Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 13.04.2000, Qupperneq 60
JjP FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þrjátíu silfurpeningar SEM gömlum ís- lendingi líður mér orðið illa á landinu mínu. Kemur þar helst til að væntingar um betri samskipti þessarar litlu þjóðar gætu batnað hvað varðar alla þegna þjóðarinnar. í einfeldni sá ég grósku í félagsleg- um þroska, eitthvað í líkingu við hinn tækni- lega sem hefur verið gífurlegur síðastliðin hundrað ár. Því miður örlar ekki á neinum fé- lagslegum framförum. Vegna káks og hræsni valdhafanna vinna þeir mest fyrir aðila sem síst hafa þörf fyrir aðstoð. Þegar ég kýs til þingsetu menn ætlast ég til þess að þeir vinni fyrir alla heildina. En út- koman er döpur og leiðir tii meira óréttlætis en fyrr hefur þekkst á landinu okkar. Þegar land var numið var þrælahald fárra yfír fjöldanum löglegt og sjálfsagt og þrælaveiðar at- vinnugrein. í dag hefur lygi og áróður forgang og fólki talin trú um jafnan rétt allra. En hveijar eru staðreynd- imar: Sjaldan hefur launamunur og stéttaskipting verið meiri og fer vax- andi hröðum skrefum. Síðastliðin tuttugu ár hafa lántak- endur verið arðrændir með kolrangri verðtryggingu peninga og nú standa lántakendur og mörg heimili lands- manna á mörkum gjaldþrota. Ein- staka heimili lifa af ósköpin með blóðvinnu og þrældómi en þegar þrællinn hrekkur upp af skulu erf- ingjar skila um 40% aftur til sameign- arinnar, sameignar sem verið er að færa fjáraflamönnum - og hveijir ‘græða á rangri verðtryggingu pen- inga? Ekki lántakendur, aðeins fjár- magnseigendur, hveiju nafni sem þeir nefnast. Einkavæðingin Eingöngu byggð upp fyrir hina fáu sem eiga peninga svo þeir geti eignast meiri peninga. Skuldugir kaupa ekki. En fjármagnseigendur bæta áfram seðlum í troðna vasana studdir af rfk- isvaldinu og stefnu verkalýðsleiðtoga. Sem sagt engin þróun til betri mann- legra samskipta. Gjafakvótinn marg- umræddi: Augljóst dæmi um hugsun- arhátt mismunasinna. Verðbréfafárið yJSÍýtt til að mismuna og færa verð- mæti enn frekar til þeirra sem nóg eiga. Skuldugir kaupa ekki. Þetta fár ætti að vera öllum Ijóst og hefur verið reynt áður og endað með hruni, n.b. hrunið kemur verst niður á hinum fá- tækustu. Þeir borga brúsann þó þeir hafi ekki efni á því að taka þátt í vitleysunni. En vinningur verðbréfa verður aldrei út dreg- inn. Hann er óraunhæf- ur. Landsala: Það hættulegasta sem er að gerast hjá íslenskri þjóð er landsala til fjár- magnseigenda. Það er verið að selja landið mitt, það á að selja sameign okkar föðurlandið sjálft og um leið og landið mitt er selt verð ég landlaus Hjálmar Jónsson aumingi og leiguliði í eigin landi. Svo geta eigendur selt landið mitt ef þeim býður svo við að horfa. Raunar er þegar búið að selja allar veiðiámar okkar útlendingum. Það er uppselt fyrir mig og þig. Þing- vallavatn er opið og í eigu okkar en hvenær verður það selt? Verði svona áfram haldið mun landið selt og „eig- endur“ geta skipt á því og lélegum knattspymuliðum eða ryðguðum tog- uram. Fádæma lítilsvirðing margra þingmanna: Allt sem hinn almenni borgari hefur að segja varðandi mál- efni landsins er rugl eða tilfinninga- ragl sem ekki er mark á takandi. Stjómendur vissu þó varla betur þegar allt votlendi í byggð var þurrk- að upp á Islandi um 1950. Nú er verið að moka ofan í skurðina til þess að endurheimta landgersemar að nýju. Það sama átti að gera við Eyjabakka án umhugsunar, sökkva landinu mínu. Kaldhæðni að gróðahyggja stoppar það. Svo er undranarefni mannfyrirlitning sem felst í skoðun margra að um alla eiMfð skuM vera gjá milM manna og þeim skipt í ríka og fá- tæka, hálaunaða og láglaunaða. Það gleymist að menn era með fjölbreytta eiginleika og eiga allir hinn sama rétt til þess að vera það sem þeir eru án þess að á þeim sé troðið launalega. Þetta er fólkið sem skapar verðmæti þjóðarinnar. Það gera síður