Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 5$
inu og frændseminni. Það var siður
frænda að hringja ef hann hafði
spurnir af viðburðum í fjölskyldunni,
hvort heldur vai- í gleði eða sorg.
Minnisstæð er upphringing á jólum
1989, þar sem hann las upp umsögn
um bókina sem hann hafði lesið þann
daginn. Það gladdi mikið þá sem
hringt var í. Að sama skapi var sam-
úðin rík þegar sorgin barði að dyr-
um. í fimmtugsafmæli bróðurdóttur
sinnar kom hann ásamt Sigríði og fór
á kostum í ræðu sem hann hélt, þar
sem hann lýsti götu bernskunnar,
Mjógötunni á ísafirði. Einnig er
minnisstæð ræða sem hann hélt móð-
ur okkar til heiðurs á áttræðisafmæli
hennai-.
Já, mai-gs er að minnast og mikið
að þakka. Þetta var hann frændi okk-
ar, gáfaður, skemmtilegur og um-
fram allt tryggur og trúr sínum.
Hafðu heila þökk, kæri frændi. Börn-
unum og fjölskyldunni allri biðjum
við blessunar.
Gunnlaugsbörnin frá Isafirði.
Halldór Halldórsson prófessor,
sem í dag er til moldar borinn, var
einn af fremstu málfræðingum þjóð-
arinnar, einn áhrifamesti íslenskuk-
ennari landsins á þessari öld og for-
ystumaður í íslenskri málrækt. Hann
andaðist í Reykjavík aðfaranótt 5.
þ.m. 88 ára að aldri.
Leiðir okkar lágu saman í 57 ár, og
við áttum mikið saman að sælda. Svo
margs er nú að minnast við andlát
hans að ég þyrfti helst að segja ævi-
sögu okkar beggja til að koma því til
skila. Mig langar aðeins að leiðarlok-
um til að rifja upp fáein minninga-
brot um persónuleg kynni mín af
Halldóri og Sigríði, konu hans. Þegar
hún lést fyrir rúmum tveimur árum,
dvaldist ég erlendis og hafði ekki tök
á að minnast hennar þá. En fyrst
verð ég að víkja aðeins að ævistarfi
Halldórs Halldórssonar.
Þegar Halldór varð sjötugur ritaði
ég grein sem birtist í Morgunblaðinu
12. júlí 1981 og gerði þar nokkra
grein fyrir störfum hans, einkum
kennslu, fræðimennsku og nýyrða-
smíð. Það efni verður ekki endurtek-
ið hér nema að mjög litlu leyti.
Halldór Halldórsson var ættaður
austan af landi, bróðursonur dr.
Bjöms Bjamasonar frá Viðfírði, en
fæddist og ólst upp á ísafirði og gekk
í Menntaskólann á Akureyri. Hann
varð stúdent 1932, lauk meistara-
prófi í íslenskum fræðum frá Há-
skóla íslands 1938 og doktorsprófi
1954. Hann varð menntaskólakenn-
ari á Akureyri haustið 1938, dósent í
íslensku nútíðarmáli og hagnýtri ís-
lenskukennslu í Háskóla Islands
1951 og síðan prófessor frá 1957 til
1979, er hann lét af embætti fyrir ald-
urs sakir. Af fjölmörgum öðmm
störfum skal það einungis nefnt hér
að Halldór beitti sér fyrir stofnun ís-
lenskrar málnefndar 1964 og var
fyrsti formaður hennar, og hann sat í
stjórn Orðabókar Háskólans 1960-
1982 og var stjórnarformaður frá
1965. Halldór Halldórsson lagði
fyrstur íslenskra málfræðinga stund
á merkingarfræði og skrifaði meist-
ai-aprófsritgerð sína um merkingar-
fræðilegt efni, Um hluthvörf (útg.
1939). Hann var brautryðjandi í
rannsóknum á myndhverfum orðtök-
um, upprana þeirra og sögu. Um það
efni fjallaði doktorsritgerð hans, Is-
lenzk orðtök (1954) og síðan stærsta
verk hans, íslenskt orðtakasafn (1.
útg. 1968-1969).
Hann hafði kennarareynslu á öll-
um skólastigum, samdi margar
kennslubækur í málfræði og staf-
setningu og var höfundur stafsetn-
ingarorðabókar með skýringum, sem
heillaði marga þegar hún kom fyrst
út 1947 vegna þeirrar fræðslu sem
hún veitti um skyldleika orða og upp-
runa þeirra. Þá var engin orðsifjabók
til á íslensku.
