Morgunblaðið - 13.04.2000, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gott færi framundan á ísnum
Ljósmynd/Ingþór Bjamason
LR og Iðnó ná
samkomulagi
um leikkonur
HARALDUR
Örn Ólafsson
pdlfari gekk
18,8 km á leið
sinni á norður-
pólinn í fyrra-
dag, sem er einn
allra besti
árangurinn síð-
an leiðangurinn
hófst fyrir 34 dögum. Haraldur hef-
ur alls gengið 302 km af 770 km og
nálgast 86. breiddargráðu.
Hann gekk á traustum ís í fyrra-
dag og sagðist ánægður með árang-
urinn í símtali við bakvarðasveit
leiðangursins í Utilífi í hádcginu í
gær. Hann rak 2 km til austurs á
heimskautaísnum í fyrrinótt, sem
er mun minna en daginn áður er
hann rak tæpa fimm kílómetra.
Haraldur bjóst við að ljúka góðri
dagleið í gær, enda virtist ísinn
framundan vera tiltölulega sléttur.
I gærmorgun þegar Haraldur
vaknaði og fann vindinn beija á
tjaldinu, leist honum ekki vel á
veðrið vegna hvassviðris en þegar
hann ákvað að ganga af stað reynd-
ist veðrið ekki eins slæmt og hann
taldi í fyrstu. „Gærdagurinn var því
fínn og engar vakir urðu á vegi
mínum. Ég gekk á traustum ís í
ágætis færi fyrstu tvær göngulot-
urnar en si'ðar þyngdist færið. Ég
fann þó alltaf leið framhjá úfnustu
svæðunum ogkomst alltaf fljótt inn
á opin svæði. Ég bætti svo við einni
göngulotu í gær og gekk því alls í
sex lotum yfir daginn," sagði Har-
aldur við bakvarðasveitina. Hver
göngulota er 90 mínútur að lengd
og þá tekur við um 15 mi'nútna
hvfld samkvæmt skipulagi Har-
aldar.
Ingþór Bjarnason fór til Kanada í
gær og verður kominn til Resolute
á laugardag til að undirbúa birgða-
flugtil Haraldar 19. aprfl. Ingþór
flýgur þá út á ísinn og færir Har-
aldi 40 daga nesti og nýja sleða.
LEIKHÚSSTJÓRAR Borgarleik-
hússins og Iðnó hafa komist að
samkomulagi eftir að deilur risu
um þrjár leikkonur, sem allar áttu
að leika í sýningunum Stjörnur á
morgunhimni og Kysstu mig Kata
sem auglýstar höfðu verið í Iðnó og
í Borgarleikhúsinu á sama tíma
næstkomandi sunnudagskvöld.
Samkomulag leikhúsanna felst í
því að þau kvöld sem báðar sýning-
arnar eru í gangi munu þær Sigrún
Edda Björnsdóttir og Edda Björg
Eyjólfsdóttir leika í Stjörnum á
morgunhimni í Iðnó en Jóhanna
Vigdís Arnardóttir mun þá leika í
Kysstu mig Kata. Þau kvöld sem
verkið Stjörnur á morgunhimni er
eingöngu sýnt leika Sigrún Edda
og Jóhanna Vigdís allar sýningar
en íhlaupamanneskja mun leika
helming sýninganna á móti Eddu
Björgu.
Sýningu í Iðnó
frestað næsta sunnudag
Leikstjórar sýninganna munu
æfa inn nýja leikara til að leika í
stað þeirra leikkvenna sem þurfa
að víkja þegar báðar sýningar eru í
gangi. Næsta sunnudagskvöld
verður þó sýningunni í Iðnó frestað
þar til síðar í vikunni, þar sem tím-
inn er talinn of knappur til að æfa
inn nýjar leikkonur.
Karl Pétur Jónsson, stjórnarfor-
maður Leikfélags íslands, sagðist
vera fyllilega sáttur við þetta sam-
komulag. Það tryggði hag beggja
leikhúsanna og allra leikkvenn-
anna, sem væri ekki síður mikil-
vægt. Að sögn Karls eru Stjörnur á
morgunhimni í stöðugri og góðri
sölu og vænta menn þess hjá Iðnó
að sýningar gangi eitthvað fram á
vorið. „Eg á ekki von á því að svona
tilvik komi upp aftur. Við erum
hæstánægðir með samkomulagið
og mjög bjartsýnir á framhaldið."