hinir „heppnu" sem þrífast á lögleysu og brotum á stjómarskrá landsins. fs- lensk fyrirtæki hafa sýnt að þau geta framfleytt þessu landi á eðHlegan hátt án lögbrota en stjómvöld veita þeim síður stuðning heldur vasast í erlend- um fyrirmyndum sem hér eiga ekki við. Með glampa í augum og dáleiddir horfa stjómendur litla Islands til væðingar misréttis sem getur ekki leitt til annars en styijalda og blóðs- úthellinga . Ekki er úr vegi að skoða hvað tuttugasta öldin færði okkur. Þar ber hæst tvær heimsstyijaldir með öllum þeim hörmungum og of- beldi sem því fylgdu. Báðar háðar vegna misréttis. Byltingin í Rússlandi er skýrt dæmi um það að undirokaðir Þjóðfélagsmál Allt sem byggt hefur verið upp varðandi sam- eign og samvinnu þegn- anna, segir Hjálmar Jónsson skal fyrir róða. rísi til andmæla fyrr eða seinna . Þó blóðið rynni þar til einskis vegna ár- áttu mannsins til misskiptingar þá eins og nú. Svo mun einnig verða með það misréttisform sem okkur er boðið upp á nú. Því verður mótmælt annað hvort með gereyðingu stofnsins eða upp verður tekið nýtt form samskipta sem tekur tillit til allra einstak- Mnganna. Þrátt fyrir reynslu misrétt- is og hefnda á síðustu öld er eins og maðurinn læri ekki neitt heldur auki við óréttlætið og ekki verður betur séð en stór hluti íslensku þjóðarinnar fylgi blindur með í voðaleiknum. Með því verður hann líka að taka afleiðing- unum. Það skrítna í þessum leik er að gráðugir byija baráttu gegn hvor öðram. Það er þegar bytjað að bera á væringunum hérlendis meðal ijár- magnseigenda.Til samanburðar má líta til sögunnar, hún var barátta höfðingja um meiri auð og völd og baráttan hefui- raunar staðið ailt frá landnámstíð. Á miðöldum tóku prest- ar og löglærðir við kúguninni og eru rétt nýbúnir að sleppa því taki til handa hinni nýju stétt kvótaeigenda og einkavæðingargeirans. En mergur málsins er: Við höldum vitleysunni áfram, misskiptingin skal í hávegum höfð og sturlungaöld áfram haldið. Þetta form aðhyllast forsvarsmenn okkar, mennirnir sem við kusum til þess að bæta öreind í sjóð jafnréttis. Stjórnendur hafa þó eina afsökun. Það er hægt að segja okkur hvað sem er. Meira að segja það að enginn ís- lenskur bankastjóri hafi verið með viti fram að þessum tíma heldur hafi ofurmenni orðið til á einni nótt í FBA og víðar, þó augljóst sé heilvita fólki að aðstæðumar sem verið er að skapa yfirstéttinni ráði öllu vai’ðandi fram- gang þar. En núverandi stefna er augljós: AJlt sem byggt hefur verið upp varðandi sameign og samvinnu þegnanna skal fyiir róða og upp tekið kerfi ríkra höfðingja í stað sameigin- legs ríkis þegnanna alh-a. Ef meirihluti íslensku þjóðarinnai’ vill lúta þessum skilmálum, þá verður svo að vera. Frá mínum bæjardyram séð þá er þessi leið misskiptingar al- ger stöðnun og skrefið afturábak, ekki nokkuð á leið. Höfundur er verkstjóri. Um hjartasjúkdóma RÚMLEGA 14 millj- ón manns deyja árlega í heiminum af völdum hjartasjúkdóma. Árið 2020 er taHð að tala dauðsfalla muni verða um 20 milljónir á ári. Vanþróuð lönd hafa ekki farið í gegnum þá breytingu á munstri dánarorsaka sem átti sér stað fyrir mörgum áratugum á Vesturlönd- um, þ.e. að smitsjúk- dómar hættu að vera helsta dánarorsökin, en langvinnir sjúkdómar tóku við. Þótt enn sé langt í land með að útrýma smitsjúk- dómum í þriðja heiminum, er hlut- fallslegt vægi langvinnra sjúkdóma, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, að aukast í þróunarlöndum eins og í Kína og á Indlandi. Hjarta- og æðasjúkdómar era enn um 50% af aldursstöðluðum dánaror- sökum á Vestui'löndum, þar af um helmingur vegna kransæðasjúkdóms, þriðjungur vegna heilablóðfalls en afgangurinn af öðram hjaita- og æða- sjúkdómum. Vægi hjarta- og æða- sjúkdóma fer minnkandi í þessum löndum. Lækkunin byijaði í Banda- ríkjunum um 1970, en á Norðurlönd- um um 1980. Fækkun dauðsfalla af þessum sjúkdómum í Vestur-Evrópu má vafaMtið