Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 06.04.2000, Qupperneq 68
68 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 it UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Aðalskipulag Vatnsenda * - stórborg' í sveit? MARGIR íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa eflaust notið úti- vistar á Vatnsenda- svæðinu. Sumir fara í útreiðartúra, aðrir veiða í Elliðavatni, ýmsir hjóla í kringum vatnið eða upp í Heið- mörk, fólk fer þarna í berjamó á haustin, gengur á skíðum á ^fetrum og fer í göngu- ferðir vetur og sumar. Til hvers er fólk að þessu flandri? Hvers vegna er það ekki bara heima að horfa á sjón- varpið, rápa „á Net- inu“ eða þá á listdansstað í miðbæn- um? Hvað hefur Vatnsendasvæðið að bjóða umfram þetta? Jú, þar er hægt að njóta útivistar, hreyfingar og komast í snertingu við náttúr- una, finna lykt af gróðri, njóta fjallasýnar og hlusta á fuglasöng. Það verður fleirum sífellt mikil- vægari þáttur lífsins að komast út í náttúruna, vera einn með sjálfum sér eða njóta hennar með fjölskyldu vinum. Þess vegna er nauðsyn- legt að í nágrenni við stór þéttbýlis- svæði sé greiður aðgangur að fjöl- breytilegu náttúrulegu útivistarsvæði, ekki bara örlitlum tyrfðum blettum með vegasalti og rólu. Þetta náttúru- lega svæði er til fyrir höfuðborgarsvæðið og það er svæðið í kring- um Elliðavatn. En hver er framtíð þessa svæðis? Hugmyndir bæjar- yfirvalda um að halda bæði í þessa sveit og gera hana jafnframt að framtíðarbyggingar- landi Kópavogs hafa oft komið fram í ræðu og riti. Leyfi ég mér að vitna í hluta af því sem fram hefur komið um þetta mál. Nokkrum dögum fyrir bæjar- stjórnarkosningar vorið 1998 skrif- aði Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs í Kópavogi, grein í mál- gagn sjálfstæðismanna í Kópavogi, Voga. Þar segir m.a.: „Hluti norð- ursvæðis Vatnsenda var deiliskipu- lagður árið 1991 og nefndist þá „sveit í bæ“. Þar voru stórar lóðir og hafðir opnir möguleikar á að hafa hesthús á lóðunum ásamt íbúðar- húsum. Þetta skipulag er einstakt Skipuiag Nauðsynlegt er, segír Rut Kristinsdóttir, að í nágrenni við stór þéttbýlissvæði sé greið- ur aðgangur að fjölbreytilegu náttúru- legu útivistarsvæði. hér á höfuðborgarsvæðinu. Að geta búið í sveit, en þó í nálægð við þétt- býlið, er nokkuð sem freistar margra. Þessum svip verður að halda áfram, þegar norðursvæðið verður allt skipulagt. Nú liggur fyr- ir að deiliskipuleggja svæðið vestan Elliðavatns, bæði sem útivistar- svæði og dreifða byggð. Það er ljóst að hlúa verður að þessari útivistar- perlu okkar Kópavogsbúa, þegar sú vinna fer í gang“... I upplýsingariti, gefnu út af bæj- arskipulagi Kópavogs 1998, um samantekt á útivistarsvæðum Kópavogsbæjar vestan Elliðavatns, kemur ýmislegt fram um að við- halda eigi Vatnsendasvæðinu sem útivistarsvæði. I kaflanum um Vatnsenda og Elliðavatn kemur meðal annars fram sem áherslu- atriði: „Að hlúa að svæðinu sem al- mennu útivistarsvæði við útmörk höfuðborgarsvæðisins." „Verndun á lífríki svæðisins." Ofangreindar tilvitnanir vekja von um að skynsamlega verði staðið VALHÖLL Rut Kristinsdóttir að málum um framtíð þessa svæðis. En aðrar umsagnir yfirvalda bæjar- ins vekja aftur á móti ugg. í bókun skipulagsnefndar frá 30. mars 1999 kemur fram m.a.: „Aðeins hefur verið samþykkt deiliskipulag af litl- um hluta Vatnsendalands, þar af er íbúðarhverfi með um 40 íbúðum á stórum lóðum, svokölluð Hvörf. (Þetta hverfi hefur stundum verið kallað „sveit í bæ“). í aðalskipulagi Kópavogs er hins vegar gert ráð fyrir að í Vatnsendahverfi muni búa um 5.000 manns í framtíðinni. Það þýðir að á þeim íbúðarsvæðum sem eftir er að skipuleggja verður nýt- ingarhlutfall lands mun hærra en í Hvörfunum." I þessari bókun er jafnframt sagt að ofan við Hvarfahverfið muni verða „þétt byggð, að öllum líkind- um fjölbýlishús". Bókun þessi var síðan samþykkt samhljóða af bæjarráði 8. apríl 1999 og bæjarstjóm 13. apríl 1999. Fólk sem í góðri trú hefur keypt sér húsnæði í „sveit í bæ“ verður brátt umkringt þéttri byggð, jafnvel háum fjölbýlishúsum. Því það hefiu- sýnt sig í hinum nýrri hverfum Kópavogs, að varla er búið að