Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 74

Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 74
74 FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ A REYKJALUNDI ér olíumálverk uppi á vegg, sem er nú kannski ekki í frásögur færandi, nema hvað að málverkið á ekki margan sinn líka. Málverkið er af öldruð- um karlmanni að prjóna. Það er frá árinu 1949, stærðin er 45 cm x 65 cm og er eftir listamanninn Jón E. Guðmundsson sem er þó mun þekktari fyrir leikbrúður sínar en málaralist. Maðurinn á myndinni hét Stefán Jóhannesson og var bóndi í Suður- Þingeyjarsýslu. Hann var berklasjúklingur og dvaldi á Kristneshæli um nokkurn tíma en fór síðan til Reykjalundar á fyrsta starfsári hans ár- ið 1945 og var því fyrsti vistmaðurinn þar. Stef- án var mikill eljumaður og honum féll aldrei verk úr hendi og prjón- aði hann gjarnan hvert sem hann fór, meðal annars á göngu úti við og í bíó. Stefán dvaldi á Reykjalundi í fjögur ár og sagan segir að hon- um hafi leiðst ákaflega hér fyrir sunnan og þess vegna fór hann norður á Kristneshæli aftur þegar SÍBS stofnsetti þar vinnustofur og vann , hann þar. Stefán fékk ekki bót á sjúkdómi sín- um og var með smitandi berkla lengst af og varð af þeim sökum að dvelja nokkuð lengi á Kristnes- hæli þar sem hann lést háaldraður. Þetta olíumálverk cr einstakt og maður fer ósjálf- rátt að velta því fyrir sér af hverju málarinn hafi málað þessa mynd. Hvað var það sem fékk lista- manninn til að mála mynd af þessum manni að prjóna? Ég ákvað að ræða aðeins við listamanninn sjálfan. Listamaðurinn var glaður í bragði þegar ég sló á þráðinn til hans og vildi upplýsa mig um allt sem ég vildi vita um þetta mál. Ástæðan fyrir því að hann málaði Stefán var sú að á þessum árum var hann sjálfur að koma frá námi frá Kaupmannahöfn og lít- ið var að gera heima á íslandi. Mágur hans var mál- arameistari og svo vildi til að hann var að mála hús- in á Reykjalundi og vantaði hjálp. Jón ákvað að hann við verkið og þá kynntist hann Stefáni. Jón segir Stefán hafa verið „mjög sérstaka mann- þess vegna hafi hann málað hann. Stef- ánægður með Iífið og lifði fyrir líðandi stund „en það er eitthvað sem marga skortir í dag“ sagði listamaðurinn. Stef- án var alltaf með prjón- ana á milli handanna og það skein út úr honum lífsgleðin sama hvcnær dagsins var og hann sagði það nauðsyn að hafa eitt- hvað á milli handanna. „Ég veit ekki alltaf hvað ég er að prjóna en ég hef ánægju af því,“ sagði listamaðurinn að Stefán hefði sagt. Það er því ljóst að prjónaskapurinn hefur hjálpað Stefáni í veikind- um hans eins og mörg önnur dæmin sanna. I aprflspuna sjást merki vorsins enda kominn tími til að það fari að sýna sig. Það flýtir líka fyrir sumr- inu að hafa eitthvað á milli handanna eins og þennan þægilega og glæsilega sumartopp sem auðvitað er hægt að nota allt árið, t.d. undir spari- jakkann. Það fcr ekki Morgunblaðið/Kristínn mikið fyrir þessum toppi úr mjúkri mandarin-pet.it bómull og því alveg kjörið að taka pijónana með sér í bíó ef svo ber undir. Með hann Stefán bónda í huga er ekki hægt að neita því að það er sterkur þáttur í manninum að eyða of