Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 50
£9 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGVELDUR JAKOBÍNA G UÐMUNDSDÓTTIR tlngveldur Jak- obína Guð- mundsdóttir fæddist á Vífilsmýrum í On- undafirði 21. júní 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 29. aprfl si'ðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju 9. maí. Elsku amma mín. Mig langar að þakka þér fyrir ailar þær góðu minningar sem þú hefur gefið mér. Alltaf tókstu vel á móti mér þegar ég kom í heimsókn til þín. Þín fyrsta hugsun var að gefa mér eitthvað í gogginn. Þú raðaðir kræsingum á borðið líkt og von væri á tíu manns í viðbót, settist svo niður og fylgd- ist með hvort ég borðaði ekki eitt- hvað. Það var vissara að vera svöng því þú varst ekki ánægð fyrr en ég hafði smakkað á öllum sortum. Síðan spjölluðum við saman um heima og geima. Þú hafðir mikinn áhuga á fólkinu þínu og vildir að öllum liði vel. Ákveðnar skoðan- ir hafðirðu, hvort sem um var að ræða mál innan fjölskyldunnar eða það sem var að gerast í þjóðlífinu. Það er erfið tilhugsun að geta aldrei heim- sótt þig aftur, elsku amma. Síðustu vik- urnar voru þér erfiðar og er það því huggun harmi gegn að þú hefur fengið hvíldina. Enginn veit með vissu hvað gerist eftir dauðann en vonandi ertu nú búin að hitta afa og drengina þína tvo, það var alla vega það sem þú óskaðir þér. Elsku amma, hvíl þú í friði. Þín Sigurlaug. v/ Fossvo^skit'kjuga^ð " Símis 554 0500 GARÐH EIMAR BLÓMABÚÐ • STEKKJARBAKKA 6 SÍMI 540 3320 Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki ð þjónustu a||an Kistuskreytingar A? Dánarvottorð 7 sólarhringinn. Erfidrykkja \ J ÚTFARARSTOFA A/gaíí^ KIRKJUGARÐANNA EHF. + Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs sonar míns, bróður okkar og mágs, INGÞÓRS LÝÐSSONAR, Vallarbraut 1, Akranesi. Vigdís Matthíasdóttir, Jóhanna Lýðsdóttir, Hlynur Eggertsson, Sigmundur Lýðsson, Þorgerður Benónýsdóttir, Edda Lýðsdóttir, Finnbogi Sigurðsson, Ingveldur Sveinsdóttir, Guðni Jónsson og frændsystkini. Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna and- láts og útfarar elskulegrar unnustu minnar, dóttur, systur, frænku og mágkonu, ÁSLAUGAR ÓLADÓTTUR, Skólavegi 2, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. v!l Alexander Mavropulo, Elín Guðjónsdóttir, Óli Þór Valgeirsson, Ásta Óladóttir Dorsett, David Poul Dorsett, Valgeir Ólason, Sólveig B. Borgarsdóttir, Elín María Óladóttir, Örlygur Ö. Örlygsson og systkinabörn. ÁSLA UG ÓLADÓTTIR + Áslaug Óladóttir fæddist í Kefla- vík 6. ágúst 1980. Hún lést 15. aprfl síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 29. aprfl. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin pfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku vina, þegar ég var látin vita að þú værir dáin, óskaði ég þess svo heitt og innilega að það væri ekki satt. Eg gat ekki trúað því að líf þitt hefði verið tekið á þennan hátt. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst? Mér finnst ég vera svo ósköp lítil og aum og í huga mínum brenna ótal spurning- ar, ég veit af biturri reynslu að engin svör er að fá. Hugur minn reikar sextán ár aftur í tímann þegar við áttum heima í sama hús- inu. Þú ert á fjórða ári. Þú segir mér að þú ætlir að verða vinkona mín. Auðvitað stóðst ég ekki þessa fallegu litlu stúlku sem kom upp nánast á hverjum degi, annaðhvort ein eða með Elínu Maríu. Þú tókst Ágúst, sem var tveggja ára, að þér og ákvaðst að kenna honum ís- lensku, þér tókst að kenna honum heilan helling af íslenskum orðum. Vináttu þína hef ég átt alla tíð síð- an, sú vinátta hefur verið mér mjög mikils virði. Strax þá sýndir þú mér þinn yndislega persónuleika. Þú varst ákveðin en alltaf sanngjörn þú varst alltaf glaðleg og bros- ið þitt og dillandi hlát- urinn gat enginn stað- ist. Þú vildir allt íyrir alla gera og taldir aldrei neitt eftir þér. Því átti ég svo sann- arlega eftir að kynn- ast betur þegar þú þrettán ára varðst barnapían mín. Þú varst ábyrgðarfull og svo barngóð að unun var að fá að fylgjast með þér. Það var yndislegt að fá að fylgjast með þér í leik og starfi í gegnum árin. Ég man hvað ykkur stelpurnar hlakkaði til að fermast og var mik- ið rætt um föt og greiðslur. Þú varst fljót að láta klippa þig eftir ferminguna, ég var alveg sammála þér að þú litir miklu fullorðinsleg- ar út með nýju klippinguna. Eg man þegar þú spurðir mig feimnis- lega hvort þið vinkonurnar mætt- uð prufa snyrtidótið mitt, það var sko í lagi. Eftir það voruð þið vin- konurnar stundum ægilega smart þegar ég kom heim. Þú varst vin- mörg, ég minnist sérstaklega Ásu, Sigurrósar, Evu, Flóru