Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 ** .......... Lög sett á færibandi Borgurunum má hins vegar ekki líða eins ogþeirséu leiksoppar í kerfi duttl- unga oggeðþótta: Nú máttu œttleiða, nú máttu það ekki. Nú bönnum við hljóðritanir vegna Evróputilskipunar, sem ekki bannarhljóðritanir. Eftir Karl Blöndal STUNDUM vaknar sú tilfinning að lög fari í gegnum Alþingi án nokkurrar yfirlegu. Mest verður óðagotið þegar þingheimur vill komast út í vorið eða jólin nálgast og ftumvörp eru afgreidd á færibandi. Nú er til dæmis komin upp sú skrýtna staða að réttur samkynhneigðra til ætt- leiðinga takmarkast ef viðkomandi eru í staðfestri sambúð. Valborg Snævarr hæstaréttar- lögmaður bendir á að sam- kynhneigðir eigi sömu möguleika og aðrir einhleypingar á að ætt- leiða bam svo lengi, sem þeir séu ekki í staðfestri samvist. „Heimildin fyrir einhleypinga uinunDE kominnílögin ” IWHWIfr í desember og er lögfesting á reglu, sem menn töldu gilda áður,“ segir hún. „Þetta hafði gerst einstaka sinnum þó að það væri í raun andstætt lögum.“ í annarri grein laga númer 130 frá árinu 1999 segir orðrétt: „Heimilt er að leyfa einhleypum manni að ættleiða bam ef sérstak- lega stendur á og ættleiðing er ótvírætt talin baminu til hags- bóta.“ Þama er ekkert talað um kynhneigð og velferð bamsins höfð í fyrirrúmi. Ekki kemur fram að spyrja beri einhleyping, sem ætt- leiða vill bam, um kynhneigð hans, enda gæti viðkomandi hæglega hagrætt sannleikanum og ókveðið að koma út úr skápnum síðar. Gangi samkynhneigðir einstakl- ingar hins vegar í sambúð skerðist ættleiðingarrétturinn. Samkvæmt lögunum, sem samþykkt voru á mánudag, verður svokölluð stjúpættleiðing nú leyfileg. ,Akvæði laga um hjón gilda ekki um staðfesta samvist," segir í laga- breytingunni. „Þó getur einstakl- ingur í staðfestri samvist ættleitt bam hins sem hann hefur forsjá fyrir, nema um sé að ræða kjör- bam frá öðru landi." Nú ber vissulega að hrósa þing- inu fyrir það að frumvarpið um stjúpættleiðingar samkynhneigðra snerist ekki upp í flokkadrætti heldur var samþykkt nánast ein- róma. Öll dæmi um fordómaleysi em hróss verð. Hins vegar vekur athygli þegar lagabálkar ganga ekld upp innbyrðis. I framhaldi af þessum lögum mætti til dæmis kveða á um þeir, sem hafi fengið sér hund, megi ekki taka meiraprófið, eða þeir, sem gangi í frímúrararegluna, megi ekki læra pípulagnir. Það er alténd erfitt að sjá rökin á bak við það að einhleypingur megi það sem par má ekki. Hér er ekki verið að mælast til þess að hafnar verði þriðju gráðu yfirheyrslur yfir þeim einhleypingum, sem hyggist ætt- leiða bam. Eins og Valborgbendir á í samtali við blaðamann er eina atriðið, sem máli skiptir, velferð bamsins. Þetta er reyndar ekki eina dæm- ið, sem vekur mann til umhugsun- ar um það hvemig kaupin ganga fyrir sig á þingi. I öðm tilfelli í þessum vorleysingum er reyndar um leiðréttingu að ræða. Á föstu- dag var mælt fyrir fmmvarpi um að fella á brott ákvæði úr fjar- skiptalögum, sem sett vom fyrir jól, þess efnis að sá, sem vildi hljóðrita símtal, verði að tilkynna það viðmælanda sínum. Þetta ákvæði mætti þegar gagnrýni á sínum tíma. Blaðamannafélag ís- lands krafðist þess að málsgreinin yrði numin úr gildi á þeim for- sendum að hún skerti pers- ónufrelsi og vemd einkalífsins auk þess sem hún hefti störf blaða- manna. Ámi Johnsen, formaður sam- göngunefndar, sagði þá að engin ástæða væri til að afnema ákvæðið, enda væri í raun verið að verja rétt borgarans, en ekki þess, sem hugs- anlega vildi misnota trúnað í sam- tali. Þegar Ami var spurður hvort almenn hegningarlög dygðu ekki til að verja þann rétt benti hann á að tilskipanir Evópusambandsins gerðu ráð fyrir umræddu ákvæði í löndum Evrópska efnahagssvæð- isins. Þar reyndist samgöngunefnd, sem á sínum tíma beitti sér fyrir því að ákvæðið um hljóðritun sím- tala yrði