
var komið á fundum milli franskra
ferskfiskkaupenda og íslenskra selj-
enda. Unnur Orradóttir-Ramette hjá
sendiráðinu í París hélt einnig tölu
um íslenskan sjávarútveg fyrir
frönsku kaupendurna. Fulltrúar 17
fyrirtækja mættu frá íslandi og
fengu þeir þarna tækifæri til að
kynna starfsemi sína 23 stærstu
kaupendunum á franska markaðn-
um. Um var að ræða aðila frá stór-
markaða- og veitingahúsakeðjum í
Frakklandi auk annarra stórra inn-
flytjenda.
Fram til þessa hafa íslenskir aðilar
átt í erfiðleikum með að komast í
beint samband við stóru ferskfisk-
kaupenduma í Frakklandi og kemur
stór hluti ferskfisks frá Islandi til
Frakklands í gegnum erlenda milli-
liði, eins og Belgíu, Holland og Dan-
mörku.
Með þessu framtaki sendiráðsins,
þar sem komið var á fundum með
þessum aðilum, má ætla að grunnur
að milliliðalausum viðskiptum hafi
verið lagður. Beint flug Flugleiða á
milli íslands og Parísar allt árið, sem
komið var á fyrir um ári, bætir einnig
stöðuna hvað sókn á þennan markað
varðar.Þótt bein sala á ferskfisk-
markað hafi verið erfiðleikum bund-
in til þessa er ísland í dag 7. stærsti
innflytjandi til Frakklands, þar sem
teknar eru saman ferskar, frosnar og
unnar sjávarafurðir. Bretar eru
stærstir síðan koma Norðmenn,
Fflabeinsströndin (með túnfisk í dós-
um), Danmörk, Spánn og Holland.
Öruggt er að meira er af íslenskum
sjávarafurðum á mörkuðum hér en
tölur um innflutning frá íslandi segja
til um. Þær koma á franskan markað
fyrir milligöngu söluaðila frá öðrum
löndum.
Frakkland er mjög mikilvægur
markaður fyrir sjávarafurðir og þá
sérstaklega ferskar afurðir. Árið
1998 fóru 730.000 tonn á markað í
Frakklandi og þar af voru 430.000
tonn ferskfiskvara. Um 2/3 hlutar af
sjávarafurðum á markaðnum er inn-
fluttur og er því eftir stórum hlut að
slægjast fyrir íslenska aðila. Verð á
innfluttum sjávarafurðum fer einnig
stöðugt vaxandi í Frakklandi sam-
kvæmt nýjustu tölum, til að mynda
jókst verðmæti innfluttra sjávar-
afurða um 17% á árunum 1996 til
1999 á meðan magnið jókst einungis
um 1,9%.
Átta tegundir alls ráðandi
Á ferskfiskmarkaðnum eru 8 fisk-
tegundir alísráðandi eða með 60%
hlutdeild. Lax er þar vinsælastur og
síðan þorskur, annar fiskur af
þorskaætt auk flatfisks og silungs
fylgja þar á eftir.
I máli Marie Monfort kom fram að
lax var ekki algengur í Frakklandi í
byrjun 9. áratugarins en með auglýs-
ingaherferð stórmarkaðanna og inn-
rásar ódýrs eldislax á markaðinn er
þetta orðinn einn vinsælasti fiskur-
inn í dag. í huga Frakka hefur laxinn
haldið ímynd sinni sem lúxusvöru
þrátt fyrir að vera einn ódýrasti fisk-
urinn. Þorskurinn hefur hins vegar
hækkað í verði þar sem framboð hef-
ur minnkað og er kominn í annað
sætið hvað varðar neyslu.
Nýir samkeppnisaðilar ferskfisk-
framleiðenda í Evrópu eru framleið-
endur eldisfisks, auk fiskseljenda frá
öðrum heimsálfum, t.d. Senegal,
Argentínu, Tanzaníu, Kenyu og fleiri
löndum.
