Morgunblaðið - 06.04.2000, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 2000 79
BRÉF TIL BLAÐSINS
Klám og karamellubúðingur
Frá Svavari Knúti Kiistinssyni:
SEM gagnkynhneigður karlmaður á
besta aldri hef ég óskaplega gaman
af því að lifa heilbrigðu kynlífi með
spúsu minni. En ég er líka breyskur
karlmaður á besta aldri, og þess
vegna hef ég líka mikla nautn af því
að borða karamellubúðing með
rjóma. „Nú, hvernig tengist þetta
klámumræðunni?“ gæti fólk spurt.
Og svar mitt var fyrrum einmitt hið
sama: „Hvernig getui- búðingsát mitt
tengst klámumræðunni?" En fyrir
nokkru var sem ljós sannleikans lýsti
skyndilega yfir mig og ég fylltist eld-
móð og ákvað að skrifa þessa klám-
fengnu hugleiðingu.
Undanfarið hefur borið á umræðu
um það hvort banna eigi klám á Is-
landi, og fólk heíúr farið víða í skil-
greiningum sínum á klámi. Sú al-
gengasta fer einhveiTi veginn á þessa
leið: „Hvað það efni sem særir blygð-
unarkennd fólks.“ Margir tala um
nektardans sem ai’gasta klám og
einnig verður fólki tíðrætt um svo-
kallaðar klámmyndir og símaklám og
fleira og fleh’a sem fer í beinin á
siðprúðum íslendingum. Og viti
menn, þá hefst strax umræðan um að
banna allt efni sem gæti valdið
nokkrum manni ama. Við skulum
ekki dæma hluti til dauða þó að þeir
misbjóði blygðunarkennd okkar. Eg
hef til dæmis megnustu óbeit á tón-
list hljómsveitar sem við skulum
kalla Land og Mórall. Hins vegar hef
ég þá smekkvísi að slökkva bara á út-
varpinu eða skipta um stöð ef tónlist
þeirra hljómar. Jafnvel hef ég eitt
sinn í teiti labbað út á svalir og fengið
mér smá óbeinar reykingar með vin-
um mínum reykingamönnunum. (Já,
Þorgrímur Þráinsson, fánaberi ís-
lenska landsliðsins í andreykingafas-
isma, ég á vini sem reykja og ég ætla
ekki að væla í þeim að hætta, lái mér
hver sem vill.) Bandaríkjamenn eiga
orðtak sem segir: ef þér er of heitt,
komdu þér þá út úr eldhúsinu.
Sjúkur íbúðing
En eins og ég hef áður sagt, hef ég
ótrúlega ánægju af því að borða
karamellubúðing, og lái mér hver
sem vill. Ég les blöð með myndum af
skálum fullum af karamellubúðing
með rjóma. Ég horfi á vídeóspólur
með konum og körlum borðandi búð-
ing af áfergju á meðan ég skófla í mig
búðingnum sjálíúr. Við konan borð-
um oft búðing saman. Stundum held
ég matarboð þar sem við borðum
búðing, þrjú, jafnvel fjögur eða fleiri.
Ég hef meira að segja setið með vini
mínum, bara tveir fullvaxnir karl-
menn, og við höfum borðað búðing
saman. Ég hef meira að segja heyrt
tal um veitingastaði úti í bæ, þar sem
konur veifa skálum fullum af búðing
með helling af þeyttum rjóma fyrir
framan nefið á gráðugum þísnissköll-
um sem rymja af frygð. Þessi kúltúr
má segja að eigi sér ótrúlega djúpar
rætur.
Segjum nú sem svo að nágranni
minn, við skulum kalla hann Gamalí-
el, tilheyri sértrúarsöfnuði sem
predikar þá trú, að búðingsát sé við-
urstyggð. Gamalíel er alveg meinilla
við þá tilhugsun að ég, trjáfaðmandi-
grasahippaháskólaneminn í næsta
húsi, iðki þennan viðbjóð. Búðingsát
mitt særir blygðunarkennd hans.
Hann skrifar í blöðin og heldur
fjöldafundi um þessa viðurstyggð í
kirkjum landsins, og brátt hefur
hann safnað saman hópi fólks sem
finnur mér og mínum líkum flest til
foráttu og kalla okkur búðingshunda
og kúgara saklauss búðings. Fólkið
talar um greyin kýrnar, sem neyddar
eru af útlendum mafiósum til að gefa
þeim mjólk sína. Jafnvel talað um að
til að við búðingspervertamir getum
haldið áfram að borða búðinginn okk-
ar, verði að flytja inn útlendar kýr til
að halda við framleiðslunni, slíkur er
viðbjóðurinn. Og Alþingi bætir inn í
hegningarlöggjöfina. „Ef búðingur
bii’tist á prenti, skal sá, sem ábyrgð
ber á birtingu þess eftir prentlögum,
sæta sektum eða fangelsi allt að 6
mánuðum." Sömu refsingu varðar
það að búa til eða flytja inn í út-
breiðsluskyni, selja, útbýta eða
dreifa á annan hátt búðingsritum,
búðingsmyndum eða öðrum slíkum
hlutum, eða hafa þá opinberlega til
sýnis, svo og að efna til opinbers fyr-
irlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur
á sama hátt. Æ, ó mig auman!