og Beggu. Það var alltaf líf og fjör í kringum ykkur stelpurnar. Þú varst svo trygg í vináttunni við okkur og ég hugsa um hvað þú varst alltaf góð við mig og Þóru. Þú gerðir mér kleift að vera í skólanum og þú varst til staðar þegar ég þurfti að fara á Reykjalund. Það hefði verið mjög erfitt að gera þetta án þín, elsku stelpan mín. Við áttum mörg samtöl á þessum árum um lífið og tilveruna eins og hún kom þér unglingnum fyrir sjónir. Þú trúðir mér fyrir ýmsu, vinan, og þau samtöl geymi ég eins og dýrasta fjársjóð. Það var yndislegt að fylgjast með hvað þú varst ham- ingjusöm með Alexander, þið vor- uð að byrja ykkar sambúð þegar þú varst tekin frá okkur. Ég á eft- ir að sakna þín svo mikið. Elsku vina, þú átt þinn sérstaka stað í hjarta mínu og ég trúi því að við eigum eftir að hittast aftur og þá tökum við upp þráðinn að nýju. Elsku stelpan mín, ég bið Guð að geyma þig í ljósinu. Elsku Ella, Oli, Valgeir, Ásta, Elín Maria, Al- exander og aðrir ástvinir, ég bið Guð að gefa ykkur styrk og stuðn- ing í sorg ykkar. Svo viðkvæmt er líflð sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Kristjana Hafdís Hreiðarsdóttir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pét.) Elsku Áslaug. Þú varst alltaf svo góð við mig, ég veit að þú ert hjá Guði núna eins og bróðir minn. Ægir Ingi kennir þér örugglega að vera engill. Takk fyrir að passa mig og fyrir að vera alltaf svo góð við mig. Ég veit að þú heldur áfram að passa mig þó að þú sért hjá Guði. Mér þykir svo vænt um þig, elsku Áslaug, og ég gleymi þér aldrei. Þín Þóra Möller Ingólfsdóttir. BALDUR SIGURÐSSON + Baldur Sigurðs- son fæddist í Reykjavík 30. sept- ember 1922. Hann lést á Landakotsspít- ala 1. mai síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 10. maí. Baldur móðurbróð- ur minn var fæddur árið 1922 og elztur fjögurra systkina. Baldur var kvæntur Huldu B. Þorláksdótt- ur, mikilli myndar- konu að vestan. Alla tíð sem ég man eftir var Baldur eitthvað tengdur bif- reiðum, akstri og um- sjón bifreiða. Fyrir nokkrum áratugum, þegar bílar voru eitt- hundrað þúsund stykkjum færri en í dag, var auðvelt að þekkja úr og muna hver átti hvaða bíl, hvar hann var keypt- ur og hver hafði átt hann áður og svo framvegis og kunni Baldur þetta allt sam- an og mundi auðveld- lega hver hefði átt hvaða bílnúmer Birting afmælis- og minningargreuui MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaup- vangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinam- ar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauð- synlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstalding takmark- ast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. og sögu eigenda þeirra svo dæmi sé nefnt. Ekki held ég að Baldur hafi gengið eins langt í bílnúmera- spekúlasjónum og Sigurður afi, því þegar maður var með honum í bfl þá gall við „ellefu“ - „tuttugu og þrír“ „átján“, en þá var hann að leggja saman þversummuna af bílnúmerunum og var það í fyrsta skiptið er ég heyrði orðið þver- summa nefnt. Það var alltaf mikil spenna hjá Baldri þegar var verið að bíða eftir nýjum bíl frá viðkom- andi umboði, því ekki voru þeir bílar sem Baldur vildi fá til á lager og varð að sérpanta þá allflesta. Eg man eftir Ford Fairlane, Ford Galaxie XL, Rambler, Chevrolet og fleiri stórum amerískum bflum. Aldrei datt honum í hug að kaupa annað en amerískt, enda alinn upp við þá reynslu að amerískir bílar væru það eina sem hægt væri að aka um á. Þó vissi ég að hann gjóaði augum öðru hvoru í áttina að Mercedes Benz en ekki varð úr því að hann sliti tryggð sína við bandaríska drauminn. Baldur sigldi um tíma hjá Eimskip með frænda sínum Eyj- ólfi Þorvaldssyni skipstjóra og var ákaflega hrifinn af Bandaríkjunum og átti nokkra ágæta vini þar. Baldur var ásamt öðrum leigubíl- stjórum fenginn til að aka í bflaröð með Richard Nixon Bandaríkjafor- seta þegar hann kom hingað og fannst honum mikið sport og sér- staklega að segja frá því síðar. Baldur var einnig blikksmiður góður og handlaginn og kom það sér vel þegar dytta þurfti að bif- reiðum. Huldu konu sína dáði hann og elskaði og ég veit ekki hvernig hann hefði klárað sig almennilega án hennar og hafi hún þökk fyrir staðfestu, ástúð og dugnað. Baldur var kíminn og viðkvæm- ur og elskaði móður sína Sigríði Elísabetu mikið og er loks kominn til hennar og föður síns Sigurðar og allra annarra sem hann unnni hér á jarðríki. Gangi Baldri vel þar sem hann er nú og ég þakka fyrir öll bros og góð kynni og sendi Huldu sérstakar samúðarkveðjur. Friðrik Á. Brekkan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.