Algjört einsdæmi að taka
tillit til lítilla leikhópa
Þórhildur Þorleifsdóttir leik-
stjóri sagðist geta sætt sig við sam-
komulagið og að mestu skipti að
halda Jóhönnu Vigdísi í sýning-
unni, enda væri hún þar í aðal-
hlutverki. í stað þeiiTa Sigrúnar
Eddu og Eddu Bjargar koma þær
Edda Björgvinsdóttir og Ragnhild-
ur Gísladóttir, sem Þórhildur segir
vera ágætan kost í stöðunni.
Hún segir þetta atvik algjört
einsdæmi og að það hafi aldrei
koniið uþp áður að Þjóðleikhúsið
eða Leikfélag Reykjavíkur tækju
tillit til smárra leikhópa, þótt heið-
ursmannasamkomulag hafi verið á
milli þessara tveggja stóru at-
vinnuleikhúsa.
„Enda er ekki hægt að jafna
saman þeirri ábyrgð sem við höfum
gagnvart okkar starfsfólki og okk-
ar rekstri og einhverjir litlir leik-
hópar. Leikfélag Reykjavíkur er að
borga hátt í 200 manns laun um
hver mánaðamót og er auðvitað
vinnustaður fyrir miklu fleiri en
það yfir árið. Og maður væri ekki
með réttu ráði ef maður léti ein-
hverja litla leikhópa úti í bæ ráða
tekjuöflun leikhússins.“
Stefnir deCODE genetics
ERNIR Snorrason, einn af stofn-
endum Islenskrar erfðagreining-
ar, IE, hefur höfðað mál gegn
deCODE genetics, móðurfélagi
ÍE, fyrir dómstóli í Delaware í
Bandaríkjunum og krefst viður-
kenningar á eignarhlutdeild sinni
í félaginu.
Samkvæmt frétt Reutersfrétt-
astofunnar var mál Ernis þing-
fest í rétti í Delaware í Banda-
ríkjunum á mánudag. í stefnunni
segir Ernir að fyrirtækið hafi
með óréttmætum hætti reynt að
gera að engu rétt Ernis á 256.637
hlutum af 481.200 hlutum í félag-
inu.
Samkvæmt málsgögnunum
keypti deCODE hlutabréfin aftur
af Erni í samræmi við samkomu-
lag sem undirritað var í ágúst
1996, skömmu eftir að fyrirtækið
var skráð í Delaware.
í kærunni segir Ernir að krafa
félagsins um að það geti með lög-
legum hætti keypt til baka hluta
af hlutafénu þegar hann hætti
störfum, sé ekki gild þar sem
hann hafi aldrei starfað hjá félag-
inu. Þegar félagið var stofnað
áttu Ernir og Kári Stéfánsson,
forstjóri ÍE, 35% hluta hvor í þvi
og tveir aðrir hluthafar 15%
hvor. Auk þess að fara fram á
viðurkenningu á eignarhlut fer
Ernir fram á ótilgreinda fjárhæð
í skaðabætur.
Talsmaður deCODE í New
York sagði í samtali við Reuters
að hann gæti ekki tjáð sig um
málið þar sem sér væri ekki
kunnugt um kæruna.
Ernir vildi ekki tjá sig um mál-
ið að svo stöddu þegar Morgun-
blaðið hafði samband við hann í
gær. Einnig var leitað álits Is-
lenskrar erfðagreiningar, dóttur-
fyrirtækis deCODE, á málinu en
forsvarsmenn fyrirtækisins vildu
ekki tjá sig um málið.
! NOnÐÚRPÓLL
2000
Sýknaðir af
ákæru um
amfeta-
mínsmygl
TVEIR menn um þrítugt hafa verið
sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur
af ákæru um að hafa smyglað rúm-
lega einu kg af amfetamíni í notaðri
bifreið sem flutt var inn frá Þýska-
landi fyrir rúmum tveimur árum.
Lögreglan í Reykjavík og toll-
gæslan lögðu hald á rúmlega eitt kíló
af amfetamíni í byrjun mars 1998 og
voru mennirnir handteknir vegna
málsins og úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald.
Stjórnarformaður fslandssíma harðorður í garð Landssímans á aðalfundi í gær
Stjórnendur staðið fyrir um-
fangsmikilli ríkisvæðingu
„ÞAÐ er athyglisvert að á sama
tíma og verið er að tala um einka-
væðingu Landssímans hafa stjórn-
endur fyrirtækisins staðið fyrir um-
fangsmikilli ríkisvæðingu í
upplýsinga- og fjarskiptaiðnaðin-
um,“ sagði Páll Kr. Pálsson, stjórn-
arformaður Íslandssíma hf., í ræðu
á aðalfundi félagsins í gær.
