Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 11 FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá embætti ríkislögreglustjórans: „í morgunþætti Ríkisútvarpsins 11. apríl sl. kom til tals fjöldi starfs- manna „fíkniefnalögreglunnar" og mátti skilja á tali eins viðmælenda að aðeins ellefu lögreglumenn sinntu fíkniefnamálum meira eða minna um land allt. Þar sem þessi ummæli eru ekki rétt er eftirfarandi tekið fram: Á síðustu misserum og árum hafa verið gerðar ýmsar breytingar á skipulagi lögreglunnar vegna fíkniefnamál- efna. Með reglum ríkislögreglustjór- ans um samræmdar aðgerðir lög- reglunnar í fíkniefnamálum sem tóku gildi í maí 1999 er landinu skipt upp í svonefnd aðgerðasvæði vegna rann- sóknarlögreglumanna sem voru sér- staklega ráðnir árið 1997 til að sinna þessum málaflokki. Frá þeim tíma Bjarnarflag Frummat á umhverfís- áhrifum hafið SKIPULAGSSTOFNUN hefur haf- ið athugun á umhverfisáhrifum 40 megawatta jarðvarmavirkjunar í Bjarnarflagi ásamt lagningu 132 kV háspennulínu frá Bjarnarflagi að Kröflustöð í Skútustaðahreppi. Landsvirkjun er framkvæmdarað- ili verksins en Hönnun hf. tók saman skýrslu um mat á umhverfisáhrifum. Áætlað er að framkvæmdirnar hefj- ist sumarið 2001 og Ijúki sumarið 2003. í fréttatilkynningu frá Skipulags- stofnun segir að tilgangur fram- kvæmdarinnar sé að auka nýtingu jarðhitans á svæðinu og mæta auk- inni raforkuþörf á almennum mark- aði og stóriðju á næstu árum. Gert er ráð fyrir að helstu mann- virki vegna virkjunarinnar verði meðfram vesturhlíð Námafjalls, sunnan við þjóðveg nr. 1 um Náma- skarð. Áætlað er að bora sjö borhol- ur til viðbótar við núverandi borhol- ur sem eru tvær. Til að lágmarka rask verða boraðar fleiri en ein bor- hola af hverjum borpalli. Borpallar verða 2-4. Nýjar gufulagnir eiga að liggja um svæðið frá pöllum að stöðvarhúsi. 132 kV háspennulína á að liggja um 10,5 km leið frá Bjarn- arflagi að Kröflustöð. Næst Bjarnar- flagi verður lagður jarðstrengur á rúmlega tveggja km kafla. Samkvæmt frummatsskýrslu eru helstu umhverfisáhrif á fram- kvæmdartíma tengd jarðraski vegna mannvirkjagerðar og borana auk þess sem umferð eykst nokkuð. Á rekstrartíma er talið að helstu um- hverfisáhrif verði vegna vatnstöku úr jarðhitakerfinu, affallsvatns, háv- aða og sjónrænna áhrifa fram- kvæmdanna. ------^4-4------- Héraðsdómur Norðurlands eystra Þrig-gja mán- aða skilorð fyrir stuld KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára fyrir þjófnað. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt 30. desember síðast- liðins stolið hálfri milljón króna úr peningakassa sem falinn var undir borði í eldhúsi á veitinga- og skemmtistaðnum Setrinu í Sunnu- hlíð á Akureyri. Maðurinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómi, en hélt því staðfastlega fram að upphæðin hefði verið 416.500 krónur og er sú játning í samræmi við framburð hans fyrir lögreglu. Síðdegis þann 30. desember síð- astliðinn var maðurinn handtekinn í Reykjavík og hafði þá í fórum sínum lausafé að upphæð um 286 þúsund krónur og síðar afhenti hann rúmar 16 þúsund krónur, þannig að alls skilaði hann til baka ríflega 300 þús- und krónum. Yfírlýsing frá ríkislögreglustjóranum 15 lögreglumenn ráðnir á síðustu árum til að vinna að fíkniefnamálum hafa verið ráðnir fimmtán rannsókn- arlögreglumenn til að sinna fíkni- efnamálum til viðbótar þeh-ri fíkni- efnalöggæslu sem fyrir var. Sam- hliða fjölgun rannsóknarlögreglu- manna hefur Lögregluskóli ríkisins staðið fyrir umfangsmiklum nám- skeiðum íyrir lögi'eglumenn sem gera þeim kleift að hafa enn meiri af- skipti af fíkniefnamálum en áður. Til þess að efla enn frekar aðgerðir í fíkniefna- og hverfalöggæslu var á þessu ári bætt við rannsóknariög- reglumanni í Reykjavík, Keflavík, Kópavogi og á Selfossi. Sérstakt fjár- magn var tryggt til að standa straum af kostnaði sem leiðir af þessu fyrir- komulagi. Með þessu móti eru lög- reglumenn sem vinna að fíkniefna- brotum tiltækir fyrir öll lögregluumdæmin. I samvinnu við ríkislögreglustjórann og dómsmála- ráðuneytið hefur lögregluembættið í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, á Keflavíkurflugvelli, Sel- fossi, Akranesi og í Borgarnesi kom- ið á fót hópi lögreglumanna sem vinna saman í þessum umdæmum. Þetta fyrirkomulag hefur skilað ágætum árangri. Lögregluembættin gera ríkislögreglustjóranum grein fyrir því reglulega hver staða fíkn- iefnamála er í hverju umdæmi. Þess- ar upplýsingar eru til þess fallnar að fylgjast með því á hverjum tíma hvernig málum er háttað og í raun hvemig gengur að fást við málin sem brot. Að undanfömu hefur mátt sjá aukna samstöðu í þjóðfélaginu í bar- áttunni gegn þeirri vá sem fíkniefnin em. Því ber að fagna. Það em al- mannahagsmunir í húfi þegar barist er gegn fíkniefnabrotum og því er einmitt mikilvægt að sem flestir leggi þessu máli lið.“ Létt, fljótþornandi, fráhrindandi og andar vel! <&>Columbia “ Sportswear Company® ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL ---Skeifunni 19 - S. 568 1717 — Vor- og sumarvörurnar eru komnar Crooked Butte Omni-Tech jakki kr. 9.900. • Convertible buxur kr. 5.990. • Challenger Omni-Dry skyrta kr. 4.200. Elkhom stuttbuxur kr. 3.990. • Slate-Slide sandalar kr. 6.990. • River Trainer skór kr. 6.990,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.