Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 39 Eirún Jóní Dóra Sigrún Framgarður/Ongarden í i8 GJÖRNINGAKLÚBBURINN opn- ar sýninguna Framgarður/- Ongarden íi8 í dag, fimmtudag, kl. 17. Gjörningaklúbburinn er skipað- ur fjórum myndlistarmönnum; Dóru ísleifsdóttur f. 1970, Eirúnu Sigurðardóttur f. 1971, Jóní Jóns- dóttur f. 1972 og Sigrúnu Hrólfs- dóttur f. 1973. Þær útskrifuðust allar frá Myndlista- og hand- iðaskóla fslands árið 1996 og hafa stundað framhaldsnám í New York, Kaupmannahöfn og Berlín. Gjörningaklúbburinn hefur verið starfræktur frá 1996 og haldið fjölmargar sýningar heima og er- lendis. í sýningarskrá segir m.a.: „Goð- sögur segja að ef staðið er á tunglinu og horft til jarðar, þá eru aðeins tvö fyrirbæri sem tengjast manninum sjáanleg: Kínamúrinn og fjórar íslenskar stelpur sem kalla sig Gjörningaklúbbinn. Þessi klúbbur ræðst til atlögu við fyrir- bæri sem hefur verið órætt og ill- skiljanlegt svo lengi sem skrifaðar heimildir greina frá, nefnilega ást- ina. Laxness skrifar í einhverri ritgerð sinni að upphaflega hafi orðið „ást“ verið heiti á hesti, en í dag eru menn af einhverjum ástæðum farnir að tortryggja þá orðsifjafræði. Öll grunar okkur eða vitum hverskyns fýrirbæri ást er og þó að málið sé eilíflega flókið, þá vit- um við allavega að ást er ekki hestur. Það er næstum miður, því það myndi einfalda hlutina á tím- um þar sem allt er tekið og sund- urgreint þar til að ekkert stendur eftir sem kalla má með réttu nafni. Þetta ástand eða tímabil hefur verið kallað ýmsum nöfnum, þ. á m. póstmódernismi. Það er gott orð, því að það þýðir næstum ekki neitt og skiptir afar litlu máli. En svo er ekki farið með ástina." Sýningin stendur til 28. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18. Lindin og lífsorkan BÆKUR IV æ r i n g a r f r æ ð i NORRÆNAR RÁÐLEGGINGAR UM NÆRINGAREFNI Háskólaútgáfan 1999. Þýdd af starfsfólki Rannsóknastofu háskól- ans í næringarfræði. NÝLEGA fékk ég í hendur bók sem starfsfólk Rannsóknastofu í nær- ingarfræði við Háskóla Islands hefur þýtt. í henni er sagt frá starfi og nið- urstöðum vinnuhóps sem tilnefndur var af nefnd (ÁK-LIVS) sem fjallar um matvæli og næringarmál fyrir hönd norrænu ráðherranefndarinnar. Norræna ráðherranefndin var sett á stofn árið 1971. I norrænu samstarfi um þennan málaflokk er tekið á ýms- um almennum atriðum,svo sem mat- vælaeiturefnafræði og áhættumati auk hreinlætis í matvælaiðnaði og gæðaeftirliti. Markmið samvinnunn- ar er að vemda heilsu neytandans og nýta sameiginlega aðgang að fag- þekkingu og stjómun auk þess að efia norræna og alþjóðlega þróun á þessu sviði eins og segir í bókinni. Hún er ætluð háskólanemum og öðrum þeim sem áhuga hafa á næringarfræði. í íslenzkum formála er bent á að bókin komi nú út á íslandi í fyrsta skipti. Hana ætti ekki að kenna nema höfð séu til hliðsjónar Manneldis- markmið fyrir íslendinga og þá ráð- lögðu dagskammta sem Manneldis- ráð hérlendis hefur mælt með þótt bakgrunnur ráðlegginganna sé hinn sami og á hinum Norðurlöndunum. I almennum formála er sagt nánar frá hópnum sem vann að þessari þriðju útgáfu Norrænna leiðbeininga um næringarefni (NRN). Þar kemur fram að ráðleggingamar séu að mestu leyti óbreyttar frá síðustu út- gáfu, 1989, en þær voru hins vegar byggðar á bandarískum ráðlegging- um frá 1980. Höfundar eru Britt- marie Sandström, Danmörku, Niels Lyhne, Danmörku, Jan I. Pedersen, Noregi, Antti Aro, Finnlandi, Inga Þórsdóttir, íslandi, og Wulf Becker, Svíþjóð. Vinna þeirra hófst 1992 og þegar komið var fram á árið 1995 voru tillögur þeirra sendar til um- sagnar hjá sérfræðingum í hverju landi fyrir sig. Þannig má segja að grunnurinn að þessari bók sé um 20 ára gamall og tel ég það vera helzta ókost hennar. Efnisyfirlit er aðgengilegt strax í upphafi bókarinnar og auðvelt að leita sldpulega að efni í köflunum sem eru 42. Hver fæðuflokkur á sinn kafla, einnig snefilefni og sérhvert vítamín. í norrænum leiðbeiningum um næringarefni er reynt að leiðbeina um það magn þeirra í fæðunni sem stuðlar að almennu heilbrigði, sam- kvæmt nýjustu og beztu heimildum. Leiðbeiningamar eiga fyrst og fremst við um heilbrigt fólk sem hreyfir sig fremur lítið, og er um með- altalstölur að ræða, t.d. meðaltal