Morgunblaðið - 06.04.2000, Page 44

Morgunblaðið - 06.04.2000, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Asfaltið er iljum mínum kærast Bókmenntadagskrá um Reykjavík verður flutt í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þröstur Helgason ræddi við Pétur Gunnarsson sem valið hefur texta úr verkum íslenskra skálda á þessari öld sem fjalla um Reykjavík. Bókmenntadagskráin „Mig minnti að þessi borg væri brosandi kona“ verður flutt í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20 en hún er samstarfsverkefni Rit- höfundasambands ís- lands og Reyiq'avíkur menningarborgar 2000. Pétur Gunnars- son tók dagskrána saman, en leikstjóri er Þórarinn Eyfjörð. I dagskránni er leit- ast við að framkalla þá mynd sem íslensk skáld og rithöfundar hafa brugðið upp af höfuðborg landsins á öldinni. Ljósmæður borgarinnar Pétur segir að það hafi verið svolítið sérk- ennileg staða í borg- inni í upphafí aldarinn- ar. „Um 1900 búa öll höfuðskáld þjóðarinn- ar í Reykjavík, Steing- rímur Thorsteinsson, Hannes Hafstein, Þor- steinn Erlingsson, Einar Benediktsson o.s.frv. En enginn þeirra yrkir um Reykjavík. Hún er ekki orðin að boðlegu yrkisefni á þessum tíma. Og þá und- anskil ég hátíðarljóð eins og Einar Benediktsson orti um Reykjavík og svo fjölluðu Gestur Pálsson og Bene- dikt Gröndal um borgina í fyrirlestr- um sem þeir fluttu. Sömuleiðis kem- ur hún fyrir í sögum Gests og Einars Á bókmenntadagskránni verða flutt verk eftir rúmlega 30 skáld. Þeirra á meðal eru Tómas Guðmundsson, Steinn Steinarr, Ingibjörg Haraldsdóttir og Didda. H. Kvaran. Én Reykjavík er ekki boðlegt yrkisefni á þessum tíma heldur er umfram allt verið að fjalla um náttúruna og fegurðina." Pétur segir að Reykjavík hafí í raun ekki orðið að áberandi umfjöll- unarefni í íslenskum bókmenntum Rauði kross ísLands og Hans Petersen standa fyrir Ljósmyndasamkeppni laugardaginn 8. apríl. Um er að raeða Ljósmyndamaraþon sem fer samtímis fram á sex svæðum á landinu frá kl. 10-22. Yfirskrift samkeppninnar er „umhyggja" og hafa keppendur 12 klst. til að fanga myndefni sem er lýsandi fyrir yfirskriftina. Hverjum þátttakanda er afhent 24 mynda filma og skal henni skilað átekinni fyrir kl. 22. Þijár verðlaunamyndir af hverju svæði keppa svo til úrstita á landsvísu. Vegleg verðlaun eru í boði frá Hans Petersen og verðlaunamyndir verða til sýnis á vefnum strikis þar sem almenningi gefst kostur á að greiða bestu myndinni atkvæði sitt. Nánari upplýsingar um þátttökugögn eru veittar í síma 570 4000 í dag og á morgun frá kl. 8:30-16:30 eða á vefsíðunni www.redcross.is/gegnofbeldi. ÞátttökugjaLd er 500 kr. Hmhmm + Rauði kross íslands www. redcross.is Oll dýrin í skóginum eiga að vera eins fyrr en eftir lok fyrri heimsstyrj- aldarinnar. „Þá er Reykjavík orðin að dýnamískum bæ eða borg. Henn- ar gætir til dæmis í textum Halldórs Laxness frá 1925 þar sem borginni er fagnað; hún er ekki lengur að- skotahlutur í þjóðarlíkamanum, eitt- hvað óhollt sem ber að standa gegn og halda í skefjum, heldur breiðir hann út faðminn á móti stórborginni með öllu sínu litrófi, hann fagnar líka spillingunni.“ í framhaldi koma skáld eins og Tómas Guðmundsson, Steinn Stein- arr og fleiri sem Pétur segir að séu eins og ljósmæður þessarar borgar. „I textum þeirra má finna allan þann fögnuð og hughrif sem fylgja fæð- ingu.