Halldór starfaði mikið að íslenskri
málrækt og var afar frjór og hug-
kvæmur nýyrðasmiður.
Að loknum embættisferli kom
Halldór ótrúlega miklu í verk þrátt
fyrir ýmislega vanheilsu, dvínandi
líkamsþrek og sjónmissi. Það vildi
honum til að höfuðið bilaði aldrei,
hugsunin var skýr fram að hinstu
dægrum og sálarþrekið vii-tist
óskert. Þegar ég kom til hans fáein-
um dögum fyrir andlátið lét hann
engan bilbug á sér finna og átti þó
um sárt að binda, því að Guðmundur,
sonur hans, var þá nýlátinn eftir erfið
veikindi. Halldór sagði mér hróðugur
frá því að hann hefði verið látinn fara
í ellihramleikapróf, ásamt öðram
sem komnir vora yfir áttrætt, og var
sá eini sem fékk 10! Ósköp var þetta
líkt honum.
Eftir sjötugt birti hann m.a. rit-
gerðasafnið Ævisögur orða (1986), 3.
útgáfu íslensks orðtakasafns (1991),
4. útgáfu stafsetningarorðabókarinn-
ar (1994) með miklum endurbótum
og auk þess nokkrar ritgerðir í bók-
um og tímaritum. Á tímabilinu frá 20.
ágúst 1994 til 30. sept. 1995 ritaði
Halldór vikulega gi-einar, alls 58, í
DV undir heitinu „Sögur af nýyrð-
um“. Þar er ýmsan fróðleik að finna
sem ekki liggur annars staðar á
lausu. I afmælisriti íslenskrar mál-
nefndar, sem kom út 1993, tókum við
saman sögu nefndarinnar fyrstu 25
árin (1964-1989). Upphafið samdi
Halldór, „Tildrög málnefndar og
stofnun".
Enn er eitt ótalið sem ekki er
minnst um vert. Þegar Halldór fór á
eftirlaun var ég nýlega orðinn for-
maður Islenskrar málnefndar. Þá
var verið að blása lífi í starfsemi orð-
anefnda í ýmsum greinum, og vai-
leitað til málnefndarinnar um mál-
fræðilega aðstoð. Ein besta ráðstöf-
un sem ég greip þá til, og er hreykinn
af, var að fá Halldór Halldórsson til
að vinna með Orðanefnd byggingar-
verkfræðinga sem þá var að kvikna
til lífs undir forystu Einars B. Páls-
sonar prófessors. Þetta reyndist
heillaráð. Halldór hóf störf með orð-
anefndinni 1981, og tókst með verk-
fræðingunum einstaklega farsæl
samvinna sem hélst allt til þess er
Halldór tók banasóttina. Þannig var
hugur hans sístarfandi til æviloka.
Halldór gat fengist við hugðarefni
sín og fundið að hann var að gera
gagn þótt hann hefði ekki þrek til
fundarsetu síðustu árin. Mér þótti
sérstaklega vænt um að þetta ráð-
gjafarstarf vann Halldór á vegum ís-
lenskrar málnefndar, sem stofnuð
var að framkvæði hans og hann veitti
forystu fyrstur manna. Ræktun
tungunnar var honum ætíð hjartfólg-
ið viðfangsefni.
Halldór átti oft við vanheilsu að
stríða um dagana, en var þó mikill
eljumaður, og efth- hann liggur mikið
og gott ævistarf sem seint verður
fullþakkað.
Hann sameinaði það óvenjuvel að
vera málvísindamaður, kennari og
málræktannaður og greindi vel á
milli þessara hlutverka. En hvers
konar málvísindamaður var Halldór?
