Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 54

Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 54
44 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDOR HALLDORSSON um úr öðru, meiri-máttar tungumáli, einkum ensku. Tungumál, sem ekki dugir við vinnu manna, á sér ekki lífs von. Einn hinna fyrstu, sem kvaddi sér hljóðs um þetta efni, var mál- fræðingur, dr. Björn Bjamason frá Viðfirði. Hann flutti erindi á fundi í Verkfræðingafélagi íslands hinn 30. október 1918. Hann taldi, að við þyrftum að gera okkur ljóst, hverjar afleiðingar mjmdu af hljótast fyrir móðurmálið, ef framandi orð ættu greiða leið inn í það. Hvatti hann til þess, að tekið væri upp skipulegt starf að orðasmíð á vegum fagfélaga - -með því að stofna orðanefndir. Þar kæmu saman ráð málfræðinga og fagmanna í hverri grein. Á næsta fundi sínum stofnaði Verkfræðingafélagið orðanefnd með tveimur málfróðum mönnum og ein- um verkfræðingi, en þeir skyldu eftir þörfum tilkalla aðra fagmenn. Þá var dr. Bjöm frá Viðfirði látinn. Hann andaðist aðeins þremur vikum eftir fundinn í Verkfræðingafélaginu. Frá 1918 hafa orðanefndir starfað í félag- inu að undanskildu 14 ára tímabili 1927-41. Allt þetta er mér hugstætt nú, þegar minnst er Halldórs Halldórs- sonar prófessors, sem var einn kunn- asti íslenskur málfræðingur um sína tíma. Hann var bróðursonur Bjöms Bjamasonar frá Viðfirði og kunnug- ur hugsjónum hans, sem fyrr var getið. Það vildi svo til, að við Halldór urð- um nánir samstarfsmenn undanfarin 19 ár. Tildrögin vora þau, að Bygg- ingarverkfræðideild Verkfræðinga- félagsins ákvað árið 1980 að stofna orðanefnd og ég tókst á hendur for- mennsku hennar. Nefndin hóf störf 1. desember 1980 með vikulegum fundum. Fljót- léga var ákveðið að óska þess að ís- lensk málnefnd legði okkur til mál- fræðing, „hinn lærðasta sem völ væri á“. Formaður íslenskrar málnefnd- ar, Baldur Jónsson, brást vel við og sagði: „Það verður þá að vera Hall- dór Halldórsson, er ekki svo?“ Og það varð svo fyrir orð Baldurs, enda þótt Halldór væri þá sestur í helgan stein. Hann kom fyrst á fund með okkur 16. febrúar 1982. Það var góður dag- ur í nefnd okkar. En samstarfið varð miklu lengra en búist var við, því að það stóð í 18 ár, til æviloka Halldórs. Hann kom á vikulega fundi okkar í 15 ár, alls 556 fundi af 634 sem haldnir vora á þeim tíma. Síðustu þrjú árin tfór hann lítið úr húsi, en hélt and- legum styrk, svo að ég kom þá heim til hans eða ráðgaðist við harm í síma. Um það bil, sem Orðanefnd bygg- ingarverkfræðinga tók til starfa, beitti íslensk málnefnd sér röggsam- lega fyrir því, að orðanefndir tækju að vinna með því verklagi, sem felst í alþjóðlegri íðorðafræði (termínóló- gíu), sem Sameinuðu þjóðimar (UN- ESCO) styðja. Þar er litið á hugtakakerfi sem grandvöll fræðigreinar og áhersla lögð á að skilgreina hugtökin og vensl þeirra innbyrðis. Málnefndin stóð fyrir áhugaverðum námskeiðum með fyrirlestram erlendra fræði- manna um íðorðafræði. i íðorð era heiti hugtaka í tiltekinni fræðigrein. Hvorki við nefndarmenn né Hall- dór Halldórsson vorum kunnugir þessu verklagi áður. En verklagið reyndist heppilegt fyrir hinn málf- ræðilega