sett inn í fjarskiptalaga- frumvarpið, ekki hafa skoðað málið nægilega vel. Eins og Jón Ásgeir Sigurðsson benti á í grein í Morg- unblaðinu á sínum tíma á það bann við hljóðritunum, sem gildir í ESB, við um aðra en notendur, það er óboðna gesti á línunni, og á það sama við um Bandaríkin. Ekki er átt við þá, sem era að tala saman. Þá gaf samgönguráðuneytið út undarlega tilkynningu þar sem í raun var sagt að þetta ákvæði um hljóðritanir skipti engu móli: „Við- mælandi þarf einungis að segja frá því að verið sé að taka samtalið upp, og þrátt fyrir að það færist fyrir skertist sönnunargildi slíkrar upptöku ekki í einkamáli eða við lögreglurannsókn frá því sem nú er,“ sagði þar og mátti þá skilja að þetta ákvæði ætti eingöngu við um fjölmiðla. Nú þykir þessi vandræðagangur hafa gengið nógu lengi. Sam- göngunefndin lýsti yfir því að í til- skipun Evrópusambandsins um vemd persónuupplýsinga í fjar- skiptum væri eingöngu átt við hljóðritun þess, sem ekki væri sjálfur þátttakandi í símtali og því væri eðlilegt að fella umrætt ákvæði brott. Þá fælu ákvæði ann- arra laga um vemd pers- ónubundinna réttinda, að mati meirihlutans, í sér nægilega vemd þeirra. Nú má spyrja hvort þetta hafi ekki legið fyrir. Hefði ekki verið hægt að spara talsverða orku og fyrirhöfn með því að lesa tilskipun- ina, sem þó var stuðst við? Það er að sjálfsögðu rakalaus ósanngimi og jafnvel ósvífni að kreíjast þess að löggjafinn sé sjálfum sér samkvæm- ur. Illa er að þingmönnum búið. Þeir þurfa að líta í mörg hom og enginn einn getur haft yfirsýn yfir allt. Kannski á maður að gleðjast yf- ir því að þingmenn séu mannlegir. Borguranum má hins vegar ekki líða eins og þeir séu leiksoppar í kerfi duttlunga og geðþótta: Nú máttu ættleiða, nú máttu það ekki. Nú bönnum við hljóðritanir vegna Evróputilskipunar, sem ekki bann- ar hljóðritanir. Framvarpafæri- bandið á ekki að vera stillt á sjálf- stýringu. MINNINGAR + Óli Jóhann Krist- inn Magnússon fæddist á Hverfis- götu 102A í Reykja- vík 16. febrúar 1948. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 3. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Magnús Kristinn Magnússon verka- maður, f. 19.10. 1906, d. 10.10. 1985, og Guðrún Lovísa Guð- mundsdóttir húsmóð- ir, f. 28.8. 1915. Systkini hans eru Friðrik Gunnar, f. 1941, og Hall- dóra Kristín, f. 1957. Óli kvæntist 6. október 1973 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju Hrönn Þórðardóttur frá Egils- stöðum, f. 5.7. 1952. Þau hafa allt- af búið í Reykjavík, lengst af í Ála- Áhendurfelþúhonum, semhimna stýrirborg, þaðallt,eráttuívonum ogallþerveldursorg. Hann bylgjur getur bundið ogbugaðstormaher, hann fótstig getur fundið, semfærséhandaþér. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, ogvemdarefalaust Hann mun þig miskunn krýna. Þúmæðistlitlahríð. Þér innan skamms mun skína úrskýjumsólinbh'ð. (Þýð.B.Halld.) Elsku pabbi, það að þú skulir vera farinn er erfitt að þurfa að sætta sig við. En eftir allt það sem þú hefur þurft að ganga í gegnum á undan- fömum vikum áttir þú hvíldina fylli- lega skilið. Eg sit við borðstofuborðið heima og verður mér hugsað til síð- ustu jóla, og er svo þakklát að þú, mamma og Ævar Ingi gátuð nptið að- fangadagskvölds með okkur. Ég man þegar sonur minn ísak Ámi fæddist og þú sagðir að núna þyrftir þú að standa þig vel í afahlutverkinu, þar sem þú værir hans eini afi. Pabbi, þú stóðst þig mjög vel. Og eins hvað við voram stressuð rétt áður en við geng- um inn kirkjugólfið þegar ég giftist Eiríki Pétri. Og þegar þú og mamma komuð vestur til okkar. Það era ótal margar minningar sem ég á. Og þó ég hefði viljað hafa þig hjá okkur mörg ár í viðbót, þá veit ég að þér líður vel þar sem þú ert núna. Ég þakka Guði fyrir allar stundimar og við sjáumst svo þegar minn tími er kominn. Þín elskandi dóttir, Steinunn Lovísa (Denna Lóa). í dag kveðjum við elskulegan föður og tengdaföður sem lést eftir stutt en erfitt veikindastríð. Um stund leit út fyrir að þú mynd- ir hafa það af en að lokum náði sjúk- dómurinn yfirhöndinni. Söknuðurinn er mikill og erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þú ert í raun farinn. 