Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Guðrún Nordal heldur fyrirlestur sinn um biblíumyndir í drtíttkvæðum. Pétur Pétursson Skálholtsrektor stjórnaði þinginu. LITIÐ UM ÖXL TIL MIÐALDA Skálholt tengist sögu kristni á Islandi sterkum böndum. Um síðustu helgi var haldið þar málþing um biblíuleg stef í íslenskum fornbókmenntum. Gerður Steinþórsdóttir sótti þingið og greinir frá því sem þar fór fram. Pétur Pétursson, rektor í Skálholti, býður gesti velkomna til kvöldverð- ar í miðaldastíl. Griðkonur standa hjá. Skálholtskirkja Laugardagskvoldið 6. maí var í fyrsta sinn boð- ið til miðaldakvöldverðar í Skálholti í tilefni af mál- þingi um biblíuleg stef í íslenskum fombókmenntum, sem haldið var um síðustu helgi. Sætir slíkur kvöldverð- ur nokkrum tíðindum, og var matseð- illinn, að sögn, fundinn í gömlum bók- um: í fordrykk var kryddað hunangs- rauðvín og voru tuggin söl með. Þá var hlaðborð með rjúpnasúpu, silungi krydduðum hvannarlauil, hlóðar- steiktum svartfugli (í stað geirfugls) og brösuðu lambakrofi. I eftirrétt var möndlubaka, fjallagrasakex og fjósa- ostur, sem var einstaklega ljúffeng- ur. Á miðöldum gegndu borðdúkar einnig því hlutverki að vera hand- og munnþurrka, og var svo þetta kvöld. Griðkonur gengu um og skenktu mjöð. Nutu menn matar og drykkjar. Eftir málsverðinn spurði einhver hvort ekki væri kaffi á eftir en fékk svarið: „Þá þarftu að bíða í fjórar aldir.“ Þúsund ára afmæli kristni Kristni á íslandi hefur verið knýtt fastari böndum við Skálholt en nokk- urn annan stað. Staðurinn ætti því að skipa sérstakan heiðurssess á afmæl- isári. Hér bjó fyrsti biskupinn á Is- landi, ísleifur Gissurarson, hér þýddi Oddur Gottskálksson Nýja testa- mentið úti í fjósi, hér var síðasti kaþólski biskupinn, Jón Arason, háls- höggvinn ásamt sonum sínum og - hér var fyrst sunginn sálmurinn um blómið. í tilefni þúsund ára afmælis kristni hefur Pétur Pétursson Skálholts- rektor skipulagt þrjú málþing: Hið fyrsta var í mars um Islandsklukk- una og var þá framreiddur málsverð- ur í 17. aldar stfl, ráðstefna sú sem haldin var um síðustu helgi, 6.-7. maí, um biblíustef í íslenskum fornbók- menntum, í samvinnu við Hugvísind- astofnun Háskóla Islands. I haust er áætluð málstefna um trúarleg stef í bókmenntum 20. aldar. „Augu mín sáu þig“ Málþingið var haldið í ráðstefnusal skólans og hófst kl. 13.30 laugardag- inn 6. maí. Setti séra Sigurður Sig- urðarson vígslubiskup þingið en síð- an tók Pétur Pétursson Skálholtsrektor við stjóm þess. Fyrsta erindið flutti Guðrún Nordal, sérfræðingur á Amastofnun, „Biblíu- myndir í dróttkvæðum miðalda". Hún sagði að myndir hefðu æ sterk- ari áhrif í nútímasamfélagi. Hlutverk skáldanna var að snúa hugsun í myndir, í líkingum felst snilli skálds- ins. Dróttkvæðin vom afsprengi heiðinnar menningar, en á 11. öld ortu sömu skáldin trúarleg og verald- leg kvæði, en nota heiðnar kenning- ar. Hún tók dæmi um biblíumyndir í dróttkvæðum eftir Nikulás Bergs- son, Kolbein Tumason og Gunnlaug Leifsson, þar sem er að finna myndir af Kristi á krossinum og hinni grát- andi móður. Undir fyrirlestri hennar dundi ýmist skúr á þaki eða sólin braust fram. Næstur tók til máls Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í guðfræði, og hét erindi hans „Áhrif Saltarans í íslenskri menningu". Kom hann víða við. Saltarinn er bænabók eða bók með Davíðssálmum, hinum hundrað og áttatíu sálmum í Gamla testament- inu. „Davíð er ekki höfundur þeirra eins og margir hafa haldið fram,“ sagði Gunnlaugur. Hann sagði að ný- liðar í klaustrunum hefðu þurft að læra Saltarann utanbókar, þ.e. hinn latneska texta. Hann ræddi um 23. sálm, „Drottinn er minn hirðir“, sem hefur algjöra sérstöðu meðal sálm- anna. Áhugaverð var umfjöllun hans um áhrif sálmanna á allar listgi-einar: kvikmyndir eins og Fílamanninn og Saving Private Ryan eða „Björgun óbreytts Ryans“, tónlist eins og verk Þorkels Sigurbjörnssonar og á bók- menntir. Nefndi hann fjölmörg skáld frá Hallgrími Péturssyni til Fríðu Á. Sigurðardóttur og einnig Sjón, en heiti bókar hans „Augu þín sáu mig“ er úr 139. Davíðssálmi. Undir erindi hans lék stórrigning á þakið. „Verið þér eftirlíkjarar mínir“ Ásdís Egilsdóttir dósent nefndi er- indi sitt „„Verið þér eftirlíkjarar mín- ir.