Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Amtsbókasafnið
Yika
bókarinnar
VIKA bókarinnar er haldin há-
tíðleg á Amtsbókasafninu á Ak-
ureyri, en þar stendur nú m.a.
yfír sýning á verkum Halldórs
Laxnes.
Þar er einnig sýning á ferli
bókar frá kaupum í útlán og í
bamadeild er sýning á verkum
Sigrúnar Eldjárn og Brians
Pilkington.
Samsýning
listamanna
á Húsavík
SAMSÝNING á verkum hús-
vískra áhugalistamanna verður
opnuð í Safnahúsinu á Húsavík
á laugardag, 15. apríl. Tæplega
tuttugu manns eiga verk á sýn-
ingunni.
Þessi sýning verður opin í
Safnahúsinu frá kl. 14 til 18
fram til 24. apríl. Sýningin er
liður í dagskrá vegna 50 ára af-
mælis kaupstaðarréttinda
Húsavíkurkaupstaðar.
Allt sorp á Akureyri, flokkað sem óflokkað, urðað á sorphaugum bæjarins
Bæjarbúar haldi áfram
að flokka sorpið
NOKKUR umræða hefur verið um flokkun á
sorpi á heimasíðu Akureyrarbæjar. Sigríður Síta
Pétursdóttir hóf umræðuna og spurði hvort það
skyti ekki skökku við að vera þátttakandi í Stað-
ardagskrá 21 og að hvetja fólk til að flokka heim-
ilissorpið en urða það svo allt í einum haug uppi á
Glerárdal.
Akureyringar hafa verið nokkuð duglegir við
að flokka sitt heimilissorp og margir setja plast
og pappír í sérstaka gáma sem Endurvinnslan
hefur svo endurnýtt m.a. til framleiðslu á vöru-
brettakubbum. Hins vegar hefur allt sorp, hvort
sem það er flokkað eða ekki, verið urðað á sorp-
haugum bæjarins á Glerárdal frá því í haust. Sig-
ríður Síta benti á að ef það væri meining bæjaryf-
irvalda að fá fólk í lið með sér yrði að vera einhver
alvara í málinu strax frá upphafi og ekki bara í
orði heldur líka á borði.
Guðmundur Guðlaugsson, yfirverkfræðingur
Akureyrarbæjar, sagði í samtali við Morgunblað-
ið að nú færi allt sorp á einn urðunarstað. Ekki
stæði þó til að hætta með pappírsgámana í þeirri
von að úr rættist. „Ég verð þó að segja íbúum
bæjarins til hróss að þeir hafa haldið áfram að
flokka sitt sorp og skila því inn á þennan máta.
Það er skiljanlegt að einhverjir hugsi sem svo að
flokkun á sorpi sé út í hött en menn hafa þó ekk-
ert óskaplega mikið fyrir því að taka þetta með
sér þegar farið er í búðir. Ég vil því hvetja fólk til
aðsýna þolinmæði og halda áfram að flokka sorp-
ið þó það fari nú þessa leið,“ sagði Guðmundur.
Flokkunin á eftir
að aukast
Gunnar Garðarsson, forstöðumaður Endur-
vinnslunnar á Akureyri, sagði að endurnýting á
pappír og plasti hjá fyrirtækinu hafi verið mjög
takmörkuð frá því í haust. Hann sagði það veru-
lega slæmt að geta ekki tekið við flokkaða sorpinu
en á þó ekki von á að bæjarbúar gefist upp við
flokkunina.
„Það er verið að vinna í þessum málum á mörg-
um vígstöðvum og m.a. verið að skoða mjög ítar-
lega flokkun á pappafernum til endurvinnslu er-
lendis. Umhverfisgjald á fernur er mjög flókið
mál og getur haft áhrif á neysluvísitölu. En þetta
er eitthvað sem menn eru að skoða og ég hef þá
trú að flokkunin eigi frekar eftir að aukast. Þótt
það sé alls ekki nógu gott að menn séu að flokka
sorpið vitandi það að það fari sömu leið og annað
sorp, ætti fólk samt að líta á það sem þjálfun og
undirbúning fyrir það sem koma skal.“
Gunnar sagði að fyrirtækið hafi hætt að taka
við pappír og plasti í haust og þótt aðeins hafi sax-
ast á lagerinn i vetur ætti það í verulegri sam-
keppni við innflutningsaðila á brettakubbum.
„Við vorum komnir með um 500 tonn af kubbum á
lager en salan í vetur var ekki eins mikil og við
höfðum vonast eftir.
Endurvinnslan byggir
nýtt hús
Endurvinnslan var að hefja framleiðslu á koksi
fyrir Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga,
úr pappír, plasti og kolum, þegar húsnæði fyrir-
tækisins skemmdist í eldsvoða fyrir fáum vikum.
„Þar er um mjög spennandi verkefni að ræða sem
við verðum að halda áfram, þannig að hægt verði
að prófa koksið í ofnum verksmiðjunnar. Og við
erum að vinna í því að koma framleiðslunni í gang
áný.
