Morgunblaðið - 06.04.2000, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 59
UMRÆÐAN
Fækkum slysum
og- byltum
FJÖLGUN aldraðra, aukin þörf
fyrir heilbrigðisþjónustu og hækkun
á slysatíðni hjá öldruðum er heil-
brigðisyfirvöldum margra landa
áhyggjuefni.
Morgunblaðið birti nýverið tölur
frá Slysadeild SHR en þar kom í ljós
að slysum í heimahúsum hefur fjölgað
um 17%, en mest hjá fólki á aldrinum
75-79 ára eða um 47% á milli áranna
1998-1999. Þetta er áhyggjuefni, þó
mest íyrir þá sem verða fyrir þessum
slysum. Slys eru kostnaðarsöm fyrir
þjóðfélagið og þess má geta að eitt
lærbrot er talið kosta u.þ.b. 1,5 milij-
ónir króna. Er hægt að fækka eða
koma í veg fyrir mörg þessara slysa?
Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar verða
áþreifanlega varir við hinar slæmu af-
leiðingar byltna í daglegum störfum
sínum við endurhæfingu, en fá sjaldn-
ar tækifæri til að vinna að forvömum
gegn þeim. í fjölmörgum löndum hafa
þessar stéttir í samvinnu við aðrar
heilbrigðisstéttir hafið forvamarstarf
í formi „fyrirbyggjandi heimsókna“
til aldraðra. Markmiðið er að örva það
heilbrigða og styrkja, til að viðhalda
fæmi, virkni og hreyfingu og að
mynda tengsl við heilsugæsluna.
Hjálp til sjálfshjálpar
Með því að vekja fólk til umhugsun-
ar um hvað það getur sjálft gert til að
fækka áhættuþáttum, s.s. líkamleg-
um og þeim sem kunna að finnast í
umhverfinu, er fólk virkjað til sjálfs-
hjálpar. í þessum heimsóknum er
m.a. veitt fræðsla um hvað hægt er að
gera til að bæta hreyfifæmi og hæfni í
daglegum störfum. Einnig era veittar
upplýsingar um hjálpartæki sem að
gagni geta komið og hvaða þjónusta
er í boði til að auðvelda fólki að lifa
sjálfstæðu lífi og forðast byltur.
Ai'angur þessara heimsókna felst í
að fólki er gert kleift að bæta úr sín-
um málum og getur búið lengur
heima. Byltum, beinbrotum og
sjúkrahúslegum hefur fækkað, þörf
fyrir heimahjúkran og heimilisþjón-
ustu hefur minnkað svo og álag á ætt-
ingja og vini. Síðast en ekki síst hefur
vellíðan og öryggi þeirra sem heima
búa aukist.
Fyrirbyggjandi heimsóknir hafa
verið stundaðar í Danmörku, Banda-
ríkjunum, Astralíu, Englandi og víð-
ar. Þess má geta að á Akureyri er ver-
ið að undirbúa fyrirbyggjandi
heimsóknir til aldraðra. Niðurstöður
erlendi-a rannsókna sýna góðan ár-
angur þótt frámkvæmdin hafi verið
mismunandi. Þar sem áhersla var
lögð á líkamsþjálfun tengda heim-
sóknum hefur árangur verið einna
bestur. Þar hefur verið sýnt fram á að
með fyrirbyggjandi aðgerðum í
heimahúsum er hægt að fækka bylt-
um um allt að 60%. Markmiðið er ekki
bara að útvega hjálpartæki og þjón-
ustu, heldur er verið að gn'pa inn í
byrjandi vandamál áður en þau verða
það mikil að fólk þarf að leita á náðir
stofnana.
Ella B.
Bjarnarson
Ágústa
Guðmarsdúttir
Guðrún K.
Hafsteinsdóttir
Aldraðir
Með fyrirbyggjandi
aðgerðum í heimahús-
um, segja Ágústa
Guðmarsdóttir, Ella B.
Bjarnarson og Guðrún
K. Hafsteinsdóttir, er
hægt að fækka byltum
um allt að 60%.
Á að þjóna eða þjálfa?
í sveitarfélaginu Greve í Dan-
mörku hefur verið valin sú leið að í
staðinn fyrir að spyrja hvort þörf sé
fyrir heimilisþjónustu er spurt hvort
þörf sé fyrir þjálfun. í fyrirbyggjandi
heimsóknum er heilbrigðu fólki 75 til
80 ára og eldra veitt þjónusta sem
miðar að því að gera því kleift að lifa
sem lengst öraggu og sjálfstæðu lífi.