127 ár ókst þú strætisvagni í Reykjavík og langferðabílum um allt land. Þú sinntir því starfi af alúð og á ferðum þínum um landsbyggðina notaðir þú hvert tækifæri til að kynna þér land og þjóð. Áhugasviðið var vissulega fyrst og fremst á sviði þeirra farar- tækja sem sinna almenningi og þeim áhuga hefur þú skilað áfram til af- komendanna. Lítill afadrengur með ódrepandi áhuga á bílum og þá helst stóram skilur ekki hvers vegna afi hans er ekki lengur til staðar til að kjassa hann og segja sögur úr umferðinni. Okkur er minnisstætt stoltið í aug- um þínum á fimmtugsafmælinu þínu þegar þú komst upp á Landspítala að heimsækja nýfæddan nafna, klæddur í íslenska þjóðbúninginn sem hafði verið á óskalista í mörg ár, þú varst kvislinni. Börn þeirra eru: 1) Stein- unn Lovísa, f. 20.02. 1973, maki hennar er Eiríkur Pétur Eir- íksson, f. 12.8. 1971, þau eiga einn son, Is- ak Árna, f. 19.8. 1998. 2) Þórður, f. 8.6. 1976, unnusta hans er Hrefna Sig- ríður Reynisdóttir, f. 27.9. 1977, þau eiga einnig einn son, Reyni Kristin, f. 14.2 1998.3) Ævar Ingi, f. 3.11.1983. Óli hóf störf sem bflstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur 1. júní 1973 og starfaði þar til ævi- loka. Útför Óla fer fram frá Háteigs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. svo ánægður með sonarsoninn sem fæddist aðeins tveimur dögum fyrir stórafmælið. Frá þeim degi áttir þú lítinn skugga sem elskaði afa sinn meir en nokkuð annað. Þú varst jafnlyndur maður sem bömin virtu. Glaðlyndi þitt lýsti upp bemskuheimilið og það var oft glatt á hjalla. En þegar ærslin gengu úr hófi fram og eitthvert bamanna gekk of langt þá syrti í álinn. Þá gast þú orðið ægilega reiður. Enginn vildi kalla yf- ir sig reiði húsbóndans sem hafði óskorað húsbóndavald. Reiði- svipurinn einn var afkomendum næg refsing og aldrei kom til þess að þú gripir til þess að flengja eða löðranga og reiðin var fljót að gufa upp. Það var einfaldlega ekki þinn stíll og skammimar einar dugðu til að halda uppi í aga í bamahópnum. Þú þoldir illa að tapa og er það líklega arfur frá þeirri tið að þú spilaðir knattspymu sem markvörður með fræknu liði Vals um árabil. Þar var ekki til siðs að tapa með bros á vor og keppnisskapið lifði knattspymuferilinn. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svo ungan. Rúmlega fimmtugur og við horfðum til áratuga samleiðar þar sem þú hefðir verið okkur til ráðgjaf- ar á grýttri lífsins braut. Æðruleysi þitt í dauðastríðinu var aðdáunarvert og helsjúkur reyndir þú að telja kjark í þína nánustu með huggunarorðum. Þú stóðst þína vakt með sóma allt til enda. 111 B var leið- in sem þó ókst lengst af. Áður en þú lagðir frá endastöð þessa jarðlífs fengum við á tilfinninguna að þér þætti það ekkert merkilegra en þeg- ar þú byijaðir vaktina þína á Lækjar- torgi. Glaðlegur í einkennisbúningi vagnstjóra og með skiptimiðavélina í hendinni hvarfst þú upp í vagninn sem flytur okkur öll til annarra heim- kynna. Eftir sitjum við með minning- arnar sem munu ylja okkur um ókomin ár. Hin langa þraut er liðin, Nú loksins hlaustu friðinn, ogallterorðiðrótt, núsællersigurunninn og sólin björt upp runnin. á bak við dimma dauðans nótt (V. Briem.) Góða ferð. Þórður og Hrefna. Elsku afi Kiddi minn. Nú ert þú farinn til Guðs. Mamma sagði mér að þú værir lasinn á spítalanum, en nú er „afa óó búið“. Ég veit að Guð pass- ar þig vel. Mamma og pabbi ætla að hjálpa mér að muna alltaf eftir þér, afa strætó. Góða nótt, afi! Ástarkveðja, Reynir Kristinn. Ég trúí á Guð, þótt titri þjartað veika og tárin