“ Frá Skemmuvegi til Austurstrætis Dagskráin rekur þessa sögu, segir Pétur. „Það er haldið áfram í gegn- um kreppuárin og heimsstyrjöldina með sinni sprengju og svo kemur efnahagsuppgangurinn eftir stríð og svo er haldið áfram allt fram til þessa dags.“ Að sögn Péturs verður talsverð breyting á umfjöllun skálda um Reykjavík á síðustu árum. „Borgin hefur tilhneigingu til þess að birtast sem spillingarbæli aftur í nýjustu textunum, þá fara eiturlyf og ofbeldi og vændi og slíkir hlutir að koma fyrir. Hringurinn lokast. En svo verður einnig sú breyting að yngri skáld fjalla um aðra staði eða önnur hverfi borgarinnar en þau eldri gerðu. Áður var ort um Austurstræti, Tjömina og Hljómskálagarðinn en höfundar eins og Óskar Árni Óskars- son fer út í úthverfin og fjallar til dæmis um Skemmuveginn. Það er heilmikið stökk frá Austurstræti til Skemmuvegar. Síðan sér maður það að Reykjavík verður smátt og smátt að eðlilegu umhverfi skáldanna, það umhverfi sem þessi skáld eru sprott- in úr. Borgin verður þeirra náttúra, eða eins og Ingibjörg Haraldsdóttir segir í einu ljóði: „Asfaltið er iljum mínum kærast.“ Þetta er svona ást- arjátning til borgarinnar." Dagskránni er ætlað að vera þversneið af umfjöllun íslenskra rit- höfunda um Reykjavík. Flutt verður efni eftir á fjórða tug skálda, bæði ljóð og prósi. Sumir textanna verða fluttir undir tónlist. Flytjendur eru Arnar Jónsson, Bjöm Ingi Hilmars- son, Edda Heiðrún Backman, Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir, Jóel Páls- son, Jóhann Sigurðsson, Valgeir Skagfjörð og Þórður Högnason. Lýsingu annast Elfar Bjarnason en leikmynd og búningar em í höndum Elínar Eddu Ámadóttur. Dagskráin verður aðeins flutt í þetta eina sinn og aðgangur er ókeypis. Hægt er að nálgast miða í miðasölu Borgarleikhússins. LEIKLIST L e i k f é 1 a g Flensborgar- skólans í Hafnarfirði DÝRIN í HÁLSASKÓGI — Bannað bömum. Eftir Thorbjöm Egner. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Sunnudagur 2. apríl (lokaæfíng). SUMIR segja að það sé partur af því að fullorðnast að gera upp- reisn gegn gildum foreldra sinna, gegn því sem fólki hefur verið inn- rætt sem börnum og snúa hefðum og viðteknum skoðunum á haus. Sé þetta rétt, hvaða verkefni er þá nærtækara og augljósara fyrir framhaldsskólaleikfélag en að grípa til eins af okkar „ástsælustu" barnaleikritum, hvolfa merkingu þess við og setja það í svo nýstár- legan búning að það verður nánast óþekkjanlegt? Dýrin í Hálsaskógi verða í með- fömm Flensborgara að sögu um einelti. Mikki refur og Patti broddgölt- ur hafa það eitt til saka unnið að vera ekki eins og dýr em flest. Um hríð hafa dýrin gaman af að hrella þá, en þegar þeim fer að leiðast þófið setja þau reglur sem kveða á um „rétta hegðun" sem Mikki verður að hlíta, hversu mjög sem það stríðir gegn eðli hans. Það er satt að segja ótrúlegt hve vel þessi hugsun gengur upp og kemst til skila í sýningunni, án þess að miklu sé breytt af texta verksins, að því ég best fæ séð. í stað hins mjög svö vafasama boðskapar um að grasætur séu góðar og kjötætur vondar er komin saga um múgæs- ingu og skeytingarleysi um þarfir og eðli náungans. Endirinn á