Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 ■“> " MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR STEFANÍA SIGUR- * BERGSDÓTTIR + Stefanfa Sig'ur- bergsdóttir fæddist að Eyri í Fá- skrúðsfirði 18. júní 1915. Hún lést á elli- heimilinu Grund f Reykjavík 7. apríl sfðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Odd- ný Þorsteinsdóttir, f. 19.8. 1893, d. 30.10. 1983, og Sigurbergur Oddsson, f. 6.2. 1894, 'd. 14.3. 1976. Systk- ini Stefaníu eru: Guð- laug, f. 5.5. 1916; Oddur, f. 19.5. 1917; Þórunn, f. 19.3. 1919; Guðbjörg, f. 10.5.1921; Sigsteinn, f. 19.6.1922, d. 1.12. 1986; Karl, f. 16.7. 1923; Arthur, f. 20.11.1924, d. 5.7.1991; Valborg, f. 26.5. 1926; Baldur, f. 31.10. 1929, d. 24.10. 1986; Bragi, f. 31.10.1929, d. 24.10.1985. Hinn 9. október 1938 giftist Stefanía Helga Sigurðssyni frá Fáskrúðsfirði. Hann var fæddur 27.10. 1910, d. 9.6. 1977. Börn „Ert þú kominn til að sækja mjólk- Þessa setningu var ég nú búinn að heyra nokkru sinnum þegar ég keyrði mjólkurbílnum eftir eldhús- borðinu í Skaftfelli, sem svo oft var hlaðið af girðingum, heyböggum, kubbum og endalausum búpeningi. „Já, ég er að sækja mjólkina." „Það var nú gott, leggðu þama og ég kem með brúsana". Svona man ég eftir ömmu í Skaft- felli. Að leika sér við mig af þvílíkri innlifun að ég get ekki munað eftir öðru eins hjá fullorðinni manneskju. Þptta gerði hún á meðan hún var að öáka og vökva en alltaf var tími til að leika sér. Þá þurfti hún ekki annað en að hrista hægri höndina og þá var búið að taka stórbúskapinn af borð- inu og leggja á borð pönnukökur og rjóma sem að sjálfsögðu var borið fram með okkar víðfræga drykk „kakói kátu krakkanna". Því næst skundaði hún með mig upp 80° bratt- an stigann upp á loft, háttaði mig nið- ur í rúmið sitt og las fyrir mig Jóa gullgrafara þar til að hún var búin að lesa okkur bæði í svefn! Elsku amma í Skaftfelli. Mig langar til þess að þakka fyrir þessar ómetanlegu sam- verustundir sem nú fylla hvern kima af yndislegum bernskuminningum í hjarta mínu. Þúsund kossar. A' Jóhann Ingi. Elsku amma, þetta er hinsta kveðja okkar til þín. Kalliðerkomið, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Stefanfu og Helga eru: 1) Ingi, f. 3.10. 1941, kvæntur Ár- nýju Arnþórsdóttur, þeirra börn: Guð- mundur Stefán, f. 4.4. 1959, d. 19.6. 1981, Helgi Svan- berg, f. 4.6. 1960, Amar Þórir, f. 28.5. 1962. Birgir Ómar, f. 5.10. 1971; 2) Sigur- björg, f. 29.1. 1945; hennar börn eru Stefanía, f. 11.9. 1963, og Ágúst, f. 27.10.1967. Stefanía og Helgi bjuggu allan sinn búskap í Skaftfelli á Fá- skrúðsfirði. Eftir lát Helga bjó Stefanía nokkur ár í Skaftfelli, en 1989 flutti hún í Engihjalla í Kópavogi og síðar á elliheimilið Grund, þar sem hún dvaldi til dauðadags. títför Stefaníu fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Vinirnirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friðurGuðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarímoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl þú í friði. Helgi, Hanna og fjölskylda. Mig langar til að minnast í örfáum orðum Stefaníu Sigurbergsdóttur frá Eyri í Fáskrúðsfirði, sem jarðsett verður frá Fossvogskapellu í dag. Ég kynntist Stefaníu árið 1978 er ég flutti á Fáskrúðsfjörð og hóf bú- skap með Helga Ingasyni, sonarsyni hennar. Þegar ég lít til baka þá koma ótal minningar fram í hugann. Hún tók mig strax að sér og leiðbeindi mér ungri stúlkunni sem ekkert kunni fyrir sér í eldhúsinu en hún sjálf var afskaplega myndarleg húsmóðir. Var ávallt með fulla dunka af klein- um eða snúðum. Blómin sín nostraði hún við af alúð. Ég var stundum undrandi yfir að hún skyldi nenna að hugsa um