Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Garður jarðneskra lystisemda MYIVPLIST Listasafn Reykjavfk- ur, llafnarhúsinii BLÖNDUÐ TÆKNI - FABRICE HYBERT Til 14. maí. Opið daglega frá kl. 10-18. Aðgangur kr. 400. ÞEGAR Fabrice Hybert hreppti gullljónið í Feneyjum árið 1997, fyrir athyglisverðasta þjóðskálann á Tvíæringnum í Feneyjum, var hann yngsti gullljónshafinn í sögu hinnar aldargömlu alþjóðasýningar. Hann betrumbætti meir að segja met Roberts Rauschenberg frá 1964, en það ár varð Texasbúinn fjölhæfi langyngsti handhafi Grand prix- verðlaunanna frá upphafi Tvíærings- ins. En skipan Hybert í Franska skálanum í Kastalagörðunum var einnig nýlunda sökum þess að eng- inn sýningarstjóri fylgdi honum og verkið var „verk í þróun“, og hélt því áfram að taka breytingum eftir því sem á leið sýninguna. Shkur spuni hafði ekki áður verið sýndur á Tvíæringnum í Feneyjum. Ef tO vill er það meira en tákn- rænt að þeir Rauschenberg og Hybert skyldu slá svo rækilega í gegn á þessari elstu myndlistarhátíð í heimi, jafnungir og þeir annars voru. Er það tilviljun að báðir lista- menn skuli standa traustum fótum í málaralistinni en vera þó svo gagn- teknir af leikrænni tjáningu, að óg- leymdri myndlistinni sem nútíma- legu margmiðlunartæki, að þeir kjósa að vera engum einum miðli tiúir heldur nýta sér allar sam- skiptanýjungar líkt og þær væru sniðnar fyrir tjáningu þeirra? Eau d’or, Eau dort, Odor, en það var vinnuheiti verksins sem Hybert setti upp í Franska skálanum á Tvíæring- num í Feneyjum, árið 1997, var all- dæmigert fyrir karnival-stemmning- LjósmyniVHalldór Bjöm Ein af hurðunum að hliðarher- bergjunum í Franska skálanum í Feneyjum, 1997. una sem listamaðurinn skapar kringum sig. Titill verksins er hljóm- rænn orðaleikur því „gullvatn, vatnið sefur og ilmur“ eru orð og orðasam- bönd sem hijóma eins á frönsku þótt rithátturinn sé gjörólíkur. Til að undirstrika basarkennt og tilrauna- skotið andrúmsloftið var tjaldað heljarmiklu og skrautlegu hirðingja- tjaldi í miðrýminu, stærsta herberg- inu í skálanum. í hring undir tjaldinu voru fimmtán sjónvarpsskermar með þáttum, auglýsingum, viðtölum og öðru upplýsingatengdu efni sem Hybert bjó til á staðnum. Als varð þetta dagskrá sem dugði í heila fimmtán daga. Upptökumar fóm fram í hliðar- herbergjum út af miðsalnum og vom upptökuherbergin stúkuð af með einföldum viðarhurðum sem vora skornar út með óreglulegum götum í einhvers konar arabískum stíl svo hægt var að sjá inn í herbergin án þess að komast þangað inn. Þessi af- stúkuðu hliðarherbergi kallaði Hybert „eyra“ verksins, en „pavil- Sýningum lýkur Listasalurinn Man, Skóla- vörðustíg Myndlistar- sýningu Rúnu Glsladóttur lýk- ur á sunnudag. Þar sýnir Rúna 32 myndir unn- ar á pappír með blandaðri tækni/ collage. í umfjöllun um sýninguna í blaðinu í gær urðu þau mistök að myndin sneri vitlaust. Um leið og myndin birtist aftur er beðist velvirð- ingar á því. Áhaldahúsið, Vestmannaeyjum Um helgina er síðasta helgi þriðju sýningar á Myndlistar- vori íslandsbanka í Vestmanna- ey. Um er að ræða samsýningu myndlistarmannanna Birgis Andréssonar, Ólafs Lárussonar og Kristjáns Guðmundssonar. Gestur þeirra á sýningunni er listamaðurinn Ásgeir Lárusson. Sýningin verður opin frá kl. 14-18 laugardaginn 13. maí og sunnudaginn 14. maí. Aðgangur ókeypis. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Málverkasýningu Þorsteins Helgasonar í Baksalnum lýkur á sunnudag. Sýningin hefur yfir- skriftina Vorfantasía. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga ki. 14-17. