Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
I fótspor Finnanna
Sinfóníuhljómsveit Islands leikur áttundu
sinfóníu Beethovens og þá sjöundu eftir
Bruckner á tónleikum í Háskólabíói í
kvöld kl. 20. Orri Páll Ormarsson kom
að máli við stjórnandann, Ole Kristian
Ruud frá Noregi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ole Kristian Ruud einbeittur á æfingu.
„VEÐRIÐ var svo gott að ég blés æf-
inguna af snemma. Það er líka erfitt
að æfa Bruckner í marga klukkutíma
í senn. Hann er svo krefjandi," segir
Ole Kristian Ruud þegar fundum
okkar ber saman í anddyri Hótels
Sögu um eittleytið í gær. Eg hafði
ætlað mér að hitta hann í Háskólabíói
en greip í tómt. Snaraði mér þá yfir á
Sögu þar sem gestir Sinfómuhljóm-
sveitar íslands eru vanir að gista og
fann hann þar fyrstan manna.
„Það var búið að vara mig við þér,“
segir þessi hægláti og viðmótsþýði
Norðmaður brosandi. Við göngum til
afdreps og fljótt kemur í ijós að hann
er skrafhreifinn.
„Ég átti að koma hingað í íýrra en
forfallaðist vegna veikinda. Nú er ég
aftur á móti kominn heilu og höldnu,"
segir hann og bætir við að tónleikam-
ir leggist vel í hann. „Ég hafði heyrt
að Sinfóníuhljómsveit Islands væri
góð hljómsveit og það stendur svo
sannarlega heima. Hún er öguð, leik-
glöð og andrúmsloftið augljóslega af-
ar gott. Að mínu mati myndi það þó
styrkja hljómsveitina ennfrekar að
bæta við strengjum, auk þess sem
hún þarf klárlega að eignast alvöru
tónleikahús.“
Ruud er undrandi á aðstöðunni
sem hljómsveitinni er búin, hún sé í
hróplegu ósamræmi við getu hennar
og ljóður á ráði mikillar menningar-
þjóðar. „íslendingar geta verið stoltir
af hljómsveitinni sinni, hún er góður
fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vett-
vangi en hljómburðurinn í Háskóla-
bíói heldur aftur af henni. Þessu þarf
að kippa í liðinn."
Ruud var aðalhljómsveitarstjóri
Sinfóníuhljómsveitar Þrándheims á
árunum 1987-95 og segir þá hljóm-
sveit hafa átt við samskonar vanda að
etja. „Húsnæðið var lítið og lélegt.
Fyrir um tíu árum létu borgaryfir-
völd hins vegar verða af því að reisa
1.100 manna tónleikahús og þvílíkur
munur - borgin eignaðist „nýja“
hljómsveit."
I Nörrköping í Svíþjóð, þar sem
Ruud var aðalhljómsveitarstjóri frá
1995-99, er líka nýtt tónleikahús sem
hann segir hafa styrkt sinfóníuhljóm-
sveit borgarinnar til muna. Hún hafi
stækkað, batnað og sé orðinn verðug-
in- fulltrúi Svíþjóðai- út á við.
í nám til Finnlands
Ruud hóf tónlistarferil sinn sem
klarínettuleikari en fékk ungur áhuga
á hljómsveitarstjóm. „Ég var við nám
í Tónlistarháskóla Óslóborgar þegar
ég byrjaði að skoða tónlist í víðara
samhengi, sótti námskeið og tók að
mér að stjóma djasshljómsveit. Menn
hvöttu mig til dáða og lagði ég því leið
mína í Síbelíusarakademíuna í
Helsinki, þar sem ég hóf nám í hljóm-
sveitarstjórnun, fyrstur útlendinga."
Ruud laut þar leiðsögn Jorma Pan-
ula, lærimeistara margi'a nafnkunnra
hljómsveitarstjóra, svo sem Jukka-
Pekka Saraste, Esa-Pekka Salonen,
Mikko Franck, Osmo Vanská og Sak-
ari Oramo.
Ruud segir það hafa legið beint við
að halda til Finnlands, þar sé hefðin,
Síbelíusarakademían leggi ríka
áherslu á nám í hljómsveitarstjómun
og engu sé til sparað. „Panula hefúr
verið brennipunktur þessa starfs.
Fómfús maður með mikla þekkingu.
Kennslan er hans ástríða. Hann er
raunar horfinn á braut frá akadem-
íunni núna en ferðast um og heldur
námskeið."
Ruud kveðst enn yera í góðu sam-
bandi við Panula. „Eg hitti hann síð-
ast á ráðstefnu í Ösló í fyrra, síðan
dúkkar hann alltaf annað slagið upp á
tónleikum hjá mér í Finnlandi og hef-
ur jafnan sitthvað til málanna að
leggja," segir hann hlæjandi. Kenn-
araeðlið verður ekki bælt niður.
