Morgunblaðið - 06.04.2000, Page 32

Morgunblaðið - 06.04.2000, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ íá"-.- FOSTUDAGIIVJIM 14. apríl kl. 20 LADGARDAGllMTSI 15. apríl kl. 16 Edward Crafts Georgina Lukács Kristján Jóhannsson Hljómsveitarstjóri: Rico Saccani Einsöngvarar: Georgina Lukács, lldiko Komlosi, Kristján Jóhannsson, Edward Crafts Kór íslensku óperunnar Giuseppe Verdi: Requiem lldiko Komlosi Sálumessa Verdis er eitt stærsta og frægasta verk þeirrar tegundar. í henni nýtast honum meistaratök sín á dramatík, því sálumessan er mikið átakaverk. Einvalalið einsöngvara tekur þátt í flutningnum. Tryggið ykkur miða á þessa stórtónleika SINFONIAN Miðasala kl. 9-17 virka daga Háskólabió v/Hagatorg Simi 562 2255 www.sinionia.is ERLENT Sprengihætta í kjölfar áreksturs tveggja lesta í Noregi Reutcrs Eldur logar í lestarvagni eftir árekstur tveggja lesta í Lilleström.TöIuverð sprengihætta fylgir própangasi sem geymt var í öðrum vagninum og varð lögregla því að rýma miðborg bæjarins. Talið að eldur kunni að loga í þrjá daga Osló. AP, AFP, Reuters. 9 ELDUR logaði áfram í flutningalest í nágrenni lestarstöðvar í miðbæ Lillestrom í Noregi í gær, eftir að kviknaði í lestinni aðfaranótt mið- vikudags. Að sögn lögreglu var talið að eldurinn kynni að lifa í allt að þrjá daga og ekki var búist við að á annað þúsund manns sem urðu að yfírgefa heimili sín í kjölfar eldsvoðans fengju að halda heim í gær. Eldurinn kom upp um eittleytið aðfaranótt miðvikudags í kjölfar áreksturs tveggja lesta. Lestin sem kviknaði í var með 104 tonn af próp- angasi innanborðs, en efninu fylgir mikil sprengihætta. Lögregla fyrir- skipaði því snemma í gærmorgun að rýma skyldi allar byggingar í allt að 700 metra fjarlægð frá lestarstöð- inni og aðstoðaði bæði lögregla og her fólk við að yfírgefa svæðið, m.a. skólaböm og sjúklinga á nærliggj- andi sjúkrahúsi. Ekki hefur verið reynt að slökkva eldinn en að sögn lögreglu var tekin sú ákvörðun að láta própangasið brenna til að forðast frekari sprengihættu. Vatni er þó sprautað á gasgeymana til að kæla þá niður. Sprengihætta er engu að síður talin mikil að sögn dagblaðsins Aften- posten sem hafði eftir Jorgen Hoidal lögreglustjóra, að ef spreng- ingin yrði kraftmikil, kynni hún að valda tjóni í allt að 650 metra radíus. Taldi uppistandið vera heræfingu Rúnar Kristinsson knattspyrnu- maður og fjölskylda hans voru í hópi þeirra sem urðu að yfirgefa heimili sitt og sagðist Rúnar í fyrstu hafa haldið að um heræfingu væri að ræða. „Maður hélt ekki að það væri mikil hætta á ferðum,“ sagði Rúnar og kveðst þó hafa áttað sig á alvör- unni þegar fólk á æ stærra svæði var beðið um að yfirgefa hús sín. „Við bjuggumst til að mynda við að geta verið í okkar húsi, en svo var svæðið orðið um 800-1.000 metrar að radíus.“ Að sögn Rúnars fór brott- flutningurinn þó vel fram og gaf fólk sér góðan tíma til að yfirgefa svæð- ið. Rúnar og fjölskylda hans dvöldu síðan á hóteli utan við Lillestrom í gærdag ásamt um hundrað öðram, m.a. Reyni Bjömssyni lækni og fjöl- skyldu hans. En fólki var veittur samastaður á hótelinu yfir daginn. „Það er núna gengið á milli fólks og kannað hvort það hafi einhverja svefnaðstöðu í nótt. Eins og staðan er núna þá er ekki búist við að þetta klárist í dag,“ sagði Rúnar og kvaðst búast við að fjölga myndi á hótelinu er kvöldaði þar sem margir hefðu haldið til vinnu í Ósló. Rúnar sagði fólk að mestu taka brottflutningnum með ró, en Aften- posten hafði í gær uppi harða gagn- rýni á yfirvöld fyrir að hafa beðið með að flytja fólk brott úr miðbæn- um í tæpa sjö tíma eftir að brunans varð vart. Að sögn Rúnars var ekki að sjá að sama reiði ríkti meðal almennings, en að því er haft var eftir lögreglu lágu ekki fyrir fullnægjandi upplýs- ingar um hættuástand fyrr en snemma á miðvikudagsmorgun. Nýkomin sending af sófasettum Vandað Mantelassi sófasett Litir dökkkoníaksbrúnt M/leð ria og Ijóskoníaksbrúnt fgy Áklæði í fjórum litum. | M/áklæði aðeins kr. 178.000.- Vönduð gæðohúsgögn á góðu verðl! Hjá okkur eru Visa- og Euro-ra&amningar ávísun á sta&jreiöslu I • 9 usqogn Ármúla 8-108 Reykjavík Síml 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.