einn- ar viku. NRN má nota við gerð mat- seðla fyrir hópa fólks, sem ítarefni fyrir kennslu, grunn að manneldis- stefnu og við mat á neyzlukönnunum. Lögð er áherzla á að draga úr neyzlu á harðri fitu en mælt með að heildarfita í fæði eigi að vera undir 30%, 55-60% af heildarorku komi úr kolvetnum og 10-15% úr próteinum. Erfitt er að koma inn með ferskar upplýsingar í bók sem staðið er að á þennan hátt og því eru glænýjar bandarískar næringarráðleggingar ekki vegnar og metnar sem skyldi. Til dæmis má nefna að farið er nýverið að mæla með hærri skömmtum af C- vítamíni (75 mg daglega fyrir konur, 90 mg daglega fyrir karla) og E-víta- míni (15 mg úr fæðu) en gert er í bók- inni og ráðlagðir dagskammtar af sel- eni, sem í 31. kafla eru sagðir vera 50 míkrógrömm fyrir karla og 40 fyrir konur ættu etv. að vera komnir í 55 míkrógrömm á dag fyrir bæði kynin (www4.nationalacademies.org/news.- ns). Selenmagn í matvælum er mis- munandi milli landa, en það má alls staðar fá úr fiski, skeldýrum, eggjum og innyflum. Alvarlegur selenskortur getur valdið sjúkdómi í hjartavöðva. f kafla 9 er fjallað um alkóhól, en á Norðurlöndum gefur það að meðaltali um 5% af orku í fæðu þeirra sem eru eldri en 15 ára, talan er nokkuð hærri í Danmörku er í hinum löndunum. Sumir telja að allt að þriðji hver mað- ur og tíunda hver kona fái svo mikið sem 10% af orkunni úr alkóhóli. Afengi kemur oft sem viðbót við aðra neyzlu og getur því valdið offitu. Alkóhól er eitrað efni sem hefur áhrif á öll líffæri mannsins. Líklegt er talið að sá sem neytir meira en 70 g alkó- hóls á dag bíði einhvem skaða af völd- um þess þótt margar rannsóknir sýni að hófleg neyzla, einkum á rauðvíni, dragi úr heildardánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Mælt er því með að dagleg neyzla á alkóhóli sé ekki meiri en 15 g hjá konum og 20 g hjá körlum. Þunguðum konum, böm- um og unglingum er ráðið frá því að neyta þess. Margt fróðlegt má finna við lestur þessarar norrænu bókar. Hún ber á kápusíðu Lindina og lífsorkuna, mynd Helga Þorgils Friðjónssonar frá 1992 af nöktu fólki og freistandi ávöxtum. Katrín Fjeldsted Sagnanámskeið og sagnakvöld í Reykholti SAGNANÁMSKEIÐ verður hald- ið í Hótel Reykholti 12. og 13. maí. Leiðbeinendur em Skotinn David Campbell, fyrram þáttagerðamað- ur hjá BBC, og írinn Claire Mul- holland, formaður Scottish Story- telling Forum. Þau era þekktir sagnaþulir í Skotlandi og hafa kennt á fjölda námskeiða víða um heim, segir í fréttatilkynningu. í framhaldi af námskeiðinu verður haldið sagnakvöld Skota, íra og Vestlendinga í Reykholti laugardaginn 13. maí kl. 20 í nýj- um samkomusal í norðurálmu gamla Héraðsskólans. Valinkunnir sagnamenn af Vesturlandi taka þátt ásamt David og Claire. Af Vesturlandi koma Magnús Sig- urðsson, Gilsbakka, Bjartmar Hannesson, Norður-Reykjum, Sig- ríður Þorsteinsdóttir frá Giljahlíð, sr. Geir Waage, Reykholti, sr. Árni Pálsson, fyrrv. prestur á Borg á Mýram og Bjarni Guð- mundsson, Hvanneyri. Þórann Gestsdóttir sveitarstjóri setur skemmtunina og kynnir verður Jósep H. Þorgeirsson, Akranesi. Báðir þessir viðburðir era liðir í Leonardo Evrópu-verkefninu „Storytelling Renaissance“, sam- vinnuverkefni undir forystu ís- lendinga (Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar), ásamt Grikkj- um, Þjóðverjum og Skotum. Markmið er meðal annars að vekja athygli á svæðisbundnum sögum og sagnahefð til nota í ferðaþjón- ustu, skólum og víðar. Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi styðja verkefnið sem nýtist sérstaklega til uppbyggingar á menningartengdri ferðaþjónustu á Vesturlandi. Skráning í námskeiðið er hjá Sí- menntunarmiðstöð Vesturlands í Borgarnesi. Qíruaí áísÁrifiargjafa öæiureitur Kyrming í dag Stanislas Bohic garðhönnuður veitir ráðgjöf í timbursölu Súðarvogi ll.maífrákl. 14-18 HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is IVECO Daily Sendibíll ársins 2000 í Evrópu Vann þennan eftirsótta titil með yfirburðum. Iveco Daily, sendibíll ársins 2000 er sterkur sigurvegari á góðu verði. Við bjóðum 3000 gerðir af Daily, einnig ótrúlegt verð á kössum og vörulyftum. .**% ístraktor ?rp BlLAR FYRIR ALLA SMIÐSBÚÐ 2 - GARÐABÆ - S I MI 5 400 800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.