þátt verksins, því að með skilgreiningu era lögð drög að orða- fari um hugtakið og jafnframt gefið efni til að smíða úr nýtt, sldöjanlegt íðorð. Þegar Halldór kom í okkar hóp í orðanefnd, bættist við ný vídd þekk- ingar með aukinni innsýn í gerð móð- urmálsins. Við drógum ekki úr hon- mm að vera spámaður á því sviði. Hann vakti yfir því, að efni sem frá okkur fór, væri á gallalausri íslensku. En best var, hversu hugkvæmur hann var við nýyrðasmíð. Stundum atvikaðist svo, þegar búið var að ganga frá skilgreiningu hugtaks, að Halldór tók að sér að koma með hug- mynd um íðorð á næsta fundi. Þá fór tft svo, að hann kom með tvær hug- myndir, jafnvel þrjár, sem við gátum valið úr. Ég hygg, að aldrei hafi mis- tekist að finna nothæfa lausn. Frá upphafi starfs okkar í orðanefnd vor- um við allir, að Halldóri meðtöldum, sammála um að amast ekki við er- lendum orðstofnum í orðasmíð okk- ar, ef þeir féllu að málkerfi íslensk- unnar. Á þetta hefur þó aldrei reynt í löngu starfi okkar vegna þess að allt- af hefur tekist að finna íslenska orð- stofna við hæfi. Það ber að þakka málfræðingi okkar, en jafnframt ber það vott um frjósemi móðurmálsins. Okkur orðanefndarmönnum þótti gott að hafa Halldór í hópi okkar. Hin stöðuga fundarsókn hans bendir til þess, að einnig honum hafi verið sam- veran nokkurs virði. Líklega er fátt, sem getur eins vel stuðlað að vináttu milli manna og sameiginlegt starf að góðu áhugamáli. Árið 1994 sæmdi Verkfræðingafé- lag íslands Halldór Halldórsson gull- merki félagsins fyrir störf hans að íð- orðasmíð á sviði verkfræði. Orðanefnd byggingarverkfræð- inga kveður Halldór Halldórsson með virðingu og þökk fyrir langt og gott samstarf og vottar ættingjum hans samúð við fráfall hans. Einar B. Pálsson. Meistari minn, Halldór Halldórs- son, var í þröngum hógi kennara sem ég hef haft besta. Ég naut fyrst kennslu hans í 3. bekk í Menntaskól- anum á Akureyri, og ég hef aldrei jafnmikið nám numið á jafnstuttum tíma með jafnmikilli námsgleði. Halldór var með yfirburðum skýr í hugsun og framsetningu. Hann var slíkur maður sem fjærst verður kom- ist frá því að vera ragludallur, vaða- lskollur eða masgepill. Hann hrædd- ist ekki að gefa ágætum nemendum fokháar einkunnir, en skirrðist held- ur ekki við að fara langt ofan ein- kunnastigann með þá sem sekir vora um subbuskap, kæruleysi og leti. Moðhausar fóra í taugamar á hon- um. Halldór var þó kannski enn meiri vísindamaður en kennari. Alla ævina, þegar ekki bagaði æska eða elli, vann hann og rannsakaði, meðan dagljóst var og oftsinnis lengur. Það var yndi hans að kanna, uppgötva og bera kenningar fram til sigurs. Þá var hann góður og afkastamikill orðsmið- ur, og er vafalaust fjölmiðill frægasta nýyrði hans. Afköst hans í fræðun- um, ritgerðir og bækur, era með af- brigðum, hvort heldur er að magni eða gæðum, og er þar mest doktors- ritgerð hans um íslensk orðtök, en þar vann hann mikið, þarft og erfitt brautryðj endastarf. Ég á Halldóri mikla skuld að gjalda. Þegar ég kom vanburðugur að flestu leyti að kenna í forföllum hans, þá er hann rak smiðshöggið á doktorsritgerð sína, tóku þau Sigríð- ur mér tveim höndum og leiddu