Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR sts:;í:hasíí1u»<5ö;: Kynslóðirnar kyrja saman Karlakórinn Stefnir efnir til þrennra minn- ingartónleika um fyrrverandi söngstjóra sinn, Lárus Sveinsson, á næstu dögum. Orri Páll Ormarsson hafði tal af nýja söngstjór- anum, Atla Guðlaugssyni, og tveimur söng- mönnum, Jóni M. Guðmundssyni, áttatíu ára, og Bjarna Atlasyni, sextán ára. KARLAKÓRAR eru snar þáttur í söngmenningu þjóðarinnar. Áratug- um saman hafa karlar, hvaðanæva af landinu, komið saman til að syngja, sér og öðrum til yndisauka. Karla- kórinn Stefnir í Kjósarsýslu, sem fagnar sextugsafmæli sínu á árinu, er þar engin undantekning. A þrenn- um tónleikum, sem hann gengst fyr- ir á næstu dögum, verður óvenju mikið lagt undir, því þeir eru haldnir til að heiðra minningu söngstjóra kórsins til 25 ára, Lárusar Sveins- sonar, sem lést um aldur íram fyrr í vetur. Fyrstu tónleikarnir verða í Bú- staðakirkju annað kvöld kl. 20.30. Tónleikar númer tvö í Árbæjar- kirkju á sunnudag kl. 17 og lokatón- leikarnir í Varmárskóla næstkom- andi miðvikudag kl. 20.30. Á efnisskrá verða uppáhaldslög Lárus- ar heitins - lög sem kórinn hefur margoft sungið gegnum árin. Einnig verða flutt lög eftir nýjan stjórnanda kórsins, Atla Guðlaugsson. Ein- söngvarar koma úr röðum kór- manna, Ásgeir Eiríksson, Birgir Hólm, Bjöm Ó. Björgvinsson og Stefán Jónsson. Undirleikari á píanó er Sigurður Marteinsson. Atli Guðlaugsson segir kórinn hafa lagt sig í líma við að gera tón- leikana sem eftirminnilegasta en skammur tími gafst til undirbúnings, aðeins um tveir mánuðir. „Undir- búningur hefur gengið eins og í sögu.“ Kórstjóri í aldarfjórðung Lárus Sveinsson stjórnaði Stefni meira og minna í aldarfjórðung. Tók við stjórnvelinum 1975 og hélt um hann til dauðadags, ef undan eru skilin fjögur ár sem hann dvaldist í Grikklandi, 1983-87. Þá leysti Helgi Einarsson hann af hólmi. Jón M. Guðmundsson, betur þekktur sem Jón á Reykjum, einn stofnfélaga Stefnis, segir Lárus hafa tekið þátt í eins konar endurreisn kórsins. „Ekki vil ég ganga svo langt að segja að kórinn hafí verið dauður um miðjan áttunda áratuginn en það var vissulega deyfð yfir starfsem- inni. Um það leyti fjölgaði í sveitarfé- laginu - inn flutti fullt af áhugasömu fólki, sem meðal annars frétti af kómum. Það vom því aðkomumenn sem blésu lífi í Stefni.“ Og Láms var fenginn til að taka að sér starf söngstjóra. „Það var gæfu- spor,“ segir Jón. „Láras var tromp- etleikari með próf frá Tón- listarháskólanum í Vín - mikill tón- listarmaður sem stóð til boða ýmsar stöður suður í Evrópu. Hann var hins vegar sveitastrákur ættaður úr Vopnafirði og sneri aldrei baki við uppmna sínum enda fæddur og uppalinn í Neskaupstað. Það var okkar gæfa.“ Láras var ekki sérmenntaður söngstjóri, fremur hljómsveitar- stjóri. Jón segir hann eigi að síður fljótt hafa náð tökum á verkefninu. „Hann setti sig aldrei úr færi að kynna sér þetta rækilega og var alla tíð afskaplega vinsæll. Láras var dugnaðarmaður, opinn fyrir nýjung- um og lagði sig einatt allan fram við það sem hann tók sér fyrir hendur.