Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 8

Morgunblaðið - 13.04.2000, Page 8
0RM8S0N - o>•>> h«uki 8 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ,-Vilja strax reisa 240. þúsund tonna álver Fjarfestar í íyrirhuguðu ál- veri í Reyðar- lirði, Reyðarál hf., sem eru Hæfi og Norsk rMfrn' 'h..'IRI/ipl1 tGMuNO Og áfram skal þjóðin dregin á asnaeyrunum á milli vatnsfalla. 0inDesu 2.Verð og kjör gera ungu fólki kleift að kýla á ný tæki í stað þess að taka sénsinn á þreyttum notuðum og hallærislegum tækjum frá því á síðustu öld. Þessari auglýsingu er ætlað að hitta á markhópinn, ungt fólk sem er að byrja að búa, ungt fólk sem verður að átta sig á því að það er ekkert elsku mamma lengur þegar kemur að því að fá þvegið af sér. Fleira töff frá mDesn á frábæru verði: Kæliskápar, frystiskápar, frystikistur, uppþvottavélar, eldavélar, helluborð, bakaraofnar. B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Þvottavél og þurrkari ** tvö tæki á aðeins 59.800 kr.stgn ' Ýmsir greiðslumöguleikar Konur og upplýsingasamfélagið Upplýsinga- tæknin þarf breytta ímynd Guðbjörg Sigurðardóttir RÁÐSTEFNA um konur og upplýs- ingasamfélagið verður haldin á morgun á Grand Hóteli í Reykjavík. Það er Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið sem heldur ráðstefnuna í félagi við Jafnréttisráð, Skýrslutæknifélag Is- lands, Rannsóknarstofu í kvennafræðum, Félag tölvunarfræðinga, Jafn- réttisnefnd HI, mennta- málaráðuneytið og Verk- fræðingafélag Islands. Guðbjörg Sigurðardóttir er formaður Verkefnis- stjórnar um upplýsinga- samfélagið, hún var spurð um markmið þess- arar ráðstefnu. „Markmið ráðstefn- unnar er að stuðla að fjölgun kvenna í störfum í upp- lýsingaiðnaði og aukinni þátt- töku kvenna í mótun upplýsinga- samfélagsins." - Eru margir sem halda fyrir- lestra á ráðstefnunni? „Tveir erlendir fyrirlesarar tala þar og eru þeir sérfróðir um þetta viðfangsefni. Auk þess tala fjölmargir íslenskir sérfræðing- ar um þetta efni. Eitt af því sem við viljum draga fram á ráð- stefnunni er að sú ímynd sem gjarnan er tengd störfum í upp- lýsingatækni er röng.“ - Hvað áttu við? „Störf í upplýsingatækni eru skemmtileg, vel launuð störf sem reyna á margvíslega eigin- leika, svo sem eins og sam- skiptahæfileika, og henta þau konum ekki síður en körlum. Þau geta falist í ýmsu, svo sem kennslu, ráðgjöf, stjórnun, for- ritun, greiningu eða hönnun.“ - Telur þú að konum sé mark- visst en ómeðvitað haldið frá þessum störfum? „Eg tel að oft á tíðum séu for- eldrar og jafnvel kennarar að ýta fremur undir drengi en stúlkur á þessu sviði. Ég spyr t.d.; hvar er heimilistölvan stað- sett, er hún staðsett í herbergi drengsins eða stúlkunnar á heimilinu? Hvetja foreldrar stúlkur jafn mikið og drengi á þessu sviði? Eru drengjum frek- ar gefnar tölvur, tölvuleikir og hugbúnaður en stúlkum?" -Er hægt að breyta þessari ímynd? „Teknar hafa verið saman fjölmargar reynslusögur kvenna sem starfa í upplýsingaiðnaði og verða þær birtar á vef ráðstefn- unnar sem er www.simnet.is/ konur. Með þessum reynslusög- um viljum við sýna ungum stúlkum hversu margbreytileg störf er að finna fyrir þá sem mennta sig í upplýsingatækni. Vonir standa til að foreldrar, kennarar og námsráðgjafar nýti þessar reynslusögur til þess að hvetja stúlkur til þess að fara í tækninám. Mikilvægt er að kon- ur og karlar móti saman hið nýja upplýsingasamfélag - þýð- ingarmikið er að konur verði ekki einungis neytendur tækn- innar heldur taki fullan þátt í þróun hennar.“ -Hafið þið glögga mynd af þátttöku kvenna í þessum mál- um? „Safnað hefur verið saman ► Guðbjörg Sigurðardóttir fæddist á Akureyri 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1956 og kennaraprófi frá Kennara- háskólanum 1980. BS-prófi ítölv- unarfræði lauk hún frá Háskóla íslands 1983. Guðbjörg starfaði frá námslokum til 1997 á Tölvu- deild Ríkisspítala, lengst af sem deildarstjóri kerfisfræðideildar. Frá miðju ári 1997 hefur hún verið formaður Verkefnisstjóm- ar um upplýsingasamfélagið. Hún er gift Skúla Kristjánssyni tannlækni og eiga þau tvo syni. tölfræðilegum upplýsingum um hlutfall kvenna í námi, störfum og félögum sem tengjast upp- lýsingatækni og verða þessar upplýsingar kynntar á ráðstefn- unni og settar á vef hennar. Það veldur óneitanlega vonbrigðum hve hægt gengur að fjölga kon- um í þessum störfum og satt að segja gengur þróunin stundum afturábak í þessum efnum. Það er erfitt að skilja þetta þar sem gífurleg eftirspurn er eftir fólki með sérþekkingu á sviði upp- Iýsingatækni." -Hvernig er hlutfall. kvenna miðað við karla í tæknilegu upp- lýsinganámi? „Tökum sem dæmi tölvunar- fræði í Háskóla íslands - þar eru brautskráðar konur aðeins 18,5% útskrifaðra tölvunarfræð- inga. Á tíu ára tímabili útskrif- aði Tölvuháskóli VÍ, frá 1988 til 1998, samtals 302 nemendur, þar var hlutur kvenna nálægt 18%. Rafiðnaðarskólinn útskrif- aði á þessu ári 27 kerfisfræð- inga, þar af var aðeins ein kona. Svona er ástandið víða í þessum efnum.“ - Væri hægt að fara í áróðursherferð til þess að fá konur inn í þessi störf? „Við vonum að þessi ráðstefna verði til þess að vekja athygli foreldra og kennara, mótunin verður svo snemma á æviferlinum að nauðsynlegt er að þeir sem koma að uppeldis- störfum veki áhuga telpna og ungra stúlkna á tækninni. Á ráð- stefnunni verður einmitt kynnt átak til þess að fjölga konum í tækni- og raungreinum á há- skólastigi og aðgerðir til þess að auka hlut kvenna í forystustörf- um, en að því átaki standa Há- skóli íslands - jafnréttisnefnd, Jafnréttisráð íslands og fleiri." Tæknileg störf eru vel launuð og reyna á marg- víslega eigin- leika

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.