Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Borgaryfírvöld kanna möguleikann á þvf að flytja starfsemi Garðyrkjustjóra Reykjavíkur úr Laugardalnum Fjölskyldu- og húsdýragarður- inn stækkaður Morgunblaðið/Golli Laugardalur BORGARYFIRVÖLD eru að kanna möguleikann á því að flytja ræktunar- og verkbæki- stöð Garðyrlqustjóra Reykja- víkur úr Laugardal og á svæði Skógræktarfélags Reykjavík- ur í Fossvoginum, en það svæði er nú leigt til Barra hf. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, en hún sagði að ef þetta yrði gert yrði Fjölskyldu- og húsdýra- garðurinn væntanlega stækk- aður. „Þegai- ég var að skoða þessi Laugardalsmál þá fannst mér skjóta svolítið skökku við að vera með rækt- unarstöðina inni í miðjum dal, því hún er í raun bara eins og hvert annað atvinnufyrir- tæki,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Núna þegar sá möguleiki hefur opnast að ræktunarstöð Skógræktarfélags Reykjavík- ur í Fossvogsdal er á tiltæk fannst mér upplagt að skoða það hvort það væri ekki rétt að flytja ræktunarstöðina úr Laugardalnum og inn í Foss- vog.“ Um 57 þúsund fermetra lóð losnar Ingibjörg Sólrún sagði að ræktunarstöðin, sem saman- stendur af gróðurhúsum og almennu ræktunarsvæði, tæki töluvert mildð rými í Laugardalnum eða um 55 þúsund fermetra og verkbæk- istöðin tæki um 2 þúsund fer- metra. Ef þetta tvennt yrði flutt annað myndi því um 57 þúsund fermetra lóð losna. „Hugsunin er sú að stækka Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn inn í dalinn í átt að grasa- garðinum, en hann verður þama áfram. Auðvitað mætti síðan hugsa sér einhvem samrekstur á milli grasa- garðsins og Fjölskylduga- rðsins, en það er ekkert inni í myndinni núna. Það er fyrst og fremst verið að skoða það að fiytja ræktunarstöðina og verkbækistöðina annað og stækka Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn." Ingibjörg Sólrún sagði að Fjölskyldu- og húsdýragarð- minn hefði hingað til verið vel sóttur. „Það er komin sérstök rekstrarstjóm yfir garðinn og hún er m.a. að skoða hvemig hún getur fengið einhverja kostun, hvort hún getur feng- ið einhver fyrirtæki með sér inn í þetta og þá er náttúrlega mikilvægt að geta boðið upp á einhverja stækkunarmögu- leika. Svona garðar þurfa að hafa ákveðna möguleika á því að þróast til þess að geta hald- ið athyglinni." Ætti að geta gengið á þessu ári Að sögn Ingibjargar Sól- rúnar er nú verið að skoða þessi mál hjá borgarverk- fræðingi. „Það er verið fara yfir þetta með Skógræktarfélagi Reykjavíkur og ég reikna með því að menn nái ein- hverju samkomulagi því ég held að það væri báðum til hagsbóta, bæði borginni og Skógræktarfélaginu.“ Ingibjörg Sólrún sagði að þó ræktunarstöðin og verk- bækistöðin yrði flutt úr Laug- ardalnum þyrfti garðyrkjan væntanlega að vera áfram með einhverja aðstöðu í Laugardalnum, bæði í tengsl- um við Grasagarðinn og al- mennt viðhald í bæjarhlutan- um. Ingibjörg Sólrún sagði að málið væri allt enn á viðræðu- stigi. Betri aðstaða í Fossvoginum „Það er áhugi á þessu hjá garðyrkjustjóra og hans fólki og það er held ég að verða laust hjá Skógræktinni og ég reikna því með að þetta eigi að geta gengið og það jafnvel á þessu ári.“ Jóhann Pálsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkur, sagði að flutningur ræktunar- og verk- bækistöðvar úr Laugardal í Fossvog væri hið besta mál. „Verkbækistöðin í Laugar- dalnum, sem sinnir svæðinu vestan Elliðaáa, er í mjög þröngu bráðabirgðahúsnæði," sagði Jóhann. „Stöðin er illa staðsett, aðkoman er slæm og þar með tengslin við borgina. Þá er vinnuaðstöðunni einnig mjög ábótavant." Mun betri aðstaða er fyrir verkbækistöðina í Fossvogin- um. Þar er betra rými og það ætti að vera hægt að flytja bækistöðina þangað mjög fljótlega. Jóhann sagði að aðstaðan fyrir ræktunarstöðina væri einnig betri í Fossvoginum því þar væri meira útirými og betri aðstaða inni til að rækta viðkvæmar plöntur. Hann sagði að það yrði hins vegar meira mál að flytja ræktunar- stöðina því í Laugardalnum væri verið að rækta plöntur og eitthvað þyrfti að gera við þær. Ekkert neikvætt við ttutninginn „Það er hins vegar varla hægt að gera ráð fyrir því að ræktunarstöðin verði áfram í Laugardalnum, sem er orðinn megin skrúðgarður borgar- innar og ein dýrmætasta úti- vistarperla borgarbúa." Jóhann sagðist ekki sjá neitt neikvætt við þær hug- myndir að flytja staifsemi Garðyrkjustjóra Reykjavíku í Fossvoginn og sagði hann að starfsmenn hefðu líka tekið mjög vel í þær hugmyndir. Nemendur í Smáraskóla heimsækja eldri borgara í Kópavogi Morgunblaðið/Kristinn Vel fór á með nemendum í 10. bekk Smáraskóla og eldri borgurum í félagsheimilinu Gullsmára á