Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 80
SltargtitiMfifeife Traust, elgö^I íslenska, I s ZJ murvorui Siðan 197B Leitið tHboðai ■■ Steilipi MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, S1MI569UOO, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS,AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Haraldur Örn Ólafsson náði norðurpólnum eftir 32 stunda göngu á lokasprettinum „Ég er á toppi tilverunnar“ Morgunblaðið/Einar Falur Glaðst í Resolute Bay í Kanada í gærkvöldi. Ingþór Bjarnason, Una Björk Ómarsdóttir og Hallur Hallsson fagna eftir að hafa fengið frétt- irnar af komu Haraldar Amar á pólinn. Haraldur Örn Ólafsson komst á norðurpólinn í gærkvöldi eftir átta vikna göngu við erfiðar aðstæður. Hann gekk nánast samfeilt í 32 stundir á lokasprettinum. Myndin er tekin skömmu fyrir páska er Har- aldur fékk birgðir út á ísinn. „ÞETTA er Haraldur Örn Ólafsson sem talar. Ég er á toppi tilverunnar. Ég er búinn að ná norðurpólnum," sagði Haraldur pólfari í símtali við Davíð Oddsson í höfuðstöðvum bak- varðasveitar pólfarans í gærkvöldi laust fyrir klukkan hálftíu. Haraldur hefur skipað sér í fá- mennan hóp manna í heiminum sem tekist hefur að ganga bæði á suður- og norðurpólinn en sá fjöldi hleypur á örfáum tugum manna. Á þessu vori hefur einungis tveimur pólför- um svo vitað sé tekist að sigra norð- urpólinn einsömlum en auk Haralds lfL*er það Svíinn Ola Skinnarmo. Hátt í tugur pólfara hefur gefist upp á leið- inni einkum vegna kals og þurft að snúa við eða láta sækja sig. Haraldur var þreyttur er hann hringdi úr Iridium-gervihnattasím- anum af norðurpólnum en lýsti því yfir að þreytan viki fyrir sigurgleð- inni. „Þetta er alveg stórkostleg stund,“ sagði Haraldur um ferðalok- in í samtali við forsætisráðherra. „Þessi fagnaðarlæti sem hér eru endurspegla þá ánægju og það stolt ^rsem býr nú í hugum landsmanna allra,“ sagði Davíð Oddsson við Har- ald, en talsverður fjöldi fólks fylgd- ist með samtali Haralds og Davíðs. „Það kemur í minn hlut að óska þér til hamingju fyrir hönd samlanda HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra lagði fram breytingartil- lögu í gærkvöldi við frumvarp um framkvæmd tiltekinna þátta í vam- arsamstarfi íslands og Bandaríkj- anna. Tillagan gerir ráð fyrir að ákvæðum frumvarpsins er varðar verktöku verði frestað um eitt ár. „Þessi frestun í eitt ár er gerð til að skapa svigrúm til frekara sam- ráðs við Bandaríkjamenn um það mál. Það snertir þá að verulegu leyti vegna þess að hér er um að ræða verk sem eru unnin á þeirra kostnað og við höfum því talið rétt að skapa þetta svigrúm," sagði Halldór. Hann sagði að haldið yrði áfram að vinna að málinu á þeim grundvelli sem hefði verið lagður. „Það liggur fyrir að því er varðar það mál sem þinna, ríkisstjórnarinnar og þings- ins.“ Haraldur sagðist hafa verið á skíðunum í 32 tíma án þess að hvíl- ast mikið og lokaspretturinn hefði verið stífur. „Ég var rétt í þessu að hefur verið viðkvæmast í þessu öllu, þ.e. sjóflutningamir, að það skapast lengri aðlögunartími og svigrúm fyr- ir þjóðimar til að ræða það mál betur og vonandi fæst í það niðurstaða." Halldór sagði að viðræður við Bandaríkjamenn hefðu haldið áfram í þessari viku og þeim væri ekki end- anlega lokið. Viðræðurnar hefðu ver- ið gagnlegar og hann sagðist gera sér vonir um jákvæða niðurstöðu. Breytingartillagan gerir einnig ráð fyrir að orðalagi frumvarpsins um aðgang að vamarsvæðinu verði breytt. Halldór sagði að tillagan gerði ráð fyrir nákvæmara orðalagi sem ætti vonandi að eyða öllum mis- skilningi um efni þessarar greinar frumvarpsins, sem er fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag. koma á pólinn og það er stórkostleg stund að upplifa þetta eftir tveggja mánaða þrotlausa vinnu. Það eru ekki nema tvö ár síðan ég stóð á suð- urpólnum og það er sérstök tilfinn- ing að vera á norðurendanum með suðurpólinn beint undir fótum sér.