mikium tima í að bíða þess sem á eftir að koma. Tíminn líður hvort sem beðið er eða ekki. Það er því ekki úr vegi að gera tilraun til þess að gera hans lífssýn að sinni þ.e.a.s. að njóta líðandi stundar með prjónana á milli handanna. Morgunblaðið/Sverrb Fyrirsæta Ásta Hannesdóttir. Það er ekki úr vegi að gera tilraun til þess að gera lifssýn hans Stefáns bónda að sinni þ.e.a.s. að njóta b'ðand: stundar með pijónana á milli handanna. Sóltoppur Hönnun: Alice Berbres Stærðin (S) M (L) XL Yfirvídd: (84) 90 (96) 102 cm. Sídd með hlýrum: u.þ.b. (45) 47 (49)51 cm. Gam: Mandarin Petit (100% bómull) Kakilitur nr: 2205 Fjöldi af dokkum: (3) 4 (4) 5 Pijónar: nr. 2,5 og 3 Pijónfesta: 27 lykkjur með sléttu prjóni á pijóna nr. 3 = 10 ’’ cm. Bakstykki: Fitjið upp á prjóna nr. 2,5 (115) 123 (133) 141 lykkju og prjónið 1 prjón sléttan = rang- an. Skiptið yfir á pijóna nr. 3. Pijónið 2 pijóna með sléttu pijóni (1 garð) og prjónið síðan munstur á eftirfarandi hátt: 1 slétt kant- lykkja, (29) 33 (38) 42 lykkjur slétt pijón, pijónið 55 lykkjur með munstri D; byrjið við ör merkta réttri stærð, prjónið (29) 33 (38) 42 lykkjur slétt pijón, 1 slétt kant- lykkja. Munstur D er endurtekið í sífellu yfir lykkjumar 55 á miðjum pijóninum. Þegar stykkið mælist (23) 24 (25) 26 cm era fyrstu og síðustu (12) 14 (16) 18 lykkjumar í hvorri hlið pijónaðar sléttar, þ.e. garðaprjón og innan við þessar lykkjur era prjónaðar 2 lykkjur sléttar saman í upphafi prjóns en 2 lykkjur snúnar sléttar saman í enda pijóns. Á þennan hátt er tek- ið úr á öðram hveijum pijóni. Þegar pijónaðir hafa verið 3 garð- ar í hvorri hlið era fyrstu og síð- ustu (7) 9 (11) 13 lykkjumar felld- ar af fyrir handveginum. Klippið þráðinn frá. Snúið við og byijið á röngunni, pijónið fyrstu og síð- ustu 5 lykkjumar með sléttu pijóni (garðaprjón) og pijónið alltaf fyrstu lykkjuna snúna slétt og takið síðustu lykkju ópijónaða af prjóninum með þráðinn á rétt- unni. Á öðram hveijum pijóni er tekið úr innan við kantlykkjumar 5 í allt (13) 15 (18) 20 sinnum á hvorri hlið = 75 lykkjur era eftir á pijóninum í öllum stærðum. Prjónið 6 prjóna með sléttu pijóni yfir allar lykkjumar = 3 garðar. Fellið af á réttunni með sléttum lykkjum. Framstykki: Fitjið upp og pijónið eins og bakstykkið, en á síðasta pijóni era 65 lykkjur á miðjum prjóni felldar af = 5 lykkj- ur eftir sitt hvoram megin fyrir hlýra. Pijónið áfram garðaprjón þar til hlýramir mælast u.þ.b. (30) 31 (32) 33 cm. hvor. Fellið af. Frágangur: Saumið saman hliðarsaumana. Saumið hlýrana fasta upp við handvegskantinn á bakstykkinu. Munstur fyrir sóltopp hér <"i = Slétt á réttu, brugðið á röngu. fÖI = Sláið upp á pijóninn. 0 = 2 slétt saman Q = Takið 1 lykkju, óprjónaða, pijónið 1 slétt, lyftið óptjónuðu lykkjunni yfir. H = Takið 1 lykkju óprjónaða, 2 sléttar saman, lyftið ópijónuðu lykkjunni yfir. OROGro oroblu@sokkar.is www.sokkar.is KYNNING skrefi framar á fermingarsokkabuxum í dag kl. 14-18. 20% afsláttur af öllum OROBLU sokkabuxum. VLyf&heilsa A P Ó T E K Melhaga, sími 552 2190 VER MORÐINGJAR EFTIR GUDMUND KAMBAN D endurtakið ~ 1-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.