Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þröngur fjárhagur ástæðan fyrir sumarlokun fæðingardeildar í Neskaupstað A ekki að skerða öryg’g’i barnshafandi kvenna ÞRÖNGUR fjárhagur er þess vald- andi að loka þarf fæðingardeildinni í Neskaupstað í sumar, að sögn Einars Rafns Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnun- ar Austurlands. Hann segir jafn- framt að lokunin eigi ekki að skerða öryggi barnshafandi mæðra í fjórð- ungnum, þó svo að þjónustan verði skert. Lokun fæðingardeildarinnar var mótmælt á dögunum í bréfi til Heil- brigðisstofunar, þar sem m.a. er bent á að verið sé að skerða öryggi barnshafandi kvenna á Austurlandi, þar sem að ekki sé annars staðar fullkomin skurðstofa með sérfræð- ingum á vakt allan sólarhringinn. Fæðingardeildin verður lokuð í sex Eigendur tíkurinn- ar Lady Queen höfða skaðabótamál Krefjast 2,2 millj- óna króna EIGENDUR tíkurinnar Lady Queen, þær Dagbjört og Kristín Olsen, hafa höfðað skaðabótamál gegn fyrrver- andi nágranna sínum fyrir að hafa ráðist á Dagbjörtu, tekið af henni hundinn og drepið hann í maí árið 1997. Krefjast þær samtals 2,2 milljóna króna, auk dráttarvaxta, í bætur vegna hundsins og vegna afleiðinga árásarinnar á Dagbjörtu. I júní árið 1998 var maður- inn dæmdur í Hæstarétti til greiðslu 200 þúsund króna sektar vegna atburðarins. Dagbjört krefst tæplega 1,5 milljóna króna í þjáning- ar-, miska- og örorkubætur vegna árásarinnar. Krafist er 400 þúsund króna í skaðabæt- ur vegna hundsins og auk þess 350 þúsund króna í miskabætur. Mæðgurnar segjast geta lagt fram gögn sem sýni að þær hafi hvorki brotið gegn lögum um hundahald né ögr- að öðrum íbúum hússins, eins og gengið var út frá í dómi Hæstaréttar. vikur frá 19. júní til 1. ágúst, en fæðingardeildin á Egilsstöðum verður opin á sama tíma. „Við erum bara að hagræða, þetta er hreinlega sparnaðarráð- stöfun til að mæta þröngum fjár- hag. Þetta hefur tíðkast á fæðingar- deildinni á Egilsstöðum í nokkur sumur en ég vonast til að þetta verði tímabundið bragð á Norðfirði. Við erum bara nákvæmlega undir sömu sök seldir og aðrir sem stýra í heilbrigðiskerfinu að við höfum ekki nægfiegt fé til að gera allt og þetta var lagt til af stjórnendum spítalans," segir Einar Rafn. Fæðingardeildin í Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað er mest sótt af konum úr Fjarðabyggð VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra hefur veitt Metani hf. leyfi til raforku- framleiðslu með notkun hauggass. Samkvæmt orkuiögum þarf leyfi og af svæðinu frá Fáskrúðsfirði að Stöðvarfirði. Einar Rafn telur að ekki sé verið að skerða öryggi barnshafandi kvenna og að öryggis- þátturinn sé ekki verri en víðast annars staðar á landinu. Hann segir þessa ráðstöfun fyrst og fremst skerða þjónustu fyrir konur sem annars hefðu fætt í Neskaupstað, og að þær verði að velja um að fara til Egilsstaða, á Landspítalann eða til Akureyrar. Þótt deildinni sé lok- að verður barnshafandi konum áfram tryggt óskert eftirlit. Bitnar mest á íbúum Neskaupstaðar „Við teljum að öryggi sé ekki skert en þetta er hins vegar skert ráðherra til að reka 200 til 2.000 kW raforkuver, en raforkuver Met- ans hf. verður 1.000 kW. „Þetta er í fyrsta sinnsem virkj- analeyfi er veitt fyrir raforkufram- þjónusta og við gerum okkur grein fyrir því. Komi eitthvað upp