Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 13.04.2000, Blaðsíða 74
MORGUNBLAÐIÐ >.74 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2000 FRÉTTIR Ályktun stjórnar _. Sjómannafélags Reykjavíkur Skip í áætlunar- siglingum fari að íslenskum „ kjarasamningum Fulltrúar Lionsklúbbs Sandgerðis ásamt fulltrúum þeirra aðila sem hlutu styrki. Frá vinstri: Sigurbjöm Stefánsson, líknarnefnd Lions- klúbbs Sandgerðis, Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri Grunnskóla Sandgerðis, Olafur Þór Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Sand- gerðisbæjar, ÁstvaldurJóhannesson, formaður Lionsklúbbs Sandgerð- is, Sigríður Á. Jónsdóttir, formaður unglingaráðs ksd. Reynis, og Sig- urður V. Ásbjamarson, líknamefnd Lionsklúbbs Sandgerðis. Styrkir til forvarnarstarfs í Sandgerði efldir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjóm Sjó- mannafélags Reykjavíkur: „í Morgunblaðinu 9. janúar sl. birtust mótmæli frá stjóm Ungra jafnaðarmanna gegn bráðabirgða- ákvæði í frumvarpi ríkisstjómarinn- ar um framkvæmd tiltekinna þátta í vamarsamstarfi Islands og Banda- ríkjanna sem nú er til meðferðar á Alþingi. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur getur tekið undir þau mótmæli. Hins vegar berst Sjómannafélag Reykjavíkur gegn bágum kjömm er- lendra farmanna um borð í kaup- ; skipum á vegum íslenskra og er- lendra aðila í fostum áætlunarsiglingum til og frá íslandi. Til þessa hefur sú harða barátta við forustumenn Eimskipafélags ís- lands forðað íslenskri farmannastétt frá algjöm hrani. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur nú í rúmt ár harð- lega mótmælt því framferði Atlan- tsskipa að stunda áætlunarsiglingar til og frá landinu sem mönnuð era skipverjum á bágum hentifánakjör- um. Ekki einn einasti íslenski far- maður hefur verið ráðinn til starfa rum borð í kaupskip á vegum þessa skipafélags. Sé það skoðun stjómar Ungra jafnaðarmanna að þrælahald er- lendra manna frá þróunarríkjum, hentifánakjör til handa farmönnum frá fyrrverandi austantjaldsríkjum séu það sem koma skal og tryggi ör- yggi í viðskiptum og flutningasamn- ingum þjóðfélagsþegnanna þá ættu sam-tök jafnaðarmanna að lýsa þeirri skoðun sinni umbúðalaust. Sé það skoðun Ungra jafnaðar- manna og þeirra samfylkingarsam- taka sem að þeim standa að atvinnu- leysi íslenskra farmanna sé það sem til þarf, til að skapa öryggi í sigling- i GOETHE-Zentram á Lindargötu 46 sýnir fimmtudaginn 13. apríl kl. 20 þýsku kvikmyndina „Brigitta" frá árinu 1994. Þetta er ljóðræn svart- hvít mynd með fallegri myndatöku sem byggð er á samnefndri skáld- sögu austurríska rithöfundarins Adalbert Stifter. Sögusviðið er Ungverjaland um miðja 19. öld. Ungur málari fer að um landsmanna, þá er Sjómannafé- lag Reykjavíkur einfaldlega á önd- verðri skoðun. Sjómannafélagi Reykjavíkur er nákvæmlega sama hvaða nafn hin og þessi íslensku skipafélög velja starf- semi sinni. Það er hins vegar krafa Sjómannafélagsins að skip í föstum áætlunarsiglingum til og frá landinu fari að íslenskum kjarasamningum, hvort sem þau heita Atlantsskip, Eimskip eða eitthvað annað. Sjómannafélag Reykjavíkur harmar að menn sem ætla sér til for- ustu í íslenskum stjórnmálum skuli ekki gera sér grein fyrir þessari hefðbundnu kröfu íslenskrar verka- lýðshreyfingar. Sjómannafélag Reykjavíkur vill nota tækifærið og þakka stærstu samtökum íslensks launafólks þann mikla stuðning sem félagið hefur notið í baráttu sinni íyrir þessum grandvallaratriðum. Þar hafa farið fremst í flokki samtök eins og ASI, BSRB, VMSÍ, RSÍ, Flugfreyjufélag íslands og Félag íslenskra atvinnu- flugmanna, svo dæmi séu tekin. Enn hefur ekkert heyrst