Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Risajakinn í Þjdrsá. Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson
Enn vetrar-
legt við
Þjórsá
Gaulverjabæ. Morgunblaðið.
MIKLIR ísjakar og ísmyndanir eru
enn í Þjórsá móts við bæina Egils-
staði og Egilsstaðakot í Villinga-
holtshreppi.
í gljúfrunum fyrir neðan Urriða-
foss er ísinn oft lengi að fara eftir
harðari vetur og sjást stundum
fram eftir sumri. Það má sjá marga
tignarlega jaka sem hafa hlaðist
upp á sand- og malareyrum í ánni
við enda gljúfúrsins og niður á
Þjórsárbakka. Er fsstálið sums
staðar á þriðja metra og tignarlegt
að sjá þegar sumarið vinnur á og ís-
arnir molna niður.
Góð garðlönd eru hins vegar á
bökkunum og eru bændur byrjaðir
að jarðvinna kartöflugarðana.
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp um ný samkeppnislög
Vill samþykkja frum-
varpið með breytingum
Samkeppnis-
stofnun um kæru
Þórscafé
Ekki ástæða
til afskipta
af vínveit-
ingaleyfum
BORGARYFIRVÖLD hafa ákveðið
svigrúm til að skipuleggja borgina
með tilliti til mismunandi landnotk-
unar, að mati samkeppnisráðs, og því
telur ráðið ekki ástæðu til frekari af-
skipta af svæðabundinni skilgrein-
ingu, sem miðað er við við ákvörðun
um opnunartíma vínveitingahúsa.
Rekstraraðilar veitingastaðarins
Þórscafé við Brautarholt óskuðu eftir
að kannað yrði hvort Reykjavíkur-
borg bryti samkeppnislög með því að
takmarka vínveitingaleyfi til veit-
ingastaðarins en heimila ótakmark-
aðan afgreiðslutíma vínveitingastaða
í miðborginni samkvæmt sérstöku
reynsluákvæði. í niðurstöðu sam-
keppnisráðs segir m.a. að reglur
borgarinnar um vínveitingaleyfi mið-
ist við veitingatíma frá kl. 11-01 alla
daga en í ótakmarkaðan tíma aðfara-
nætur laugardaga og sunnudaga eða
almenna frídaga, enda séu íbúðir ekki
innan 100 metra fjarlægð frá viðkom-
andi stöðum. Veitingastöðum á at-
hafna-, iðnaðar-, og hafnarsvæðum
sem eru innan 100 metra fjarlægðar
frá íbúðabyggð er aðeins heimilt að
veita áfengi i takmarkaðan tíma um
helgar. Skilyrði um fjarlægð er sett
vegna íbúa sem kunna að verða fyrir
ónæði vegna næturlangrar veitinga-
starfsemi. Tekið er fram að vegna
sérstakra aðstæðna sé ekki hægt að
beita slíku skilyrði í miðborginni.
MEIRI hluti efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingileggur til að frum-
varp viðskiptaráðherra um breyting-
ar á samkeppnislögum verði sam-
þykkt en nefndaráliti meirihlutans
var dreift á Alþingi aðfaranótt mið-
vikudags. Meirihlutinn leggur til
breytingar á 10. gr. frumvarpsins
sem varða heimildir samkeppnisráðs
til að ógilda samruna ef það telur að
hann hindri virka samkeppni.
Markrnið frumvarps viðskiptaráð-
herra var að skerpa á samkeppnis-
löggjöfinni. M.a. fól það í sér bann
við samkeppnishamlandi samstarfi
SEXTÍU ár voru í gær liðin frá því
að Bretar hernámu ísland, en her-
námið er talið marka ákveðin túna-
mót í sögu landsins. Gífurlegar
breytingar urðu á íslensku samfé-
lagi í kjölfar þess að landið bland-
aðist með beinum hætti inn í
stríðsát ökin sem þá áttu sér stað í
Evrópu.
Það var um klukkan fjögur að-
faranótt 10. maí 1940 sem herskip
sigldu inn á ytri höfnina í Reykja-
vík. Klukkutíma áður hafði sést til
ferða ókunnrar flugvélar. Um var
fyrirtækja, bann við misnotkun á
markaðsráðandi stöðu og ennfremur
voru samrunaákvæði samkeppnis-
laga styrkt til muna.
Hart mun hafa verið deilt í röðum
stjómarílokkanna um frumvarpið en
sátt hefur nú orðið um að meiri hluti
efnahags- og viðskiptanefndar leggi
til samþykkt frumvarpsins með
breytingum, og snýr meginbreyting-
in að 10. gr. frumvarpsins en hún
varðar heimildir samkeppnisráðs til
að ógilda samruna ef það telur að
hann hindri virka samkeppni.