svona mörg blóm, ég með mína fimm potta og nennti sjaldan að vökva, enda skildi hún ekki hvernig blómin fóru að lifa hjá mér. Ég sagði henni að þau þekktu ekkert annað. Ég hugsa líka oft til þess þegar hún var að ganga frá þvotti. Ég hef aldrei séð neinn gera það eins vel og hana. Hvert stykki var strokið út í hvert horn með höndunum svo vel að það þurfti varla að strauja það og öllu raðað svo vel. Margar flíkumar og sokkana tók hún fyrir mig, gerði við og stoppaði í fyrir utan svo sængurverasett sem hún saumaði handa okkur með hekl- aðri blúndu á svæfilsverum, allt jafn vel og fallega gert. Svo þegar börnin fæddust komu heklaðar hosur og vagnteppi. Oft kom hún til okkar og sat með börnin og söng fyrir þau eða las sögur eða lék við þau í orðsins fyllstu merk- ingu. Hún skreið á fjórum fótum um gólfin og keyrði mjólkurbíla og aðra bíla burrandi eins og börnin. Þessu fannst mér ótrúlegt að fylgjast með. Ég var að rifja þetta upp með honum Jóhanni Inga daginn sem hún dó og þá sagði hann: „Þú hefðir átt að sjá okkur þegar við vorum ein, mamma, þá var sko gaman.“ Ég veit líka að hún gat verið stíf og erfið ef því var að skipta en aldrei sýndi hún mér eða okkur það og hún var sannur vinur vina sinna þessi stolta kona og ég er afskaplega þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og eignast svona góða ömmu þar sem ég missti mínar alltof snemma. Stefanía mín, ég óska þér góðrar ferðar og ég vona sannarlega að við hittumst síðar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Núsællersigurunninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Hanna Bára. Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi í líf- inu að vera eitt af barnabörnum þín- um og hef þá sérstöðu að vera eina stúlkan í þeim hópi, og nafna þín að auki. Ekki vildirðu þó viðurkenna að ég nyti neins umfram drengina, þeg- ar mér fannst þú dekra mig úr hófi fram. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að leggja land undir fót og stelast í dýrðina til ömmu og afa í Skaftfelli. Alltaf var tekið á móti litlum gestum með hlýju faðmlagi og þar átti ég bestu stundir bernsku minnar. Fátt var notalegra en að sitja á eldhússgólfinu í Skaftfelli og dunda sér, í þeirri kyrrð og ró sem þar ríkti. Og ekkert jafnaðist á við að sitja í fanginu á ömmu. Þegar hún hélt í litl- ar hendur og raulaði bamagælur þá fannst manni maður svo fullkomlega öruggur fyrir öllu áreiti heimsins. Eftir að fjölskylda mín flutti frá Fá- skrúðsfirði varð það síðan ómissandi þáttur í tilveru minni og Gústa bróð- ur að skreppa í sumarheimsókn til ömmu og afa. Að koma í Skaftfell var í mínum huga einhverskonar para- dísarheimt. Allt var svo glansandi og bónað. Á móti okkur tók ilmur af blómum og nýbökuðu brauði. Og þið afi umvöfðuð okkur hlýju og fögnuði. BRYNDIS (STELLA) MA TTHÍASDÓTTIR tBryndís (Stella) Matthíasdúttir fæddist í Hafnarfirði 3. september 1930. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 26. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 4. aprfl. Elsku amma: Við sem til þekktum viss- um að í stað þess að tileinka líf þitt ýmsum veraldlegum hlutum fór mestallur tími þinn og ást í að hugsa um af- komendur þína og fjölskyldu. Alltaf gat maður stólað á það að þú tækir á móti manni með ást og alúð þegar maður kom í heimsókn og alltaf var hagur barnabarna þinna þér hugleikinn. Það sem maður man kannski best eftir voru stundirnar þegar ég og þú sátum saman og töluðum um daginn og veginn með undir- leik fallegrar píanó- tónlistar sem þú mast svo mikils. Það er með mikilli sorg og virðingu sem ég kveð þig, amma, og mun minning þín og verk ætíð lifa í hjört- um afkomenda þinna. Tryggvi. Elsku