á hjá fólki í þessum fjórðungi er það flutt til Neskaupstaðar, þar sem skurðstof- an er til staðar. Og sumir eiga allt að tveggja klukkutíma akstur þang- að með sjúkrabíl. Svo dæmi sé tekið er 45 mínútna akstur af fæðingar- deildinni á Egilsstöðum til Nes- kaupstaðar. Þetta er ekki minna öryggi en víðast hvar tíðkast á þessu landi. En að sjálfsögðu er erfitt að skerða það sem menn eru vanir. íbúar Neskaupstaðar, sem búa við hliðina á spítalanum, finna mest fyrir þessu. Aðrir hafa orðið að sætta sig við þessa ráðstöfun um áratugi." leiðslu, sem ekki kemur frá hefð- bundinni auðlind," sagði Valgerður og benti á að þetta væri einnig í fyrsta sinn sem rusli væri breytt í rafmagn hér á landi. Efast um gagnsemi DNA-skrár lögreglu PÉTUR Hauksson, formaður Mann- vemdar, lýsir yfir efasemdum sínum um gagnsemi DNA-skrár á afbrota- sviði sem ríkislögreglustjóra er ætl- að að færa samkvæmt tillögum nefndar á vegum dómsmálaráðherra. í nýútkominni skýrslu nefndarinn- ar er lagt til að hér á landi verði hafin kerfisbundin skráning upplýsinga um erfðagerð, fenginna úr lífsýnum sem tekin hafa verið þágu rannsókn- ar opinberra mála. Með notkun slíkr- ar DNA-skrár er talið að lögregla geti aukið möguleika sína á saman- burðarannsóknum sem væri til þess fallið að auðvelda rannsókn tiltek- inna alvarlegra afbrota, s.s. í kyn- ferðisbrota-, líkamsárása- og manndrápsmálum. Nefndin leggur m.a. til að upplýs- ingar um DNA-snið þeirra sem hafi hlotið refsidóma fyrir nauðgun, manndráp eða líkamsárás, verði skráðar í DNA-skrána og ennfremur snið þeirra sem ekki verður refsað vegna ungs aldurs en ríldssaksóknari telur upplýst að hafi framið slík brot. Tilgangslaust að skrá DNA- upplýsingar bama og unglinga „Þar er um að ræða böm og ungl- inga sem ekki eru sakhæf og ég tel að það þjóni engum tilgangi að skrá DNA-upplýsingar um þau. Slík skráning getur leitt til misnotkunar seinna meir,“ segir Pétur. „Það er líka lagt til DNA-upplýsingar um ósakhæfa, geðsjúka afbrotamenn verði skráðar í DNA-skrána og ég spyr hvort ástæða sé til að mismuna sýknuðum einstaklingum með slík- um hætti og hvort það hafi nokkur varnaðaráhrif eða auðveldi að glæph' upplýsist. Uppljóstrun glæpa þess- ara örfáu ósakahæfu einstaklinga byggist ekki á DNA-sniði þeirra.“ --------------------- Tvö tilboð í brýr á Skógasandi TVÖ tilboð bárust Vegagerðinni í gerð brúa yfir Skógá og Kverná, sem báðar eru á Skógasandi. Lægra til- boðið barst frá Klakki ehf. í Vík í Mýrdal og hljóðar það upp á tæplega 43,2 milljónir króna, en hærra tilboð- ið er frá Guðgeiri Þorlákssyni í Reykjavík og hljóðar upp á tæplega 48,1 milljón króna. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðar upp á rúm- ar 46 milljónir. Brúin yfir Skógá er á hringvegin- um og verður 30 metrar á lengd, en brúin yfir Kverná er á Skógavegi og verður 12 metra löng, báðar tvíbreið- ar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það að hvoru tilboðinu verður gengið. Metan hf. fær leyfí iðnaðarráðherra Morgunblaðið/Þorkell Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhendir Jóni Atla Benediktssyni, stjórnarformanni Metans hf., leyfi til raforkuframleiðslu. Aðrir í sljóm fyrirtækisins eru Ogmundur Einarsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, og Jón Gauti Jónsson. Rusli breytt í rafmagn Hannes Guðmundsson