mánudaginn. Ungir og aldnir ræða sam- an um daginn og veginn Kópavogur NEMENDUR í 10. bekk Smáraskóla í Kópavogi fóru í heimsókn í félagsheimili eldri borgara í Gullsmára á mánu- daginn, en heimsóknin var hluti af námskeiðinu lífs- leikni, sem nú er kennt í grunnskólum landsins, en á námskeiðinu er fjallað um allt mögulegt sem tengist hinu daglegu lífi. Að sögn Sigur- bjargar Björgvinsdóttir, for- stöðumanns félagsstarfs eldra fólks í Kópavogi, heppnaðist heimsókn ung- mennanna í alla staði mjög vel. „Þetta er vonandi upphaf að enn meira og víðtækara samstarfi milli kynslóðanna og raunhæf aðferð til að skapa þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri þar sem allir vinna saman,“ sagði Sigur- björg. Að sögn Sigurbjargar hef- ur félagsstarf eldra fólks í Kópavogi, sem fram fer í fé- lagsheimilunum Gjábakka og Gullsmára, verið í sífellt meira samstarfi við leik-, grunn- og nú síðast Mennta- skólann í Kópavogi. Einnig hefur alltaf verið náið sam- starf við Tónlistarskóla Kópa- vogs og fleiri tónlistarskóla. Sigurbjörg sagði að hingað til hefði samstarfið verið fólg- ið í því að nemendurnir skemmtu eldra fólkinu með því að sýna myndlist og leik- þætti eða lesa ljóð og sögur. Nemendurnir vel undirbúnir Sigurbjörg sagði að vegna þess hversu vel heimsóknir ungmennanna í félagsheimili eldri borgaranna hefðu heppnast hefðu skólarnir í bænum farið fram á meira og formlegra samstarf við eldri borgarana. Upphafið að þessu nýja samstarfi hefði síðan verið kennslustundin í lífsleikni sem fram fór á mánudaginn í Gullsmára. Sigurbjörg sagði að nem- endumir hefðu komið vel undirbúnir og að þeir hefðu verið mjög áhugasamir um það sem eldra fólkið hafði að segja. Þá sagði hún að ung- mennin hefðu einnig miðlað ýmsum fróðleik til hinna eldri. Að sögn Sigurbjargar kom fram í umræðunum að unglingar umgangast fullorð- ið fólk ekki mikið og hafa ekki mikil samskipti við gamalt fólk. Hún sagði að e.t.v. mætti rekja þetta að hluta til þess að málfar fullorðna fólksins væri nokkuð frábrugðið málf- ari unga fólksins og að það hamlaði samskiptum hópanna að nokkru leyti. Sérkennsla í leikskólum efld Garðabær „Leikskólasérkennari með umsjón" er nýtt stöðuheiti sem bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt að bæta við á leik- skólum bæjarins. Leikskólasérkennari á að vera faglegur umsjónarmaður sérkennslu í hverjum leikskóla og bera ábyrgð á skipulagn- ingu, framkvæmd og endur- mati á sérkennslu í leikskólan- um. Með starfi hans er ætlunin að efla sérkennslu í leikskólum ásamt því að auka yfirsýn og samráð þeirra sem starfa við hana. Jóhanna Björk Jónsdóttir, leikskólafulltrúi í Garðabæ, segist fagna þessari ákvörðun bæjaryfirvalda og er þess full- viss að þetta muni leiða til þess að betri árangur náist með þau börn sem þurfa á sérkennslu að halda í leiksskólunum. „í hverjum leikskóla eni nokkur börn með þroskafrá- vik, sem hafa til dæmis verið greind einhverf, misþroska eða ofvirk. í lögum og reglu- gerð um leikskóla er kveðið á um að þessi börn eigi rétt á því að vera undir handleiðslu sér- íræðinga," segir Jóhanna. Hún bendir á að ef unnið sé markvisst með þessum börn- um í leikskólunum undir hand- leiðslu fagfólks, muni þau ná betri árangri í námi síðar meir og í öllu öðru sem þau kunna að taka sér fyrir hendur. Jóhanna bendir á að þarna sé verið að gefa hverjum leik- skóla tækifæri til að ráða leik- skólasérkennara sem hafi framhaldmenntun á því sviði, en í bænum sé nú þegar starf- andi leikskólaráðgjafi í sér- kennslu sem muni áfram sem hingað til hafa yfirumsjón með allri sérkennslunni. Leikskólinn Marbakki Lýsing verða Kópavogur BÆJARRÁÐ Kópavogs hef- ur vísað erindi foreldrafélags leikskólans Marbakka til tæknideildar bæjarins, en eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær, gerði foreldra- félagið athugasemdir við að- stöðu og aðbúnað leikskólans. Að sögn Gunnars I. Birgis- sonar, formanns bæjarráðs, verður reynt að bæta úr ásta- ndinu fljótlega. í erindi foreldrafélagsins kom m.a. fram að frágangur á hliðum skólans væri þannig að börn ættu auðvelt með að og hlið löguð opna þau og að dæmi væru um það að þau hefðu horfið af lóð leikskólans og fundist niðri í fjöru. Þá var einnig kvartað undan lélegri lýsingu. Steingrímur Hauksson, deildarstjóri hönnunardeildar Kópavogsbæjar, sagði að málið yrði skoðað, en hann sagðist svolítið hissa á að ekki hefðu borist kvartanir fyn' þar sem leikskólinn hefði ver- ið starfandi í rúm 15 ár. Að sögn Steingríms verður lýsingin löguð og þá sagði hann lítið mál að laga hliðin þannig að börnin kæmust ekki út af leikskólalóðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.