Morgunblaðið - 13.04.2000, Side 68

Morgunblaðið - 13.04.2000, Side 68
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Vinsældalisti þar sem þú hefur áhrif! 4 á uppleið ■^•stendur í stað 4 á niðurieið V nýtt á iista k mmSmlmm Vikan 13.04. -19.04. HÞ- 1. Never Be The Same Again Mel C. og Lisa "Left eye” Lopez 2. Hann Védís H. Árnad. 4 3. Hryllir Védís H. Árnad. 4 4. Say My Name Destiny’s Child 4 5. Falling Away From Me Korn 4 6. Run to the Water Live 4 7. Don’t Wanna Let You Go Five 4 8. Crushed Limp Bizkit 4 8- Other side Red Hot Chili Peppers 4 ♦ 10. Guerilla Radio Rage Against The Machine 11. The Ground Beneath Her Feet U2 4 12. Starálfur Sigur Rós 4 13. Maria Maria Santana 4 14. Okkarnótt Sálin hans Jóns míns 4 15. Caught Out There Kelis k 16. Forgot About Dre Eminem 4 17. Dolphins Cry Live 4 18. Feeling So Good Jennifer Lopez .V 19. TellMe Einar Ágúst og Thelma 4 20. Show Me The Meaning Backstreet Boys Listinn er ðformleg vinsældakðnnun og byggist á vali gesta mbl.is. ® mbl.is tdpp sn SKJÁRE inn Um smekk deila menn ekki ERLINGUR B. Thoroddsen skrifaði mér hinn 4. apríl sl. opið bréf í Morgun- blaðinu, af því tilefni að mér hafi orðið það á að tala af takmark- aðri virðingu um ham- borgara. Nú er það svo að þeir sem teygja þrætubókarlopann dag út og dag inn á hinu háa Alþingi eru þeim stundum fegn- astir er þeir verða þess varir að úti í þjóðfélaginu eru ein- hverjir sem hlusta, taka afstöðu og eru jafnvel til þess búnir að skilja kjarnann frá hism- inu í hverju máli. Því vil ég þakka Erlingi B. Thoroddsen bréf hans. Og þótt umræðurnar á Alþingi þann 23. febrúar sl., sem hann vitnar til, hafi að vísu ekki snúist um hamborgara heldur um breyt- ingar á áfengislögum, gefur bréf hans mér kærkomið tækifæri til þess að ítreka þá skoðun, sem ég deili með fjölmörgum öðrum, að líklegt sé að drykkjuskapur muni aukast með auknu aðgengi að áfengi. Sú tillaga sem var til umfjöllun- ar á Alþingi í febrúar sl. snerist um það að breyta áfengislögum í þá veru að selja mætti bjór og létt- vín í matvöruverslunum. Skoðun mín er sú að verði slíkar breytingar á áfengislöggjöfinni samþykktar muni tvennt fylgja í kjölfarið, og hvorugt gott. Annars vegar mun léttvín og bjór hverfa úr verslunum ÁTVR og í stað rík- iseinkasölu á þeim vörum því taka við einokun matvörukeðja, því ég hef ekki mikla trú á því að þeir fáu kaupmenn á horninu sem enn halda velli muni leggja dýrmætt hillupláss sitt undir úrval léttra vína, að ég nú tali ekki um bjór. Með slíku ráðslagi mun svo þrengt að kosti ÁTVR, að þegar næst verður lagt til atlögu og sagt sem svo að engin skyn- samleg rök hnígi til þess að halda uppi ríkisstofnun í þeim til- gangi einum að selja brennd vín, þá verður erfitt að verjast því að hér komist á svipað fyrirkomulag og í Danmörku þar sem rauðvínsfernurnar kallast á við mjólkur- kælinn, og gosstæð- urnar á gólfinu una sér vel í samfélagi við bjórinn. Brenndu vínin eru svo vistuð bak við kassana á svipuðum stað og við Áfengislöggjöf Líklegt er, segir Sigríð- ur Jóhannesddttir, að drykkjuskapur muni aukast með auknu aðgengi að áfengi. höfum í dag sælgæti og sums stað- ar tóbak. Ég vildi vara við þessari þróun því mér sýnist að hún verði ekki aðeins til þess að auka aðgengi að áfengi heldur muni salan færast í hendur verslunarkeðja þar sem að sjálfsögðu er stefnt að því að auka sölu og þar með ágóða. ÁTVR mun hins vegar hér eftir sem hingað til feta það torleiði að leitast við að auka ágóða af söluvöru sem við viljum helst takmarka neyslu á. Um ágreining okkar Erlings get ég verið stuttorð, enda kannski ekki um neinn ágreining að ræða. I þeim orðum sem hann vitnar til benti ég á þá staðreynd að smám saman hefur ýmislegt það sem tor- veldað hefur aðgengi að áfengi hægt og hljóðlega horfið. í eina tíð var áfengi einvörðungu á boðstól- um á þeim stöðum þar sem boðið var upp á veislumat. Nú sýnist mér að þessar reglur hafi verið rýmkaðar í þá átt að nánast hvaða skyndibitastaður sem er geti boðið gestum sínum upp á vín og bjór. Nú er það svo að hamborgari er kannski vinsælasti skyndibitinn og því varð mér það á að nota sem „hluta fyrir heild“, orðalagið ómerkilegur hamborgari