Hann segir sjálfur í Ævisögum orða
að eftir lok embættisferils hafi hann
„þegar tóm hefir gefizt til frá öðram
önnum, fengizt við athuganir á ýms-
um atriðum, sem varða íslenzkan
orðaforða. Sá þáttur málvísinda hefir
ávallt setið í fyrirrúmi hjá mér“. I
framhaldi af þessu segir hann:
„Nokkrar ritgerðir hefi ég birt eft-
ir 1979 í tímaritum og bókum, skrif-
aðar í hefðbundnum fræðimannastíl,
en slík ritverk era yfirleitt illa fallin
til almennings lestrar. Sú hugsun
hefir oft læðzt að mér upp á síðkastið,
að rétt væri að hætta að mestu við
þess konar ritstörf. Ég hefi alltaf tal-
ið, að hlutverk fræðimanna sé ekki
það eitt að skrifast á í tímaritum og
nota við það mál og stíl, sem venju-
legur lesandi hefir hvorki skilning á
né gaman af. Hlutverk fræðimanna
er einnig að ná til almennings. Ekki á
þetta sízt við um þá, sem fást við
þjóðleg fræði.“
I samræmi við þetta er undirtitill
bókarinnar „Alþýðlegur fróðleikur
um íslenzk orð og orðtök".
Halldór Halldórsson var skarpgáf-
aður, skýr í hugsun og framsetningu,
rökfastur og raunsær. Hann var
glettinn og gamansamur í viðræðu,
og sat ekki alltaf á strák sínum, hafði
yndi af góðum mannfagnaði, naut sín
vel í hlutverki gestgjafa og einstakur
heim að sækja. Sumum þótti hann
hæðinn, og það gat hann verið, en
venjulega hlýr og notalegur í við-
móti, tryggur ef hann tók því og vin-
ur vina sinna; en sviksemi við sig
þoldi hann ekki og gat þá verið hefni-
gjarn. Halldór var baráttumaður
þegar góð málefni voru annars vegai-
og hafði svolítið gaman af átökum, en
stimpingar háskólalífsins áttu ekki
við hann. Oft þurfti Halldór að taka
óvinsælar ákvarðanir og lét sig hafa
það ef hann taldi sig vera að gera
rétt, tók þá oft á sig meiri ágjöf en
sanngjamt var, en frábitinn því að
reyna að afla sér samúðar, þegar svo
stóð á, eða fegra málstað sinn. Sjálf-
ur sagði hann stundum að hann væri
enginn engill, hvað sem hann átti við
með því. Hann tók öllu sem að hönd-
um bar með rósemi á yfirborðinu og
fjasaði aldrei.
Vorið 1943 þreytti ég inntökupróf í
Menntaskólann á Akureyri og var þá
svo bemskur að ég átti ekki að ferm-
ast fyrr en að ári. Um þessa mikils-
virtu menntastofnun vissi ég harðla
lítið og þekkti þar einungis fáeina
unglinga í neðstu bekkjum. Prófið
var munnlegt og fór fram í fjóram
kennslustofum samtímis, en prófþol-
ar gengu á milli eftir því sem þeim
hentaði og gengu upp þegar kennari
var laus. Oft fylgdi þeim skari af efri-
bekkingum sem höfðu mikla
skemmtun af þessum busaprófum.
Prófendur vora ekki af verri endan-
um: Halldór Halldórsson í íslensku,
Jón Jóhannesson í íslandssögu,
Steindór Steindórsson í landafræði
og Þórarinn Bjömsson í reikningi.
Þessir öðlingar áttu allir eftir að
fóstra mig í fræðum sínum áram
saman, en enginn þó eins lengi og
Halldór. Þann mann hafði ég aldrei
heyrt nefndan þegar þetta var, en
prófdómarann í íslensku, Brynjólf
Sveinsson menntaskólakennara,
þekkti ég í sjón og vissi að hann var
spekingur að viti. Mér var spurn
hvers vegna hann væri ekki látinn
prófa, og þá sagði einhver, sem kom-
inn var til meiri þroska en ég, að
Halldór þessi væri enn lærðari; hann
væri magister og hefði próf úr há-
skólanum fyrir sunnan.
Brátt fékk ég að kynnast því að sá
magister bjó yfir ýmsu sem ekki var
á barna meðfæri. I prófinu spurði
Halldór um tíð orðanna „hafði farið“.
Þannig hafði ég aldrei verið spurður
áður, um tíð tveggja orða í einu, og
renndi gran í að nú dygði ekki venju-
legur lærdómur. En ég hafði ekki
annað ráð en nefna þátíð, og það var
rangt. Rétta svarið fékk ég ekki að
vita þann dag. Þetta var óræður
leyndardómur, og mér var orðið ljóst
að nú var ég ekki lengur í neinum
bamaskóla.