mig inn á heimili sitt. Ég man ekki eftir öðra fólki, mér óskyldu og óvanda- bundnu, sem betur hafi reynst mér. Og þegar ég var aftur tekinn til við nám til lokaprófs, var hann ráðhollur vinur sem fylgdist með mér og greiddi götu mína á allan hátt. Meðan ég dvaldist á heimili Hall- dórs og Sigríðar, kvöddu þau mig jafnan í félagsskapinn, ef gleðskapur fór fram. Sigríður var ekki aðeins bráðfalleg og góð kona, heldur kunni hún slík kynstur af lögum og söng- textum, að ég hef ekki kynnst öðra eins. Lærði ég þannig margt utan kennslustunda hjá Halldóri. Minning þeirra Halldórs og Sig- ríðar mun lengi lifa með öllum sem þeim kynntust, og vísindaafrek Hall- dórs tel ég að verði sígild. Ég kveð meistara minn, Halldór Halldórsson, með þökk, virðingu og aðdáun. Gísli Jónsson. Kveðja frá Orðabdk Háskólans Halldór Halldórsson tók sæti í stjóm Orðabókar Háskólans árið 1960 og var stjómarformaður frá 1965 til ársins 1982 er hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir en nokkra áður hafði hann fengið lausn frá pró- fessorsembætti. Þegar Halidór kom til starfa í stjóm stofnunarinnar var hann reyndur orðabókarmaður. Hann var höfundur stafsetningarorðabókar sem út kom árið 1947 og hefur komið út í fjóram útgáfum. Hann hafði tek- ið saman þrjú nýyrðasöfn á ýmsum sviðum fyrir orðabókarnefnd Há- skólans á áranum 1954-56 og búið Tækniorðasafn Sigurðar Guðmunds- sonar undir prentun árið 1959. Enn fremur var hann annar tveggja ritstjóra viðbótarbindis Blöndalsorðabókar sem út kom 1963. Halldór hafði þegar á stúdentsáram sínum lagt stund á merkingarfræði og leysti af hendi háskólapróf og síð- ar doktorspróf þar sem sú grein reyndist nauðsynleg forsenda fræði- legra vinnubragða. Hann hafði einn- ig fengist við orðfræði, sögu, merk- ingu og þróun einstakra orða, og haft bréfaskipti við alþýðu manna í sam- bandi við þátt sem hann hélt úti í dagblaðinu Tímanum um árabil. Halldór þekkti því alla þætti orða- bókarstarfsins allt frá efnisöflun til ritstjómar og útgáfu. Halldór gegndi stjórnarstarfinu samhliða annasömu prófessorsstarfi og varð að sinna margvíslegum störf- um öðram en rannsóknar- og kennslustörfum. Sumt hefur hann e.t.v. tekið að sér af embættisskyldu einni saman en starfinu i orðabókar- stjóm sinnti hann af einskærum áhuga og alúð alla tíð. Á þessum áram fólst orðabókar- starfið fyrst og fremst í efnisöflun og var bæði safnað úr prentuðum bók- um og mæltu máli. Halldór gerði sér far um að þetta starf Orðabókarinnar gengi sem best. Snemma á stjómar- áram hans fjölgaði í föstu starfsliði stofnunarinnar en þrátt fyrir við- reisn og veltiár varð fostum stöðum ekld fjölgað um sinn. Ekki var á þeim tíma um að ræða sjóði sem styrktu tiltekin verkefni, allt fé varð að sækja í hendur fjárveitingarvaldsins. Hall- dóri tókst að afla fjár til orðabókar- starfsins umfram fastalaun og naum- an rekstrarkostnað svo að hægt var að ráða fólk til lausavinnu. Á þessum áram var byrjað að ráða stúdenta í íslenskum fræðum til sumarstarfa við Orðabókina. Þannig komust all- margir stúdentar í kynni við orða- bókarstarfið og hafa nokkrir þeirra síðar orðið þar fastir starfsmenn. Halldór hafði einnig