“ Sannur afreksmaður Davíð Oddsson lauk lofsorði á frammistöðu pólfarans að loknu af- rekinu og lýsti því yfir að hann væri sannur afreksmaður. „í okkar huga ertu sannur afreksmaður sem við emm stolt af. Þetta er titill sem þú hefur unnið þér inn með fótunum en þó aðallega með ótrúlega einbeittum vilja. Þessi síðasti spotti þinn hefur verið magnaður, þú hefur hvorki unnt þér svefns né matar til þess að ná þessu marki. Við emm afskap- lega ánægð með þig og stolt af þér og þakklát," sagði Davíð við Harald. Una Björk Omarsdóttir, unnusta Haralds, sagði í samtali við Morgun- blaðið frá Resolute í Kanada að langþráðu takmarki væri náð „og það var alveg frábært að heyra í NÍU milljarða króna viðbótarfjár- magni verður varið til samgöngu- mála á næstu fimm áram, 2000-2004, og verður fjárins fyrst og fremst afl- að með sölu ríkiseigna, en nefndarálit samgöngunefndar kom fram á Al- þingi seint í gærkvöld. I bókun nefndarinnar kemur fram að gert er ráð fyrir að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar 2006. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að um 4,6 milljörðum króna yrði varið til jarðgangagerðar á tímabilinu. Þá væri einn milljarður kr. ætlaður til vegagerðar sem tengdist virkjunum og stóriðju á Austurlandi. Gert væri ráð fyrir að 1.700 milljónum kr. yrði varið til við- bótar vegna vegaframkvæmda á höf- uðborgarsvæðinu. Þar væri um að ræða framkvæmdir við Reykjanes- braut í gegnum Hafnarfjörð, breikk- honum,“ sagði hún, Foreldrar Har- alds, Sigrún Richter og Ólafur Örn Haraldsson og Haukur Steinn, bróð- ir hans, sögðu engan efa hafa verið í huga sínum að hann næði pólnum. I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagðist Haraldur aldrei hafa verið almennilega viss um að ná norðurpólnum á meðan á hinni átta vikna göngu stóð. „Maður hefur mætt miklu mótlæti, til dæmis lenti ég á svæði með gríðarmiklum vök- um sem em hér allt í kringum mig. Þegar maður sér ekki fyrir endann á þeim hugsar maður að ómögulegt sé að komast fyrir þær. Maður hefur því aldrei verið viss um að ná póln- um yfirleitt. Þegar ég átti 40 km eft- un Vesturlandsvegar í gegnum Mos- fellsbæ og sérstakt viðbótarfjármagn vegna gatnamóta á höfuðborgar- svæðinu. Einnig væri verið að tala um 400 milljóna króna framlag til gerðar Suðurstrandarvegar. Sturla bætti við að enn fremur væri um að ræða 200 milljóna kr. við- bótarfjármagn til stórverkefna á Vestfjörðum og 300 millj. kr. til brúar yfir Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi. Þá væri það nýmæli að finna í þess- um tillögum, að varið yrði 300 millj- ónum króna á ári frá 2002 til 2004 til framkvæmda við jaðarbyggðavegi og ferðamannaleiðir. Sturla sagði að fjár til þessa yrði fyrst og fremst aflað með sölu ríkis- eigna og ekki yrði um miklar fram- kvæmdir að ræða fyrr en eftir næsta ár vegna atvinnuástands og þenslu á vinnumarkaði. ir á pólinn kom þrjóska upp í mér og ég ákvað að ég skyldi ljúka ferðinni í tveimur áföngum. Ég hvíldi mig raunar ekki á milli áfanganna." Haraldur fylgdist með GPS-stað- setningartæki sínu reglulega síðasta daginn og með notkun þess sá hann í gærkvöldi að pólpunktinum var náð. Segulnálin í áttavita Haralds vísar á norðursegulskautið sem er norð- vestur af Kanada sem þýðir í raun að norðurnál áttavitans snýr í suður frá norðurpólnum. „Ég var hræddur um að pólÚnn væri úti í miðri stórri vök en ég fann hann á ísfleka og það er mikið af sjó hér í kring.“ ■ Var alltaf viss/4 „Þetta em mjög arðsamar fram- kvæmdir og mikilvægt að geta nýtt eignasöluna til slíkrar uppbygging- ar,“ sagði Sturla. Tvöföldun lokið 2006 Ami Johnsen, formaður sam- göngunefndar, sagði að auk viðbótar- fjárins væri í nefndaráliti samgöngu- nefndar bókað að miðað væri við að tvöfoldun Reykjanesbrautai- frá Kúagerði í Hafnarfjörð yrði boðin út árið 2002 og stefnt væri að því að Ijúka tvöföldun að Fitjum í Njarðvík 2006 og verkefninu því í raun flýtt um fimm ár. Einnig væri í bókuninni ákvæði varðandi Sundabraut. Miðað væri við að verja 50 milljónum næstu tvö árin til undirbúnings verksins, en eftir það væri við endurskoðun vega- áætlunar ætlunin að afla viðbótarfjár til þess. Frumvarp um varnarsamstarfíð Akvæðum um verktöku frest- að í eitt ár Níu milljarðar til samgöngumála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.