Morgunblaðið - 13.04.2000, Side 74

Morgunblaðið - 13.04.2000, Side 74
MORGUNBLAÐIÐ >.74 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 FRÉTTIR Ályktun stjórnar _. Sjómannafélags Reykjavíkur Skip í áætlunar- siglingum fari að íslenskum „ kjarasamningum Fulltrúar Lionsklúbbs Sandgerðis ásamt fulltrúum þeirra aðila sem hlutu styrki. Frá vinstri: Sigurbjöm Stefánsson, líknarnefnd Lions- klúbbs Sandgerðis, Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri Grunnskóla Sandgerðis, Olafur Þór Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Sand- gerðisbæjar, ÁstvaldurJóhannesson, formaður Lionsklúbbs Sandgerð- is, Sigríður Á. Jónsdóttir, formaður unglingaráðs ksd. Reynis, og Sig- urður V. Ásbjamarson, líknamefnd Lionsklúbbs Sandgerðis. Styrkir til forvarnarstarfs í Sandgerði efldir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjóm Sjó- mannafélags Reykjavíkur: „í Morgunblaðinu 9. janúar sl. birtust mótmæli frá stjóm Ungra jafnaðarmanna gegn bráðabirgða- ákvæði í frumvarpi ríkisstjómarinn- ar um framkvæmd tiltekinna þátta í vamarsamstarfi Islands og Banda- ríkjanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur getur tekið undir þau mótmæli. Hins vegar berst Sjómannafélag Reykjavíkur gegn bágum kjömm er- lendra farmanna um borð í kaup- ; skipum á vegum íslenskra og er- lendra aðila í fostum áætlunarsiglingum til og frá íslandi. Til þessa hefur sú harða barátta við forustumenn Eimskipafélags ís- lands forðað íslenskri farmannastétt frá algjöm hrani. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur nú í rúmt ár harð- lega mótmælt því framferði Atlan- tsskipa að stunda áætlunarsiglingar til og frá landinu sem mönnuð era skipverjum á bágum hentifánakjör- um. Ekki einn einasti íslenski far- maður hefur verið ráðinn til starfa rum borð í kaupskip á vegum þessa skipafélags. Sé það skoðun stjómar Ungra jafnaðarmanna að þrælahald er- lendra manna frá þróunarríkjum, hentifánakjör til handa farmönnum frá fyrrverandi austantjaldsríkjum séu það sem koma skal og tryggi ör- yggi í viðskiptum og flutningasamn- ingum þjóðfélagsþegnanna þá ættu sam-tök jafnaðarmanna að lýsa þeirri skoðun sinni umbúðalaust. Sé það skoðun Ungra jafnaðar- manna og þeirra samfylkingarsam- taka sem að þeim standa að atvinnu- leysi íslenskra farmanna sé það sem til þarf, til að skapa öryggi í sigling- i GOETHE-Zentram á Lindargötu 46 sýnir fimmtudaginn 13. apríl kl. 20 þýsku kvikmyndina „Brigitta" frá árinu 1994. Þetta er ljóðræn svart- hvít mynd með fallegri myndatöku sem byggð er á samnefndri skáld- sögu austurríska rithöfundarins Adalbert Stifter. Sögusviðið er Ungverjaland um miðja 19. öld. Ungur málari fer að um landsmanna, þá er Sjómannafé- lag Reykjavíkur einfaldlega á önd- verðri skoðun. Sjómannafélagi Reykjavíkur er nákvæmlega sama hvaða nafn hin og þessi íslensku skipafélög velja starf- semi sinni. Það er hins vegar krafa Sjómannafélagsins að skip í föstum áætlunarsiglingum til og frá landinu fari að íslenskum kjarasamningum, hvort sem þau heita Atlantsskip, Eimskip eða eitthvað annað. Sjómannafélag Reykjavíkur harmar að menn sem ætla sér til for- ustu í íslenskum stjórnmálum skuli ekki gera sér grein fyrir þessari hefðbundnu kröfu íslenskrar verka- lýðshreyfingar. Sjómannafélag Reykjavíkur vill nota tækifærið og þakka stærstu samtökum íslensks launafólks þann mikla stuðning sem félagið hefur notið í baráttu sinni íyrir þessum grandvallaratriðum. Þar hafa farið fremst í flokki samtök eins og ASI, BSRB, VMSÍ, RSÍ, Flugfreyjufélag íslands og Félag íslenskra atvinnu- flugmanna, svo dæmi séu tekin. Enn hefur ekkert heyrst frá samtökum eins og Ungum jafnaðarmönnum