Þessar heimsóknir vora lögbundnar í
Danmörku 1995. Þar er fólki boðin
heimsókn fagaðila úr heilbrigðiskerf-
inu tvisvai’ á ári og ekki er litið á þess-
ar heimsóknir sem sjúkravitjanir.
Þegar hreyfing fólks minnkar, t.d.
eftir hreyfingarleysi vetrarins eða
rúmlegu, era afleiðingamar oft þær
að liðir hafa stirðnað, vöðvastyrkm’
minnkað og jafnvægi skerst, og fólk
lendii’ í vítahring hreyfingarleysis. Þá
á fólk oft erfitt um vík að sinna verk-
um sem áður voru auðveld. Þegar
þannig er komið er bragðið á það ráð
að útvega heimilisþjónustu, sem verð-
ur til þess að enn dregur úr virkni
fólks og það hreyfir sig minna. Með
líkamsþjálfun, s.s. að styrkja og liðka
vöðva, auka úthald og snerpu og
þjálfa jafnvægi og hæfni í daglegu lífi,
er hægt að gera mörgum kleift að tak-
ast aftur á við hin ýmsu verkefni. Það
er árangursríkt fyrir alla aldurshópa
að þjálfa sig, ekld bara þá sem ungir
era. Ekki má bíða þar til allt er komið
í óefni og leita þarf aðstoðar stofnana.
Fækkum slysum -
fækkum byltum
I ljósi þess hve mörg rúm sjúkra-
húsanna era teppt vegna afleiðinga
byltna og hreyfingarleysis, er mikil-
vægt að leggja áherslu á að finna leið-
ir til að fækka þessum slysum. Þetta
kemur áþreifanlega fram í 47% fjölg-
un slysa hjá aldurshópnum 75-79 ára
á s.l. ári. Það er ekki bara áhyggjuefni
heilbrigðisyfirvalda, heldur ekki síður
þeirra sem eiga eftir að brotna á
þessu og næstu árum. Því telja iðju-
þjálfar og sjúkraþjálfarar í heilsu-
gæslu að forvamarstarfsemi eins og
fyrirbyggjandi heimsóknir til aldr-
aðra þurfi að hefjast hið fyi’sta. Að-
laga þarf þá miklu og góðu reynslu
sem aðrar þjóðir hafa af þessum
heimsóknum íslenskum aðstæðum.
Með þessu móti er hægt að gera fólki
kleift í samvinnu við fagaðila innan
heilbrigðisstétta að fækka byltum og
lifa öraggara lífi heima.
Höfundar starfa íheilsugæslunni í
Reykjavík.
Hippatískan í algleymingi hjá okkur.
Gallaefni, skrautbönd og perluefni.
VIRKA
Mörkin 3, sími 568 7477.
Opið
Mánud.-föstud. kl. 10-18,
laugard. kl. 10-14.
tískuverslun
v/Nesveg, Seltjarnarnesi.
sími 561 1680.
Opið daglega kl. 10—18,
laugardag kl.10—14.
Stökktu til
Costa del Sol
24. apríl í 4 vikur
39.955
frá kr.
Nú seljum við síðustu sætin til
Costa del Sol í ferðina 24. apríl.
Þú getur nú nýtt þér einstakt tilboð
okkar til að komast í sólina á þennan vinsæla
áfangastað á hreint ffábærum kjörum. I lok apríl er
komið ffábært veður á suðurströnd Spánar og þú
dvelur í 25-28 stiga hita alla daga. Þú bókar núna
og staðfestir ferðina, og 4 dögum fyrir brottför
hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir.
Bókaðu strax, þetta eru síðustu sætin í vor.
Verðkr.39»955
M.v. hjón mcð 2 böm,
2-11 ára, 24. apríl, 4 vikur.
Verð kr. 49»990
M.v. 2 í stúdíó, 4 vikur, 24. apríi.
Austurstræti 17, 2. hæð, sími
595 1000. www.heimsferdir.is
Þýsk gæði, ótrúleg fjölhæfni.
Schaeff HML 41 Schœff SMB 2041
Drif á öltum Drif á öllum
Stýrl á öllum Stýri á öllum
Flottxirðar Skotbóma
Þrfeklpt bakkó Vökva servó
Vökva servó Liáur við hús
Llður við hús Heilsnúnlngur
Hellsnúningur Oprtanleg framskófla
Ca, 11 tonn Ca. 8,5 tonn
Istraktor i?
>