“ Morgunblaðið/Kristinn Söngmennirnir Jón M. Guðmundsson, Bjami Atlason og Atli Guðlaugsson. Jón segir Láras hafa verið kröfu- harðan söngstjóra, þótt mestar kröf- ur hafi hann gert til sjálfs sín. Jón segir söngstarf hafa staðið í blóma í Mosfellsbæ í tíð Lárasar - nokkuð sem vakningin í Stefni hafi leitt af sér. Kóramir í bænum séu orðnir átta eða níu talsins. „Bærinn fer þá að fá á sig nafnið sem Akureyri hafði um tíma - Gaul- verjabær,“ skýtur Atli Guðlaugsson inní. „Það mætti segja mér það,“ svarar Jón. Líst ljómandi vel á kórinn Atli tók að sér starf söngstjóra fyrir tveimur mánuðum og líst ljóm- andi vel á starfsemi kórsins. „Starfið leggst vel í mig. Eg hef búið og starf- að fyrir norðan undanfarin tuttugu ár en er nýfluttur suður aftur. Ég er trompetleikari og hestamaður, eins og Láras, og ætti því að henta prýði- lega í starfið. Að minnsta kosti þótti stjóm kórsins það og þegar í ljós kom að ég kann ekkert á píanó var ég ráðinn," segir Atli hlæjandi. „Þú átt eftir að taka framföram á píanóið hjá okkur, skal ég segja þér,“ fullvissar Jón hann um. Jón segir menn hafa gert sér grein fyrir því að vandasamt yrði að feta í fótspor Lárasar, ekki síst við þessar aðstæður, en framtak Atla lofi góðu. „Okkur þótti brýn nauðsyn að halda áfram, ekki síst til að halda minningu Lárasar á lofti, og gaman verður að vinna með Atla.“ 57 söngmenn koma fram á tónleik- unum. Sá elsti 81 árs, Davíð Guð- mundsson tenórsöngvari, en sá yngsti sextán ára, Bjami Atlason (Guðlaugssonar söngstjóra). Jón, sem stendur á áttræðu á þessu ári, og Bjami syngja báðir fyrsta bassa, og þykir þeim fyrr- nefnda merkilegt að ungi maðurinn hafi haft val um rödd. „Hann valdi bara að syngja fyrsta bassa,“ segir hann glottandi. „Þannig var þetta ekki í gamla daga. Þegar ég gekk í kórinn, nítján ára að aldri, var mér einfaldlega sagt að syngja fyrsta tenór, sem ég og gerði í tíu ár. Það var ekkert raddpróf í þá daga.“ Atli er ekki seinn á sér að útskýra þessa málavöxtu. „Þetta stafar bara af því að söngstjórinn átti svo hægt um vik að raddprófa strákinn heima.“ Yngsti kórfélagi landsins? Bjarni lagði stund á söngnám frá tólf til fjórtán ára aldurs en tók sér frí frá söng, eins og lög gera ráð fyr- ir, meðan hann var í mútum. Nú er hann kominn á skrið aftur og þá kemur í ljós að hann er þessi fini bassi. Jón er ánægður með strákinn. Meðalaldur kórfélaga er í hærra lagi og ungir og upprennandi menn því kærkomin viðbót. - En er ekki fáheyrt að sextán ára unglingur sé félagi í karlakór? „Jú, við höfum ekki frétt af yngri manni í karlakór hér á landi. Segjum því að Bjami sé yngstur, þangað til annað kemur í ljós,“ segir Atli. Bjarni kann vel við sig með körl- unum, segir skemmtilegra að syngja með þeim en jafnöldram sínum. „Það á vel við mig að syngja með þessum körlum.“ - Og ætlarðu að halda ótrauður áfram? „Ertu að spyrja mig eða hann?