þakka því, að dregið hef- ur úr áhættuþáttum hjartasjúkdóma auk þess sem meðferð hefur batnað. Mikilvægi meðferðar má meðal ann- ars sjá af því að fleiri lifa nú af hjartasjúkdóma en áður var. Hjartabil- un eftir kransæðasjúk- dóm verður æ meira vandamál eftir því sem fleiri lifa sjúkdóminn af og ná háum aldri. I Austur-Evrópu er aðra sögu að segja. Þar vora dauðsfoll af völd- um hjartasjúkdóma al- gengari en á Vestur- löndum fyrir hrun kommúnismans og þar hefur, gagnstætt því Matthías sem gerist á Vestur- Hatlddrsson löndum, orðið veraleg aukning hin síðustu ár. Rangt er að Mta á hjartasjúkdóma sem hrörnunarsjúkdóma eingöngu. Hægt er að hafa veraleg áhrif á áhættuþætti hjartasjúkdóma með breyttum lífsstíl. Helstu áhættuþættimir era matar- æði (hátt kólesteról), hár blóðþrýst- ingur, reykingar og hreyfingarleysi. Af hreyfingarleysi og slæmu matar- æði leiðir svo offita, sem er sjálfstæð; ur áhættuþáttur hjartasjúkdóma. í flestum vestrænum löndum hefur kólesteról lækkað veralega í blóði með bættu mataræði, minni neyslu á mettuðum fitusýrum og meiri neyslu grænmetis og ávaxta. Almenningui- og læknar era betur meðvitaðir um mikilvægi þess að fylgjast með blóð- þrýstingi en áður var. I mörgum lönd- um hefur dregið veralega úr tóbaks- neyslu. Á móti kemur að hreyfingarleysi og offita er vaxandi Sjúkdómar Hægt er, segir Matthías Hallddrsson, að hafa veruleg áhrif á áhættu- þætti hjartasjúkdóma með breyttum lífsstíl. vandamál á Vesturlöndum. Áður fyiT var talið að hjartasjúk- dómar væra algengari meðal hinna ríku. Það á vissulega ekki við í vest- rænum löndum nú á dögum. Þar hef- ur lækkun dánartölu af völdum hjarta- og æðasjúkdóma orðið mun hraðari hjá efnuðum og vel menntuð- um þjóðfélagsþegnum. Hlutverk stjómvalda er að auð- velda fólki að breyta lífsstíl sínum til hins betra. Þetta er mögulegt með ýmsum stjómvaldsaðgerðum, t.d. með hárri skattlagningu á tóbak, en minni á matvæh sem stuðla að heil- brigði. Bættar gönguleiðir, hjóla- brautir og aðstæður til útivistar era verkefni umhverfis- og samgöngu- ráðuneyta, landbúnaðarráðuneytið hefur hlutverki að gegna vegna mat- vælaframleiðslu, menntamálaráðun- eyti vegna uppfræðslu almennings og svo mætti lengi telja. Þar sem hjarta- sjúkdómar era fremur sjúkdómar þeirra fátæku en hinna ríku, geta stjómvaldsaðgerðir sem miða að jöfn- un lífskjara haft jákvæð áhrif. Höfundur er aðstoðarlandlæknir. ATVINNUAUGLYSI Café Victor viðlngólfstorg óskar eftir aö ráða jákvætt og áhugasamt starfsfófk til starfa VICTOR Eftirtalin störf eru iaus til umsóknar: Starf fyrir hugmyndartkan og metnaðarfullan matreiðslumann. Start fyrir aðstoðamann í eldhúsi. Fullt starf í báðum tilvikum. Upplýangar gefur Ingvar Svensen í SÍme: 561 9555 eða 697 9003. Geysisstofa — nýtt safnahús í Haukadal óskar eftir að ráða móttökustjóra Móttökustjóri hefur umsjón með safnahúsi/ Geysisstofu. Tekur á móti hópum, annast kynningarmál o.fl. Tölvu- og tungumálakunnátta nauðsynleg. Húsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar veita ferðamálafulltrúi í s. 486 8810 og Már Sigurðsson Hótel Geysi í s. 486 8915. Umsóknirsendist Mbl. fyrir 17. apríl merktar: „Geysisstofa". Píparar Getum bætt við okkur pípulagningarmönnum, mönnum á samning og aðstoðarmönnum. Mikil vinna. Alhliða pípulagnir, sími 567 1478 milli kl. 9 og 19. Afgreiðslustörf Duglegt, röskt og reglusamt fólk vantar nú þegartil afgreiðslustarfa. Æskilegur aldur 20 ára og eldri. Reyklaust og reglusamt. Upplýsingar gefa Kristjana í síma 699 5423 og Margrét í síma 561 1433. Afgreiðslustarf Óskum eftir starfskrafti í verslun okkar í Kringlunni. Framtíðarstarf. Vinnutími frá kl. 12 — 18/18.30. Æskilegur aldur 20—50 ára. Umsækjendur komi til viðtals á skrifstofu Ólympíu, Auðbrekku 24, Kópavogi, milli kl. 10 og 14 í dag og á morgun. ■L lympíí Kringlunni 8—12, sími 564 5650.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.