blindi augna minna Jjós, ég trúi, þótt mér trúin frnnist reika og titra líkt og stormi slegin rós, ég trúi, því að allt er annars farið og ekkert, sem er mitt, er lengur til, og lífið sjálft er orðið eins og skarið, svoégsévarlahanda minna skil Ég trúí á Guð. Ég trúði alla stund, og tár min hafa drukkið Herrans (jós ogvökvað aftur þjartans liljulund, svo lifa skyldi þó hin besta rós. Já, þó mér sífellt svíði dreyrug und, skal sál mín óma fram að dauðans ós: „Ég trúi“. Þó mig m'sti tár og tregi, ég trúí á Guð og lifi, þó ég deyi. (M.Joch.) Tengdamóðir. Kæri bróðir. Nú þegar komið er að ótímabærri kveðjustund langar mig til að minnast nokkurra stunda í lífi okkar systkinanna. Þú varst mér allt- af svo góður og tókst alltaf svo vel á móti mér. Ég man þegar þú áttir að líta eftir litlu systur stundum á kvöldin og ég fékk að sofna í rúminu þínu en þú lást á gólfinu fyrir framan rúmið og last fyrirmig. Þú hafðir mikinn áhuga á bílum og varst snemma glöggur á bíla. Það er eftirminnileg stund þegar þið keypt- uð fyrsta bílinn á heimilið, þú, mamma og Gunnar bróðir keyptuð saman VW bjöllu árgerð ’60. Þá vor- uð þið mamma ekki komin með bíl- próf en þið bræðumir fórað saman út að keyra og þú fékkst að taka í bílinn hjá Gunnari. Þið mamma tókuð bæði bílpróf sama árið, þú 17 ára og mamma 50. Þú tókst meirapróf á bíl og rútu- próf um leið og þú hafðir aldur til. Þegar þú varst í meiraprófinu varstu að vinna í Kassagerð Reykjavíkur. Það var svo gott að biðja þig um greiða, þú varst óþreytandi að snúast með mig, keyra mig á æfingar eða jafnvel á sveitaböll austur fyrir fjall ef ég þurfti þess með. Oft kom pabbi með í þessar ferðir, svona til þess að strákurinn þyrfti ekki að vera einn til baka. Þú spilaðir fótbolta með Val og ég fékk að koma með þér á leiki og fylgj- ast með. Þér var oft heitt í hamsi ef hlutirnir gengu illa. Þú varst mikill keppnismaður og sýndir það í leikn- um. Og seinna þegar ég fór að spila handbolta í Val komst þú svo oft á leikina, fylgdist með litlu systur og hvattir hana til dáða. Það var líka skemmtilegt að fara með þér á völl- inn, við fóram saman á marga lands- leiki bæði í fótbolta og handbolta. Við létum alltaf vel í okkur heyra, þú tókst virkan þátt í leiknum og hafðir skoðun á öllu sem gerðist. Einu sinni þegar ég fór að horfa á þig keppa á Melavellinum beið eftir þér stelpa sem ég hafði aldrei séð. Það var hún Guðný. Hún fór að koma í heimsóknir í Blönduhlíðina og auð- vitað þurfti ég að fá að taka þátt í því. Guðný kunni að spila á gítar og hún hafði alltaf tíma tll þess að leiðbeina mér og Auði vinkonu í tónlistinni. Þið Guðný byrjuðuð að búa á Grettisgöt- unni og áttuð þar heima þegar Denna Lóa fæddist. Þið keyptuð ykkur íbúð í Breiðholti, giftuð ykkur og fluttuð inn í nýju íbúðina. Og svo komu strákarnir í heiminn fyrst Þórður og svo Ævar Ingi sjö árum seinna og þið fluttuð í Álakvíslina. Þú byrjaðir að keyra strætó 1. júní 1973 kl. 13:00. Þú keyrðir líka ferða- hópa bæði fyrir Austurleið og Kynn- isferðir. Þú þreyttist aldrei á að keyra, þér fannst líka svo gaman að ferðast. Mér era líka minnisstæð jólaboðin í Blönduhlíðinni hjá mömmu. Við höfðum gaman af að taka í spil, reyndum alltaf að spila bridge og þá var oft líflegt í kringum okkur. í mars 1999 greindist þú með þann sjúkdóm sem nú hefur tekið þig frá okkur. Síðasthðið ár hefur verið okkur systkinunum afar dýrmætt. Við höf- um átt ómetanlegar samverastundir þar sem við fylgdumst að í meðferð gegn þessum óvægna sjúkdómi. Það var svo gott að koma til þín, fara með þér í göngutúra, ræða við þig og finna frá þér kraftinn til að beijast. Þú varst alltaf fuliur bjartsýni og ákveð- inn í að sigrast á veikindunum. En þér var ekki ætlað lengra líf hér hjá okkur, nú tekur annað við. Ég veit að OLIJOHANN KRISTINN MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.