sam- þykkja deiliskipulag svæðis, þegar auglýst er breyting á því, þá mjög oft breytingar sem miða að því að hækka fjölbýlishús. í Morgunblaðinu 15. mars sl. var grein um nýtt aðalskipulag í Kópa- vogi. Þar kom m.a. annars fram að nýrra tíðinda yrði helst að vænta af Vatnsendasvæðinu. Drög væru að því að reisa 5.000 til 6.000 manna byggð á svæðinu, svæði fyrir opin- berar byggingar, verslun og þjón- ustu. Formlegar tillögur lægju þó ekki fyrir og borgarafundur til kynningar á skipulaginu yrði vænt- anlega haldinn fljótlega. Þá yrði auglýst eftir tillögum og sjónarmið- um almennings. í byrjun mars var lögð fram um- sókn til Kópvogsbæjar um að reisa fimm 40 hæða háhýsi. Sú umsókn hefur ekki enn verið afgreidd. Ef sú ótrúlega hugmynd kæmist í fram- kvæmd er líklegt að þeim skýja- kljúfum yrði fundið pláss í Vatns- endalandinu, því eins og kemur fram í viðtali við fulltrúa skipulags- ins er „annað bæjarland að mestu fullmótað". Ekki veit ég hvaða væntingar fólk á að hafa til framtíðarskipulags svæðisins, þar sem misvísandi um- sagnir hafa verið settar fram, eins og sjá má af ofangreindum ummæl- um yfirvalda Kópavogsbæjar. Hug- myndir hafa verið um að leggja reið- og göngustígi um hverfið. Hver vill fara í útreiðartúra í landslagsarki- tekta-hönnuðu umhverfi? Hver vill veiða í skugga háhýsa? Hver vill „njóta“ umferðarhávaða í stað mó- fuglasöngs? Hver vill njóta náttúru í náttúrulausu umhverfi, þrátt fyrir góða stíga? Auðvitað er möguleiki á að sameina dreifða lágreista byggð, útivistarsvæði og halda í ósnortna náttúru. En þótt yfirvöld í Kópa- vogsbæ séu þekkt fyrir ýmislegt merkilegt á sviði skipulags- og byggingarmála, þá þarf einstaka snilld til þess að þétt fjölbýlishúsa- byggð (jafnvel skýjakljúfar) fari saman við náttúruleg útivistarsvæði og verndun á lífríki svæðisins. Eg skora á alla sem notið hafa úti- vistar við Elliðavatn og á Vatns- endasvæðinu að fylgjast vel með kynningu á skipulagi svæðisins og koma með tillögur sem miða að því að saman fari á skynsamlegan hátt dreifð byggð og náttúra sem fólk vill geta gengið að í daglegu amstri. Vonandi vilja bæjaryfirvöld held- ur láta ómetanleg náttúruleg úti- vistarsvæði verða minnisvarða sinn, frekar en himinháa skýjakljúfa sem óneitanlega myndu stinga í stúf við umhverfið í „sveitinni". Hölundur er Hffræðikennari og ibúi í Vatnsendah verfi. FASTEIGNASALA Nýlegt og glæsilegt parhús í Mosfellsbæ Fallegt og vel skipulagt 167 fm parh. með 28 fm bílskúr í Furu- byggð. Auk þess ca 25 fm vel nýtt risloft. Alls því um 190 fm. Frábært, rólegt og barnvænt hverfi. Stór afgirt timburverönd. Vönduð, ræktuð lóð. 3-4 svefn- herb. Áhv. 5,5 millj. byggsj. (40 ára, 4,9% vxt.) og 800 þús. hagst. lífsjlán. Verð 16,8 millj. 1095. Aðalfundur Verðbréfastofunnar hf. Aðalfundur Verðbréfastofunnar hf. fyrir árið 1999 verður haldinn fimmtudaginn 13. apríl kl. 17.30 að Hótel Loftleiðum, Víkingasal. Dagskrá samkvæmt samþykktum. Tillaga um heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins, breytingar á samþykktum vegna þessa og tillaga um kaup á eigin bréfum. Stjórn Verðbréfastofunnar. Sjt VERÐBREFASTOFAN SuBurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200 P-PASTAPOTTAR Pasta-og gufusuðupottur kr. 7.900 7 Itr. 18/10 stál. Pastavél kr. 4.500. PIPAROGSALT Klapparstig 44 • Simi 562 3614 | ^ þarfá stuðningi að halda! TILBOÐSVERÐ Á DÝNUM m/stálgrind SÖMMEX Sealy Ibgundir Prestígc Malibu Ballet goWen Captivation T\vin 97x190 cm 29.700,- 36.900,- 30.600,- 39.600,- 44.100,- TWin XL 97x203 cm 32.400,- 39.600,- 32.400,- 42.300,- 47.700,- Full 135x190 cm 34.200,- 41.850,- 36.900,- 47.700,- 54.000,- Full XL 135x203 cm 36.900.- 45.000,- 38.700,- 51.300,- 57.600,- Malibu Nú einnÍE fánleg í stærðinni 120x200cm: Tilboðsverð kr. 43.200 FERMINGARTILB0Ð 20% afsláttur af NASA hettsukoddum, dýnuhlífum, lökum og pífulökum. Happdrætti Nöfn þeirra sem kaupa rúmdýnur til fermingaigjafa í mars til maí fera sjálfkrafe í lukkupottinn. Dregið verður 28. maí n.k. Vinningur er: Hvíldarstóll frá Action Lane að verðmœti kr. 72.000. ViÖ styðjum við bakið á jpérl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.