Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 63 v I FRÉTTIR www.heimsferdir.is Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesaon Þeir hlutu viðurkenningu fyrir áratuga starf að brunamálum ásamt brunamálastjóra.Talið frá vinstri: Ástvald- ur Eiríksson, Haraldur Stefánsson, Gunnar Skarphéðinsson, Leifur Bjarnason, Gísli Kristjánsson, Helgi Ólafs- son, Sævar Benediktsson, Gunnar Sigurjónsson, Tómas Zoega, Egill Benediktsson, Theódór Árnason, Sigurður Ólafsson, Ragnar Imsland og Björn Egilsson. Einnig voru heiðraðir Hilmar Einarsson, Sveinn Karlsson, Her- mann Jóhannsson og Erlendur Halldórsson. Slökkviliðsstj órar á ráðstefnu RÁÐSTEFNA slökkviliðsstjóra var haldin á Hótel Loftleiðum 27. og 28. apríl síðastliðinn. Haldið var upp á 30 ára afmæli Brunamálastofnunar ríkisins í tengsliun við ráðstefnuna. í upphafi gerði brunamálastjóri, Bergsteinn Gizurarson, grein fyrir stöðu brunamála og rakti sögu brunamála frá upphafi. Guðmundur Gunnarsson yfirdeildarverkfræð- ingur Brunamálastofnunar ríkisins fjallaði um brunatjón og kom fram að brunatjón á Islandi væri lang- minnst á Norðurlöndum. Evrópu- staðlar um brunavarnir eru að verða æ algengari og mikil vinna við samhæfingu við fslensk Iög. Pét- ur Valdimarsson fjallaði um heildar- yfirlit og ástand brunavarna í land- inu, mikið af skólum og hótelum hafa ekki nægilega góðar bruna- vamir þó svo ástand brunavarna fari batnandi að áliti Péturs. Magn- ús Snædal flutti erindi um samstarf byggingarfulltrúa, slökkviliðsstjóra og Brunamálastofnunar rfkisins. Sameining slökkviliða, starfsvett- vangur slökkviliða innan sveitarfé- laga og áhættur slökkviliða vegna varasamra efna var meðal annarra málefna sem rædd voru. Guðmund- ur Haraldsson skólastjóri Bruna- málaskólans kynnti nýjungar í menntun slökk viliðsmanna með að- stoð tölvuforrita og intemets. í tengslum við fundinn vom 15 slökkviliðsstjórar heiðraðir fyrir áratuga starf að brunamálum og slökkvilið Keflavíkurflugvallar fyrir brautryðjandastarf að bmnamálum. Hvaleyrar- skdli 10 ára HVALEYRARSKÓLI, Hafnarfirði tók til starfa haustið 1990 og hefur því starfað í 10 skólaár. Nemendur fyrsta árið voru 140 í 9 bekkjardeildum í 1. - 5. bekk en eru nú 540 í 27 bekkjardeildum. Skólinn varð heildstæður grunnskóli 1996 með nemendur í 1. -10. bekk og verð- ur þetta því fimmta vorið sem nem- endur útskrifast frá skólanum. Kennarar eru 34 auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Skólastjóri er Helga Friðfinnsdóttir og aðstoðar- skólastjóri Marsibil Ólafsdóttir. í tilefni afmælisins fostudaginn 12. maí verður listgreinasýning sett upp í miðrými skólans en einnig verður hægt að sjá sýnishorn af vinnu nem- enda í þeirra heimastofum. Nemend- ur verða með ýmis atriði á sviði og kaffisölu frá kl. 14 til 16. Ræða nýtingu jarðhita til ferðaþjónustu og baðlækninga ORKUSJÓÐUR, Orkustofnun og Útflutningsráð hafa í sameiningu leitað leiða til að nýta jarðhita í ferðaþjónustu og á heilsuhælum sem byggjast á baðlækningum. íslenskt jarðhitavatn hefur verið flokkað eftir þýskum stöðlum um heilsuvatn og markaður kannaður fyrir heilsuböð. Jafnframt hefur Ólafur Grímur Björnsson læknir gert yfirlit yfir læknisfræðileg rit um baðlækningar. í dag, fimmtudaginn 11. maí, kl. 