Þannig vora fyrstu kynni mín af
Halldóri Halldórssyni. Mig gat ekki
órað fyrir því að hann ætti eftir að
verða lærifaðir minn í íslensku og ís-
lenskri málfræði upp allan mennta-
skóla og háskóla, síðan samkennari
hátt í tvo áratugi og ekki síst náinn
vinur og velgerðamaður. Eins og
nærri má geta hefi ég meira lært af
honum en nokkram manni öðram.
Það vakti athygli í Menntaskólan-
um á Akureyri hvað Halldór Hall-
dórsson átti unga og glæsilega konu.
Sigi’íður Guðmundsdóttir var 6 áram
yngri en hann. Þegar ég sá þau fyrst
saman á skólaskemmtun hefir hún
verið 26 ára, litlu eldri en elstu nem-
endur í skólanum þá. Hún var fædd
og uppalin í Reykjavík, dóttir hjón-
anna Guðmundar H. Guðnasonar
gullsmiðs og Nikólínu Sigurðai’dótt-
ur sem bæði vora orðlögð fyrir hag-
leik. Þau Halldór gengu í hjónaband
16. september 1939, daginn sem Sig-
ríður varð 22 ára. Hann hafði árið áð-
ur verið skipaður menntaskólakenn-
ari á Akureyri. Nú kom hann norður
með bráði sína, og þau settu bú sam-
an í Brekkugötu 1, sem stendur við
Ráðhússtorg.
Halldóri og Sigríði leið vel á Akur-
eyri. Þar fæddust börnin þeirra fjög-
ur og komust á legg: Guðmundur
blaðamaður, sem nú er nýlátinn,
Hildigunnur, stærðfræðingur og
kennari, Elísabet bókasafnsfræðing-
ur og Halldór fjölmiðlafræðingur.
Halldór naut sín vel í starfi og var
mikils metinn bæði í bæjarfélaginu
og skólanum. Hann „var á ýmsan
hátt ein traustasta stoð Menntaskói-
ans á Akureyri", sagði Þórarinn
Björnsson í skólaskýrslu, þegar
Halldór lét þar af störíúm. Á Akur-
eyii eignuðust þau marga góða vini,
og oft var gestkvæmt á heimili þeirra
í miðbænum, þar sem þau vora leigj-
endui- fyrstu árin, og síðar í Austur-
byggð 8, húsi sem þau komu sér upp
skammt fyrir ofan menntaskólann.
Síðar minntust þau Akureyrarár-
anna oft með söknuði, Sigríður ekki
síður, þótt hún væri Reykvíkingur.
Þetta vora þeirra hamingjuár.
Fyrst mun ég hafa komið á heimili
þeirra Halldórs og Sigríðar á útmán-
uðum 1949. Veturinn sem ég var í 6.
bekk veiktist Halldór og lá rámfast-
ur einar tvær vikur. Það kom ýmsum
í skólanum illa, m.a. þeim sem þá
vora að lesa undir gagnfræðapróf í
þriðja bekk. Að ósk Halldórs var ég
þá fenginn til að hlaupa þar undir
bagga ásamt vini mínum, Ríkarði
Steinbergssyni (d. 1996), síðar verk-
fræðingi, sem var bekkjarbróðir
minn og sessunautur. Við komum þá
heim til Haildórs í Austurbyggð og
fengum þar góðar viðtökur og leið-
beiningar. í þessu fólst viðurkenning
sem okkur Ríkarði þótti vænt um, og
í þessu forfallastarfi þreytti ég frum-
raun mína sem kennari og hafði bæði
gagn og gaman af.
Að loknu stúdentsprófi um vorið
stóð hugur minn til háskólanáms. Ég
hafði ætlað mér að leggja stund á
lyfjafræði, en eitthvert hik var á mér,
og ég hafði engar ráðstafanir gert
fyrir haustið. Undir niðri langaði mig
í íslensk fræði, en vissi ekki hvort lat-
ínulaus stærðfræðideildarstúdent
fengi að innritast í þá grein. Nú var
gott að eiga Halldór að. Ég hringdi
og hann bauð mér að koma til sín.
Það var komið sumar og Halldór var
úti við að mála glugga þegar ég kom.