“ grípur Jón þá frammí. - Hann. Ég þykist vita að þú sért ekki að leggja árarí bát. „Ja, ég hef ætlað að hætta á hverju ári í mörg ár en aldrei orðið af því. Annars er ekkert merkilegt að hafa sungið í karlakór í sextíu ár. Þeim áfanga hafa ýmsir náð. Það er ekki fyrr en ég næ sjötíu áram að ég verð frægur!" Svona til staðfestingar þá er held- ur engan bilbug á Bjarna að finna. Þó ekki sé hann farinn að hugsa í áratugum - ennþá. Ömengað og hreint LEIKLIST Litli leíkklúbburinn sýnir í Félagsheimil- inu í Hnífsdal FUGLINN f FJÖRUNNI Höfundur: David Woods. Þýðandi: Guðjón Ólafsson. Tónlist Kristinn Níelsson. Leikmynd og búningar: Þorbjörg Sigurðardóttir. Leik- stjóri: Elfar Logi Hannesson. ÞAÐ er þakklátt verk að sviðsetja bamaleikrit og á stundum ekki laust við að það líti út fyrir að vera þrauta- lending þegar aðsóknar er þörf til að bæta fjárhagsstöðu fjárvana leikfé- lags. Reyndar era öll leikfélög fjár- vana eðli málsins samkvæmt þannig að út frá þessari kenningu ættu öll leikfélög að sviðsetja bamaleikrit eingöngu. Kenningin stenst því ekki nema að hluta. Fuglinn í fjöranni er eftir hinn breska David Wood sem samið hefur þónokkuð af barnaleikritum og rekið eigið leikhús sem sérhæfir sig í bamasýningum. Náttúrvemd og um- hverfisvemd hefur verið honum hug- leikin og það löngu áður en þau íyrir- bæri komust í tísku hér heima. Nokkuð mun einmitt um liðið frá því Guðjón Ólafsson þýddi verkið og hef- ur það verið sviðsett áður en undir öðram titli. Sögusviðið er fjörapollur og þær lífverar sem búa í honum, krækling- ur, krossfiskur, krabbi, ígulker, sæ- fífíll og máfur. Sambúðin gengur ágætlega þar til ógnin blasir við. Máfurinn færir þær fréttir að tvö ris- astór skip hafi rekist á undan strönd- inni og úr öðra þeirra streymi þykk, svört brák sem nálgast fjörana óð- fluga. Brákin mikla kemur inn yfir ijöruna á flóðinu og ógnar öllu lífi sem þar er. Hvernig íbúar pollsins bregðast við er svo aðeins íyrir áhorfendur að komast að. Þetta er falleg saga með góðan boðskap en einhvem veginn leysist ekki fullkomlega úr henni. Niður- staðan er ekki sannfærandi og býður ekki upp á neina lausn. Kannsld er ekld hægt að ætlast tO þess. Verldð er ungum áhorfendum til umhugsun- ar um vemdun náttúrannar og hvemig mannskepnan mengar um- hverfi sitt, víjjandi og óviljandi. Sýningin er skemmtilega uppsett og þar á tónlist Kristins Níelssonar ekki lítinn þátt. Söngur hafmeyjanna var sérstaklega góður. Gervi dýr- anna vora vel útfærð og greinilegt að talsverð vinna hafði verið lögð í þau sem og hreyfingar og látbragð leik- enda. Þorbjörg Sigurðardóttir, höf- undur leikmyndar og búninga, er þaulvön fatahönnun og saumaskap en hefur nú bætt við sig menntun í leikmyndahönnun. Er þetta hennar fyrsta verkefni fyrir leiksvið og tekst það vel. Leikendumir Þröstur Ólafsson, Finnur Magnússon, Gísli Samúels- son, Tinna Gunnarsdóttir, Júlíana Emisdóttir, Guðjón Ólafsson og Linda Pétursdóttir stóðu sig öll ágætlega og áhorfendur vora vel með á nótunum, stöppuðu, klöppuðu og blésu til að bjarga málum í pollinum. Þetta er fjörleg og litrík sýning sem full ástæða er til að hvetja sem flesta til að bjóða bömum sínum upp á. Ekki er verra að foreldramir geta haft af sýningunni hina ágætustu skemmtun einnig. Hávar Sigurjónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.