Þáttur stórmarkaða sem inn-
kaupa- og söluaðila á matvöru í
Frakklandi fer stöðugt vaxandi. í
dag ráða þeir yfir 60% af allri mat-
vörusölu í landinu og þar af voru 8
stærstu keðjumar með 72%
markaðshlutdeild.
Á ferskfiskmarkaði ráða þeir yfir
66% markaðarins, skv. tölum frá
1998, því er óhætt að segja að mikil-
vægt hafi verið að fá fulltrúa þeirra á
kynningarfundinn. Tókst þar vel til
þar sem fulltrúar 5 stærstu stór-
markaðanna mættu og ráða þeir yfir
helmingi markaðarins.
Allir risastórmarkaðir (hyper-
markets) eru útbúnir ferskfiskborði
og eru markaðamir einnig farnir að
vinna fiskinn og pakka sjálfir. í fisk-
borðunum má finna allt að 120
tegundir sjávarafurða, enda em
Frakkar þekktir fyrir ijölbreytta
matargerð og einskorða sig ekki við
hinar hefðbundnu tegundir. Mögu-
leikar íslenskra útflytjenda hljóta því
einnig að liggja í framleiðslu á óhefð-
bundnum afurðum sem ekki hefur
verið markaðir fyrir, fram til þessa.
Carrefour er önnur stærsta stór-
markaðskeðja f heiminum í dag á eft-
ir Wal-Mart og reka þeir 200 risa-
stórmarkaði og 1000 stórmarkaði.
Gro Hoyseter, innkaupastjóri fersk-
fiskdeildar Carrefour, mætti fyrir
þeirra hönd og lýsti hún yfir mikilli
ánægju með þetta fyrirkomulag í
samtali við blaðið. Hún sagði það
vera mjög gott að geta talað beint við
framleiðendur og útflytjendur alla
saman komna á einum stað. Þetta
væri mun fljótlegra ferli heldur en að
fá kynningabæklinga senda í tugatali
og eiga þá eftir að hafa samband við
hugsanlega seljendur og fá þá jafn-
vel enn fleiri bæklinga til yfirlestrar.
Eins og þróunin hefur sýnt sig með
aðra stórmarkaði leitast Carrefour
við að kaupa beint frá framleiðend-
um án milliliða og því mikilvægt fyrir
þá að komast í beint samband við
framleiðendur á Islandi.
Ekki var eingöngu um fiskútflytj-
endur og framleiðendur að ræða í
hópi íslensku þátttakendanna. Fyrir-
tækið Stjömusteinn, sem framleiðir
frauðplast-pakkningar, sá sér hag í
að taka þátt í ferskfiskdögunum og
einnig var fulltrúi hugbúnaðarfyrir-
tækisins Tölvumynda mættur til að
kynna íslenskan hugbúnað, sem get-
ur sagt til um gæði vörunnar.
Verkefni Tölvumynda er styrkt af
Evrópusambandinu og hafa Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins ásamt
svipaðri stofnun í Hollandi unnið að
þróun þessa verkefnis að sögn Ólafs
Magnússonar, kerfisfræðings hjá
Tölvumyndum. Þessar stofnanir
hafa unnið vísindaþáttinn, ákvarða
skalann, hvaða þætti skuli taka í
skynmatið o.þ.h. Verkefnið hefur
verið í gangi á þriðja ár og er mark-
aðssetning á hugbúnaðinum að hefj-
ast. „Viðbrögðin hafa verið mjög já-
kvæð hér á fiskferskdögunum, bæði
frá íslendingunum og Frökkunum,
þetta er eitthvað sem vantar tilfinn-
anlega. Fram til þessa hefur hvert
fyrirtæki komið sér upp eigin mats-
kerfi, sem er þá ekki hægt að bera
saman við önnur. Með þessum staðl-
aða hugbúnaði verða öll viðskipti
með fisk auðveldari," sagði Ólafur.