mikinn áhuga á söfnun Orðabókarinnar úr mæltu máli sem fyrst og fremst fór fram í sambandi við útvarpsþættina „ís- lenskt mál“. Sjálfur áttí hann mikið bréfasafn sem hafði orðið til í tengsl- um við áðumefndan þátt hans í Tím- anum. Þetta bréfasafn afhentí Hall- dór Orðabókinni til ráðstöfunar og reyndist það drjúg viðbót við tal- málssafn Orðabókarinnar. Halldór Halldórsson var þægileg- ur maður í daglegri umgengni á vinnustað, ætíð samur og jafn, frem- ur léttur í máli en hávaðalaus. í langri stjórnartíð sinni átti hann samstarf við þrjá forstöðumenn stofnunarinnar og gekk það vel alla tíð. Hann kom reglulega á vinnustofu Orðabókarinnar og ræddi við for- stöðumann og gaf sig gjarnan á tal við annað starfsfólk en var með öllu laus við nokkra afskiptasemi um innri tilhögun í starfsemi stofnunar- innar. Við sem þama unnum á þessum áram kynntumst einnig konu Hall- dórs, Sigríði Guðmundsdóttur, sem vann á Orðabókinni um árabil. Þau hjón vora einkar alúðleg í viðmóti og skemmtilegir félagar og höfðingjar heim að sækja. Á þessari stundu minnumst við þeirra beggja og sendum bömum þeirra og fjölskyldum innilegar sam- úðarkveðjur. Gunnlaugur Ingólfsson. Hinn 20. mars síðastliðinn hitti ég Halldór Halldórsson prófessor síð- ast. Þá komum við spilafélagamir til hans í Skógarbæ. Éólkið þar hefur sjálfsagt stundum furðað sig á því, hvers vegna þrír menn fóra þar um ganga einu sinni í viku berandi hver sinn stól og héldu til herbergis Hall- dórs Halldórssonar. En við voram að bregðast við aðstæðum. Halldór bjó síðustu árin við gott atlæti í Skógar- bæ, en herbergið var of lítið til þess að þar gætu spilaborð og fjórir stólar haft fast aðsetur. Því höfðum við stól- ana með okkur. Þessi síðustu ár átti Halldór erfitt um gang. Það varð að hjálpa honum úr rúmi og við að setj- ast niður. Þegar við komum til spila- mennskunnar lá hann gjaman al- klæddur fyrir og hlustaði á hljóðbækur. Við að sjá hann í rúminu hefði mátt halda, að hinn aldraði væri orðinn hramur og slæmur í kollinum, en svo var alls ekki. Jafnskjótt og við höfðum sett upp spilaborðið og kom- ið Halldóri þar fyrir, var hugur hans kominn að verki, að spila bridds með sinni þjálfuðu hugsun og fullri ein- beitni. Síðustu árin var hann að vísu stundum nokkuð lengi að telja punktana, en byrjaði síðan gjaman á þessu: „Ég segi ekki pass.“ Ef hon- um leist vel á horfumar í spilinu og var kominn niður á einhvern lit sagði hann gjaman við „makker“: „Hafðu það þá fjóra eða fimm,“ eftir því hvað við átti til þess að ná í „game“. Og svo var það listin „að naga þrjú grönd“, sem hafði lengi verið orðtak í klúbbn- um, en í því var Halldór meistari. Ég hef kosið að minnast Halldórs Halldórssonar á þeim velli sem ég þekkti hann best, þ.e. við spilaborðið, minnast einbeitni hans, nákvæmni og glöggskyggni, sem auðvitað naut sín best í hans sérgrein, málvísindum. Reyndar var ekki laust við, að við spilafélagar hans nytum þess, hversu geysifróður hann var um allt sem að málfari laut. Hann kom gjaman og það allt fram á síðustu mánuði með nýyrði sem hann var að hugsa um og vildi heyra álit okkar á. Við skutum svo stundum að honum málblómum, sem við