Ruud segir það vissulega athyglis-
vert hversu margir af nemendum
Panulas hafi brotist til metorða. A hitt
beri þó að líta að óheyrilegur fjöldi
manna hefji nám í hljómsveitarstjóm-
un við Síbelíusarakademíuna. „Faest-
ir þeirra em þekktir.“
Ruud brautskráðist frá akadem-
íunni 1985 og sama ár þreytti hann
framraun sína með Óslóarfílharmón-
íunni. Fyrir utan störf sín í Þránd-
heimi og Norrköping hefur hann
stjómað helstu hljómsveitum á Norð-
urlöndum og víðar, meðal annars í
Japan. Hann tók nýverið við starfi
prófessors við Tónlistarháskóla Ósló-
borgar og frá og með næsta hausti
verður hann einn af aðalstjómendum
sinfóníuhljómsveitarinnar í Stafangri.
„Menn era að taka upp nýtt fyrir-
komulag í Stafangri, ráða þrjá aðal-
stjómendur, hvem á sínu sviði. Mitt
svið verður norræn tónlist. Það hent-
ar mér vel að gera þetta á móti öðrum
þar sem ég kem til með að verða mjög
upptekinn í háskólanum.“
Japanar rugluðust á þjóðerni
Ruud er oft nefndur í sömu andrá
og hinir finnsku læribræður hans og
menn hafa jafnvel raglast á þjóðemi
hans. „Þegar mér var fyrst boðið að
stjóma tónleikum í Japan, fyrir tíu ár-
um, leysti ég Jukka-Pekka Saraste af
hólmi. Heimamenn héldu greinilega
að ég væri líka finnskur og báðu mig
að flytja eingöngu verk eftir Síbelíus.
Ég sagði það í góðu lagi, Síbelíus væri
mér kær, en benti á að ég væri eigi að
síður frá Noregi. Skömmu síðar barst
mér símbréf frá Japan, þar sem ég
var beðinn að stjóma öðrum tónleik-
um í ferðinni - eingöngu með verkum
eftir Grieg.“
Jón Leifs er eina íslenska tónskáld-
ið sem Ruud þekkir að einhveiju
marki, nefnir Sögusinfóníuna sér-
staklega í því sambandi, en hefur hug
á að kynna sér fleiri í framtíðinni. „Ég
hef hug á að setja mig betur inn í ís-
lenska tónsköpun því þegar allt kem-
ur til alls eram við náskyldir, íslend-
ingar og Norðmenn, eigum sömu
foreldra. Ég er þegar búinn að kaupa
mér nokkrar geislaplötur hér á landi,
með verkum ólíkra höfunda, og ætla
að leggjast yfir þær á næstunni. Það
era til fleiri tónskáld en Grieg í Nor-
egi og öragglega önnui- tónskáld en
Jón Leifs á Islandi.“
Þrátt fyrir að menn séu almennt
sammála um að 8. sinfónía Beethov-
ens sé mjög fínleg og fáguð tónsmíð
þá hlaut hún takmarkað lof eftir
frumflutninginn í Redoutensaal í Vín
árið 1814. Þegar vinur Beethovens
benti honum á að móttökur þær sem
sú áttunda hlaut hafi verið miklu
daufari en hin verkin á tónleikunum á
tónskáldið að hafa svarað: „Það er
vegna þess að hún er svo miklu betri.“
Einn af þeim mönnum sem Anton
Brackner dáði hvað mest var Richard
Wagner. Ekki hefur Wagner litist illa
á kollega sinn því hann mun hafa sagt
að eingöngu eitt tónskáld jafnaðist á
við Brackner og það væri Beethoven.
Brackner hóf að semja 7. sinfóníu
sína 1881 og tók smíði hennar tón-
skáldið meira en tvö ár.
Ráðstefna Norðurlandadeildar alþjóðlegu blaðahönnunarsamtakanna í Reykjavík
Ljósmyndir, grafík, teikn-
ing, útlitshönnun og Netið
UM 240 manns taka þátt í ráð-
stefnu Norðurlandadeildar alþjóð-
legu blaðahönnunarsamtakanna
Society for News Design, SND/S,
sem hefst í Reykjavík í _dag og
stendur fram á sunnudag. I tengsl-
um við ráðstefnuna verða opnaðar
tvær sýningar. í Galleríi Sævars
Karls verður sýning á skopteikn-
ingum úr norrænum blöðum og í
Kringlunni verða sýndar mynda-
frásagnir ljósmyndara níu nor-
rænna dagblaða, sem birst hafa í
blöðunum undanfarnar vikur.
Markmið þeirra er að sýna á
persónulegan hátt í Ijósmyndum
aðstæður og ásýnd Norðurlanda-
búa við upphaf ársins 2000.