frá samtökum eins og Ungum jafnaðarmönnum eða forastumönnum svonefndrar Sam- fylkingar, þrátt fyrir góð orð fyrir síðustu kosningar. Hins vegar stendur ekki á núver- andi og fyrrverandi forastumönnum svonefndrar vinstrihreyfingar á Is- landi að hampa undirboðsfyrirtækj- um á borð við flugfélagið Atlanta og Atlantsskip sem einkafyrirtækjum eins og þau gerast best. Sjómannafélag Reykjavíkur harmar þá skammsýni og tækifæris- stefnu sem birtist í slíkum yfirlýs- ingum og lýsir yfir fullum stuðningi við þau samtök launafólks í landinu sem stendur í sömu grandvallarbar- áttu og íslenskir farmenn.“ heimsækja vin sinn sem býr á af- skekktum stað. Málarinn heillast af fegurð náttúrannar en reynir jafn- framt að komast að dularfullum leyndarmálum sem tengjast vini hans. Á undan myndinni verður sýnd stuttmyndin „Wahlverwandtschaft- en“. „Brigitta" er með enskum texta og aðgangur er ókeypis. LIKNARNEFND Lionsklúbbs Sandgerðis veitti 7. aprfl sl. styrki til nokkurra aðila. Markmið nefnd- arinnar með þessum styrkveiting- um er að leggja sitt af mörkum til forvamarstarfs í Sandgerði. Félagsmiðstöðin Skýjaborg hlaut Fagna umsögn heilbrigðis- og trygginga- nefndar alþingis TANNLÆKNAFÉLAG íslands hefur sent frá sér eftirfarandi: „Eins og kunnugt er liggur fyrir alþingi framvarp iðnaðarráðherra um starfsréttindi tannsmiða. Eftir fyrstu umræðu var framvarpinu vís- að til iðnaðarnefndar sem kallaði eft- ir umsögnum nokkurra aðila, meðal annars heilbrigðis- og tryggingan- efndar alþingis. Þann sjöunda apríl skilaði hún umsögn sinni og kynnti iðnaðamefnd sér hana á fundi 11. aprfl. Tannlæknafélag íslands (TFÍ) fagnar niðurstöðum heilbrigðis- nefndar í umsögn sinni enda sýnir hún að mati TFI að skilningur ríkir meðal nefndarmanna á muninum á heflbrigðisstarfsemi og iðnvinnu. I umsögn sinni leggur nefndin eind- regið til að starfsemi tannsmiða með meistararéttindi verði háð starf- sleyfi frá heilbrigðisyfirvöldum, að landlæknir hafi eftirlit með starf- seminni eins og annarri heilbrigðis- starfsemi og því geti tannsmiðir ekki eingöngu heyrt undir iðnaðarlög- gjöfina. í öðra lagi leggur nefndin til að tannlæknir votti heilbrigði munn- holsins áður en vinna tannsmiðs hefst í munnholi, í þriðja lagi að tannsmiðum verði ekki heimilað að vinna á eigin ábyrgð að gerð tann- parta og í fjórða lagi er lögð til breyt- ing á orðalagi 2. mgr. 3. gr fram- varpsins þess efnis að 40.000 kr. styrk til tækjakaupa; Grunnskóli Sandgerðis hlaut 60.000 kr. til tækjakaupa; íþróttamiðstöð- inni var afhent golfsett til golf- kennslu; og unglingaráð knatt- spyrnudeildar Reynis hlaut 90.000 kr. styrk til búningakaupa. iðnaðarráðherra skuli „...að höfðu samráði við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra..." setja nánari reglur um að hluti af starfi tann- smiða skuli unninn í samstarfi við tannlækni. Tannlæknafélag Islands væntir þess að iðnaðamefnd alþingis beri gæfu til þess að fara að ráðum heil- brigðisnefndar þingsins í afgreiðslu sinni á framvarpinu og stuðli þannig að því að víðtækari sátt náist um frumvarpið." Málfundur um rasisma MÁLFUNDUR á vegum Ungra sós- íalista og aðstandenda sósíalíska vikublaðsins Militant um hvemig „útlendingalöggjöfin“ og Schengen- samningurinn þjónar þeim tilgangi í kapítalísku þjóðfélagi að deila og drottna yfir vinnandi stéttum, og hvemig „vísindi“ um kynþætti hjálpa til, segir í fréttatílkynningu. Fundurinn verður haldinn föstu- daginn 14. apríl kl. 17.30 á Klappar- stíg 26 2. hæð t.v. Málstofa um kristnitöku á Islandi DR. HJALTI Hugason prófessor flytur erindi í málstofu Guðfræði- stofnunar Háskóla íslands fimmtu- daginn 13. apríl sem hann nefnir: „Kristnitakan á íslandi og túlkun hennar.