“ Biblíustef og biblíutilvitnanir í Þorlákssögu helga“. Sögur helgra manna eru hver annarri líkar. Þor- lákssaga helga er samtímasaga. Hún er skrifuð til að útskýra helgi Þor- láks. Þorlákur var ábóti í Þykkvabæ og síðar biskup í Skálholti á 12. öld. Þorlákur líkti eftir Kristi, og sam- tímamenn hans áttu að taka hann sér til eftirbreytni. Sagan rekur ævi Þor- láks frá fæðingu til dauða, en dauðinn markar upphaf nýs lífs, sem er mikil- vægara en jarðneska lífið. Sagan fjallar um hvernig Þorlákur annaðist fátæka menn og leyndi góðverkum sínum, en það eru jarteiknir sem urðu upphafið að helgi Þorláks. Á Ódáinsakri Eftir fyrirlestur Ásdísar um hinn helga Þorlák og kristin góðverk hans var gert kaffihlé en síðan ræddi Sverrir Tómasson, sérfræðingur á Árnastofnun, um „Ferðir þessa heims og annars“ og var það mikið ferðalag. Hann byrjaði á því að tala um Höfuðlausn Egils Skallagríms- sonar og varpaði fram þeirri spum- ingu hvort Jórvíkurferð hans hefði verið hugarsmíð. Hann ræddi síðan um þrjár gerðir ferðalýsinga: Leiðsl- ur, bækur pflagríma og bækur dýr- linga. Þá mætti bæta við landalýsing- um eins og í Heimskringlu. Hann ræddi um einkenni leiðslubóka og minnti á að víti og paradís hefðu verið staðreyndir í lífi miðaldamanna. Paradís væri merkt í austri inn á kort. Menn ferðast í leiðslu um neðri byggðir og lýsa landslagi, dimmum dal og fjalli auðnar. I paradís eru margar vistarverur eftir breytni manna. Þá ræddi hann um Odáinsakra (paradís) þar sem renna hunangslækir. Skemmtileg var umfjöllun Sverris um fyrirheitna landið í ljósi landa- fundaárs. Ræddi hann þar um Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu og vildi setja þær í flokk ferðasagna miðalda sem eru byggðar upp á svip- aðan hátt og leiðslubókmenntir. Eru Egill Skallagrímsson og Davíð konungur hliðstæður? Torfi Tuliníus dósent ræddi um efnið „Eru biblíustef í kveðskap Eg- ils?“ Torfi kom víðar við í sögu hans. Eftir lát Egils var líkami hans tekinn úr haugnum og borinn til kirkju til að tryggja Agli eilíft líf á himnum. Egill lifði á mörkum hins gamla og nýja og lét prímsignast á Englandi. Torfi bar síðan saman æviferil Egils og Davíðs konungs og fann margar hliðstæður. Hann sagði að skáld ættu margt skylt með spámönnum og skáldgáfu væri jafnað við guðdóm. Eftir þessa frumlegu samlíkingu var fyrirlestr- um dagsins lokið og gengið til aftan- söngs í Skálholtskirkju. Sóknar- presturinn sr. Egill Hallgrímsson las: „Dagur er liðinn og verklok nálg- asty Kyrrð kvöldsins færist yfir. /Drottinn er í nándy Lútum höfði í auðmýkt / og minnumst þess að vér erum frammi fyrir augliti Guðs/' Úti regnþrungið vor í lofti. „ Allir vildu Lilju kveðið hafa“ Sunnudagsmorgunninn hófst með erindi Einars Sigurbjömssonar pró- fessors um Lilju Eysteins munks Ás- grímssonar, sem segir frá sköpun heimsins til hins efsta dags. Lilja er kaþólskt kvæði eins og kunnugt er, hundrað erindi og ort á 14. öld. Kvæðið er tileinkað Kristi og Maríu. „Lilja er eitt þeirra blóma sem eru helguð Maríu, en einnig syninum og heilagri þrenningu," sagði Einar. Einar ræddi um Maríu og Maríu- dýrkun. I Lilju er ekkert um endur- leysandi hlutverk Man'u, hún birtist þar með syninum. Einar ræddi um byggingu kvæðisins, sagði að upp- hafserindin væru ort í yfirbótarskyni. Hann setti kvæðið í sögulegt sam- hengi, á þessum tíma hefði verið mik- ið um drepsóttir í heiminum og páf- inn í útlegð í Avignon. Bergljót Kristjánsdóttir dósent