Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 63
Tvískinnungur
á Stöð 2
STÖÐ 2 hefur nýlokið sýningu
fjögurra heimildamjfnda sem kallast
„Sex í Reykjavík". í fyrsta hlutan-
um gat þáttagerðarmaður þess að í
þáttunum væri ekki tekin afstaða
með eða móti því sem þar kæmi
fram og í viðtali við Mbl. 14. mars sl.
ítrekaði hann að tilgangur þáttanna
væri að gera hlutlausa „ástands-
rannsókn" á framboði klámefnis hér
í borg. Hann kvaðst ekki sjá neitt
athugavert við að „spegla þetta
ástand" og sýna „kaldar staðreynd-
klám á Netinu þá var tekið fyrir
þann leka strax í fyrsta þætti. Sýnd-
ir voru valdir bútar úr klámmyndum
og þáttagerðarmaður fjallaði um
þær eins og hvert annað fræðsluefni
(væntanlega undir formerkjum
hlutleysis) og tók fram hvar mesta
úrvalið fengist. í þriðja þætti fengu
áhorfendur að skyggnast inn á nekt-
ardansstaði. Við sem heima sátum
sáum mjög greinilega að dansmeyj-
arnar voru ýmist klæðlitlar eða
naktar en var það liður í
„ástandsrannsókn“ að
taka nærmyndir af kyn-
færum þeirra? Sá tví-
skinnungur sem fram
kom í umræddum þátt-
um leiðir hugann að
tvískinnungi klámiðn-
aðar. Forsvarsmönnum
hans verður tíðrætt um
frelsi einstaklingsins og
fegurð nektarinnar.
Þessu til staðfestingar
er talað við dansmeyj-
ar, klámfyrirsætur og
vændiskonur sem segja
með bros á vör að valið
sé þeirra sjálfra, þær
einfaldlega njóti þess
að láta horfa á sig og það gefi
sjálfstraust að finna hvílíku
þær geta náð á karl-
mönnum.
Þetta sé í raun sára-
saklaust, konurnar
noti klámiðnaðinn til
að styrkja sjálfsmynd-
ina og fjárhaginn og
karlarnir fái lífsnauð-
synlega útrás fyrir
hvatir sínar. Hin hlið-
in á klámi er ekki jafn
glansandi. Fegurð
líkamans fer fyrir lítið
þegar kynfærasýning-
ar verða allsráðandi
og frelsið margróm-
aða stendur sjaldnast
undir nafni því það er
alkunna að margar
konur leiðast út í klám og vændi
vegna fátæktar, kúgunar og fíkni-
Sæunn
Kjartansdóttir
þeim
valdi
efnaneyslu. Auk þess eru bæði selj-
endur og neytendur kláms oft fastir
í neti eigin tilfinninga og áráttu-
hegðunar sem þeir hafa litla eða
enga stjóm á.
Eg geri mér grein fyrir að það e^
vandasamt að halda sig innan vel-
sæmismarka þegar fjallað er um
klám í sjónvarpi og vissulega tókst
það á köflum í „Sex í Reykjavík“.
Engu síður tel ég að ef aðstandend-
ur þáttanna hefðu gaumgæft betur
afstöðu sína til kláms í stað þess að
gera sér upp skoðanaleysi hefðu
þeir síður fallið í gryfju sýndarhlut-
leysis, sem gerði hluta þáttanna að
hreinni viðbót við klámmyndamark-
aðinn á íslandi.
Höfundur er lýúkrunarfræðingur og
sálgreinir. -
ir“.
Gott og vel, - svo lengi sem menn
eru klárir á afstöðu sinni, því að
mínu viti er það forsenda faglegra
vinnubragða að þeir geti séð við eig-
Klám
Hefðu aðstandendur
þáttanna gaumgæft
betur afstöðu sína til
kláms, segir Sæunn
Kjartansdóttir, hefðu
þeir síður fallið í gryfju
sýndarhlutleysis, sem
gerði hluta þáttanna
að hreinni viðbót við
klámmyndamarkaðinn
á Islandi.
in hlutdrægni. Þetta á alveg sér-
staklega við þegar tekist er á við
jafn tilfinningahlaðið og umdeilt við-
fangsefni og klám. Mér þótti það því
ekki lofa góðu þegar hann sagðist
ekki hafa myndað sér skoðun á stór-
auknu framboði kláms, því lesa
mátti út úr orðum hans að hann teldi
skoðanaleysi jafngilda hlutleysi.
Það kom líka á daginn að hlutlaus
umfjöllun virtist vera lögð að jöfnu
við að þáttagerðarmenn hefðu
fréttamannslegt yfirbragð og sýndu
sem mest. í fyrsta þættinum var t.d.
löngum tíma varið í að fylgjast með
ljósmyndatöku fyrir íslenskt
klámblað. Engu var líkara en að
þáttagerðarmenn gætu ekki slitið
sig frá öllum kynfærauppstillingun-
um sem fyrir augu þeirra bar, a.m.k.
voru sjónvarpsáhorfendur löngu
búnir að átta sig á „staðreyndum
málsins" þegar kvikmyndatöku-
mennirnir fengu loks af sér að
slökkva á tækjunum sínum. í sama
þætti var áhorfendum kynnt fram-
boð klámmyndbanda og kláms á
Netinu. Hafi það vafist fyrir ein-
hverjum hvernig hægt er að finna
Ástæða væri til að huga að nýju að
útgáfu skólaljóða sem fyrst og leið-
rétta þar með óþjóðleg og hörmuleg
mistök í kennslu um mjög langt
skeið.
Prósi
Prósaskáldin hafa vissulega sér-
stöðu í því sem þeir kalla „ljóð“.
Sérstaðan er m.a. sú að enginn kann
eða nennir að læra prósann. Það er
algjör bylting til varðveislu á okkar
menningu.
Furðulegt að gáfaðir og snjallir
menn skulu keppast við að setja sam-
an hendingar, sem ekki vekja neinn
áhuga en eiga samt að vera endur-
nýjun ljóðforms!
Ljóð og stökur
Sem betur fer eigum við ennþá frá-
bær ljóðskáld, sem gleyma prósanum
og njóta verðskuldaða hylli þjóðar-
innar. Auk þess eigum við hagyrð-
inga um landið allt og miðin! Leiftr-
andi snjallar stökur þeirra fljúga
fjaðralaust og vekja mikinn fógnuð.
Höfundur er fv. frkvstj.