Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR11. MAÍ 2000 59 UMRÆÐAN Hálendisbaráttan rétt að hefjast RÉTT fyrir mán- aðamótin aprfl-maí fluttu fjölmiðlar frétt- ir af því að Lands- virkjun ætlaði sér að verja milljarði króna til rannsókna vegna virkjunar í Jökulsá á Brú við Kárahnjúka. Forsenda þessa áhuga virkjunaryfír- valda er álver í Reyð- arfirði, helmingi stærra en það sem Fljótsdalsvirkjun átti að útvega orku fyrir, en helmingi minna en álver sem fyrirætlanir eru um að reisa á endanum. Miðað við þetta yrði hin gríðarstóra Kárahnjúkavirkjun að- eins upphafíð að fleiri virkjunum á hálendinu og yrði lítið eftir af óspilltu landsvæði austan Jökulsár á Fjöllum að þeim framkvæmdum loknum. Við þessu mátti búast. Eftir að opinbert varð að ekki yrði neitt af Fljótsdalsvirkjun án umhverfis- mats var ekki neitt því til fyrir- stöðu að hefjast handa við „skyn- samlegri" virkjanir, miðað við gróða í huga. Því að ein af ástæð- um þess að hætt var við Fljóts- dalsvirkjun er að sú virkjun var óhagkvæm miðað við það sem fá mætti út úr virkjun á sömu slóðum; slík áform hefðu bara þurft að gangast undir mat á umhverfis- áhrifum. Barátta almennings Með þessu er ég síst að gera lítið úr baráttu almennings fyrir því að hætt var við virkjun í Fljótsdal án mats á umhverfisáhrifum. Því þótt við séum mörg sem viljum ekki virkja á hálendinu norðan Vatna- jökuls undir neinum kringumstæð- um er það engu að síður staðreynd að margir eru tilbúnir til að fallast á að þar sé virkjað ef mat á um- hverfisáhrifum leiðir í ljós að það sé óhætt og börðust því e.t.v. meira fyrir því að slíkt mat færi fram en fyrir öðru. Getum við þá ekki treyst því að ef mat á umhverfisáhrifum fer fram, að þá verði ekki ráðist í framkvæmdir sem spilla náttúr- unni? Svarið við þeirri spurningu er bæði já og nei. Framkvæmda- aðilar geta ekki gert það sem þeim Mikið úrval af Silki-damaski í metratali Skólavörðustíg 21, Rvík, sími 551 4050. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uáuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 sýnist, eingöngu með því að stjórnmálamenn samþykki hvað sem er, heldur fer fram form- legt mat, byggt á margvíslegum rann- sóknum og, síðast en ekki síst, talsverðum möguleikum almenn- ings til að gera at- hugasemdir við fram- kvæmdirnar. Enda þótt hinn skýlausi réttur al- mennings og hags- munaaðila komi e.t.v. fyrst og fremst til eftir að framkvæmdaaðili hefur birt skýrslu um framkvæmdina, í þessu tilviki skýrslu sem á að kosta milljarð að undirbúa (auk þeirra fjármuna sem þegar hefur verið eytt til þess arna), þá er barátta almennings fyrir verndun hálendisins á meðan Virkjanir Af þessu má ljóst vera, segir Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, að mikið er í húfi og þótt sigur hafí unnist í Eyjabakka- málinu má síst sofna á verðinum núna. á skýrslugerð stendm- þýðingar- mikil. Það sannar baráttan fyrir verndun Eyjabakka. Það er smekksatriði en jafnframt pólitísk spuming hvort mikilvæg- ara er að vernda Eyjabakka eða gljúfur Jökulsár á Brú en gljúfrið á að fylla og breyta í lón sem á að vera tugir ferkflómetra að stærð og fram að jökli. Persónulega geri ég ekki mikinn mun þar á; hvort tveggja er óbætanlegur skaði. Einn munur er þó sem ekki má vanmeta og hann er sá að Eyjabakkar eru tiltölulega afmarkaður blettur í út- jaðri hálendisins en virkjun við Kárahnjúka og tilheyrandi lón kljúfa u.