Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 71

Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 71
www.saa.is Fréttir SÁA - Samtðk áhugafðlks um áfengis- og vlmuefnavandann - Ármúla 18-108 Reykjavfk Sfmi 530 7600 - 3. tölublað, aprfl 2000 - Ábyrgðarmaður Theódór S. Halldórsson auglýsing i- ■ Bryndís og Þorleifur um félagslíf SÁÁ: Setjum markið hátt! Mikil eftirspurn eftir fjölskylduvænum skemmtunum Blómlegt félagsatarf SÁA byggist á góðri samstöðu SÁA-fólks og miklum áhuga og fórníusri vinnu margra aðila. í vetur hafa margir komið að félagBStarfinu ogtil að ræða félagslífið í samtökunum hitti tiðindamaður SÁA-frétta að máli þau Biyndísi Vaibjamar- dóttur og Þorleif Gunnlaugason. Þauerusammálaumað þeirþætt- ir félagsstarfsins sem áhersla hef- ur verið lögð á í vetur hafi gengið ákaflega vel og gefið góða raun. ..Það hefur sýnt sig," segir Þorleifur sem starfar sem dúklagningameistari þegar hann er ekki að sinna félagslífi SAÁ „að það er raunverulegur vilji fyrir því meðal fólks í samtökunum að stunda félagslíf innan SÁÁ. Góð þátt- taka og mikill áhugi í vetur hefur sýnt þetta. Þetta er mjög hvetjandi og nú horfum við til framtíðar og viljum setja markið hátt. Við sem að þessu vinnum viljum byggja upp áfengislausan valkost í félagslífi sem er opinn ekki aðeins SÁÁ-fóIki heldur einnig öllum þeim sem vilja eiga þess kost að umgangast og skemmta sér með öðru fólki án þess að áfengi sé haft um hönd. Það er marg- víslegt félagsstarf sem kemur til greina, en hingað til hefur áherslan verið lögð á að hittast við spilamennsku og halda dansleiki, tónleika og útihátíðir. En framtíðarmöguleikar eru margir.” Bryndís sem hefur haft veg og vanda af því að sjá um félagsvist og annað á laugardagskvöldum í vetur bendir á að eftirsóknarvert sé að reyna að byggja upp félagsstarf þar sem fólk á öllum aldri getur hist og notið samvista. „Hér á landi er mikið kynslóðabil í skemmtanahaldi. Það er eins og hver kynslóð hafi á undanförnum árum leit- ast við að vera út af fyrir sig með sitt skemmtanahald. Þetta er að breytast og þarf að breytast. Það er eftirspurn eftir fjölskylduvænum skemmtunum þar sem allir fjölskyldumeðlimir geta verið saman sér til ánægju." Bryndís sem er að ljúka guðfræði- námi segist hafa haft mikla ánægju af þvi að stuðla að uppbyggingu félags- starfsins í SÁA. „Það er ánægjulegt að sjá hversu margir koma hingað til að taka þátt," segir hún, „ekki eingöngu SÁA-fólk heldur einnig annað fólk sem tekur því fegins hendi að finna áfengis - laust umhverfi þar sem hægt er að gera sérglaðan dag." Við ræðum um áfengislaust félagslíf ogskemmtanahald: Héráðurfyrrvoru jafnvel fordómar í gangi gagnvart áfengislausu skemmtanalífi. Og meira að segjatalið eitthvað stórlega athuga- vert við að vilja skemmta sér án áfengis. Þetta er hægt og rólega að breytast, for- dómarnir minnka, og hið takmarka- lausa áfengisframboð í umhverfinu leiðir til þess að fleiri og fleiri vilja finna griðastað frá allri þessari áfengis- dýrkun. Ennfremur gera æ fleiri sér ljóst að það hefur ekki lítið uppeldis- gildi fyrir unglinga að sjá að fullorðið fólk getur komið saman og notið lífsins án þess að áfengi flæði um borð og bekki að ekki sé talað um önnur vímu- efni. ■ SÁÁ-Álfurinn: Fleiri álfa inn á hvert heimili! Álfasala SÁÁ verður 12. til 14. maí - Sérstakt átak til að greiða byggingakostnað vegna nýrrar Unglingadeildar Nú er veturinn á fbrum og einn vor- boðinn er að undirbúa komu sína. SÁÁ-Álfurinn mætir íaj. maí næst- komandi en þá liefst hið hefðbundna fjáröílunarátak SÁÁ - Álfasalan. Hvort sem venjulegir álfar og huldar vættir eru á undanhaldi fyrir nútíman- um eður ei hefur SÁA-Álfurinn unnið 8ér fastan sess í hugum þjóðarinnar og fjölmargir landsmenn bjóða hann vel- kominn og nota tækifærið til að styðja við starf SÁA. Því fer fjarri að ríkisframlög nægi til að kosta sjúkrarekstur SÁA en öflugan stuðning almennings þarf til að endar nái saman og hefur Álfasalan því verið mikilvægur liður í því að byggja upp hina víðtæku starfsemi samtakanna. SÁÁ hefur staðið í miklum fram- kvæmdum síðan 1998 þegar bygging hinnar nýju Unglingadeildar hófst. Nú sér fyrir endann á þeim byggingafram- kvæmdum og Unglingadeildin var opn- uð á nýársdag 2000 og hefur verið full- nýtt síðan. En þótt það sjái loks fyrir endann á byggingaframkvæmdunum er ekki þar með