Sagði hann að nánast engir fyrir-
Ljádu þeim eyra
á Súfistanum fimmtudaginn 13. apríl kl. 20
Kvöldvísur um sumarmál
Dagskrá í tilefni af útkomu
heildarsafns Ijóða
Stefáns Harðar Grímssonar.
Eysteinn Þorvaldsson ræðir
um skáldið og ieikararnir
Hjalti Rögnvaldsson og
Brynhildur Björnsdóttir tesa
úr Ijóðum Stefáns Harðar.
Vika bókarinnar 11.-17. apríl
Æj&*V,
®Mál og menningl
J malogmenning.isl
Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfml 510 2500
varar virtust hafðir af hálfu eiganda
Landssímans um það hversu langt
fyrirtækið mætti ganga í fjárfest-
ingum í fyrirtækjum í skyldum
rekstri. „Stjómendur fyrirtækisins
hafa eðlilega nýtt sér ótakmarkað
svigrúm sitt og er nú svo komið að
Landssíminn hefur keypt stóra hluti
í fjölda fyrirtækja á nánast öllum
sviðum fjarskiptatækninnar," sagði
Páll.
I ræðu sinni lagði hann áherslu á
að undirbúa þyrfti einkavæðingu
Landssímans afar vel og taka tillit
til sjónarmiða allra aðila, þeirra sem
að markaðinum kæmu. Þó væri al-
gerlega ótímabært að ráðast í þetta
verkefni fyrr en Landssíminn fylgdi
lögum. „Það hefur Landssíminn
ekki gert eins og síendurteknar
málshöfðanir og kærur á hendur
honum sanna.“
Sala til eins aðila hneppir fólk
og fyrirtæki í enn meiri fjötra
Ennfremur kom fram í máli Páls
að ef það væri markmið ríkisvalds-
ins að einkavæða allt fyrirtækið með
sölu til eins aðila þá yrði að tryggja
samkeppniseftirlit frá umhverfi fyr-
irtækisins. Slíkt væri alls ekki til
staðar í dag. Sagði Páll að öflug
samkeppni væri heldur ekki til stað-
ar í dag og fyrirtæki á markaðinum,
sem væru lítil í samanburði við
Landssímann, yrðu undantekning-
arlaust íyrir mjög hörðum viðbrögð-
um af hálfu fyrirtækisins hvar sem
þau reyndu að bera niður með þjón-
ustu sína.
„Ef ríkisstjórnin telur mikilvægt
Íslandssírr Úr ársreikningi 199Í li hf. )
Rekstrarreikningur 1999 1998
Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Eignarskattur 11,8 98,7 8,3 0,2
Hagnaður (tap) ársins -90,6
Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98
Eignir samtals Milljónir króna Eigið fé Skuldlr 1.151.6 6,7
422,5 729,2 4,0 2,7
Skuidir og eigið fé samtals 1.151,6 6,7
Sjóðstreymi 1999 1998
Veltufé til rekstrar Milljónir króna -81,5
að stíga fljótlega einhver skref i átt
til einkavæðingar Landssímans
væri skynsamlegast að einkavæða
íyrirtækið í einingum," sagði Páll og
kvaðst vera þeirrar skoðunar að
sala Landssímans til eins aðila, við
einkavæðingu, myndi miðað við
ástand markaðsins og samkeppni í
dag hneppa fólk og fyrirtæki í enn
meiri fjötra en ríktu í fjarskiptamál-
um þjóðarinnar fyrir fáeinum árum.
Islandssími mun bjóða hvers kyns
gagnaflutninga á tali, tónum, mynd-
um og máli, að því er fram kom í
máli Páls Kr. Pálssonar.
Helstu þættirnir í þjónustunni
verða almenn talsímaþjónusta inn-
an- og utanlands, internetþjónusta,
gagnaflutningar á milli fyrirtækja,
innhringiþjónusta og margvísleg
önnur stalrfsemi.
Ein breyting varð á stjórn fyrir-
tækisins á aðalfundinum í gær.
Sveinn Valfells gaf ekki kost á sér til
áframhaldandi stjórnarsetu, en í
stað hans kom Vilhjálmur Þor-
steinsson. Auk hans eiga sæti í
stjórn Íslandssíma Páll Kr. Pálsson,
Eyþór Arnalds, Margeir Pétursson
og Kristján Gíslason.