þ.b. einn þriðja af hálend- inu ósnortna norðan Vatnajökuls frá hinum hlutanum. Fyrir utan hættuna á því að haldið verði áfram að virkja, m.a. í Fljótsdal, og jafnvel að veita hluta Jökulsár á Fjöllum austur til að virkja það vatn. Þótt sigur hafi unnist í Eyja- bakkamálinu má síst sofna á verð- inum núna því hugsanlega eru margföld náttúruverðmæti í húfi. Tæknihyggja í mati á umhverfisáhrifum Flestar skýrslur um mat á um- hverfisáhrifum sem ég hef lesið fjalla fyrst og fremst um tvennt: í fyrra lagi hvort unnt er að fram- kvæma og þá hvemig er unnt að standa að þeirri framkvæmd sem áhugi er á, og í síðara lagi lýsingar á náttúrufari og rannsóknum á því. Hið fyrrnefnda er yfirleitt ítarleg- ast, enda auðvitað ekki skynsam- legt að leggja til framkvæmd nema vita hvernig hún er möguleg. Á náttúrurannsóknunum er svo næsta lítið mark tekið í tillögum skýrslnanna, sérstaklega ef þær fara í bága við að framkvæmdin sé skynsamleg. I fáum eða engum skýrslum um mat á umhverfisáhrifum er mikið byggt á félagsvísindarannsóknum. Stundum eru fullyrðingar um mik- ilvægi framkvæmdarinnar fyrir at- vinnulíf, e.t.v. í bland við fáeinar hagtölur á borð við íbúa- og at- vinnuþróun. En hvað gerist í sam- félaginu á Austurlandi ef farið verður á stað með mörg hundruð manna vinnustaði, tímabundna og ótímabundna? Rannsaka þyrfti hvað hefur gerst annars staðar þar sem virkjanir hafa verið reistar og þar sem stórir vinnustaðir urðu til í fámennum samfélögum. Þá má benda á að hver og ein framkvæmd er yfirleitt metin ein og út af fyrir sig. Þannig er mat á umhverfisáhrifum álvers í Reyðar- firði ekki líka mat á virkjunum til að afla orku handa þvl (við Kára- hnjúka, í Amardal, í Fljótsdal, í Bjarnarflagi, í Öxarfirði og e.t.v. Vor- og sumarvörur í úrvali Stretch- gallabuxur Dömubuxur Kvartbuxur Stuttbuxur Opið daglega kl. 10—18 laugardaga kl. 10—14 tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Ingólfur Ásgeir Jó- hannesson víðar), línum, vegum o.fi. fram- kvæmdum - eins og eðlilegt væri að mínum dómi þar sem það eru heildaráhrifin sem skipta máli. Meta ætti umhverfisáhrif álvers, virkjana, vega og lína saman. Niðurstaðan er sú að enda þótt óhemjufjármunum verði eytt í mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúka- virkjunar er ekki líklegt Lands- virkjun ætli sér aðra niðurstöðu en þá sem þegar hefur verið ákveðin, þ.e. að rétt og óhætt sé að virkja þar. í skýrslunni verða tæpast vegnir og metnir aðrir valkostir í atvinnumálum Austurlands eða þau félagslegu mál sem þarf að leysa við svo stórkostlegar framkvæmd- ir. Hugsanlegt er aftur á móti að í skýrslunni verði fjallað á yfirborðs- legan hátt um verndun hálendisins og gildi þess að stærsta óbyggða svæði í Evrópu sé varðveitt og nýtt án þess að skerða það. Lýsingar á náttúru svæðisins verða þar einkum til skrauts en ekki til að hafa úrslitaáhrif á niður'- stöðuna. Engu máli skiptir þótt í raun sé notað almannafé fyrirtækis í eigu í-íkis og tveggja stórra sveit- arfélaga. Eitt er alveg víst og það er að barátta almennings fyrir verndun hálendisins mun skipta sköpum eins og sannaðist í Eyjabakkamál- inu. Því er mikilvægt að halda vöku sinni og láta ekki tæknital villa um fyrir sér. Umhverfismat án aðhalds almennings verður umhverfisplat og getur valdið óbætanlegum skaða um alla framtíð. Höfundur er ddsent við Háskólann á Akureyri. TAL12 er 12 mánaða áskrift hjá TAL, þar sem síminn er niðurgreiddur og eru greiddar krónur 400 eða 800 á mánuði (eftir þvf hvaða simi er valinn) ásamt föstu áskriftar gjaldi. Hægt er að velja á milli irigqja þjónustuleiða sem eru EinTal, FriTal og TímaTal.Tal 12 er bundið við :redit kort, Visa, Euro eða Veltukort. « BT endurqreioir þér sjónvarpio að fullu! BT endurqreiðir þér sjónvarpið að fullu!! BT endurgreiðir þér sjónvarpið að fullu!!! Pizza67 gefur þér 16" pizza veislu með Coke! Hvaö þýða úrslitin? Skeifunni - 550-4444 • Hafnarfirði - 550-4020 INIOKIA Kringlunni - 550-4499 • Reykjanesbæ - 421-4040 • Akureyri - 461-5500 '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.