Sigríður tók ljúfmannlega á móti mér
og vísaði mér til stofu. Eftir drykk-
langa stund kom Halldór og sagði við
mig um leið og hann birtist í dyran-
um: „Þetta er enginn vandi, Baldur
minn, farðu bara í það sem þig langar
til.“ Þessi orð urðu mér mikil opin-
beran; það var ekki tíska að hugsa
þannig. Menn áttu að fara í eitthvað
hagnýtt og lífvænlegt, hvað sem allri
löngun leið; bekkjarbræður mínir
flykktust í verkfræði. Halldór hélt að
ég væri af skyldurækni að hugsa um
íslensku og bjóst við að lyfjafræðin
togaði í mig og sú afkomuvon sem
henni tengdist. Hann spurði hvort
mig langaði til að verða ríkur, en ég
kvað nei við því. Ég sagði að mig
langaði í íslensku. Þá varð Halldór
bæði undrandi og glaður, og gat ekki
dulið það, sagði að þjóðfélagið hefði
nóg að gera með menn eins og mig.
Þeim orðum gleymi ég auðvitað
aldrei. Þegar þetta var hafði maður
með próf í íslenskum fræðum, jafnvel
meistarapróf, engin starfsréttindi
neins staðar, ekki einu sinni sem ís-
lenskukennari í neinum skóla. Samt
fór ég í íslensk fræði um haustið og
sé ekki eftir því.
Þó að Halldóri vegnaði vel á Akur-
eyri stóð hugur hans til meiri fræði-
starfa en hann gat sinnt með
menntaskólakennslunni. Það fór því
svo að hann kom suður svo að segja á
hæla mér. Eftir fráfall Björns Guð-
finnssonar prófessors fékk Halldór
leyfi frá kennslustörfum á Akureyri í
ársbyrjun 1951 til að helga sig rann-
sóknum í Reykjavík. Hann sat þá
löngum á Háskólabókasafni og und-
ii’bjó doktorsrit sitt um íslensk orð-
tök, og við hittumst þá stundum.
Sama ár varð hann eftirmaður
Björns í háskólanum og fluttist bú-
ferlum til Reykjavíkur um haustið.
Hann var þá aftur orðinn kennaii
minn, og það var mín gæfa.
Þau Halldór og Sigríður bjuggu á
mörgum stöðum hér fyrir sunnan,
víða í Reykjavík, en einnig í Hafnar-
firði og Kópavogi. Mér er minnis-
stætt hvað mér þótti heimili þeirra á
Akm-eyri fallegt. Siðar varð ég tíður
gestur hjá þeim, hvar sem þau komu
sér fyrir, og nánast eins og heima-
gangur, einkum þegar þau áttu
heima á Hagamel 16 og stutt var á
milli okkar. Alltaf var jafngott að
koma til Halldórs og Sigríðar, alltaf
mætti mér sama hlýjan og vinsemd
þeirra beggja, og alltaf var jafngam-
an að blanda geði við þau bæði. Þau
vora mjög samhent, og ég undraðist
oft hvað þau vora dugleg að flytja sig
til, en það var eins og engu máli
skipti hvernig húsakynni vora. Ailtaf
var heimili þeirra jafnsmekklegt og
notalegt. Þau vora snillingar í að laga
sig að aðstæðum. Halldór þakkaði
Sigiíði það. Henni lék allt í höndum
eins og hún átti kyn til, hún hafði
næmt auga og var listagóð hannyrða-
kona eins og móðir hennar. Heimilið
bar merki þess. Slík kona hefði ein-
hvem tímann fengið viðurnefnið „hin
haga“.
Hálf öld er svo sem enginn óra-
tími. En síðari hluti þessarar maka-
lausu 20. aldar er að vissu leyti eins
og mörg tímaskeið. Þegar mat er lagt
á verk þeirra sem ævistarfi ljúka á
efri áram er hætt við að það gleymist
að hyggja að þeim starfs- og lífsskil-
yrðum sem fólkið bjó við. Þá má ekki
einblína á aðstæður líðandi stundar.
Nú verður varla fundinn háskóla-
kennari sem notar ekki tölvu við rit-
störf sín, og því síður svo ungur há-
skólakennari að hann hafi aldrei
komið út fyrir landsteina. Halldór
Halldórsson vann engin verk á tölvu;
þau tæki komu of seint fyrir hann.