En ég bý í fijálsu landi, þar sem
fólk má eiga sínar litlu perversjónir í
friði, svo lengi sem þær valda engum
líkamlegum eða andlegum skaða.
Hann Gamalíel ræður því hvort hann
borðar búðing eða ekki. Hann ræður
líka hvort hann leigir sér búðings-
spólu. Hann hefur frelsi til þess að
vera bara ekkert að glápa í búðings-
blöð. Þau eru ætluð þeim sem þau
vilja lesa.
Mér finnst samt einhvernveginn
að við verðum að lagfæra skilgrein-
ingakerfið okkar. Erótík og klám eru
ekki nógu nákvæm lýsingarorð. Eró-
tík lýsir hinu huglæga, hinu æsandi.
Stemmningum sem eru í loftinu, for-
boðnum ávöxtum. Dans nektardans-
meyjanna er erótískur, því á þær má
horfa en ekki snerta. Þær líta í augu
fómarlamba sinna og segja við þá
með augnaráðinu: „Já, fantaseraðu
bara, gölturinn þinn, það er það eina
sem þú færð frá mér í kveld.“ Klám
er hins vegar orð sem táknar hið
„vúlgar" og viðbjóðslega. Níðings-
skapur, ofbeldi og niðurlægingar
falla undir klám.
En það er einhver meðalvegur sem
við höfum ekki fundið orð yfir. Fall-
egt heilbrigt kynlíf er ekki viðbjóður.
Að horfa á fallegt heilbrigt kynlíf er
heldur ekki viðbjóður. Eg minnist
þar sérstaklega unglingsára minna
þegar ég horfði á hinar dásamlegu
skandinavísku merkjamyndir þar
sem gleðin ein ríkti í kringum kynlíf-
ið og allir voru svo dásamlega glaðir.
Svo sá ég þetta sama fólk í Matador-
þáttunum (nú hlæ ég dátt hið innra).
Ég held að við verðum að reyna að
finna þriðju skilgreininguna fyrir
efni sem sýnir einungis fallegt kynlíf
einnar, tveggja eða fleiri fullvaxta
heilbrigðra manneskja. Það getur
ekki verið að við viljum banna öllum
að horfa á myndir af fallegu heil-
brigðu fólki þykjast stunda kynlíf.
Og ef einhverjir unglingar komnir yf-
ir fermingu vilja skoða myndir af
sætum stúlkum, eða piltum, á adams-
og evuklæðunum einum saman, þá
getum við hreinlega ekki bannað
þeim það. Það er eins og að reyna að
stöðva sjálfan Dettifoss með blautum
sokk og krukku af jarðarberjasultu.
Strákar verða strákar og stelpur
verða stelpur, þetta hefur ekkert
með staðalmyndir eða tilvistarkrepp-
ur að gera. Þetta er eðlilegur hluti af
kynþroskanum.
Húsmæður allra vesturbæja,
slökkvið bara á sjónvarpinu ef ykkur
ofbýður efnið, og finnið ykkur góða
bók. Borðum búðing og sofum hjá,
hamingjunnar vegna.
SVAVAR K. KRISTINSSON,
kerfisfræðingur og heimspekinemi
Lönguhlíð 19, Reykjavík
„Fjallið tok joðsótt og
Frá Aðalheiði Jónsdóttur:
ÁRIÐ 1997 skipaði forsætisráð-
herra nefnd, sem allir flokkar áttu
sæti í, til að endurskoða kosninga-
skipun og kosningalög. Langur tími
leið og ekkert heyrðist frá nefnd-
inni, en loks kom að því. „Fjallið tók
jóðsótt og fæddist lítil mús“ bækluð
og óásjáleg, enda ekkert skrýtið,
þar sem fyrir lá að sniðganga rétt-
lætið eins og verða mætti og meiri-
hluti nefndarmanna auk þess rang-
eygður. Ekki er meiningin að kryfja
hér þetta óburðuga afkvæmi, aðeins
benda á nokkur atriði; fæst skyldu
kjördæmin vera sex en flest sjö með
því að kljúfa Reykjavík í tvö kjör-
dæmi. Að skipta Reykjavík í tvö
kjördæmi er ótrúlega fáránleg hug-
mynd og hefur borgarstjórn
Reykjavíkur varað við að það verði
gert. Ekki verður heldur séð hvaða
tilgangi það þjónar. Reyndar hafði
nefndin ályktað að líklegra væri það
heppilegra gagnvart fámennari
kjördæmum, þó að þingmenn
Reykjavíkur yrðu tuttugu og tveir
hvort sem borginni yrði skipt eða
ekki.
