Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 ~ UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Til varnar látnum vini ÞEGAR þetta er rit- að eru liðnir liðlega átta mánuðir síðan kær vinur minn til margra ára var myrtur á hroðalegan hátt. Agnar Wilhelm Agnarsson var öllum sem tO hans þekktu mikill harm- dauði. Hryggilegt var %6 sjá að baki góðum og traustum vini, af- bragðsmanni sem gæddur var flestum þeim kostum sem prýð- ir góðan dreng, ekki síst þegar haft er í huga hvemig andlát hans bar að og með hvaða hætti sumir fjölmiðlar léku minningu hans. í frétt sem DV birtir af morðinu, þann 16. júlí 1999, er klykkt út með þeirri fullyrðingu að Agnar hafi verið „baráttumaður fyrir lögleiðingu fíkniefna"! Þótt Agnar hafí ekki ver- ið mótfallinn nýjum áherslum í bar- áttunni gegn bannfærðum fíkniefn- um er fjarri lagi að hann hafi verið fylgjandi lögleiðingu þeirra, hvað þá heldur að hann hafi reynt að vinna einhvern til fylgis við þann málstað. Mér er kunnugt um afstöðu hans til þessa málefnis því við ræddum það oftar en einu sinni. Við vorum á önd- verðum meiði og því fékk ég að heyra röksemdir sem hann hafði á taktein- um gegn stefnubreytingu í þá veru. Ef blaðamanni hefði í raun réttri leikið forvitni á að kynnast hugðar- efnum Agnars var honum í lófa lagið, að skoða heimasíðu hans á netinu. ’ 'Þar kemur skýrt fram að fæðubótar- efni, eins og ginseng og purpura- himna, voru honum hugleikin, en ekki breytingar á fíkniefnalöggjöf- inni. Fréttamanni þykir áhugi Agn- ars á heilsuvörum sjálfsagt ekki nógu hrífandi í blaðamennsku, sem snýst í vaxandi mæli um að selja fréttir, fremur en að flytja þær. Til að bæta um betur kýs hann að róta upp í rúmlega tuttugu og fímm ára gömlu blaðaviðtali þar sem Agn- ar viðrar hugmyndir sínar um lög- leiðingu kannabisefna, sanngirnis- mál sem hann hafði fyrir löngu lagt til hliðar. Vinnubrögð af þessu tagi eru forkastanleg. Það hlýtur að vera lágmarks kurteisi í garð hins látna ^g þeirra sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hans að birtar séu raunsannar upplýsingar án tillits til þess hvort þær auki sölu eða áhorf viðkomandi fjölmiðils eða ekki. Mannorðsmorð Skömmu eftir að Agnar hafði verið myrtur gekk eitt útbreiddasta tím- arit landsins á lagið og reyndi að hirða af honum æruna óvígum. Það er gullvæg regla í blaðamennsku að gefa þeim sem vegið er að kost á því að veija hendur sínar. Ef viðkom- andi getur ekki stungið niður penna sér til vamar þykir eðlilegt að gefa vinum hans eða stuðningsmönnum js. Silkibolirnir fást í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854. V tækifæri tii þess. Þessa reglu þverbraut tíma- ritið Mannlíf þegar það birti viðtal við bana- mann Agnars og hafði eftir honum ósannindin athugasemdalaust. Sjaldan held ég að blaðamennska á Islandi hafi lotið jafnlágt. Þótt samkeppni á íslenskum tímaritsmarkaði hafi harðnað og sölutölur lækkað réttlætir það ekki lágkúruna. Nema viðtalið við morðingja Agnars hafi verið tákn um breytta tíma í íslenskri blaða- mennsku. Getum við átt von á því að íslensk dagblöð og tímarit birti á næstu misserum viðtöl við samvisku- Mannorð Agnar var heiðvirður maður og treysti því að upplýsingarnar sem honum voru gefnar væru réttar, segir Guð- mundur Sigurfreyr Jónasson. Hann var græskulaus og þess vegna tilvalið fórnar- lamb svikahrapps. lausa morðingja, dæmda nauðgara og barnaníðinga þar sem þeir fá enn frekari kost