„I Norðurlandadeild SND eru
um 680 félagar; fólk sem vinnur
við ljósmyndir, grafík, teikningu,
texta, útlitshönnun, Netið, vef-
hönnun o.fl. Á ráðstefnunni er ætl-
unin að þetta fólk miðli af reynslu
sinni og læri hvert af öðra,“ segir
Pál A. Berg, forseti Norðurlanda-
deildar samtakanna. Áður voru
samtökin ætluð þeim sem vinna að
hönnun dagblaða en í takt við
breytta tíma hefur sviðið verið
víkkað út þannig að nú taka þau
einnig til þeirra sem vinna við net-
miðla ýmisskonar. „Á Netinu ger-
ast hlutirnir hratt, þar er ungt og
skapandi fólk sem hefur allt aðra
sýn á ý'réttir og framsetningu
þeirra. Ég held að þeir sem vinna
á blöðunum geti lært heilmikið af
þessu fólki,“ heldur hann áfram.
Þátttakan farið fram
úr björtustu vonum
Á hverju ári er haldin stór ráð-
stefna á vegum SND/S en þetta er
í fyrsta sinn sem hún er haldin á
íslandi. „Við tókum áhættuna,"
segir Pál A. Berg og vísar til þess
að það sé dýrara að halda ráð-
stefnu á Islandi en annarsstaðar á
Norðurlöndunum. „En þátttakan
hefur farið fram úr björtustu von-
um, ekki síst sökum þess að fólki
finnst spennandi að fara til ís-
lands. Það eru m.a.s. margir sem
ætla að vera hér aðeins lengur,“
segir hann.
I fyrirlestrum ráðstefnunnar
verður víða komið við, enda er
þeim ætlað að sýna breiddina í því
sem félagsmenn eru að fást við.
Morgunblaðið/Kristinn
Pál A. Berg, forseti Norður-
landadeildar Society for News
Design, og nokkrar af ljós-
myndafrásögnunum sem verða
til sýnis í Kringlunni næstu
daga.
Inngangsfyrirlesturinn flytur Ein-
ar Már Guðmundsson og fjallar
hann um frásagnarlistina. Carl
Henning, ritstjóri Helsingin San-
omat, segir frá endurhönnun á um-
broti blaðsins, sem mæltist vægast
sagt illa fyrir hjá lesendum. „Oftar
er það þannig að menn koma og
segja frá breytingum sem hafa
gefist vel en hann mun tala um
breytingu sem reyndist algert
„fíaskó“. Það hlýtur að verða
áhugavert að heyra meira um
það,“ segir Pál Á. Berg. Hann
nefnir líka erindi Jens Tárning frá
Svíþjóð, sem nefnist „Grafík sem
grípur“, um nýjar leiðir í frétta-
grafík þar sem hann notar teikni-
myndasagnastíl á unglingasíðum.
Fjölmargir aðrir fyrirlestrar verða
á ráðstefnunni sem lýkur á sunnu-
dag.
NORRÆN skopteikningasýning verður opn-
uð í Gallerfi Sævars Karls í dag kl. 18.30 í
tengslum við ráðstefnu SND/S en þar má
sjá myndir 15-20 blaðateiknara frá Norður-
löndunum.
Blaðamaður hitti Per Elvestuen sem hefur
umsjón með sýningunni þegar hann var að
setja hana upp. Per hefur unnið sem blaða-
teiknari í tíu ár og teiknar nú skopmyndir
fyrir norska dagblaðið Dagens Næringsliv,
auk þess sem hann hefur verið formaður
samtaka teiknara í Noregi um nokkurra ára
skeið.
Gæðastimpill á blöðum að
hafa góðan teiknara
Hann segir að skopteikningin hafi aftur
öðlast heiðurssess í dagblöðum eftir að hafa
verið í lægð um nokkurt skeið. „Fyrir
nokkrum árum spáðu menn endalokum
blaðateikningarinnar og töldu grafik vera
framtíðina. Það átti að losa sig við allt það
gamla en þannig er það aldrei - það nýja
verður bara viðbót. Nú eru teikningarnar
vinsælli og mikilvægari en nokkru sinni
„Geltið verður
að heyrast um
allan bæ“
fyrr,“ segir Per og bætir við að teikningin
hafi fengið nýjan miðil og nýjan farveg með
Netinu, þar sem nú er að finna heimasíður
með skopteikningum í þúsundavís. Hann er
sem sagt bjartsýnn á framtíð skopteikning-
arinnar, sem hann kallar bæði í gamni og
alvöru „hina daglegu svívirðingu valdhaf-
anna“. Hann segir blaðateiknarana gegna
mikilvægu varðhundshlutverki. „Geltið verð-
ur að heyrast um allan bæ,“ segir hann
glottandi og sýnir myndir skopteiknara af
hinum ýmsu þekktu stjórnmálamönnum og
öðrum stórlöxum.
„I Noregi eru blöð sem hafa ekki haft
teiknara í mörg ár búin að ráða teiknara
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Per Elvestuen býr sig undir að hengja upp
skopmyndir norrænna blaðateiknara í Gall-
eríi Sævars Karls.
aftur - og nú er það gæðastimpill á blöðum
að hafa góðan teiknara,“ segir Per Elvestu-
en, sem kvittar undir myndirnar sínar með
listamannsnafninu „peel“.
Sýningin í Galleríi Sævars Karls stendur
yfir í viku, eða til 13. aprfl nk.