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 Sýningu Guðjóns Ketilssonar og Gretars Reynissonar lýkur á sunnudag. Á sýningu Guðjóns í Ásmundarsal eru tvær myndr- aðir, lágmyndir, sem vísa í þekkt myndverk úr listasög- unni. Verkin eru unnin í tré. Á sýningu Gretars í Gryfj- unnni eru 12 plattar, einn fyrir hvern mánuð ársins 1999, ás- amt 12 „kaffibókum“ með 365 kaffiförum eftir kaffibolla, eitt far fyrir hvern dag ársins 1999. Listasafn ASÍ er opið alla daga, nema mánudaga, frá kl. 14-18. lon“ á frönsku þýðir bæði garðskáli og úteyra. Upptökuverin voru því sannkallaðar hlustir sem fylgdust með öllu sem var að gerast á svæðinu meðan á uppsetningu verksins og verka allra annarra listamanna í Kastalagörðunum stóð. Sú árátta að vilja smyrja verk sitt öllum öðrum verkum og draga inn í þau allan heiminn - allar aðrar list- greinar þar meðtaldar - sameinar þá Hybert og Rauschenberg, þótt auð- vitað sé milli þeirra kynslóðabil sem veldur því að framsetningin virðist gjörólík. Gleymum því þó ekki að málverkaröð Hybert „Mutation", eða Sambræðsla, frá 1986, minnir óneitanlega á assamblage-myndir Rauschenberg frá sjötta áratugnum. Þá era báðir óþægir þeim gallerist- um sem ná vilja þeim í raðir lista- manna sinna. Hybert forðast alla bindandi samninga við gallerí, en þá ber þess að gæta að hann er sú teg- und listamanns sem nýtur þess að vasast í öllu og grípa tækifærið þeg- ar það gefst. Þannig listamaður á erfitt með að beygja sig undir galleríagann sem heimtar oftar en ekki vel undirbúin verk og skýrt af- markaða útfærslu. Af þessu má ráða að hetjur Hybert eru gömlu Flúxararnir, þeir Robert Filliou og Joseph Beuys. Þá svipar teiknistíl hans og vatnslita- tækni til Claes Oldenburg, en epík- úrsk munaðarstefna, með táknmáli matar og kynlífs í öllu og út um allt, er þeim einnig bersýnilega í blóð borin. Að sama skapi finnst honum greinilega minna til naumhyggjunn- ar - minimalismans - koma með sína kynstýfðu og hreintrúarlegu mein- lætasýn. Hann gengur þess ekki dul- inn að libidínsk - af freudíska hug- takinu libidó - flæðilist Fluxusmanna stendur honum langt- um nær þótt vissulega sé hún stund- um mistæk fagurfræðilega séð. Ef til vill er þetta atriði hið athyglisverð- asta í fari Hybert, því frönsk list- hugsun er sjaldnast á bandi Rabelais Landar Birgis MYNDLIST Listasal'n íslands BIRGIR ANDRÉSSON LJÓSMYNDIR OG LOPAFÁNAR Sýningin er opin frá 11 til 17 og stendur til 14. maf. EINAR stopp og Óli gossari, Stutta Sigga og Gunna stóra, Einar litlipóstur og Imba slæpa, Trippa- Gísh, Óli Maggadon og Ásta-Brand- ur, að ógleymdum nöfnunum Jóni sinnepi, Jóni söðla og Jóni goskara - allt hefur þetta fólk skráð sig á spjöld íslandssögunnar með eftirminnileg- um hætti þótt ekki hafi það taUst til fyrirfólks eða þótt skila miklu til sam- tíma síns. Þetta era förumenn og -konur, niðursetningar, drykkju- menn, sérvitringar og sagnamenn sem á nítjándu öld og á fyrstu ára- tugum þeirrar tuttugustu flökkuðu um landið og betluðu, drakku og fleygðu fram vísum sem ýmist lofuðu hina örlátu eða níddu þá sem fast- heldnari voru á mat og húsaskjól. Þetta fólk gerði Birgir Andrésson að umfjöllunarefni í mikilli myndröð sem hann vann árið 1991 og er nú til sýnis í Listasafni Islands. Á sýningunni eru eftirtökur af sextíu myndum þar sem þessi undarlegu nöfn, mörg þeirra kunnugleg úr sögum, lifna í svip fólks- ins sem þau bar og úr andlitunum má Ljósmynd/Halldór Bjöm Hirðingjaljaldið og sjónvarpsskermarnir í „Eau d’or, Eau dort, ODOR“, skipan Fabrice