14-16 verður haldinn kynningar- og umræðufundur um niðurstöður verkefnisins í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík. Allir sem áhuga hafa á þessu málefni eru hvattir til að mæta á fundinn. Á fundinum verður lögð fram og til sölu skýrsla Orkustofnunar um verkefnið Nýting jarðhita til ferða- þjónustu einkum með tilliti til bað- lækninga og bæklingurinn Baðlækn- ingar, læknavísindi og kúltúr eftir Ólaf Grím Bjömsson lækni. Hægt er að kaupa bæklinginn hjá Orkustofn- un. Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, flytur setningar- ávarp, Hrefna Kristmannsdóttir, deildarstjóri á Orkustofnun, ræðir um eiginleika íslensks vatns og möguleika á nýtingu, Ólafur Grímur Bjömsson, læknir, fjallar um bað- lækningar og Ámi Gunnarsson, for- stjóri Heilsuhælisins í Hveragerði, íjallar um reynsluna af rekstri heilsuhælis og möguleika til frekari uppbyggingar. Að þvi loknu verða al- mennar umræður og fyrirspumir Fundarstjóri er Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs. Ný stjórn Verndar Á AÐALFUNDI fangahjálparinn- ar Verndar 27. apríl sl. var kjörin ný stjórn fyrir tímabilið 2000-2002. í henni sitja: Aðalstjórn: Þráinn Bj. Farest- veit, afbrotafræðingur, formaður, Hreinn S. Hákonarson, fanga- prestur þjóðkirkjunnar, varafor- maður, Hafdís Hansdóttir, félags- ráðgjafi, ritari, Sigríður Heiðberg, forstöðumaður, Aslaug Cassata, frú, Smári Kristjánsson, leigubíl- stjóri, Ingibjörg Briem, meðferð- arfulltrúi. Varastjórn: Snjólaug Stefáns- dóttir, félagsráðgjafi, Áshildur Emilsdóttir, félagsráðgjafi, Pjetur Maack, prestur, Guðni R. Þóris- son, forstöðumaður, Danfríður Skarphéðinsdóttir, deildarstjóri, Ólafur Þröstur Sveinbjörnsson, kerfisfræðingur, Ævar Agnarsson, sjómaður. Félagasamtökin Vernd halda upp á fjömtíu ára afmæli sitt á þessu ári. Samtökin reka áfanga- heimili í Reykjavík og sinna má- lefnum fanga og fjölskyldna þeirra. Útiflísar hdsindraðar, frostþolnar postulínsf lísar. 5 mismunandi litir. 30 x 30 á 20 x 20 sm. Þykkt: 8,5 mm. að. kr Jytvqldar á útitroppur, fsvíuagájf , bílskúra o.fl. iSMBm Grensásveoi t 6 B 5BI 2 4'4 4 ^mbl.is ■ ■ BRONCO fjallahjól, dömu og herra 24"-26"| BRONCO me8 dempara 20“ 24“-26"___________________________________________I DIAMONO Street, dðmu og herra 24"-26" | 8RONCO Duo Shock 24"-26" Vcrð stgr. frá kr. 22.705 «l23.655 ■ v«o stgr. frá kr. 20.805 tn26.505 H v<:rð lU)f-,r;< kr- 24.130 «125.555 ■ v«o stg.. frá kr. 27.455 "128.405 WWSS Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiöhjólaverkstæöi GIANTfjallahjól______ | GIANTtveggjadempara_____ | GIANT Clty, dttmu og herra_____[_ SCOTTfjallahjól Vt rð stgr. frá kr. 25.555 Vcrð stgr. frá kr. 39.900 Vcrð stgr. kr. 29.925 Vcrö Mtjr. kt 26,505 r s SCOTT ál meO dempara á b y r g ð o g frí upphers _ nnojvco r»rj tuZsrr mCOTTUSA CUROSTAR DtAMOND VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR Hjálmar, barnastólar, grifflur, blikkljós, bjöllur, hraðamælar, brúsar, töskur, körfur, dempara- gafflar, hjólafestingar á bíla og margt fleira. Fjallahjól fyrir börn frá DIOMONI) otj BRONCO 5% staögreiðslu- afslattur Upplýsingar um raögreiöslur veittar I versluninni Ármúla 40 Slmi: 553 5320 Verslunin AMRK *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.