Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Nýbúar frá Chile
fjölmennir á Hellu
Morgunblaðið/Daníel Hansen
Skessa sýndi krökkunum hvernig á að smala kindum.
Sýnd notkun
smalahunds
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Chilefólkið á Hellu var að læra á klukkuna í íslenskutfma hjá séra Sig-
urði Jónssyni, þegar fréttaritari truflaði kennsluna.
Chyntia Sepulveda Benner ásamt mági si'num Mario
Rivera, sem er að kanna aðstæður hér, áður en fjöl-
skyldan tekur ákvörðun um að flytjast til Islands.
Eyja- og Miklaholtshreppi-Nem-
endum Laugagerðisskóla var boðið
sl. föstudag að bænum Dalsmynni.
Þar sýndu Svanur Guðmundsson og
smalatíkin hans, Skessa, hvernig
hundur og maður vinna saman.
Svanur útskýrði fyrir nemendum
hvaða kosti góður smalahundur
þarf að hafa og hvað hundur þarf að
kunna áður en þjálfun við kindur
getur hafist. Einnig rakti hann
hvernig haga skal þjálfun hunds.
Skessa er aðeins tveggja ára
gömul og því ekki fullþjálfuð. Hún
gerir samt flest það sem hún er
beðin um. Svanur hefur hleypt
gemlingum út undanfarið, bæði til
að þjálfa þá í að hlýða hundi og til
að þjálfa Skessu. Þetta var í síðasta
skipti sem þetta er gert í vor því nú
styttist í að gemlingarnir beri og
einnig á Skessa að gjóta bráðlega.
Þar er von á góðum efnum í smala-
hunda því hún fór suður í Kjós und-
ir úrvalshund. Skessa er einnig úr-
valsgóður smalahundur því
síðastliðið haust var haldin ung-
hundakeppni á Hæl í Flókadal og
vann Skessa þá keppni.
Bændaefnin í Laugagerðisskóla
fóru heim ákveðin í því að fá sér
hund þegar þau fara að búa eftir að
hafa séð hvernig hægt er að nota
góðan smalahund.
Hellu - Nú er að ljúka 30 kennslu-
stunda námskeiði í íslensku hjá
Fræðsluneti Suðurlands fyrir 10-15
manna hóp spænskumælandi nýbúa
frá Chile, sem komið hafa til landsins
á síðastliðnum árum og sest að á
Hellu og í nágrenni. Námskeiðið er
haldið í Grunnskólanum á Hellu með
styrk Rangárvallahrepps, Djúpár-
hrepps, Verkalýðsfélagsins Rang-
æings og Rauða krossins og hefur sr.
Sigurður Jónsson, sóknarprestur í
Odda, leiðbeint nýbúum á fullorðins-
aldri, sem reyndar eru mislangt
komnir í að ná valdi á íslenskunni,
enda búnir að dvelja hér mislengi.
Utan þeirra eru um 12 börn í leik- og
grunnskóla á Hellu og njóta þar
sérkennslu eftir þörfum hvers og
eins.
Ein kona 1990 varð að
25 manns árið 2000!
Það má segja að oft velti
lítil þúfa þungu hlassi, því
að frá því að Chyntia Sep-
ulveda Benner frá Chile
kom árið 1990 til íslands
með íslenskum eiginmanni
sínum frá Svíþjóð, en þang-
að flutti hún 19 ára gömul,
hafa um 25 ættingjar og
tengdafólk fylgt í kjölfarið
og sest að hér á landi. Fólk-
ið frá Chile býr flest á
Hellu og nágrenni eins og
Chyntia, en hún á 11 systk-
ini.
„Fyrst eftir að ég kom
hingað leiddist mér frekar
mikið og gat ekki talað
málið, enda var sænskan að
flækjast fyrir mér. Eg
hvatti systkini mín til að
prófa að koma hingað og
þetta hefur undið svona
upp á sig á tíu árum þannig
að núna erum við um 25 manns og ef
allt gengur eftir sennilega 30 fyrir
árslok.
1991 og 1992 komu tveir bræður
mínir með eiginkonur sínar og sam-
tals fjögur börn en síðan enginn fyrr
en 1998 er tveir systrasynir mínir
komu. 1999 komu svo tvær systur
mínar og eiginmenn með fimm börn
og núna eru hér staddir tveir mágar
mínir að skoða aðstæður og ef allt
gengur vel koma konur þeirra, syst-
ur mínar og tvö böm síðar á árinu.
Ég á sjálf þrjú böm, þar af einn son
hálfíslenskan. Barnahópurinn er á
aldrinum tveggja til fimmtán ára.