á því að niðuríægja fórn- arlömb sín? Ekki verður komist hjá því að svara hluta af þeim meiðyrðum sem bar á góma í umræddu tímaritsvið- tali. Sérstaklega sökum þess að Rík- isútvarpið og aðrir ljósvakamiðlar gleyptu sum þeirra hrá og sögðu frá þeim eins og um sannleik væri að ræða. Gefið er í skyn að Agnar hafi verið vitorðsmaður morðingjans í svonefndu Vatnsberamáli. Hið rétta er að Agnar veitti Vatnsberanum bókhaldsaðstoð og var blekktur til að gefa upplýsingar um ógreitt orlof, sem leiddi til þess að banamanni hans tókst að svíkja 398 þúsund krónur út úr Abyrgðarsjóði launa á sínum tíma. Agnar var heiðvirður maður og treysti því að upplýsingarnar sem honum voru gefnar væru réttar. Hann var græskulaus og þess vegna tilvalið fómarlamb svikahrapps. Agnar fékk ekki einseyring af þeim 40 milljónum sem sviknar voru út í tengslum við Vatnsberamálið. Hann var bráð sömu pretta og aðrir sem komu þar við sögu. Banamaður hans reynir ennfremur að ljúga því að al- þjóð að Agnar hafi komið peningum úr Vatnsberamálinu undan. Hann bar fram sömu ásakanir fyrir dómi en var ekki trúað því ekki fannst fót- ur fyrir neinum þeirra. Umrædd fjárhæð var arfur sem móður Agnars tæmdist og geymd var í viðskipta- banka fjölskyldu hennar í Þýska- landi. Auðvelt hefði verið fyrir fjöl- miðla að sannreyna þá staðreynd. Fullyrt er að Agnar og hinn dæmdi hafi verið kunningjar. Ekkert er jafn fjarri sanni. Hinn dæmdi til- heyrði aldrei vinahópi Agnars enda af allt öðru sauðahúsi. Það er hreint ekki óþekkt að ófyrirleitnir glæpa- menn reyni að fegra sig með því að sverta aðra, jafnvel fómarlömb sín. Hitt er torskildara hvernig fjölmið- lar geta gengið erinda slíkra manna og birt ærumeiðingar þeirra í garð fólks sem ekkert hefur til saka unnið. Slíkt athæfi er þeim sem þátt í því taka til vansa. Guðmundur Sigurfreyr Jónasson Kvótaréttindi Kvótaréttindin til veiða eru þó aðeins hluti af verðmætunum því ráðstöfun aflans og þar með vinnslurétt- indin eru að sumu leyti miklu verðmætari, enda mikið af verðlagn- ingu kvótans fundin út þaðan. Engar ki'öfur eru gerðar um það að aflinn fari á innlenda fiskmarkaði og oft fer aflinn óunninn beint af bryggjunni í gáma þar sem menn taka áhættu á verði erlendra fisk- verkenda. Ef ekki fæst gott verð fyrir aflann þarf varla að taka það fram að hann kemur samt ekki til baka. Ef fyrirséð er að erlendir markaðir eru þungir framundan eru þó íslensku húsin góð til vara og fá því stundum að njóta vafans. Eins ef fiskur er orðinn of gamall. „Jafnræði á fiskmörkuðum“ Þeir sem eru í fiskvinnslu í dag og kaupa fiskinn á markaði eru í mjög mismunandi aðstöðu. Þeir sem eiga kvóta velja sjálfir hvað þeim finnst hæfilegt að borga. Fyrir hverja krónu sem þeir lækka verðið til sinna sjómanna geta þeir borgað annað eins á móti og jafnvel meira þar sem þeir hafa vissa kjölfestu og geta því verið nokkuð afslappaðir á fiskmark- aðinum. Til þess að róa sjómenn borga þeir stundum þetta ca 80-90 krónur pr. kg, en eru á fískmarkaði að borga allt að 50-100% hærra verð. Segjum nú sem svo að þetta væri nú allt eðlilegt og sjálfsagt en þeir sem bjóða stöðugt á móti og eiga engan kvóta eru alltaf að kaupa fiskinn á hæsta verði. Fiskmarkaðir virka nefnilega þannig að þú heldur uppi spjaldi og verðið er talið upp og þeg- ar kaupandi telur að verðið á við- komandi fiskistæðu sé orðið það hátt að glórulaust sé að vinna fiskinn og betra sé að hafa húsið lokað á