Meiri hlutinn leggur til að sett
að ræða sjö skip, tvö beitiskip og
fimm tundurspilla. í herliðinu voru
775 óbreyttir hermenn og 40 yfír-
menn. Skipakoman kom Islending-
um í opna skjöldu og tók nokkurn
tíma fýrir þá að átta sig á hvort
Bretar eða Þjóðverjar væru þarna
á ferð. Flestum létti þegar í ljós
kom að herskipin voru bresk.
Um klukkan fiinm gengu fyrstu
hermennirnir á land, en þeir sneru
sér að því að koma sér fyrir framan
við Landssímahúsið, pósthúsið og
gistihúsin. Eitt af fyrstu verkefnum
herliðsins var að fara að húsi þýska
ræðismannsins við Túngötu og
handtaka hann og starfslið hans.
Allir Þjóðverjar og íslendingar sem
grunaðir voru um að vera hliðhollir
Þjóðveijum voru einnig hand-
teknir.
Um klukkan 8:30 flutti Hermann
Jónasson forsætisráðherra ávarp
þar sem hann gerði þjóðinni grein
fyrir atburðum dagsins. Bað hann
þjóðina um að líta á hermennina
sem gesti og hvatti hana til að sína
þeim kurteisi í hvívetna.
Ákveðið með
skömmum fyrirvara
Bretar ákváðu með mjög skömm-
um fyrirvara að hernema Island.
Vígstaðan í stríðinu breyttist hratt
vorið 1940. Þjóðveijar hernámu
Danmörku og Noreg 9. aprfl 1940
og á sama tíma stóðu Bretar höllum
fæti í baráttu um yfirráð á Atlants-
hafí. Bretar gerðu sér því fljótlega
ljóst að þeim var lffsnauðsynlegt að
fá aðstöðu fyrir flugvélar og her-
skip á íslandi.
I lok aprfl fyrirskipaði Winston
Churchill flotamálaráðherra að
gerð skyldi áætlun um að koma upp
verði svokölluð minniháttarregla í
greinina til þess að takmarka þau til-
vik sem falla undir ákvæði hennar.
Er þetta í samræmi við ákvæði sam-
keppnislaga i flestum ríkjum Evr-
ópu, að því er segir í nefndaráliti
meirihlutans, en undir það skrifa
þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks og
tveir þingmenn Framsóknarflokks.
Gerir meirihlutinn tillögu um að
ákvæðið taki einungis til samruna
þar sem sameiginleg heildarvelta
viðkomandi fyrirtækja er 1 millj-
arður kr. eða meira og ársvelta
a.m.k. tveggja fyrirtækja sem aðild
aðstöðu fyrir flugvélar og herskip á
íslandi. Skiptar skoðanir voru inn-
an bresku ríkissljómarinnar um
hvort samráð ætti að hafa við Is-
lendinga. 6. maí tók Churchill síðan
ákvörðun um að hertaka Island.
Ekki gafst mikill tími til undirbún-
ings leiðangrinum enda kom fijót-
lega í ljós að herliðið var rcynslulít-
eiga að samruna er 50 millj. kr. eða
meira. Þá er lagt til að skylt verði að
tilkynna Samkeppnisstofnun um
samruna sem uppfyllir þessi skilyrði
og jafnframt að Samkeppnisstofnun
verði skylt að tilkynna fyrirtækjum
innan þrjátíu daga ef hún telur
ástæðu til frekari rannsóknar á sam-
keppnislegum áhrifum samrunans.
Minnihluti tveggja þingmanna
Samfylkingar telur sig ekki geta
stutt breytingu á 10. gr. frumvarps-
ins, enda sé með öllu ástæðulaust að
þrengja gildissvið samrunareglna
frumvarpsins.
ið og vopnin voru gömul og úrelt.
10. maí var sögulegur dagur í síð-
ari heimsstyijöldinni. Þann dag
réðust Þjóðveijar inn í Holland og
Belgíu og Churchill varð for-
sætisráðherraBretlands. Breska
herliðið var á íslandi í eitt ár, en þá
var gert samkomulag um að banda-
rískir hemienn leystu það af hólmi.
Ekki ivillast
Fjölbreytt úrval
korta í kortadeild
Eymundsson
Lw Eymundsson
Kringlunni • sími: 533 1130 • fax: 533 1131
Fékk 8 milljónir
í Happdrætti HÍ
REYKVÍKINGUR fékk átta
milljónir króna í vinning þegar
dregið var í Happdrætti Háskóla
íslands í gær.
í útdrættinum kom hæsti vinn-
ingur á miða 767 og voru fjórir
miðar á því númeri í eigu sama
einstaklings í Reykjavík. í sama
útdrætti fékk Húsvíkingur eina
milljón króna í vinning, að því er
fram kemur í frétt frá Happdrætti
Háskóla íslands.
Sextíu ár frá
hernámi Breta
Breskir hermenn á hafnarbakkanum í Reylq'avík vöktu strax forvitni
íslendinga. Myndin er tekin að morgni 10. maí 1940.