Hybert í Franska skálanum á Tvíæringnum í Feneyjum, 1997. Morgunblaðið/Haldór Bjöm Skipan Fabrice Hybert í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. en þeim mun oftar í takt við Pascal. Fáguð og stríð fagmennska er miklu algengari á þeim bænum en baktínsk hofmannaglettni og grallaraskapur. Allt þetta er vert að hafa í huga þegar skipan Fabrice Hybert í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhús- inu er skoðuð. Trjálundum er dreift í pottum um allt svæðið en í ijóðram grillir í sjónvarpsskjá hér og hvar. Hið austurlenska minni um aldin- garðinn er Hybert jafn nærtækt og basarmenningin, arabeskurnar, damaskefnið, persnesku teppin og uppstoppuðu dýrin. Hans annað sjálf - alter ego - Eliane Pine-Carring- ton, er kennslukona, hefðarfrú, hús- móðir og sjónvarpsráðgjafi. Vissu- lega verður áhorfanda hugsað til Rose Selavy - Éros, c’est la vie - kvenpersónunnar sem Marcel Duchamp skóp um 1920, sem ein- hvers konar glannasvar við næsta lygilegum framgangi tískudrottn- ingarinnar Coco Chanel. Eins og við almenningur er Eliane Pine-Carrington mikill áhugamaður um hvers konar trjárækt þótt hún sé um leið dauðhrædd við sjálfa náttúr- una. Tvískinnungurinn sem Hybert hendir á loft sem hálfmóðursjúkur og trúðslegur látbragðsleikari hefur nefnilega elt okkur frá upphafi vega. Við fyrirlítum villimennskuna í ald- ingarðinum en söknum hennar þó svo óendanlega að menningin ætlar okkur lifandi að kæfa í hvert sinn sem gömlu góðu líkamsvessarnir láta á sér kræla. HalldórBjörn Runólfsson Frá sýningu Birgis Andréssonar. lesa allt sem gerði þessar manneslgur sérstakar - manneskjumar sem Birg- ir kýs að kalla annars vegar fólk. Fyr- ir enda salarins þar sem myndh'nar hanga í röðum eftir veggjunum blakta síðan íslenskir fánar, pijónaðir úr ull og í sauðalitunum, sem Birgir sýndi þegar hann var fulltrúi Islands á tvíæringnum í Feneyjum árið 1995. Verk Birgis hafa um langt skeið fjallað um sjálfsskilning íslendinga, táknmyndir þjóðarinnar og hinar for- mrænu birtingarmyndir þjóðar- arfsins, það hvemig minni fortíðar- innar hafa verið bundin í ákveðin form og ákveðna uppbyggingu mynda og hugtaka. Þannig hefur Birgir lagt dijúgan skerf til gagnrýninnar um- fjöllunar um sjálfsmyndir þjóðarinn- ar og þá sjálfsblekkingu sem við, eins og allar aðrar þjóðir, viðhöfum þegar við fjöllum um fortíð okkar og upp- runa. Myndröðin um annars vegar fólkið er liður í þessari gagnrýnu um- fjöllun Birgis en í henni dregur hann fram úrhrök samfélagsins og hyllir þau sem þjóðhetjur. í því samhengi er einmitt einkar vel til fundið að setja fánana upp í salnum þótt þeir tilheyri ekki sama verki; hér er flaggað í litum sauðkindarinnar fyrir þeim sem ávallt voru utanveltu í bændasamfélaginu, því samfélagi sem flestir þekkja nú fyrst og fremst sveipað rómantískum Ijóma hjarðkvæða og -sagna. Birgir hefur sýnt mikið og allmörg verk eru til á söfnum eftir hann og eru gjaman tínd til þegar settar eru upp yfirlitssýningar á samtímalist. Hér hefur hins vegar verið tekinn heill sal- ur undir verk hans og tengdir saman tveir þræðir - og tvö tímabil - í ferli hans: Annai's vegar hin frásagnai-lega tilhneiging sem birtist í myndunum og einnig í ýmsum nýrri verkum, en hins vegar hin formræna og litafræði- lega greining sem fánamir eru dæmi um líkt og skápamir sem Birgir sýndi nýlega í galleríi i8 við Ingólfsstræti. Með þessu móti fá áhorfendur skemmtilega og fræðandi innsýn í samhengið í verkum Birgis og efnis- tökum. Jón Proppé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.