Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 8
0RM8S0N - o>•>> h«uki 8 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ,-Vilja strax reisa 240. þúsund tonna álver Fjarfestar í íyrirhuguðu ál- veri í Reyðar- lirði, Reyðarál hf., sem eru Hæfi og Norsk rMfrn' 'h..'IRI/ipl1 tGMuNO Og áfram skal þjóðin dregin á asnaeyrunum á milli vatnsfalla. 0inDesu 2.Verð og kjör gera ungu fólki kleift að kýla á ný tæki í stað þess að taka sénsinn á þreyttum notuðum og hallærislegum tækjum frá því á síðustu öld. Þessari auglýsingu er ætlað að hitta á markhópinn, ungt fólk sem er að byrja að búa, ungt fólk sem verður að átta sig á því að það er ekkert elsku mamma lengur þegar kemur að því að fá þvegið af sér. Fleira töff frá mDesn á frábæru verði: Kæliskápar, frystiskápar, frystikistur, uppþvottavélar, eldavélar, helluborð, bakaraofnar. B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Þvottavél og þurrkari ** tvö tæki á aðeins 59.800 kr.stgn ' Ýmsir greiðslumöguleikar Konur og upplýsingasamfélagið Upplýsinga- tæknin þarf breytta ímynd Guðbjörg Sigurðardóttir RÁÐSTEFNA um konur og upplýs- ingasamfélagið verður haldin á morgun á Grand Hóteli í Reykjavík. Það er Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið sem heldur ráðstefnuna í félagi við Jafnréttisráð, Skýrslutæknifélag Is- lands, Rannsóknarstofu í kvennafræðum, Félag tölvunarfræðinga, Jafn- réttisnefnd HI, mennta- málaráðuneytið og Verk- fræðingafélag Islands. Guðbjörg Sigurðardóttir er formaður Verkefnis- stjórnar um upplýsinga- samfélagið, hún var spurð um markmið þess- arar ráðstefnu. „Markmið ráðstefn- unnar er að stuðla að fjölgun kvenna í störfum í upp- lýsingaiðnaði og aukinni þátt- töku kvenna í mótun upplýsinga- samfélagsins." - Eru margir sem halda fyrir- lestra á ráðstefnunni? „Tveir erlendir fyrirlesarar tala þar og eru þeir sérfróðir um þetta viðfangsefni. Auk þess tala fjölmargir íslenskir sérfræðing- ar um þetta efni. Eitt af því sem við viljum draga fram á ráð- stefnunni er að sú ímynd sem gjarnan er tengd störfum í upp- lýsingatækni er röng.“ - Hvað áttu við? „Störf í upplýsingatækni eru skemmtileg, vel launuð störf sem reyna á margvíslega eigin- leika, svo sem eins og sam- skiptahæfileika, og henta þau konum ekki síður en körlum. Þau geta falist í ýmsu, svo sem kennslu, ráðgjöf, stjórnun, for- ritun, greiningu eða hönnun.“ - Telur þú að konum sé mark- visst en ómeðvitað haldið frá þessum störfum? „Eg tel að oft á tíðum séu for- eldrar og jafnvel kennarar að ýta fremur undir drengi en stúlkur á þessu sviði. Ég spyr t.d.; hvar er heimilistölvan stað- sett, er hún staðsett í herbergi drengsins eða stúlkunnar á heimilinu? Hvetja foreldrar stúlkur jafn mikið og drengi á þessu sviði? Eru drengjum frek- ar gefnar tölvur, tölvuleikir og hugbúnaður en stúlkum?" -Er hægt að breyta þessari ímynd? „Teknar hafa verið saman fjölmargar reynslusögur kvenna sem starfa í upplýsingaiðnaði og verða þær birtar á vef ráðstefn- unnar sem er www.simnet.is/ konur. Með þessum reynslusög- um viljum við sýna ungum stúlkum hversu margbreytileg störf er að finna fyrir þá sem mennta sig í upplýsingatækni. Vonir standa til að foreldrar, kennarar og námsráðgjafar nýti þessar reynslusögur til þess að hvetja stúlkur til þess að fara í tækninám. Mikilvægt er að kon- ur og karlar móti saman hið nýja upplýsingasamfélag - þýð- ingarmikið er að konur verði ekki einungis neytendur tækn- innar heldur taki fullan þátt í þróun hennar.“ -Hafið þið glögga mynd af þátttöku kvenna í þessum mál- um? „Safnað hefur verið saman ► Guðbjörg Sigurðardóttir fæddist á Akureyri 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1956 og kennaraprófi frá Kennara- háskólanum 1980. BS-prófi ítölv- unarfræði lauk hún frá Háskóla íslands 1983. Guðbjörg starfaði frá námslokum til 1997 á Tölvu- deild Ríkisspítala, lengst af sem deildarstjóri kerfisfræðideildar. Frá miðju ári 1997 hefur hún verið formaður Verkefnisstjóm- ar um upplýsingasamfélagið. Hún er gift Skúla Kristjánssyni tannlækni og eiga þau tvo syni. tölfræðilegum upplýsingum um hlutfall kvenna í námi, störfum og félögum sem tengjast upp- lýsingatækni og verða þessar upplýsingar kynntar á ráðstefn- unni og settar á vef hennar. Það veldur óneitanlega vonbrigðum hve hægt gengur að fjölga kon- um í þessum störfum og satt að segja gengur þróunin stundum afturábak í þessum efnum. Það er erfitt að skilja þetta þar sem gífurleg eftirspurn er eftir fólki með sérþekkingu á sviði upp- Iýsingatækni." -Hvernig er hlutfall. kvenna miðað við karla í tæknilegu upp- lýsinganámi? „Tökum sem dæmi tölvunar- fræði í Háskóla íslands - þar eru brautskráðar konur aðeins 18,5% útskrifaðra tölvunarfræð- inga. Á tíu ára tímabili útskrif- aði Tölvuháskóli VÍ, frá 1988 til 1998, samtals 302 nemendur, þar var hlutur kvenna nálægt 18%. Rafiðnaðarskólinn útskrif- aði á þessu ári 27 kerfisfræð- inga, þar af var aðeins ein kona. Svona er ástandið víða í þessum efnum.“ - Væri hægt að fara í áróðursherferð til þess að fá konur inn í þessi störf? „Við vonum að þessi ráðstefna verði til þess að vekja athygli foreldra og kennara, mótunin verður svo snemma á æviferlinum að nauðsynlegt er að þeir sem koma að uppeldis- störfum veki áhuga telpna og ungra stúlkna á tækninni. Á ráð- stefnunni verður einmitt kynnt átak til þess að fjölga konum í tækni- og raungreinum á há- skólastigi og aðgerðir til þess að auka hlut kvenna í forystustörf- um, en að því átaki standa Há- skóli íslands - jafnréttisnefnd, Jafnréttisráð íslands og fleiri." Tæknileg störf eru vel launuð og reyna á marg- víslega eigin- leika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.