eða forastumönnum svonefndrar Sam- fylkingar, þrátt fyrir góð orð fyrir síðustu kosningar. Hins vegar stendur ekki á núver- andi og fyrrverandi forastumönnum svonefndrar vinstrihreyfingar á Is- landi að hampa undirboðsfyrirtækj- um á borð við flugfélagið Atlanta og Atlantsskip sem einkafyrirtækjum eins og þau gerast best. Sjómannafélag Reykjavíkur harmar þá skammsýni og tækifæris- stefnu sem birtist í slíkum yfirlýs- ingum og lýsir yfir fullum stuðningi við þau samtök launafólks í landinu sem stendur í sömu grandvallarbar- áttu og íslenskir farmenn.“ heimsækja vin sinn sem býr á af- skekktum stað. Málarinn heillast af fegurð náttúrannar en reynir jafn- framt að komast að dularfullum leyndarmálum sem tengjast vini hans. Á undan myndinni verður sýnd stuttmyndin „Wahlverwandtschaft- en“. „Brigitta" er með enskum texta og aðgangur er ókeypis. LIKNARNEFND Lionsklúbbs Sandgerðis veitti 7. aprfl sl. styrki til nokkurra aðila. Markmið nefnd- arinnar með þessum styrkveiting- um er að leggja sitt af mörkum til forvamarstarfs í Sandgerði. Félagsmiðstöðin Skýjaborg hlaut Fagna umsögn heilbrigðis- og trygginga- nefndar alþingis TANNLÆKNAFÉLAG íslands hefur sent frá sér eftirfarandi: „Eins og kunnugt er liggur fyrir alþingi framvarp iðnaðarráðherra um starfsréttindi tannsmiða. Eftir fyrstu umræðu var framvarpinu vís- að til iðnaðarnefndar sem kallaði eft- ir umsögnum nokkurra aðila, meðal annars heilbrigðis- og tryggingan- efndar alþingis. Þann sjöunda apríl skilaði hún umsögn sinni og kynnti iðnaðamefnd sér hana á fundi 11. aprfl. Tannlæknafélag íslands (TFÍ) fagnar niðurstöðum heilbrigðis- nefndar í umsögn sinni enda sýnir hún að mati TFI að skilningur ríkir meðal nefndarmanna á muninum á heflbrigðisstarfsemi og iðnvinnu. I umsögn sinni leggur nefndin eind- regið til að starfsemi tannsmiða með meistararéttindi verði háð starf- sleyfi frá heilbrigðisyfirvöldum, að landlæknir hafi eftirlit með starf- seminni eins og annarri heilbrigðis- starfsemi og því geti tannsmiðir ekki eingöngu heyrt undir iðnaðarlög- gjöfina. í öðra lagi leggur nefndin til að tannlæknir votti heilbrigði munn- holsins áður en vinna tannsmiðs hefst í munnholi, í þriðja lagi að tannsmiðum verði ekki heimilað að vinna á eigin ábyrgð að gerð tann- parta og í fjórða lagi er lögð til breyt- ing á orðalagi 2. mgr. 3. gr fram- varpsins þess efnis að 40.000 kr. styrk til tækjakaupa; Grunnskóli Sandgerðis hlaut 60.000 kr. til tækjakaupa; íþróttamiðstöð- inni var afhent golfsett til golf- kennslu; og unglingaráð knatt- spyrnudeildar Reynis hlaut 90.000 kr. styrk til búningakaupa. iðnaðarráðherra skuli „...að höfðu samráði við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra..." setja nánari reglur um að hluti af starfi tann- smiða skuli unninn í samstarfi við tannlækni. Tannlæknafélag Islands væntir þess að iðnaðamefnd alþingis beri gæfu til þess að fara að ráðum heil- brigðisnefndar þingsins í afgreiðslu sinni á framvarpinu og stuðli þannig að því að víðtækari sátt náist um frumvarpið." Málfundur um rasisma MÁLFUNDUR á vegum Ungra sós- íalista og aðstandenda sósíalíska vikublaðsins Militant um hvemig „útlendingalöggjöfin“ og Schengen- samningurinn þjónar þeim tilgangi í kapítalísku þjóðfélagi að deila og drottna yfir vinnandi stéttum, og hvemig „vísindi“ um kynþætti hjálpa til, segir í fréttatílkynningu. Fundurinn verður haldinn föstu- daginn 14. apríl kl. 17.30 á Klappar- stíg 26 2. hæð t.v. Málstofa um kristnitöku á Islandi DR. HJALTI Hugason prófessor flytur erindi í málstofu Guðfræði- stofnunar Háskóla íslands fimmtu- daginn 13. apríl sem hann nefnir: „Kristnitakan á íslandi og túlkun hennar.