amma, nú hefur þú kvatt þennan heim og skilið eftir þig tóm sem aldrei verður fyllt. Endurminning- arnar sækja á og upp úr standa allar litlu stundirnar sem mér þóttu þá svo sjálfsagðar. Ég man eftir að trítla við hlið þér á leiðinni út í Hraunver, það brást aldrei að þú laumaðir einhverju góðgæti að mér og þó þurfti ég aldrei að biðja. Síðdegisstundir við píanóið rifjast + Systir okkar og frænka, KRISTÍN RÓBERTSDÓTTIR frá Sigríðarstöðum í Ljósavatnsskarði, sem andaðist sunnudaginn 9. apríl sl., verður jarðsungin frá Hálsi í Fnjóskadal laugardaginn 15. apríl kl. 14.00. Arnfríður Róbertsdóttir, Kristján Róbertsson, systkinabörn og aðrir ástvinir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ODDFRÍÐAR SÆMUNDSDÓTTUR, frá Elliða í Staðarsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dalbraut 27 og Droplaugarstöðum, Reykjavík, fyrir góða umönnun. Fyrir hönd ættingja og vina, Sæmundur Ingólfsson. Hetur bú engan að tala við til að deila með sorg og gleði? Uinalína Rauða krossins, sími 800 6464 öll kuöld frá kl. 20-23 Bylting Fjölnota byggingaplatan sem allir ■--*=* -~=“' VIR0C byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf. VIR0C byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi. VIROC byggingaplatan er umhverfisvæn. VIROC byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staðalstærð: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm utanhussklæöning PP &co sem gólfefni Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100 Þú varst alveg einstök manneskja og amma. Það var svo skemmtilegt hvemig þú lifðir þig inn í bernsku- leikina með okkm- og tókst fullan þátt í hverju því sem okkur datt í hug, hvort sem um var að ræða dúkkufatasaum, vegagerð í kringum húsið, smíðar á sveitabæjum, stíflu- gerð í lækjum. Þú meira að segja bakaðir sérstakar dúkkukleinur handa mér. Samt varstu ákveðin í lund. Alltaf vissum við hvar mörkin lágu og virt- um þær reglur sem giltu í Skaftfelli. Þú varst það sem uppeldisfræðin mundi kalla í dag ástríkur leiðbein- andi, en slíku er einmitt mjög hamp- að í fræðingaþjóðfélaginu í dag. Þegar ég eltist tóku síðan við ann- ars konar samverustundir. Þá var oft spjallað saman yfir kaffibolla og ég kynntist því hversu góða frásagna- gáfu þú hafðir og næmt auga fyrir því spaugilega í tilverunni. Samt var það hlýjan sem alltaf var mest ríkjandi þátturinn í skaphöfn- inni og þörfin til að hjálpa öðrum. Mér finnst að í eðli þínu hafir þú verið hjúkrunarkona og ég er viss um að þú hefðir orðið frábær á þeim vettvangi. Enda gekkstu oft inn í það hlutverk í gegnum árin. Síðustu árin voru erfið. Þú þurftir að lúta í lægra haldi fyrir alzheimer- sjúkdómnum. Það hefur verið átak- anlegt að horfa upp á þig, þessa sterku og kraftmiklu konu, liggjandi alveg ósjálfbjarga. En nú er kallið komið og alveg er ég viss um að núna leiða þeir afi og Gummi þig hvor í sína hönd. Þín ömmustelpa, Stefanía Guðmundsdóttir. upp, þú varst alveg óþreytandi við að spila eftii’lætislögin mín aftur og aftur og í dag skil ég hversu ómetanleg áhrif þín voru. Ótal myndir af þér í eldhúsinu að útbúa kvöldmat og kalla fram „Siggi, matur“ renna saman í eina. Skiln- ingur á pjatti lítillar stúlku og endalaus þolinmæði eru meðal þeirra dýrmætu eiginleika sem þú bjóst ávallt yfir. Þó að það hafi lát- ið lítið yfir sér þá skil ég nú hversu mikils virði þeir voru mér. Ég vona og trúi að þér líði vel nú og hugga mig við að einhvers stað- ar vakir þú yfir fjölskyldunni og bíður þolinmóð þar til við hittumst að nýju. Þín Þórunn. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakl- ing birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.