Gunnar sagði að ákveðið hafi verið að byggja
nýtt hús undir starfsemi fyrirtækisins á grunni
þess húss sem brann á dögunum. Hann sagði að
nýja húsið yrði jafn stórt og það gamla að grunn-
fleti, eða um 540 fermetrar, en mun hærra og
hentugra en gamla húsið. Ekki liggur endanlega
fyrir hvort nýja húsið verður stálgrindarhús eða
límtrésbygging en Gunnar sagði að ákvörðun um
það yrði tekin öðru hvorum megin við næstu
helgi.
Morgunblaðið/Kristján
Blaðbera vantar
í Stapasíðu/Tungusíðu
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig.
k | Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1,
r | Akureyri, sími 461 1600.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og
upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að
meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík
þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Valt á
hliðina
TENGIVAGN valt á hliðina og
skemmdist nokkuð í gærmorgun
en hann var í efnisflutningum á
nýbyggingarsvæði á Eyrariands-
holti.
Óhappið varð þegar vörubíll með
tengivagninum var að sturta efni á
svæðinu en þá vildi ekki betur til
en svo að vagninn valt á hliðina.
Tvö önnur smávægileg óhöpp
urðu í umferðinni á Akureyri, smá-
vægilegur árekstur varð um há-
degisbil á Eyrarlandsvegi, en eng-
in slys urðu á fólki, og vörubíl var
ekið á umferðarvita við gatnamót
Tryggvabrautar og Glerárgötu.
Vitinn brotnaði og nokkurt tjón
varð á ljósabúnaði.
Andrésar Andar-leikarnir í skíða-
íþréttum settir í kvöld
Um 800 kepp-
endur skráðir
ANDRÉSAR Andar-leikarnir í
skiðaíþróttum, hinir 25. í röðinni,
verða settir við hátíðlega athöfn í
Iþróttahöllinni á Akureyri í kvöld.
Alls eru um 790 keppendur á
aldrinum 7-12 ára skráðir til leiks
og þeir munu reyna með sér í
Hliðarfjalli næstu þrjá daga í
alpagreinum og göngu. Þetta er
næstmesti fjöldi keppenda frá
upphafi, að sögn Friðriks Adolfs-
sonar, sem sæti á í framkvæmda-
nefnd leikanna.
Að auki fylgir stór hópur þjálf-
ara, fararstjóra, aðstoðarmanna
og foreldra keppendum, sem
koma alls staðar að af landinu.
Einnig taka 9 keppendur frá Kul-
usuk á Grænlandi þátt í leikunum
og með þeim koma 4 fararstjórar.
Setningarathöfnin hefst að
venju með skrúðgöngu frá KA-
heimilinu í Iþróttahöllina. Þar
mun séra Pétur Þórarinsson
prestur í Laufási flytja andakt en
það er Kristinn Björnsson frá Ól-
afsfirði, fremsti skíðamaður
landsins, sem mun setja leikana
formlega. Kristinn mun svo
heiðra keppendur með nærveru
sinni í Hlíðarfjaili næstu daga.
Eftir að Andrésar-eldurinn hefur
verið kveiktur í Höliinni, fer fram
flugeldasýning utan dyra.
Friðrik sagði að þar sem hér
væri um að ræða afmælisleika
væri enn meira lagt í gjafir til
krakkanna og þá verður tekið
upp á því á ný að verðlauna sigur-
vegarana í 12 ára flokki í alpa-
greinum og göngu með því að
senda þá til keppni erlendis á
næsta ári. Alpagreinakrakkarnir
fara til ítaliu og keppa þar í febr-
úar en göngukrakkarnir fara til
Noregs og keppa þar í janúar.
Þessi verðlaun eru í boði Spari-
sjóðs Norðlendinga og íslenskra
verðbréfa.
Keppt verður í svigi, stórsvigi
og risasvigi og í göngu með hefð-
bundinni og frjálsri aðferð.
Keppni hefst kl. 10 í fyrramálið
og stendur fram á sunnudag. I lok
hvers keppnisdags fer fram verð-
launaafhending í Iþróttahöllinni.
Heimildarmynd
um leikana
Friðrik sagði að auk þess sem
allir sigurvegarar í einstökum
flokkum fengju verðlaun yrðu
dregin út sérstök aukaverðlaun
og því ættu allir keppendur
möguleika á að koma heim með
verðlaun. Allir keppendur fá bak-
poka með ýmsum gjöfum og húf-
ur. Þá sagði Friðrik að gerð yrði
45 mínútna heimildarmynd um
leikana, sem sýnd verður í Ríkis-
sjónvarpinu á annan í páskum.
Undirbúningur leikanna hefur
staðið yfir sieitulaust frá því í
haust og hafa margir iagt hönd á
plóginn. Að auki hafa fjölmörg
fyrirtæki lagt framkvæmda-
nefndinni lið og má þar nefna
Samskip, Landsbankann, Sam-
hcrja, Visa, Nanoq, Vífilfell,
Vöku-Helgafell og fleiri.
REYKIAVÍK-AKUREYRI-REYKIAVÍK ...fljúgdu frekar
Atta smnuma
Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000
VCfJ flá 8.730 kr.meMluHlarsköttum
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is