segir samning Öldungs um einkarekið hjúkrunarheimili hagstæðan fyrir rrkið Hærri greiðslur vegna meiri krafna EINKAREKIÐ hjúkrunarheimili er hagstæður kostur fyrir ríkið, að mati Hannesar Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra Securitas, en fyrir- tækið á 85% í Öldungi hf. sem gert hefur samning við ríkið um byggingu og rekstur einkarekins hjúkrunar- heimilis við Sóltún. Þá segir hann að hærri greiðslur fyrir hvem sjúkling miðað við önnur hjúkrunarheimili skýrist af því að ríkið geri mun meiri kröfur til einkarekins heimilis. í utandagskrárumræðum á Al- þingi á þriðjudag var samningurinn nokkuð gagnrýndur og lagt til að Ríkisendurskoðun yrði falið að kanna samninginn, þar sem nýja heimilið fengi hærri greiðslur fyrir hvem sjúkling en önnur hjúkrunar- heimili hafi í dag. Hannes segir slíka könnun sjálfsagða og segist taka undir með heilbrigðisráðherra, sem fagnaði slíkum hugmyndum. Hann segir jafnframt að forráða- menn á Grund, sem mótmæltu samningnum, ættu að fagna honum. Svo virðist sem að Grund og Hrafn- ista séu rekin með tapi og telur Hannes að samningur Óldungs hf. við ríkið hljóti að verða til þess að greiðslur til þeirra verði lagfærðar og að verkefnið muni vinna með þeim sem fyrir eru á þessum mark- aði. „Hins vegar varðandi það að þama sé verið að greiða meira en til annarra, þá skýrist það að öllu leyti af því að kröfumar sem gerðar era til reksturs þessa heimilis era rneiri en kröfur til annarra heimila. Og í því liggur í raun skýringin á þessum mismun. Mitt mat er það að þetta sé góður samningur fyrir ríkið. Ríkið er að fá mikla þjónustu og mjög gott hjúkrunarheimili fyrix' þennan pen- ing.“ Mannúðarsjónarmið áfram höfð að leiðarljósi Að sögn Hannesar verða 80 fer- metrar á bak við hvern vistmann í heildarbyggingunni og segist hann telja víst að hjá öðram hjúkranar- heimilum séu talsvert færri fermetr- ar á bak við hvern vistmann, allt nið- ur í 40 fermetra. Þá séu gerðar stífar kröfur til umönnunarþátta og að fag- fólk verði í hverju starfi. „í öllu þessu verkefni eru mjög stífar kröf- ur frá hendi ráðuneytisins sem ná til allra þátta.“ I umræðum á Alþingi kom fram í málflutningi stjómarandstæðinga að með samningnum væri verið að hverfa frá þeirri stefnu að mannúð- arsjónarmið væra ráðandi um um- önnun aldraðra og við tækju hagnað- arsjónarmið. Hannes segir það íráleita yfirlýsingu að verið sé að hverfa frá mannúðarsjónarmiðum. „Við skulum átta okkur á því að á þessu heimili mun starfa fagfólk. Eitthvað af því fagfólki mun koma frá öðram stofnunum í samskonar rekstri, og halda menn að þetta fólk hafi ekki lengur mannúðarsjónarmið í sinni umönnun að leiðarljósi? Það er alveg fráleitt að halda því fram að það gerist. Það er nánast ekki svara- vert.“ Hannes segist viss um að með einkaframkvæmd muni koma fram ákveðnar nýjungar varðandi rekstur hjúkrunarheimila. „Með þessu mun nást eitt fram sem er mjög mikil- vægt. Það mun nást samanburður á milli einkarekins hjúkranarheimilis og annarra heimila. Þá verður það mælt með þeim tækjum sem land- læknir og ráðuneytið hafa, bæði með könnun hjá vistmönnum og ættingj- um þeirra. Þá mun koma í ljós hver hefur á réttu að standa í þessu sam- bandi, og ég er sannfærður um að við komum vel út úr þeim samanburði."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.