Guðni Gunnarsson en þeir Tómas
S. Þorsteinsson hjá Iceland Freshf-
ish voru í hópi íslensku þátttakend-
anna. Þeir heildsalar sem þeir hafa
komist í samband við í gegnum tíðina
hafa ekki verið eftirsóknarverðir
kaupendur að mati Guðna. Á kynn-
inguna mættu hins vegar réttu aðil-
amir að hans mati.
Tómas sagðist vera verulega
ánægður með þessa framkvæmd.
Mjög mikflvægt væri fyrir seljendur
að geta farið þessa beinu leið til
þeirra kaupenda sem þeir vilja
skipta við. Tilefnið væri því virkilega
þarft, sendiráðið sýndi þarna mikið
frumkvæði og mikla framsýni.
Fiskmarkaðurinn
íRungis
í tilefni ferskfiskdaganna í París
var skipulögð ferð á ferskfiskmark-
aðinn í Rungis, sem er bær rétt
sunnan við París. Auk þess að versla
með ferskfiskafurðir er þar stór
markaður fyrir kjötvöru, mjólkuraf-
urðir, grænmeti, ávexti og blóm.
Lagt var af stað um fjögurleytið að
nóttu til frá hótelinu í París en þá var
„starfsdagur" fólks á fiskmarkaðn-
um þegar hálfnaður. Heildsalamir
byrja á að koma sér fyrir rétt fyrir
miðnætti og síðan er markaðurinn
opinn til kl. 6 um morguninn.
Islensku þátttakendumir voru
leiddir um 20.000 fm salarkynni
ferskfiskmarkaðarins og fræddir um
allt sem viðkemur markaðnum.
Ferskfiskmarkaðurinn er sá stærsti
í heimi og fara um 100.000 tonn af
fiski í gegn hjá þeim árlega og kemur
sá fiskur víða að. Mikið vöruúrval er
lykilatriði á Rungis í dag, enda er
hægt að fá yfir 100 tegundir fisk-
afurða á markaðnum.
Markaðurinn var stofnaður fyrir
30 áram og þá var Rungis eini stað-
urinn sem kaupmenn í París og ná-
grenni gátu verslað við. í dag er
markaðurinn enn mjög mikflvægur
sem dreifingaraðili í Frakklandi og
jafnvel til nágrannalandanna. París
og nágrannasvæðin fá meira en
helming þess fisks sem endar á borð-
um neytenda frá ferskfiskmarkaðn-
um í Rungis. Mikilvægi hans fer þó
þverrandi. Helsta ástæðan er gróska
stórmarkaðanna, sem reyna orðið að
kaupa vörarnar frá framleiðendum
milUliðalaust. Einnig hafa kröfur um
hreinlæti og eftirlit með vöranni auk-
ist og hafa stjómendur markaðarins
nú áformað endurbætur á ferskfisk-
markaðnum til að geta fylgt þeim
kröfum betur eftir. Almenningur ótt-
ast orðið mjög skemmda matvöru og
er eftirlit mjög strangt og mikið af
afurðum hent af þeim sökum. Eitt
stærsta vandamál markaðarins í dag
er hvað eigi að gera við þann úrgang.
Helstu kaupendur á markaðnum
eru veitingahúsaeigendur og fisksal-
ar í París og nágrenni en þeir koma
einnig lengra að. Um nóttina komu
t.d. kaupendur frá Belgíu og Þýska-
landi, en þeir mættu fyrst og fremst
til að kaupa Miðjarðarhafsfisk, sem
þeir eiga erfitt með að fá á heima-
mörkuðum. Mjög gaman var að
fylgjast með verslunarháttum á
markaðnum og er ekki um að ræða
uppboðsmarkað, eins og margir
þekkja frá hafnarborgum Norður-
Evrópu. Þarna voru samankomnir
um 40 heildsalar með mikið úrval
sjávarafurða og prúttuðu kaupendur
um verðið við hvern og einn sam-
kvæmt lögmáli framboðs og eftir-
spumar.
Morgunblaðið/Þorbjörg Þráinsdóttir
íslenzki hópurinn samankominn á Rungis-markaðnum í París.