Að sögn Chyntiu er fjölskylda
hennar samhent fólk sem leggur sig
fram um að aðlagast samfélaginu
sem það hefur sest að í og er ís-
lenskunámið þáttur í því. „Við höfum
öll svipaða afstöðu til tilverunnar að
því leyti að segja má að hér höfum
við gróðursett nýtt ættartré sem vex
og dafnar. Það er ekki aðalatriði
hvar við erum, hvort það er í Chile
eða Svíþjóð eða á íslandi, við eigum
auðvelt með að skipta um umhverfi
og byggja upp tilveru þar sem okkur
líður vel'saman og við sjáum fram á
að geta framfleytt okkur.“
Þetta fólk hefur tekið stóra
ákvörðun í lífi sínu og að sögn þeirra
sem fréttaritari ræddi við í einum ís-
lenskutímanum er ekki á döfinni að
snúa til baka. Flestir komu til Is-
lands til að fá vinnu, en at-
vinnuleysi er töluvert í
Chile og fólk þarf að vinna
myrkranna á milli til að
komast af. Þetta finnst
okkur íslendingum e.t.v.
kunnuglegt, en viðmiðin
eru allt önnur.
Ef vinna er á annað
borð í boði þarf að vinna
a.m.k. 12 tíma á dag alla
daga vikunnar og fjöl-
skyldan nær ekki mörgum
samverustundum, en hér
finnst þessu fólki það hafa
það ágætt, allt með ró-
legra og fjölskylduvænna
yfirbragði. Reyndar
kvartar það undan dýrtíð-
inni og háum sköttum en á
móti kemur góð samfé-
lagsþjónusta, nokkuð sem
aðeins ríka fólkið hefur
efni á í Chile en stétta-
skipting er þar mikil.
Gott að búa á Hellu
Fólkið frá Chile er lífsglatt og
skemmtilegt og setur mikinn svip á
lítið samfélag eins og á Hellu, en það
starfar m.a. í kjötvinnslum, dvalar-
heimili aldraðra, við verksmiðjustörf
og á veitingastöðum. Að sögn Chynt-
iu gengur ágætlega að koma sér fyr-
ir, en kerfíð er reyndar mjög þungt í
vöfum og langan tíma og mikla papp-
írsvinnu þarf til að fá leyfi Útlend-
ingaeftirlitsins til dvalarinnar.
„En Hellubúar og íslendingar
hafa tekið okkur vel og eru fordóma-
lausir í okkar garð og hér líður okkur
vel.“
Morgunblaðið/Daníel Hansen
Skessa ásamt eiganda sínum Svani Guðmundssyni og nemendum
Laugagerðisskóla.
Mikill áhugi á þjóðbún-
ingagerð í Stykkishólmi
Stykkishólmi - Lengi hefur blundað
áhugi hjá nokkrum konum í Stykkis-
hólmi að sauma sér íslenskan þjóð-
búning. Þær tóku sig til í janúar og
auglýstu námskeið í þjóðbúninga-
gerð. Kom þá í ljós mikill áhugi og á
námskeiðið skráðu sig 16 konur.
Leitað var til Heimilisiðnaðarskóla
íslands og kennarar fengnir þaðan til
Stykkishólms.
Leiðbeinendur voru þær Oddný
Kristjánsdóttir og Bima Helgadótt-
ir. Námskeiðið hefur staðið yfir fjór-
ar helgar með hálfs mánaðar millibili.
Á milli námskeiða unnu konumar
sína heimavinnu sem var mikil. Nú er
verkinu lokið og árangurinn kominn í
Ijós. Konumar sögðu að vinnan við
búninginn hefði verið mikil, allt var
saumað í höndunum, en það var
virkilega gaman á námskeiðinu og
tímanum vel varið. Hugsanlega er
gmndvöllur fyrir öðru námskeiði í
haust, svo mikill er áhuginn fyrir ís-
lenska þjóðbúningnum.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason
Þær litu vel út í nýju þjóðbúningunum sínum konurnar í Stykkishólmi
eftir að hafa lokið við að sauma þá. Þær munu setja svip á bæinn á hátíð-
isdögum þegar þær klæðast þjóðbúningunum.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Fyrstu lömbin
Norður-Héraði. - Systkinin á
Blöndubakka voru alsæl með
fyrstu lömbin sem fæddust í vor,
en fyrsta ærin sem bar hjá þeim
var þrflembd. Tvö Iambanna
voru botnótt og eitt hvítt. Bænd-
urnir á Blöndubakka Bryndís
Svavarsdóttir og Gestur Hall-
grímsson segja að þessi lömb
hafi komið óvænt og ekki sé von
á fleirum í bráð. Sædís Svava,
Jens Ingi og Kolbrún Stella taka
sig vel út með lömbin sem þau
sýndu stolt enda alltaf viss vor-
boði þó en sé hvítt yfir þegar
fyrstu lömbin fæðast.