“ Dr. Hjalti er ritstjóri verksins Kristni á íslandi, sem unnið hefur verið að undanfarin ár á vegum Al- þingis. Verkið kemur út nú í vikunni. Málstofan verður haldin í Skólabæ v/Suðurgötu og hefst kl. 16. Þýsk kvikmynd í Goethe-Zentrum " Fékk gönguband aðgjöf SJÚKRAÞJÁLFUN við Landspítala Háskólasjúkrahús á Landakoti hlaut nýlega að gjöf rafknúið gönguband frá Kvennadeild Rauða kross íslands. rí Um er að ræða EN-MILL göngu-' band. Stillanleg handrið eru á tæk- inu, hægt er að ráða bæði hraða og halla þess og sjálfvirkur öryggis- búnaður er fyrir hendi þannig að bandið stöðvast er á þarf að halda. Ganga á rafknúnu göngubandi hentar vel til þjálfunar aldraðra með ýmsa sjúkdóma í stoðvekja- Xkerfi, taugakerfi, hjarta og lung- um. Frá afhendingu tækisins. t W tKU i Tækniskóii Islands Nemendur í alþjóða- markaðs- fræði halda kynningu NEMENDUR í alþjóðamarkaðs- fræði í Tækniskóla Islands bjóða fulltrúum fyrirtækja og ráðningar- stofa á kynningu á náminu á morg- un. Auk þess að kynna námið sjálft og skólann munu nemendurnir kynna sjálfa sig, en flestir þeirra útskrifast um næstu áramót og eru því á leið út á vinnumarkaðinn. Kynningin verður haldin í Þrótt- arheimilinu á Engjavegi 7 í Laug- ardalnum og hefst hún klukkan 17 og stendur til klukkan 19. Nemendurnir hafa gefið út margmiðlunardisk í tilefni af kynn- ingunni, en auk þess að kynna skólann, sjálfa sig og námið er á disknum gerður samanburður á markaðsfræðinámi Tækniskólans og annarra háskóla í landinu. Á disknum er einnig að finna viðtöl við gamla nemendur, kennara og fulltrúa fyrirtækja, sem nemend- urnir hafa unnið verkefni fyrir. í fréttatilkynningu frá nemend- um skólans segir: „Margmiðlunar- diskur er nýjung sem fyrirtæki hafa verið að nota í auknum máli til að koma vöru/þjónustu á fram- færi. Þar sem námið er stöðugt í tengslum við hið síbreytilega við- skiptaumhverfi eram við fljót að tileinka okkur nýjungar í að koma vöra og þjónustu á framfæri." Neytendasamtökin á Netinu Aðgangur takmark- aður fyrir þá sem ekki eru í samtökunum TIL stendur að takmarka aðgang að neytendasíðunum á Netinu fyrir þá sem ekki era félagsmenn í Neyt- endasamtökunum. I fréttatílkynn- ingu frá Neytendasamtökunum kemur fram að fjölda nýrra mark- aðs- og gæðakannana sé að finna á vefsíðum samtakanna og að á næst- unni verði birtar þar fleiri kannanir með upplýsingum fyrir neytendur. Almenningur hefur ótakmarkaðan aðgang að síðunum sem stendur en innan tíðar munu aðeins félagsmenn í Neytendasamtökunum hafa aðgang að markaðs- og gæðakönnunum á www.ns.is. Félagsmenn fá nánari upplýsingar um þetta í næsta tölublaði Neyt- endablaðsins sem væntanlegt er nú í apríl. Fram kemur í fréttatilkynning- unni að Neytendasamtökin geri ár- lega tugi kannana á verði, framboði og gæðum ýmissa heimilistækja og era niðurstöðumar birtar í Neyt- endablaðinu og á vefsíðum samtak- anna. Könnununum íylgja ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar sem koma að gagni við val á tækjunum. Nú eru á vef samtakanna markað- skannanir á brauðgerðarvélum, kaffivélum, myndbandstækjum, frystikistum og frystiskápum, mark- aðs- og gæðakannanir á myndban- dstökuvélum, DVD-spiluram, litlum myndavélum og litlum hljómtækj- astæðum. Væntanlegar era kannan- ir á þvottavélum, þmrkurum og kæl- iskápum. Auk þess era á vefnum fréttir og greinar, efni úr Neytendablaðinu, upplýsingar um umhverfismál og fleira. Þeir félagsmenn sem ekki hafa aðgang að Netinu eiga þess kost að hringja á skrifstofu Neytenda- samtakanna og biðja um afrit af um- ræddum könnunum endurgjalds- laust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.