höfðu heyrt eða séð bregða fyrir. Nýlegt dæmi um það er orðið ,félagsmálatröll“, sem verðlaunahöf- undur einn notar um Jónas Hall- grímsson skáld. Þá ræddum við ný- lega um þau ummæli í útvarpi, að á íslandi væri aðeins eitt „trúarbragð". Æyi manna er ofin úr ýmsum þátt- um. Ég hef hér lítillega fjallað um síðasta þáttinn í ævi Halldórs Hall- dórssonar, dvöl hans í Skógarbæ. Þar sýndist mér hann mæta mjög hlýlegu viðmóti, sem við spilafélagar hans nutum góðs af og þökkum fyrir. Mestu þáttaskilin í ævi Halldórs hafa efalaust verið, þegar hann missti konu sína, Sigríði Guðmundsdóttur, árið 1997. í mínum huga verður þeirra ávallt minnst saman. Blessuð sé minning Halldórs Halldórssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. Heimir Þorleifsson. Sumir háskólakennarar vilja helst sitja í fílabeinstumum, gjama nokk- uð ofarlega. Þar hafa þeir ágætt næði og þeir geta stöku sinnum litið út um gluggann og niður á láglendið ef þeim sýnist ástæða til. En þeir taka ekki mikinn þátt í því sem þar fer fram, enda svo sem ekki víst að það yrði veralegt lið í þeim þar. í staðinn skrifa þeir lærð rit handa íbúum ann- arra tuma af svipuðu tagi. Halldór Halldórsson var ekki þess háttar háskólakennari. Þess vegna hef ég líklega fyrst frétt af honum í gegnum Halldóra, en svo kölluðu menn kennslubók í málfræði sem hann samdi og við lásum í Mennta- skólanum á Akureyri. Heima hjá mér var líka til bók eftir Halldór með hinu dramatíska nafni Örlög orðanna og hún var ætluð almenningi, eins og sagt er. Kannski hef ég fyrst séð nafnið hans á þeirri bók. Ég hafði a.m.k. veður af honum löngu áður en ég kom í Háskólann sem nemandi, en ég hafði ekki heyrt margra annarra háskólakennara getið þá. Það sem nú var sagt varpar nokkra Ijósi á gildan þátt í starfi Halldórs sem fræðimanns og há- skólakennara. Hann lagði jafnan mikla áherslu á það að miðla fræðum sínum, bæði í formi kennsluefnis fyr- ir ýmis skólastig og einnig í ýmiss konar handbókum sem hann samdi eða áttí þátt í að taka saman. Þetta hentaði honum llka vel. Áður en hann kom til starfa við Háskóla Islands hafði hann kennt við aðra skóla, eink- um Menntaskólann á Akureyri, og hann bjó að þeirri reynslu. Að þessu leyti fetaði hann líka í fótspor fyrir- rennara síns í starfi við Háskóla ís- lands, Bjöms Guðfinnssonar, enda mun starfið sem Halldór tók við eftir Björn á sínum tíma hafa verið kennt við hagnýta íslenskukennslu m.a. Ég kynntist Halldóri sem kennara við Háskóla Islands einkum í fram- haldsnámi mínu í málfræði. Þá var skipulag íslenskunámsins orðið þannig að nemendur sérhæfðu sig í málfræði eða bókmenntum að loknu B.A.-prófi. Þetta merkti þá að við sem voram í tímum hjá Halldóri höfðum sérstakan áhuga á málfræði og það gaf honum ný tækifæri í kennslunni. Hópamir vora yfirleitt frekar smájr og kennslan fór því oft- ast fram á skrifstofu Halldórs í Árna- garði. Þetta vora alltaf tvær sam- liggjandi kennslustundir með hléi á milli og hann gaf okkur gjama í nefið í frímínútunum og spjallaði við okkur um hitt og þetta. Þetta gaf tímunum persónulegan blæ. Um það leyti stóð hin svokallaða menningarbylting í Kína sem hæst og þaðan bárust