Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 5Í.
Kirkju-
sigling -
kirkju-
göngur
Safnaðarstarf
í DAG, fimmtudaginn 11. maí, er
lokadagur vetrarvertíðar á Suður-
landi og jafnframt afmælisdagui’
Kópavogsbæjar, en hann fékk
kaupstaðarréttindi árið 1955 og er
því 45 ára. Af þessu tilefni verður
lokaáfangi kirkjugöngu Reykjavík-
urprófastsdæma í dag. Þessi síðasti
áfangi hefst á göngu frá Kópavogs-
kirkju að höfninni á Kársnesi, en
þaðan verður siglt fyrir Seltjarnar-
nes til Reykjavíkurhafnar og gengið
til Dómkirkjunnar þar sem göngunni
lýkur með guðsþjónustu. I sigling-
unni verður fólk frætt um sögu
Kópavogs, Seltjamamess og
Reykjavíkur, en sér í lagi sögu þeirra
staða sem siglt verður framhjá.
Ferðin hefst hjá Kópavogskirkju
um kl 18.00, en siglt verður frá Kópa-
vogshöfn um 18.30. Það er Reykja-
víkurhöfn sem leggur til skipið Ames
til ferðarinnar. Kunnugir menn um
sögu og staðhætti sjá um fræðsluna
og veitingar verða til sölu um borð.
Áætlað er að siglingin taki um eina
og hálfa klukkustund og komið verði
til Reykjavíkur um ld. 20.00. Frá
höfninni verður haldið til guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni. Að lokinni
messu verður boðið upp á rútuferð að
Kópavogskirkju gegn vægu gjaldi.
Þetta er lokaáfangi kirkjugöng-
unnar, sem hófst frá Seltjamarnes-
kirkju í lok október 1999. Síðan lá
leiðin þaðan um Vesturbæinn og
Miðbæinn, Skólavörðuholtið, Norð-
urmýrina í Laugames. Um Laugar-
dal í Langholt, um Grensás í Bústaði.
Síðan í Grafarvog, um Árbæ og
Breiðholt í Kópavog, þar sem gangan
er nú stödd. Komið var við í öllum
kirkjum þjóðkirkjunnar á leiðinni,
ásamt flestum kirkjum annarra
kristinna safnaða. Áð var yfir jól og
áramót í Laugarneskirkju, en ferð-
irnar hófust aftur um miðjan febr-
úar. Öllum þeim sem hafa tekið þátt í
göngunum er þökkuð innilega frá-
bær viðkynning og samvera, en þau
jafnframt hvött til að koma og taka
þátt í lokaáfanganum og um leið í
gjöfulu og fræðandi starfi.
Vakin er athygli á að ekkert kostar
í þessa ferð og eru allir velkomnir
meðan skipsrúm leyfir.
KRISTIN TRÚ
f ÞÚSUND ÁR
ÁRIÐ2QOO
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14-17.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl.
10-12.
Dómkirkjan. Opið hús fyiTr alla ald-
urshópa kl. 14-16 í safnaðarheimil-
inu.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun. Léttur máls-
verður í safnaðarheimili eftfr stund-
ina.
Háteigskirkja. Jesúsbæn kl. 20.
Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með
handayfirlagningu og smuming.
Langholtskirkja. Foreldra- og
barnamorgunn kl. 10-12. Fræðsla:
Hlutverk feðra. Sesselja Guðmunds-
dóttfr hjúkrunarfræðingur. Svala
djákni les fyrir eldri börnin. Söng-
stund með Jóni Stefánssyni. Lang-
holtskirkja er opin til bænagjörðar í
hádeginu. Endurminningafundur
karla kl. 13-15.
Laugameskirkja. Morgunbænir kl.
6.45-7.05. Kyrrðarstund kl. 12.00.
Orgelleikur til kl. 12.10. Að stundinni
lokinni er léttur málsverður á vægu
verði í safnaðarheimilinu. Samvera
eldri borgara kl. 14. Kvöldvökukór-
Kópavogskirkja.
inn syngur undir stjóm Jónu K.
Bjarnadóttur, upplestur, kaffiveit-
ingar og kátína. Þjónustuhópur
Laugameskirkju annast samkomuna
ásamt sóknarpresti og kirkjuverði.