morg- un þrátt fyrir að það kosti kannski 100-200 þúsund á dag (lítið fisk- vinnslufyrirtæki) er spjaldið látið falla. Þegar aðeins eitt spjald er eftir á lofti fær viðkomandi þá fiskistæðu sem í boði er. Fulltrúar kvótaeig- enda halda uppi spjöldum sínum á fiskistæður meira og minna allan tímann og þótt þeir sleppi niður spjaldinu á allar stæður á hæstu krónu til kvótalausa mannsins í dag og fari físklausir út skiptir það oft ekki máli því það er kannski til fiskur í húsinu, þeir voru bara að prófa, og svo kemur meira á morgun. En þetta er þó aðeins toppurinn á ísjakanum. Maður heyrir að eitt stærsta og virtasta fiskvinnslu- fyrirtæki landsins (á topp tíu kvótalistanum) leigði frá sér 500 tonn á 104 kr. pr. kíló til ann- ars risakvótaeiganda. Ekki það að það væri að draga saman seglin, öðru nær, líklegra til þess að geta keypt á fiskmarkaði með enn meiri yfirburðum. Ekki lái ég mönnum það því þeir eru auðvitað að nýta sér möguleikana sem kerfið býður upp á og ná fram hámarks arði á hlutabréf- in, eins og þeir eru ráðnir til að gera. Það er leyfilegt að leigja frá 30% af aflaheimildum og þegar menn verða almennt upplýstir um þetta, eins og sjálfsagt er að gera, og menn átta sig á þessum möguleikum verður enn einn fjandinn laus. Já, svona má lengi telja og kannski bara byrjun af enn einu sem koma skal en menn verða virkilega að vara sig og huga að framtíð sinni því í höll mammons er lítill griður gefinn. í þessu sam- bandi vil ég þó taka það skýrt fram að þeir aðilar sem vinna í þessu um- hverfi eru flestir hverjir vænstu drengir og hef ég ekkert persónu- lega út á þá að setja en þeim hefur verið búið til brenglað og afskræmt umhverfi að starfa í og ef þeir nýta ekki þá valkosti sem í boði eru stand- ast þeir einfaldlega ekki þær kröfur sem hluthafar gera og verða reknir. Kaupi og sel, herra Gambel Hlutabréfamarkaður er „gambel" þar sem menn græða stórt og tapa stórt og allt þar á milli við það að skiptast á pappírum. Þeir sem stunda þau viðskipti eru sér meðvit- aðir um það. Nú gerast „kvótaeig- endur“ háværari með það að fá að selja fiskimið íslands til erlendra að- ila og fengju þar með góða ein- greiðslu frá útlandinu. Benda reynd- ar á það að nú þegar hafa útlendingar eitthvað hreiðrað um sig í íslenskum sjávarútvegi, sennilega réttileg ábending. Gjaldeyrisöflun, gjaldeyriseyðsla Um og yfir helmingur gjaldeyris- tekna hefur komið frá sjávarútvegi. Þar hefur sumum fundist hagkvæm- ast að færa þetta örfáum aðilum til ráðstöfunar, „eignar" og arðtöku. Ef Vatneyrardómur verður felldur eða menn leiða málið hjá sér á einhvern Fiskveiðistefna Um og yfir helmingur gjaldeyristekna hefur komið frá sjávarútvegi, segir Þorsteinn Már Aðalsteinsson. Þar hef- ur sumum fundist hag- kvæmast að færa þetta örfáum aðilum til ráð- stöfunar, „eignar“ og arðtöku. hátt er það auðvitað sjónarmið í sjálfu sér, en þá er auðvitað næsta skref og reyndar enn meiri ástæða til þess að fara með gjaldeyriseyðsl- una eins. Margir telja að verslunarhallir sem risið hafa undanfarið séu hið mesta bruðl, hvað þá áætlanir manna um enn meira, upp á tugþús- undir fermetra og tugir milljarða. Þetta er hin mesta óhagræðing fyrir íslenska þjóð, auðvitað, og allir vita að gjaldeyrir er takmarkaður. Hér verður því að grípa í taumana sem allra fyrst og hafa vit fyrir mönnum og koma á hagræðingu í greininni. Eg legg því til að innflytjendur vara undanfarinna ára, þeir sem hafa