fyrir óm- erkilegur skyndibiti. Á þvílíkum ruglanda er mér bæði ljúft og skylt að biðja afsökunar. Hér á árum áður hitti ég oft út- lenda ferðamenn sem kvörtuðu sáran yfír bjórleysi á Islandi. Nú kvarta þeir yfir verði á veigunum. Þótt alltaf sé dapurlegt að heyra útlendinga kvarta yfir viðurgern- ingi finnst mér þó verst þegar ég hitti slíka ferðamenn sem kvarta yfir því að á ferðum sínum hafi þeir alltof oft fengið í hendur sömu matseðlana, þar sem boðið hafi verið upp á sams konar skyndibita og þeir gátu keypt í hverri sjoppu heima hjá sér. Éini munurinn væri verðið. Mér hefur þó skilist að hvað þetta snertir hafi víða orðið breytingar til batnaðar. En ég býst við að við Erlingur B. Thor- oddsen, veitingamaður á veitinga- húsinu Norðurpólnum, getum hæglega orðið sammála um það að veitingar séu jafn misjafnar og veitingamennirnir. Og þótt ég láti ekki af þeirri skoðun minni að vínsala í matvöruverslunum muni auka drykkju dreg ég ekki í efa að Skinnalónsborgarinn á Norðurpóli sé hinn ágætasti matur. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar i Reykja- neskjördæmi. Jóhannesdóttir Afnema ber verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga STÖÐUGLEIKI er nauðsynlegur fyrir efnahagslífið og fólk al- mennt til þess að tryggja hagvöxt og vel- gengni í þjóðfélaginu. Undirstaða þess að svo megi verða er að öll sjálfvirk hækkunar- kerfi séu afnumin og í stað þess fari menn að stjóma. Vísitölur eru ill, ranglát og ósann- gjöm stjórnunartæki enda hafa þær í ríkum mæli flutt eignir frá þeim sem lítið eiga til þeirra sem efnaðir era. Verðtrygging fjárskuldbindinga Ég hef talið að mestu mistök 20. aldarinnar í efnahagsmálum hafi verið þau að taka upp verðtryggingu fjárskuldbindinga. Þá var fólk svipt allri fjármálalegri vitund og sjálfs- stjóm. Undirskrifaðar lántökuupp- hæðir stóðust ekki og urðu himinhá- ar. Verðlagshækkanir urðu til þess að stríður sjálfvirkur straumur fjár- magns lá frá skuldurum til fjár- magnseigenda. Erlendar vörahækk- anir sem verða til að rýra almenn lífskjör í landinu hafa m.a. þær sjálf- virku aukaverkanir að hækka skuld- ir námsfólks og fjölskyldufólks sem er að byggja sig og heimili sín upp. Þetta er æpandi ósanngimi sem verður að stöðva. Fjármál Mynda þarf nýtt lána- kerfí óverðtryggðra langtímalána, segir Páll V. Daníelsson, til að leysa verðtrygginguna af hólmi. Hækkun fasteignamats Það er þung skattlagning á fjöl- skyldufólk og aldraða þegar fast- eignamat íbúða er látið sveiflast með söluverði á fasteignamarkaðnum. Miklar hækkanir á íbúðum orsakast frekar af skorti en hagvexti. Það þarf ekki að vera að opinber kostnaður vegna fasteigna hafi aukist. Þá má geta þess að ekki eru slíkar mats- breytingar látnar ganga yfir aðrar eignir eins og t.d. hlutabréf. Verð- trygging lána og verðtrygging fast- eignagjalda kemur þyngst niður á þeim sem síst skyldi. Og miklir fjár- munir streyma til fjármagnseigenda, ríkis og sveitarfélaga sjálfvirkt, þ.e. án stjórnunarlegrar ákvarðanatöku hverju sinni. Sjálfvirku hækkanimar era baggi sem létta þarf af almenn- ingi nú þegar. Höfundur er viðskiptafræðingur Afnám fjárskuld- bindinga þarf að fara fram strax. Lána- drottnar eiga ekki erf- iðara með að taka slíkt á sig fyrirvaralaust en skuldarar sem urðu að taka á sig verðtrygg- inguna áður. Mynda þarf nýtt lánakerfi óverðtryggðra lang- tímalána til að leysa verðtrygginguna af hólmi. Vilji skuldari ekki breyta lánum sín- um á hann að hafa val þar um enda sé hægt að taka málið upp síðar. Að vernda stöðugleikann Launþegar gáfu á sínum tíma eftir vísitölubindingu launa. Það var mikil ákvörðun og viturleg eins og sannast hefur. Þannig var gert stórt átak til að mynda stöðugleika i efnahagslíf- inu. Eg skildi ekki þá og skil ekki enn hvers vegna ekki var hafður sami háttur á varðandi fjárskuldbindingar og vísitalan afnumin. Fjármagnseig- endur munu taka miklu fastar á með launþegum til að vernda stöðugleik- ann ef þeir hafa ekki sjálfvirka bak- tryggingu til að verja fjármuni sína. Það ætti ekki að láta tuttugustu öld- ina líða áður en gert er hreint í þessu efni. Páll V. Daníelsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.