sagt að það sjái fyrir endann á því hveraig standa á straum af öllum kostn- aði. Þar kemur Álfurinn til skjalanna og öflugur stuðningur almennings. Trúnaðarmenn SÁÁ víðsvegar af land- inu munu koma saman laugardaginn 8. apríl nk. og ráða ráðum sínum um hvernig sé best að greiða götu SÁÁ- Álfsins inn á hvert heimili í landinu. Félagsstarf SÁÁ: 7 grönd á Grandagarði 8! Bridds á sunnudagskvöldum Á hverju sunnudagskvöldi frá kl. 19.30 spilar SÁÁ-fólk bridds á Grandagarði 8. Með kaffihléum stendur spilamennskan yfirleitt framundir miðnættið. Þátttaka hefur verið mjög góð f bridds- kvöldum SÁÁ og miklu betri en forsvars- menn þorðu að vona þv( að fremur var seint farið af stað með þennan lið félags- starfseminnar. Engu að slður hafa þó briddsspilarar verið duglegir að mæta og segja allt frá pass eða einu laufi upp i 7 grönd. Það er Matthfas Þorvaldsson landsliðs- maður f bridds sem stjórnar spilakvöldunum og þeir sem þarna spila eru margir hverjir vel yfir meðalstyrkleika. Byrjendur eru þó engu að sfður mjög velkomnir og vel er tekið á móti þeim. Stórdansleikur SÁÁ: Vornæturgleði á Granda Vori fagnað með dansleik 15. apríl að Grandagarði 8 Það erkDminntimitilaðfagnavor- komunni og í því tilcfni verður mikill SÁA - dansleiknr haldinn að Grandagarði 8, þriðjnhæð, 15. apríl næstkomandi. Stórdansleikurinn hefst kl. 23, laugardagskvöldið, 15. apríl, eðaum leið og félagsvist SÁÁ lýkur en þá verða borð upp tekin og stiginn dans fram eftir nóttu við undirleik hljóm- sveitar Jakobs Jónssonar og félaga. Miðasala verðurvið innganginn og er aðgangseyrir kr. 1000, enþeirsem slá tvær flugur í einu höggi og mæta fyrst og taka þátt í félagsvistinni fá góðan afslátt. Það er vor í lofti og mikil stemming fyrir því hjá SÁA-fólki að skemmta sér saman. Á dansleiknum verður ýmislegt til skemmtunar, kórsöngur, fjöldasöngur, leildr og síðan verður óvænt skemmtiatriði. Óáfengir diykkir ogýmsar veitingar verða í boði á vægu verði. Utsýnið frá Grandagarði 8 er ókeypi8 og er óhætt að fullyrða að fegurra eða rómantískara útsýni er ekki í boði annars staðar yfir gömlu höfnina og sundin blá og auk þess sést bæði Snæfellsjökull og litskrúðugt vorsólarlag — ef veður leyfir. ■ Alslemm: Mikil aðsókn að,, spilakvöldum SAÁ Félagsvist á hverju laugardagskvöldi kl. 8, kaffiveitingar og kátur félagsskapur Spilakvöldin vinsælu hafa nú staðið yfir á laugardögum frá því í lok febrúar að Grandagarði 8, þriðju hæð. Aðsókn hefur verið mjög góð að spila- kvöldununum sem hefjast kl. 8 stund- víslega á hverju laugardagskvöldi. Þátt- takendur eru á ýmsum aldri, frá i3 til 80 ára. Góðir vinningar era í boði, átta vinn- ingarsamtals. Fjórir efstuvinningarera veisluboð á Veitingahúsið Hornið í Hafnarstræti, eitt elsta og vinsælasta veitingahús borgarinnar og ennfremur era veitt bókaverðlaun— ogsvo vitaskuld skammarverðlaun, eins og vera ber í félagsvist. Þátttökugjald er aðeins 500 kr. og vinningslíkur umtalsverðar. Gert er kaffihlé á spilamennskuimi en að Grandagarði 8 er selt kaffi á vægu verði og þar fást margrómaðar kökur og hvers konar bakkelsi sem fyllir fólk orku til frekari afreka við spilaborðið. ■ Kaffistofan að Grandagarði 8 Yorkvöld í Reykjavík Kaffi og bakkelsi hjá allsherjargoðanum Kaffistofan að Grandagarði 8 er opin á laugardags- og sunnudagskvöldum frá kl. 7 og hún er ekki aðeins opin þeim sem mæta til að spila félagsvist eða bridds heldur einnig þeim sem era á höttunum eftir úrvalsgóðu kaffi og kök- um og bæjarins besta útsýni. Húsnæðið að Grandagarði þar sem félagsstarf SÁÁ hefur blómstrað í vetur er í eiguÁsatrúarsafnaðarins sem einn- ig sér um veitingarekstur á staðnum. Mikil ánægja hefur verið með allan viðurgjöming á þessu kaffihúsi og hafa menn fyrir satt að kökugerðarmeistar- inn sem býr til hið ljúffenga meðlæti “ sé enginn annar en sjálfur Jörmundur allsherjargoði. Það er útbreidd skoðun meðal þeirra sem prófað hafa veitingarnar að Grandagarði 8, að ef kappamir í Valhöll þreytast einhvem tímann í framtíðinni á endalausu mjaðarþambi og vilja taka upp nútímalegri siði þá muni þeir ekki verða sviknir af kaffidiykkju og bakk- elsi undir handleiðslu allsherjargoð- ans. Göngudeildarþjónusta SÁÁ Upplýsingar um meðferðarúrræði, fræðslu og ráðgjöf í síma 530 76 00 eða á Fræðslusetri SÁÁ á veraldarvefnum www.saa.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.