Dýr- unum, þar sem allir bresta í söng til heiðurs bangsapabba af því að Marteinn skógarmús man allt í einu að hann á afmæli um þessar mundir, hefur alltaf farið í taug- arnar á mér (hverjum er ekki sama um bangsapabba?!). í þessari sýningu er hann hárréttur. Hér er bangsapabbi æðsta dýrið í valda- píramídanum og eini vegurinn til virðingar að þóknast honum. Mikki er gleymdur, enda skipta örlög hans engu máli. Stefán Jónsson hefur valið sýn- ingunni leikstíl og umgjörð í anda töffaralegra, amerískra glæpa- mynda síðari tíma. Kannski Tar- antino ætti að kynna sér verk Egners næst þegar hann verður uppiskroppa með hugmyndir. Iskaldur leikstíllinn og ofbeldis- þrungin stéttaskiptingin sem fylgir þessum heimi féll afbragðsvel að heildarhugsuninni. Þar að auki hafði leikhópurinn sem heild aðdá- unarvert vald á aðferðinni. Mikið mæðir á þeim Andra Óm- arssyni og Finnboga Þorkatli Jónssyni, sem eru þeir félagar Marteinn og Lilli og standa sig báðir með prýði. Andri er slepju- leg og eitursnjöll skógarmús og Finnbogi hæfilega smákrimmaleg- ur Lilli. Atriðið þar sem hann á tal við Mikka eftir að lögin eru sett var frábært og eitt besta dæmið um hvað grunnhugsun sýningar- innar gengur vel upp. Símon Órn Birgisson er hinn ógæfusami refur og er réttur maður á réttum stað, utanveltu frá upphafi, augljóst fórnarlamb. Daníel Ómar Viggós- son er bangsapabbi og hefur myndugleika til að skila þessu of- beldisfulla s svo sannfærandi er. Bangsamamma er hér kúguð, brot- in og barin eiginkona og Magnea Lára Gunnarsdóttir dró upp átak- anlega og bráðfyndna mynd af henni. Tónlistin er að sjálfsögðu sett í endurvinnslu eins og annað. Heið- urinn af því verki á Kristján Eld- járn og býr til hárréttan hljóðheim úr sakleysislegum melódíum Egn- ers. Lokasöngurinn var hreint frá- bær, söngur bangsamömmu óhugnanlegur og fyndinn í senn og grænmetissöngurinn á fundinum, þar sem öll dýrin í skóginum af- ráða að verða eins, var fullur af því hatri og fyrirlitningu á náunganum sem er ein undirrót þess böls sem eineltið er. Það er Ijótt að skrökva að börn- um. Ðýrin í skóginum eru ekki og eiga ekki að vera vinir. Það er satt að segja það eina sem ég hef út á sýningu Flensborgara að setja - hvað á það að þýða að banna hana börnum? Þorgeir Tryggvasan Sýningum lýkur Hafnarborg Þremur sýningum er að ljúka í Hafnarborg og verður síðasti sýn- ingardagur nú á sunnudag. Málverkasýning Önnu Jóelsdótt- ur, Strekktir dúkar, í Sverrissal; málverkasýning Kristjönu F. Arn- dal, í Aðalsal, og Hornin íþyngja ekki kúnni í Apótekinu, en það er sýning á vettvangsrannsóknum Kristínar Loftsdóttur mannfræðings meðal WoDaaBe-hirðingja í Níger. Hafnarborg er opin alla daga, nema þriðjudaga, kl. 12-18. ----------------- Skipaður for- stöðumaður listasafns JÚLÍANA Guðrún Gottskálksdóttir hefur verið skipuð forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar til fimm ára frá 1. júní 2000 að telja, að fenginni umsögn stjómar listasafns- ins. Alls bárust tiu umsóknir um embættið. Elizabeth Arden kynning í §§ | | k ■ i Glæsibæ í dag (fímmtudag). Kynntur verður nýi varaliturinn LIP LIP HOORAY. Ath. Glæsilegur kaupauki fylgir ef þú kaupir Arden-vörur fyrir 3.500 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.