“ Dr. Hjalti er ritstjóri verksins Kristni á íslandi, sem unnið hefur verið að undanfarin ár á vegum Al- þingis. Verkið kemur út nú í vikunni. Málstofan verður haldin í Skólabæ v/Suðurgötu og hefst kl. 16. Þýsk kvikmynd í Goethe-Zentrum " Fékk gönguband aðgjöf SJÚKRAÞJÁLFUN við Landspítala Háskólasjúkrahús á Landakoti hlaut nýlega að gjöf rafknúið gönguband frá Kvennadeild Rauða kross íslands. rí Um er að ræða EN-MILL göngu-' band. Stillanleg handrið eru á tæk- inu, hægt er að ráða bæði hraða og halla þess og sjálfvirkur öryggis- búnaður er fyrir hendi þannig að bandið stöðvast er á þarf að halda. Ganga á rafknúnu göngubandi hentar vel til þjálfunar aldraðra með ýmsa sjúkdóma í stoðvekja- Xkerfi, taugakerfi, hjarta og lung- um. Frá afhendingu tækisins. t W tKU i Tækniskóii Islands Nemendur í alþjóða- markaðs- fræði halda kynningu NEMENDUR í alþjóðamarkaðs- fræði í Tækniskóla Islands bjóða fulltrúum fyrirtækja og ráðningar- stofa á kynningu á náminu á morg- un. Auk þess að kynna námið sjálft og skólann munu nemendurnir kynna sjálfa sig, en flestir þeirra útskrifast um næstu áramót og eru því á leið út á vinnumarkaðinn. Kynningin verður haldin í Þrótt- arheimilinu á Engjavegi 7 í Laug- ardalnum og hefst hún klukkan 17 og stendur til klukkan 19. Nemendurnir hafa gefið út margmiðlunardisk í tilefni af kynn- ingunni, en auk þess að kynna skólann, sjálfa sig og námið er á disknum gerður samanburður á markaðsfræðinámi Tækniskólans og annarra háskóla í landinu. Á disknum er einnig að finna viðtöl við gamla nemendur, kennara og fulltrúa fyrirtækja, sem nemend- urnir hafa unnið verkefni fyrir. í fréttatilkynningu frá nemend- um skólans segir: „Margmiðlunar- diskur er nýjung sem fyrirtæki hafa verið að nota í auknum máli til að koma vöru/þjónustu á fram- færi. Þar sem námið er stöðugt í tengslum við hið síbreytilega við- skiptaumhverfi eram við fljót að tileinka okkur nýjungar í að koma vöra og þjónustu á framfæri." Neytendasamtökin á Netinu Aðgangur takmark- aður fyrir þá sem ekki eru í samtökunum TIL stendur að takmarka aðgang að neytendasíðunum á Netinu fyrir þá sem ekki era félagsmenn í Neyt- endasamtökunum. I fréttatílkynn- ingu frá Neytendasamtökunum kemur fram að fjölda nýrra mark- aðs- og gæðakannana sé að finna á vefsíðum samtakanna og að á næst- unni verði birtar þar fleiri kannanir með upplýsingum fyrir neytendur. Almenningur hefur ótakmarkaðan aðgang að síðunum sem stendur en innan tíðar munu aðeins félagsmenn í Neytendasamtökunum hafa aðgang að markaðs- og gæðakönnunum á www.ns.is. Félagsmenn fá nánari upplýsingar um þetta í næsta tölublaði Neyt- endablaðsins sem væntanlegt er nú í apríl. Fram kemur í fréttatilkynning- unni að Neytendasamtökin geri ár- lega tugi kannana á verði, framboði og gæðum ýmissa heimilistækja og era niðurstöðumar birtar í Neyt- endablaðinu og á vefsíðum samtak- anna. Könnununum íylgja ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar sem koma að gagni við val á tækjunum. Nú eru á vef samtakanna markað- skannanir á brauðgerðarvélum, kaffivélum, myndbandstækjum, frystikistum og frystiskápum, mark- aðs- og gæðakannanir á myndban- dstökuvélum, DVD-spiluram, litlum myndavélum og litlum hljómtækj- astæðum. Væntanlegar era kannan- ir á þvottavélum, þmrkurum og kæl- iskápum. Auk þess era á vefnum fréttir og greinar, efni úr Neytendablaðinu, upplýsingar um umhverfismál og fleira. Þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að Netinu eiga þess kost að hringja á skrifstofu Neytenda- samtakanna og biðja um afrit af um- ræddum könnunum endurgjalds- laust.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.