ræddi um „Túlkun og sekt“ í Gísla sögu Súrssonar. Hún byijaði á Adam og Evu og hinum forboðna ávexti sem hefði gert þau útlæg úr paradís. Bergljót sagði að margar vísur Gísla y fjölluðu um drauma hans. Hann átti j tvær draumkonur, illa og góða, og " hefði Gísli reynt að fylgja ráðum hinnar góðu. Gísli hefði haft fágætt vald á túlkunum. Gísli hefði viðurkennt sekt sína fyrir Auði í vísu. Þá ræddi Bergljót um Þórdísi, systur Gísla, og varpaði fram þeirri spumingu hvort tilfinn- ingar Gísla til hennar hefðu verið meiri en bróðurást, a.m.k. hefði hann j| vegið alla karlmenn sem hefðu komið u nálægt henni. „Ekki er gaman að gnðspjöllunum" Næst talaði Svanhildm- Óskars- dóttir sérfræðingur um „Islenskar biblíuþýðingar á miðöldum". Hún sagði að okkur væri tamt að líta á Biblíuna sem heild, en á miðöldum hefðu verið það sem hún kallaði hlutabiblíur. Þá hefðu t.d. Mósebæk- k ur verið saman, Saltarinn eða Davíðs- sálmar sem ein bók. Þetta voru lat- 1 ínubækur eða norrænar þýðingar. w Hún fjallaði síðan um Stjórn sem geymir hluta af Gamla testamentinu. Þetta eru þrjár þýðingar. Svanhildur sagði að einkum hefðu verið þýddar hetjusögur Gamla testamentisins í anda þjóðlegrar hefðar. Hún greindi frá því að hún hefði fundið hluta Daníelsbókar í þýðingu frá miðöldum, sem hún kall- k aði Reynistaðarbók. Af handritinu mætti sjá að þýðandinn hefði lítið 1 verið fyrir mystík en mikið fyrir sög- P ur. Væri það í samræmi við orð kerl- ingarinnar sem sagði: „Ekki er gam- an að guðspjöllunum, enginn er í þeim bardaginn." Svanhildur sagði að þörf væri að leita að handritum uppi og niðri í Amastofnun og skoða textann út og inn. Þarna kpm hún að praktísku máli, fjárskorti Ái-nastofn- unar og þörf á skrásetningu handrita. L Kristnitakan og leitin að Vínlandi Síðasta fyrirlesturinn flutti Jónas Kristjánsson, fyrrv. forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, um kristin áhrif í íslendingasögum. Jón- as var nýkominn úr könnunarleið- angii til Nýfundnalands ásamt forn- leifafræðingi og ljósmyndara. Hann hóf mál sitt á því að segja að hann hefði verið að leita Vínlands og fundið , eitt hérað þess. Jónas sagði að kristin áhrif væðu | uppi í íslendingasögum. Hann valdi f þann kost að tala mest um íslend- ingabók Ara fróða, sem er grundvall- arrit um kristnitökuna. Ari er fáorð- ur og gagnorður og segir rétt frá, svo langt sem það nær. Ari lýsir kristni- tökunni sem kraftaverki. Sú skoðun hefur rutt sér til rúms að umskiptin hafi ekki verið eins afgerandi og Ari segir. Ymsir landnámsmenn hafi ver- ið kristnir og las Jónas úr Landnámu 1 máli sínu til stuðnings. í samtali við Jónas um Vínlands- j för hans sagðist hann trúa betur Ei- ríks sögu rauða en Grænlendinga- sögu en þær greinir á um margt. Jónas hefur farið eftir lýsingu Eiríks sögu við leit að Vínlandi. Það er kenning hans að Vínland hafi verið norðar en menn ætla nú, sbr. rit Páls Bergþórssonar. Jónas styður kenningu sína að orð- ið vín í Vínland þurfi ekki að merkja | vínber heldur einungis ber til vín- | gerðar. Nunna fyrirlesari í Skálholti Amerískur fræðimaður á málþing- inu, sem er að skrifa doktorsritgerð um helgra manna sögur, greindi frá því að von væri á kennara hans til ís- lands, nunnu, og mundi hún halda fyrirlestur í Skálholti um næstu helgi um pílagrímsferðir nunna á miðöld- um. Ættu margir að hafa áhuga á slíku efni. Klukkan tvö síðdegis var gengið til miðaldamessu í Skálholtskirkju. Lagði sr. Egill Hallgrímsson út af orðunum „Eg er góði hirðirinn". En það var söngur Voces Thules sem gaf messunni raunverulegan miðalda- blæ. Málþingið í Skálholti var fræðilegt og höfðaði fyrst og fremst til fræði- manna í miðaldafræðum. Það vekur þá spurningu hvort ekki ætti að efna jj til fyiirlestra við hæfi almennings sem tengdust beint sögu Skálholts- staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.