Og hver skyldi tráa því að hann var
orðinn 44 ára þegar hann fór til út-
landa í fyrsta skipti? Það var sumarið .
1955. Á lektorsáram mínum í Gauta-
borg 1960-1963 kom aldrei fyrir að ég
talaði heim í síma né heldur að hringt
væri til okkar að heiman. Slíkt var
alltof dýrt. Og aldrei gátum við leyft
okkur að „skreppa heim“ á þessum
áram. Þeim mun dýrmætara var að
fá fréttir að heiman í einkabréfum.
Ég hefi stundum sagt að Halldór,
fóstri minn, hafi öðram fremur haldið
í mér lífinu með bréfaskriftum sín-
um. Hann var ótrálega duglegur að
skrifa mér, og ég las hvert bréf frá
honum mörgum sinnum. Sigríður
sagði löngu seinna að hún hefði verið
alveg undrandi á því hvað Halldór
var iðinn við að skrifa. En þökk sé
honum ævinlega fyrir það. Ég tala nú
ekki um, hvað það var gaman að fá
þau bæði í heimsókn vorið 1962 þeg-
ar þau gistu hjá okkur í Gautaborg.
Nokkram áram eftir Svíþjóðar-
dvölina fórum við hjónin að basla við
að koma okkur upp þaki yfir höfuðið
hér í Reykjavík og höfðum, eins og
gengur, lítil efni til þess. Aðalgaldur-
inn var að komast yfir viðráðanleg
lán. Halldór fylgdist vel með og hafði
von um að geta greitt fyrir því að ég
fengi eitthvað úr sjóði sem hann vissi
um. Hann ætlaði að kanna málið. Mig
minnir að ég hafi þurft að fá botn ;í
það fyrir áramót og það hafi staðið
eítthvað tæpt. Þá er hringt og Sigríð-
ur er í símanum. Halldór var vant við
látinn vegna skyldustarfa, en þá kom
hún í hans stað eins og ekkert væri
sjálfsagðara og flutti mér góðar
fréttir. Þannig voru þau ævinlega,
hvort sem annað.
Hér hefir aðeins verið drepið á fátt
eitt, en mér er óhætt að fullyrða að
engum mönnum, mér óvandabundn-
um, hefi ég átt jafnmargt gott upp að
inna og þeim hjónum, Halldóri Hall-
dórssyni og Sigríði Guðmundsdóttur.
Fyrir vináttu þeirra og umhyggju-
semi þakka ég af heilum hug. Bless-
uð sé minning þeirra beggja.
Baldur Jónsson.
Landfræðileg einangran íslands
veitti þjóð okkar mikið frelsi fyrr á
öldum, en setti henni jafnframt
þröngar skorður. Samt var það ekki
kunnugt fyrr en á miðri þeirri öld,
sem nú er að ijúka, að landið liggur
við norðurjaðar eins af þremur
stormasömustu hafsvæðum verald-
ar. Hér urðu heldur ekki aðrir þjóð-
flutningar en landnámið sjálft og
móðurmálið hefur fengið að þróast á
eigin forsendum, einsleitt og tiltölu-
lega Mtið breytt.
Iðnbyltingin, sem tahn er hefjast
1769 með tilkomu gufuvélarinnar og
gerbreytti Evrópu, náði vart hingað
út fyrr en um aldamótin 1900. Þá vár'
enn róið með áram til fiskjar, tún
slegin með orfi og ljá, mór stunginn
með skóflu og riðið um hérað á hest-
um. Þegar undirritaður var húskarl
hjá séra Jóni prímusi sumarið 1925,
vora engir lagðir vegir á Snæfells-
nesi og engai’ vinnuvélar nema mó-
torar í fáeinum trillubátum.
Nú má segja, að ekkert handtak sé
unnið með sama hætti og þá. En það,
sem meira munar um, er að nú vinna
margir að annars konar verkum en
áður þekktust og þurfa að læra og
kunna annað og miklu meira en fyrr.
Allt þetta hefur orðið á undra-
skömmum tíma. Menn átta sig fyrst
á því eftir á. Engin ástæða er til að
ætla að breytingar verði hægari á
komandi ái’um.
Menn þurfa tungumál við vinnu og
meiri orðaforða við margbrotin verk.
En tæknilegur orðaforði í tungumáli
vex nú á tímum einkum með tökuorá-
SJÁ NÆSTU SÍÐTJ