þær fregnir að ætl- unin væri að senda prófessorana út á akrana tíl að láta þá taka þátt í upp- skerastörfum. Þetta þótti jafnaðar- manninum Halldóri alltof langt gengið, en ég held hann hafi þó treyst þáverandi menntamálaráð- herra vel til þess að fara ekki að apa neitt slíkt eftir. Nokkram áram síðar varð það svo mitt hlutskipti að taka við starfi Hall- dórs og skrffstofu hans. Þá varð ég þess var að það var ætlast til þess að ég tæki að mér ýmiss konar störf sem Halldór hafði áður sinnt fyrir ut- an kennslu sína, ekki síst ýmiss kon- ar nefnda- og stjómunarstörf. Sumt af þessum störfum var beinlínis talið fylgja starfinu, annað hafði Halldór tekið að sér vegna þess að það tengd- ist sérstökum áhugasviðum hans inn- an fræðanna. Ég fann mig varbúinn til þess að takast sum þessara starfa á hendur, svo sem það að leiðbeina prestum í vafamálum varðandi nafn- giftir. Ég held líka að sumum hafi þótt kominn köttur í ból bjamar og heldur lítíl kjölfesta í þessum unga manni sem hafði þama tekið við af virðulegum og reyndum embættis- manni. En Halldór reyndist mér allt- af ráðhollur og ákaflega vinsamlegur ef ég leitaði til hans. Hins vegar gerði hann aldrei neina tilraun til þess að hafa áhrif á það hvemig ég sinnti starfinu, hvaða áherslur ég legði í kennslunni eða hvemig námið væri skipulagt til dæmis. Ég sé núna að hann hefur sýnt mér miklu meira traust og umburðarlyndi þegar ég tók við starfi hans en ég áttaði mig á þá. Mér er ljúft að þakka fyrir það hér, um leið og við hjónin vottum fjöl- skyldu hans samúð. Höskuldur Þráinsson. Nú er prófessor Halldór Halldórs- son fallinn frá, vinur minn, læri- meistari og samstarfsmaður um ára- bil. Fundum okkar bar fyrst saman haustið 1964 er ég sótti fyrirlestra hans í íslenskri hljóðfræði. Strax þá varð mér ljóst hve frábær kennari Halldór var. íslensk hljóðfræði var mér að vísu nokkuð framandi á þess- um árum og það verður að segjast eins og er að í fyrstu fannst mér efnið ekki mjög áhugavert. Það breyttist þó fljótt því að með áhuga sínum, þekkingu og skýrri framsetningu tókst Halldóri að blása í það lífi og gera það skemmtilegt eins og reynd- ar allt annað sem hann kenndi. Síðar varð mér ljóst að einn helsti kostur Halldórs var í því fólginn að honum tókst listilega vel að flétta saman kennslu og fræðimennsku. Hann naut þess ávallt sem fræðimaður að búa yfir reynslu sem kennari á menntaskólastigi. í fræðiritum sín- um gerði hann ávallt ítrastu kröfur til sjálfs sín um fræðileg vinnubrögð en hann hafði jafnframt ávallt í huga að hann skrifaði einnig fyrir fróðleik- sfúsa lesendur. Þannig era langflest rita Halldórs allt í senn: læsileg, fræðileg og skemmtileg aflestrar. Það var mér mikil gæfa að kynnast Halldóri á námsáram mínum í há- skóla og segja má að hann hafi haft meiri áhrif en nokkur annar á það að ég valdi íslenskt mál sem starfsvettv- ang minn. Atvikin höguðu því þannig að tiltölulega fáir nemendur lögðu stund á íslenska málfræði að loknu B.A.-prófi. Af því leiddi að í sumum námskeiðum vora einungis örfáir nemendur þannig að kennslan var í raun einkakennsla. Alloft kenndi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.