Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá embætti
ríkislögreglustjórans:
„í morgunþætti Ríkisútvarpsins
11. apríl sl. kom til tals fjöldi starfs-
manna „fíkniefnalögreglunnar" og
mátti skilja á tali eins viðmælenda að
aðeins ellefu lögreglumenn sinntu
fíkniefnamálum meira eða minna um
land allt. Þar sem þessi ummæli eru
ekki rétt er eftirfarandi tekið fram: Á
síðustu misserum og árum hafa verið
gerðar ýmsar breytingar á skipulagi
lögreglunnar vegna fíkniefnamál-
efna. Með reglum ríkislögreglustjór-
ans um samræmdar aðgerðir lög-
reglunnar í fíkniefnamálum sem tóku
gildi í maí 1999 er landinu skipt upp í
svonefnd aðgerðasvæði vegna rann-
sóknarlögreglumanna sem voru sér-
staklega ráðnir árið 1997 til að sinna
þessum málaflokki. Frá þeim tíma
Bjarnarflag
Frummat á
umhverfís-
áhrifum hafið
SKIPULAGSSTOFNUN hefur haf-
ið athugun á umhverfisáhrifum 40
megawatta jarðvarmavirkjunar í
Bjarnarflagi ásamt lagningu 132 kV
háspennulínu frá Bjarnarflagi að
Kröflustöð í Skútustaðahreppi.
Landsvirkjun er framkvæmdarað-
ili verksins en Hönnun hf. tók saman
skýrslu um mat á umhverfisáhrifum.
Áætlað er að framkvæmdirnar hefj-
ist sumarið 2001 og Ijúki sumarið
2003.
í fréttatilkynningu frá Skipulags-
stofnun segir að tilgangur fram-
kvæmdarinnar sé að auka nýtingu
jarðhitans á svæðinu og mæta auk-
inni raforkuþörf á almennum mark-
aði og stóriðju á næstu árum.
Gert er ráð fyrir að helstu mann-
virki vegna virkjunarinnar verði
meðfram vesturhlíð Námafjalls,
sunnan við þjóðveg nr. 1 um Náma-
skarð. Áætlað er að bora sjö borhol-
ur til viðbótar við núverandi borhol-
ur sem eru tvær. Til að lágmarka
rask verða boraðar fleiri en ein bor-
hola af hverjum borpalli. Borpallar
verða 2-4. Nýjar gufulagnir eiga að
liggja um svæðið frá pöllum að
stöðvarhúsi. 132 kV háspennulína á
að liggja um 10,5 km leið frá Bjarn-
arflagi að Kröflustöð. Næst Bjarnar-
flagi verður lagður jarðstrengur á
rúmlega tveggja km kafla.
Samkvæmt frummatsskýrslu eru
helstu umhverfisáhrif á fram-
kvæmdartíma tengd jarðraski vegna
mannvirkjagerðar og borana auk
þess sem umferð eykst nokkuð. Á
rekstrartíma er talið að helstu um-
hverfisáhrif verði vegna vatnstöku
úr jarðhitakerfinu, affallsvatns, háv-
aða og sjónrænna áhrifa fram-
kvæmdanna.
------^4-4-------
Héraðsdómur
Norðurlands eystra
Þrig-gja mán-
aða skilorð
fyrir stuld
KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur
verið dæmdur í þriggja mánaða
fangelsi skilorðsbundið til þriggja
ára fyrir þjófnað. Þá var honum gert
að greiða sakarkostnað.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa aðfaranótt 30. desember síðast-
liðins stolið hálfri milljón króna úr
peningakassa sem falinn var undir
borði í eldhúsi á veitinga- og
skemmtistaðnum Setrinu í Sunnu-
hlíð á Akureyri.
Maðurinn viðurkenndi brot sitt
fyrir dómi, en hélt því staðfastlega
fram að upphæðin hefði verið 416.500
krónur og er sú játning í samræmi
við framburð hans fyrir lögreglu.
Síðdegis þann 30. desember síð-
astliðinn var maðurinn handtekinn í
Reykjavík og hafði þá í fórum sínum
lausafé að upphæð um 286 þúsund
krónur og síðar afhenti hann rúmar
16 þúsund krónur, þannig að alls
skilaði hann til baka ríflega 300 þús-
und krónum.
Yfírlýsing frá ríkislögreglustjóranum
15 lögreglumenn ráðnir
á síðustu árum til að
vinna að fíkniefnamálum
hafa verið ráðnir fimmtán rannsókn-
arlögreglumenn til að sinna fíkni-
efnamálum til viðbótar þeh-ri fíkni-
efnalöggæslu sem fyrir var. Sam-
hliða fjölgun rannsóknarlögreglu-
manna hefur Lögregluskóli ríkisins
staðið fyrir umfangsmiklum nám-
skeiðum íyrir lögi'eglumenn sem
gera þeim kleift að hafa enn meiri af-
skipti af fíkniefnamálum en áður.
Til þess að efla enn frekar aðgerðir
í fíkniefna- og hverfalöggæslu var á
þessu ári bætt við rannsóknariög-
reglumanni í Reykjavík, Keflavík,
Kópavogi og á Selfossi. Sérstakt fjár-
magn var tryggt til að standa straum
af kostnaði sem leiðir af þessu fyrir-
komulagi. Með þessu móti eru lög-
reglumenn sem vinna að fíkniefna-
brotum tiltækir fyrir öll
lögregluumdæmin. I samvinnu við
ríkislögreglustjórann og dómsmála-
ráðuneytið hefur lögregluembættið í
Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði,
Keflavík, á Keflavíkurflugvelli, Sel-
fossi, Akranesi og í Borgarnesi kom-
ið á fót hópi lögreglumanna sem
vinna saman í þessum umdæmum.
Þetta fyrirkomulag hefur skilað
ágætum árangri. Lögregluembættin
gera ríkislögreglustjóranum grein
fyrir því reglulega hver staða fíkn-
iefnamála er í hverju umdæmi. Þess-
ar upplýsingar eru til þess fallnar að
fylgjast með því á hverjum tíma
hvernig málum er háttað og í raun
hvemig gengur að fást við málin sem
brot.
Að undanfömu hefur mátt sjá
aukna samstöðu í þjóðfélaginu í bar-
áttunni gegn þeirri vá sem fíkniefnin
em. Því ber að fagna. Það em al-
mannahagsmunir í húfi þegar barist
er gegn fíkniefnabrotum og því er
einmitt mikilvægt að sem flestir
leggi þessu máli lið.“
Létt, fljótþornandi,
fráhrindandi og andar vel!
<&>Columbia
“ Sportswear Company®
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
---Skeifunni 19 - S. 568 1717 —
Vor- og sumarvörurnar eru komnar
Crooked Butte Omni-Tech jakki kr. 9.900. • Convertible buxur kr. 5.990. • Challenger Omni-Dry skyrta kr. 4.200.
Elkhom stuttbuxur kr. 3.990. • Slate-Slide sandalar kr. 6.990. • River Trainer skór kr. 6.990,-