eytt gjaldeyri Islands í gegn um sína við- skiptavini fái gjaldeyriskvóta. Tekið verði mið af gjaldeyriseyðslu hvers og eins sl. 3 ár og deilt út hiutfalls- lega til hvers innflytjanda fyrir sig. Gott væri að setja gengi dollars, td. á kr. 75. Kvótaeigendur á gjaldeyri gætu auðvitað framselt hann á 150 kr. eða hvað sem þeim sýndist, en þá væri þetta eins og í fiskinum sem við höfum svo góða reynslu af. Þá gæti t.d. „cocoa puffsið" kostað 100 kr. í einni búð og 200 kr. í þeiiTÍ næstu. Auðvitað þarf síðan að vera hægt að kaupa mjög ríflega inn og henda því sem illa selst, á kostnað þjóðarinnar. Helst eftir lokun og þegar viðskipta- vinur sér ekki til. Orð Sigurðar Ég ætla að enda þessa blaðagrein með orðum Sigurðar vinar míns. Það sem samtíminn sér ekki sést í skýr- ara Ijósi eftir á, og þá er reynslan líka komin á, þá er um seint að bæta. Höfundur er fiskverkandi á Dalvík. Þorsteinn Már Aðalsteinsson Rýni eða ekki? BRAGI Ásgeirsson myndlistargagnrýn- andi skrifar grein í Morgunblaðið þann 30. mars til að útskýra hvers vegna hann hafi ekki skrifað gagnrýni um glerlistarsýningu mína, „Straumar", í Gallerí Reykjavík. Braga þykir miður að hafa ekki tekist að fjalla um sýningu mína (eða framníng á mynd- listarsviði eins og hann kallar hana) og til- greinir helstu ástæður þess. Þakka ég þann hlýhug Braga að vilja útskýra málið, ekki síst þar sem hann segir í inngangi greinarinnar að „aldrei þyki gott ef sýningar fara hjá án þess að fá umfjöllun og í mörgum tilvikum beinlínis grófur áfellisdómur“. Þær helstu ástæður sem Bragi rekur fyrir því að fjalla ekki um sýn- inguna standast hins vegar ekki og vildi ég gjarnan að hið rétta kæmi fram. Bragi segir að hann og aðrir rýnendur Morgunblaðsins hafi stað- ið í þeirri trú að sýning mín stæði yf- ir í tvær vikur og þijár helgar, sem væri hinn sígildi sýningartími. Síðan segir hann að um vikusýningu hafi verið að ræða og því hafi gagnrýnin ekki verið birt. Sýning mín í Gallerí Reykjavík (ekki List- húsi Reykjavíkur eins og ranghermt var í greininni, enda slíkt hús ekki til) stóð frá 11. mars til 29. mars, eða í þijár helgar og tæpar þijár vikur. I boðskorti til Morgunblaðsins sagði að sýningunni ætti að Ijúka 26. mars (tvær vikur og þijár helgar) en hún var framlengd um þrjá daga. Bragi segist upphaf- lega hafa komið á sýninguna tveimur tímum fyrir opnun til að geta skilað inn gagnrýni sem allra fyrst. Finnst mér það lofsverð vinnubrögð. Af óviðráðanlegum ástæðum var sýn- ingin hins vegar ekki tilbúin þegar Bragi mætti, þótt hún hafi nú samt náð að opna eins og til stóð tveimur tímum síðar. Grein Braga fjallar annars að Gagnrýni Þær helstu ástæður sem Bragí rekur fyrir því að fjalla ekki um sýning- una standast ekki, segir Jónas Bragi Jónasson, og vildi ég gjarnan að hið rétta kæmi fram. mestu um annríki gagnrýnenda, plássleysi í Morgunblaðinu og sitt- hvað fleira sem snýr að starfsvett- vangi þeirra. Ekki fer á milli mála að hin mikla gróska í listalífinu skapar mikið álag á þá sem um það fjalla. En jafn vænt og mér þykir um vilja Braga til að skýra hvers vegna ekk- ert varð af umfjöllun um sýningu mína (þótt þær skýringar hafi ekki verið á réttum forsendum), þá þætti mér auðvitað vænna um að fá bara hreina og beina umfjöllun - jafnvel þótt sýningunni sé lokið. Höfundur er myndlistarmaður. Jónas Bragi Jónasson Höfundur stundar nám íkerfisfræði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.