Neskirkja. Æskulýðsfélag Nes- og
Dómkirkju. Sameiginlegur fundur í
safnaðarheimili Neskirkju kl. 20.
Breiðholtskirkja. Bach í Breiðholts-
kfrkju. Þriðju tónleikamir í tónleika-
röðinni „Bach í Breiðholtskirkju"
verður í kvöld kl. 20. Þýrski organist-
inn Jörge Sodnermann leikur orgel-
verk eftir J.S. Bach. Aðgangseyrir
rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Mömmumorgunn á föstudögum kl.
10-12.
Digraneskirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12. Kl. 11.15 leikfimi íþróttafé-
lags aldraðra í Kópavogi. Sýning á
verkum geðfatlaðra stendur yfir á af-
greiðslutíma kirkjunnar í maí.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-
12 ára drengi kl. 17-18.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf
fyrir 7-9 ára kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Samvera aldraðra í
safnaðarheimiUnu Borgum kl. 14-16.
Ilafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir
ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12
í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús
fyrir 8-9 ára börn í Vonarhöfn,
Strandbergi, kl. 17-18.30.
Vídaltnskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl-
íulestur kl. 21.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10-12 árakl. 17-18.30.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
10 foreldramorgunn. Kl. 17.30 TTT-
starf tíu til tólf ára krakka. Ki. 18
kyrrðar- og bænastund með Taize-
söngvum. Koma má fyrirbænarefn-
um til prestanna með fyrirvara eða í
stundinni sjálfri.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30.
Hvammstangakirkja. Kapella
Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og
bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænar-
efnum má koma til sóknarprests.
(ar FASTEIGIUAMIÐSTÖÐIN jgT
SKIPHOLTI SOB - SÍMI S52 6000 - FAX S52 6005
Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali
Opið virka daga frá kl. 8-12 og 13-17
Heilsársbústaður
í Svarfhólsskógi
Bústaðurinn stendur á 8.700 fm kjarrivöxnu eignarlandi við Laxá í
Leirársveit. Bústaðurinn er 50 fm auk 20 fm svefnlofts. Stofa,
eldhúshorn, tvö svefnherbergi og snyrting með sturtu. Inni- og
útigeymsla. Stór verönd. Stutt í sund, golf og vatnaveiði. Klukkutíma
akstur frá Reykjavík. Verð 6,5 m. 13460
BÚJARÐIR
Á söluskrá FM eru núna yfir 40 sumarhús og 90 jarðir af ýmsum
stærðum. Póstsendum söluskrár um land allt.
M(bíE(B(sú3ís leysir vandann
Reflectix er 8 mm þvkk enduraeislandi einonarun i rúllum.
7 lög en 2 ytri alúminíum—lög endurgeisla hitnnn.
Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m.
I háoloft, bok við ofna, í fjós, hesthús, ó rör, ó veggi,
tjoldbotno, sessur, svefnpoko o.m.fl.
Skæri. heftibyssa oa límband einu verkfærin.
PÞ
&CO
Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100
Vinsældalisti þar sem
þú hefur áhrif!
—
.^
Wmá
. = 3
^ á uppielð ^ á niðurteið
Mj^stendur í stað Jp nýtt á iista
Víkan 10.05.- 17.05.
«► 1. TellMe
Einar ágúst og Telma
2. 0ops...l did it again
Britney Spears
iy 3. Falling Away From Me
Korn
4* 4. Rock Superstar
Cypress Hill
^ 5. Forgot About Dre
Eminem
/ 6. Never Be The Same Again
Mel C. og Lisa “Left eye” Lopez
7. Run to the Water
. Live
8. Dánarfregnir og jarðarfarir
Sigur Rós
v/ 9. Crushed
Limp Bizkit
10. Guerilla Radio
Rage Against The Machine
11. Say My Name
Destiny’s Child
^jr 12. Don’t Wanna Let You Go
Five
^r 13. Hann
Védís H. Árnad.
14. The Ground Beneath Her Feet
U2
4^ 15. Okkarnótt
Sálin hans Jóns míns
A 16. Maria Maria
Santana
V 17. IWannammm
The Lawyer
4 18. OtherSide
Red Hot Chilli Peppers
\ 19. There You Go
Pink
^ 20. Starálfur
Sigur Rós
Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is.
mbl.is
9-
SKJÁREINN