Leikfléttur og loddarabrögð
Forsætisráðherra sagði ekki alls
fyrir löngu að í síðustu alþingiskosn-
ingum hefði verið kosið um þessa
breytingu á kjördæmaskipun, kosn-
ingalögum og breytingu á stjórnar-
skrá í því sambandi. Þetta hljómai’
nánast eins og skrýtla. Hvernig var
hægt að greiða atkvæði um þetta
mál án þess að á það væri minnst á
kjörseðli eða nokkurs staðar. Ég
freistast til að giska á að þessi kosn-
ing hafi aðeins farið fram í heilabúi
forsætisráðherra. Vist er það að
ekki duga orð forsætisráðherra til
að láta mig trúa því að ég hafi greitt
atkvæði um þetta mál. Margt undar-
legt hefur komið úr þessum herbúð-
um, enda maðurinn sagður mikill
húmoristi en þetta.mun þó vera með
sérkennilegustu leikfléttum sem
hann hefur hannað. Hvað skyldu
verða margar rósir í endataflinu?
Dæmt til að mistakast
Sagt er að útfærsla á kosninga-
lögum sé nú í höndum nefndar á
vegum forsætisráðuneytisins og sé
skipuð fulltrúum allra flokka; og
hefur núna nýverið skilað áliti sínu.
Líklega eru ranglát kosningalög
mesti skaðvaldur þjóðarinnar ef frá
er talinn gjafakvótinn. Að hér á suð-
vesturhorninu skuli hafa þurft þrjú
til fjögur atkvæði til að jafngilda
einu á landsbyggðinni er með ólík-
indum og þó að nú eigi að minnka
ranglætið niður í tvö og hálft at-
kvæði er það engin lausn. Því í skjóli
ranglátra kosningalaga hefur mikil
spilling grafið um sig eins og allir
hljóta að vita. Það hefur verið hægt
um vik hjá þingmönnum þegar þeir
hafa ferðast um þungaviktai’kjör-
dæmin sín að koma ár sinni vel fyrir
borð; tvö til þrjú jarðgöng og álver
vítt og breytt um landið - þá skiptir
ekki máli þótt óbætanleg skemmd-
ai-verk séu unnin á dýrmætustu
náttúruperlum landsins eða þótt
mengunin margfaldist. Þá skiptir
heldur ekki máli að fylgja alþjóða-
lögum; aðeins að biðja um undan-
þágu að mega menga meira vegna
sérstakra aðstæðna.
Getur hugsast að allir flokkar séu
fylgjandi því ranglæti að réttur
kjósenda til að velja fulltrúa til Al-
þingis sé mismunandi eftir lands-
hlutum? Það skiptir ekkert litlu máli
hvernig landinu okkar er stjórnað
og fyrr en allir hafa sama rétt í
þessu stórmáli verður þjóðfélagið
ranglátt og brenglað. Að vera að
skipta þessu fámenna landi okkar í
mörg kjördæmi er beinlínis fárán-
legt. Hið eina rétta er að landið sé
eitt kjördæmi, þá færu þingmenn
kannski að skilja að þeir em þing-
menn allrar þjóðarinnar og þeim
beri að líta á hagsmuni heildarinnar.
Það besta sem Alþingi hefði getað
gert á sínum tíma fyrir þjóðina hefði
verið að leysa þessa blessuðu nefnd
frá störfum og láta fara fram at-
kvæðagreiðslu um hvort þjóðin vill
að landið sé mörg kjördæmi eða eitt.
Það er mikið réttlætismál að leysa
þjóðina úr þeim viðjum sem ranglát
kosningalög hafa fjötrað hana í, því
þegar öllu er á botninn hvolft fær
enginn ávinning af þessu óréttlæti,
en það eru ef til vill helst þeir sem
óréttlætið bitnar mest á sem koma
auga á þetta. En það er óumflýjan-
legt að ranglæti hefnir sín - og að
byggja upp þjóðfélag á mannrétt-
indabrotum, ranglæti og fólskum
forsendum er dæmt til að mistakast.
AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Furugerði 1, Reykjavík.
OKKAR VERÐ GERIR ÞÉR
KLEIFT AÐ KAUPA
LIKA TOLVULEIK!