Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 33
ERLENT
Réttarhöldin yfír Sharif
AP
Kulsoom Sharif, eiginkona Nawas Sharifs, biður fyrir
manni sínum í Karachi í gær.
Líf á bláþræði
Karachi, Lahore. AFP, Reuters.
Stasi-gögn úr fórum CIA afhent þýskum stjórnvöldum
Fyrsta skammti
skilað til Berlínar
Berlín. Morgunblaðið.
AP
Ur skjalasafni Stasi, austur-þýzku leynilögreglunnar, í Berlín.
ÞÚSUNDIR stuðningsmanna
Nawas Sharifs, fyrrverandi for-
sætisráðherra Pakistans, ætla að
safnast saman í dag við húsakynni
réttarins í Karachi þar sem kveðinn
verður upp dómur í máli hans.
Sharif er ákærður fyrir mannrán
og morðtilraun við núverandi ein-
ræðisherra, Peivez Musharraf
hershöfðingja.
Sex manns að auki, þ. á m. bróðir
Sharifs, eru ákærðir. Sharif er
sagður hafa reynt í október í fyrra
að koma í veg fyrir að flugvél með
Musharraf og nær 200 aðra innan-
borðs fengi að lenda í Pakistan og
stofnað þannig lífi fólksins í hættu.
Skömmu áður hafði ráðherrann
rekið hershöfðingjann úr embætti
forseta herráðsins. Vélin fékk að
lenda og nokkrum stundum síðar
hrifsaði herinn öll völd í landinu.
Þyngsta refsing sem hægt er að
veita fyrir umrædd afbrot er dauða-
dómur. „Líf Sharifs hangir bókstaf-
lega á bláþræði," sagði stjórnmála-
skýrandinn Shamim Akhtar. En
hann varaði við slíkri niðurstöðu
sem myndi gera minningu Nawas
ódauðlega og valda umróti á al-
þjóðavettvangi. Árið 1979 tók her-
foringjastjórn annan fyrrverandi
forsætisráðherra, Zulfikar Ali
Bhutto, af lífi og hefur hann síðan
verið goðsögn meðal margra lands-
manna. Á þriðjudag hvatti Sharif
landsmenn til að gera uppreisn
gegn „herforingjaeinræðinu".
Verði Sharif dæmdur getur hann
áfrýjað til hæstaréttar og loks hef-
ur forseti landsins, Muhammad Raf-
iq Tarrar, vald til að náða hann en
Sharif tilnefndi á sínum tíma Tarr-
ar í embættið.
BANDARÍSK stjórnvöld hafa nú
látið þýzkum stjórnvöldum í té
fyrsta umsamda skammtinn af af-
ritum af skrám utanríkisleyniþjón-
ustu Austur-Þýzkalands, sem
bandaríska leyniþjónustan CIA
kom höndum yfir árið 1990, er Aust-
ur-Þýzkaland var í upplausn eftir
fall Berlínarmúrsins.
Það tók þýzk yfirvöld mörg ár að
telja Bandaríkjamenn á að skila
þessum gögnum, sem meðal annars
innihalda spjaldskrá yfir njósnara
og uppljóstrara Austur-Þjóðverja í
Vestur-Þýzkalandi og annars staðar
á Vesturlöndum á síðustu áratugum
kalda stríðsins. Mun vera um upp-
lýsingar um yfii- 1.000 uppljóstrara
að ræða, bæði undir dulnefnum og
réttum nöfnum.
Uwe-Karsten Heye, talsmaður
þýzku ríkisstjórnarinnar, staðfesti í
gær að sl. föstudag, hinn 31. marz,
hefðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar
afhent á skrifstofu kanzlaraem-
bættisins í Berlín tölvugeisladiska.
A þeim væri að finna á bilinu 500-
600.000 skráningar. Með afhending-
unni sagði Heye að tekizt hefði að
standa við að fyrsti hluti gagnanna
væri afhentur á fyrsta ársfjórðungi
ársins 2000, eins og um hafði verið
samið. Búizt væri við að samtals
mvndu gögnin fylla yfir 1.000 CD-
ROM- geisladiska. Bandaríkjamenn
gerðu ráð fyrir að það tæki allt að
tveimur ánim að ljúka afhendingu
gagnanna.
CIA hafði árum saman neitað að
heimila fulltrúum leyniþjónustu
sameinaðs Þýzkalands að skoða
þessi gögn austur-þýzku leyniþjón-
ustunnar, sem Bandaríkjamönnum
tókst að komast yfir í svokallaðri
„Rósaviðar-aðgerð" veturinn 1989-
1990.
Heye sagði ennfremur í gær, að
allar upplýsingar sem snertu
bandaríska ríkisborgara yrðu strik-
aðar út úr gögnunum áður en þau
yrðu afhent.
Joachim Gauck, yfirmaður stofn-
unarinnar sem hefur umsjón með
öllu því sem varðveitzt hefur af
skjalasafni austur-þýzka öryggis-
málaráðuneytisins, öðru nafni Stasi,
sagðist vænta þess að gögnin frá
Bandaríkjunum skiluðu sér í sína
umsjá.
Einn stærsti fengur
kalda stríðsins
Markviss stuldur útsendara CIA
á njósnaraspjaldskrám Stasi er tal-
inn vera einhver mesti „stríðsfeng-
ur“ kalda stríðsins, en sá stríðs-
rekstur mæddi að sjálfsögðu að
mestu á leyniþjónustum stórveld-
anna, Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna. Njósnastarfsemi Austur-
blokkarinnai’ á Vesturlöndum var
þó að miklu leyti skipulögð í gegn-
um þá deild austur-þýzku leyniþjón-
ustunnar, sem Markus Wolf stýrði
(„Hauptabteilung Aufklárung").
Lengi fram eftir tíunda áratugn-
um neituðu Bandaríkjamenn að
veita fulltrúum þýzkra yfirvalda
nokkurn aðgang að gögnunum, að
sögn vegna þess að þar með væri
hætta á að flett yrði ofan af mönn-
um sem einnig störfuðu fyrir CIA.
Sérfræðingar leiddu hins vegar get-
um að því, að hinnar raunverulegu
ástæðu þessarar tregðu til sam-
starfs við þýzk yfirvöld væri að leita
í því, að CIA hefði tekizt að „snúa“
ófáum hinna skráðu útsendara
Austur-Þjóðverja og fengið þá til að
njósna fyrir sig í staðinn. Einkum
eigi þetta við um fyrrverandi upp-
Ijóstrara A-Þjóðverja í Vestur-
Þýzkalandi.
INGÓLFSSTRÆTI 5 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 551 5080