Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ M- BIÍAUPPHÆKKANIR! Upphækkanir fyrir flestar gerðir bifreiða Málmsteypan kaplahrauni 5 UPT T Á Vfcf 220 HAFNARFJÖRÐUR IlLLL/1 IJLi. SÍMI 565 1022 FAX565 1587 (pmbl.is UMRÆÐAN Villa í Vín- landsgátu PÁLL Bergþórsson veðurfræðingur ritar grein í Mbl. þ. 27. 4. eftir heimsókn á landafundasýningu í Þjóðmenningarhús- inu. í greininni gagn- rýnir Páll Gísla Sig- urðsson höfund sýn- ingarinnar fyrir breyt- ingar sem Gísli gerir út frá hugmyndum Páls á Vínlandsferðum forfeðra okkar forðum og Páll setur fram í bók sinni, „Vínlands- gátan“. Páll Bergþórsson er ekki hafinn yfir gagn- rýni frekar en aðrir. I annars góðri bók fer Páll út á hálan ís þegar hann fjallar um siglingafræði for- feðra okkar, Bjarna Herjólfssonar og Leifs Eiríkssonar oft í nefndum Vínlandsleiðöngrum. Það sem mér finnst verst við bók Páls er að hann breytir forsendum sögunnar og sér- staklega siglingasögunnar í fyrsta áfanga ferðar til Vínlands, Græn- land-Helluland og er reyndar á villigötum almennt í siglingu til Vínlands og á milli íslands og Nor- egs. Ástæðan fyrir villu Páls er skilningur hans á orðinu dægur. I sögunni stendur að það sé þriggja dægra sigling frá Græn- landi til Hellusunds í vestri. í bók sinni breytir Páll gangi sögunnar og segir vera 5 dægra siglingu frá Grænlandi til Hellulands og á Páll Bergþórsson eftir að verða frægur mjög fyrir villu sína eins og allir þeir sem töldu jörðina vera flata forðum. Dægur Páls Bergþórsson- ar er 12 tímar og á þeirri forsendu lætur Páll Leif Eiríksson sigla frá Grænlandi á víkingaskipi og ætlar Páll ganghraða skipsins vera 6,5 sjómílur. Eftir fyrsta dægur hefur skipið siglt 78 sjómílur. Eftir annað dægur hefur skipið siglt 156 sjómílur. Eft- ir þriðja dægur hefur skipið siglt 234 sjómíl- ur. Hér er Páll Berg- þórsson kominn á heimsenda með Leif Eiríksson í rökfræði sinni því nú er skip Leifs statt mitt á milli Grænlands og Hellu- lands. En Páll er ekki af baki dottinn því hann einfaldlega bætir við 2 dægrum eða 156 sjómílum svo Leifur nái landi. Þessi sama 12 tíma rökvilla eltir Pál áfram til Mark- lands og Vínlands og gerir bók hans um siglingar forfeðranna ótrúverð- Siglingar Það er stór munur á því, segir Guðbrandur Jonsson, hvort skip siglir eitt dægur á 12 tímum eða eitt dægur á 24 tímum. uga, nánast hlægilega. 12 tímar í siglingafræði eru 180 gráður. Þeir sem nota 12 tíma rökfræði í sigl- ingafræði gera jörðina flata. Þeir sem nota 24 tíma í siglingafræði gera jörðina að hnetti eða 360 gráð- ur. Þetta þýðir að dægur til foma er eins og dægur í dag eða einn sólar- hringur. Þessu fær Páll Bergþórs- son veðurfræðingur ekki breytt. Enn er Páll Bergþórsson kominn á villigötur í skoðunum sínum á orð- inu dægri í blaðagrein sinni frá 27. apríl 2000, þegar hann segir eftir- Björn Guðbrandur Jónsson farandi: „Ég tel mig geta greint mikilvægar reglur sem gætnir sæ- farar sögualdar höfðu lært af mis- lyndri náttúrunni. Þær voru þessar helst: 1. Það voru sjö dægurleiðir á skipum sögualdarmanna á milli ís- lands og Noregs. Það sannar að menn sigldu 75-80 sjómílur á dægri í miðlungs skilyrðum.“ Hér er skoð- anavilla Páls Bergþórssonar augum ljós í siglingu skips frá Noregi til Islands á 7 dægrum því 7 dægur sinnum 80 sjómílur eru 560 sjómíl- ur. Hér endar veröld Páls Berg- þórssonar úti á miðju Atlantshafi því vegalengdin Noregur - Island er um það bil 1150 sjómílur. Þetta afsannar allar kenningar Páls veð- urfræðings um að í dægri séu 12 tímar. Undir lið 2 heldur Páll áfram gagnrýni sinni í nafni orðsins dæg- ur og fær nú liðsmann Gísla Sig- urðsson en báðir tveir eru í þeirri villu að dægur sé 12 tímar og reyna á þann hátt að staðsetja forfeður okkar á hinum ýmsu stöðum í vest- urheimi. Þegar Páll réttilega vill láta Bjarna Herjólfsson sigla 5 dægur í norður bætir hinn um bet- ur yfir í 12 dægur. Það er stór mun- ur á hvort skip siglir eitt dægur á 12 tímum eða eitt dægur á 24 tímum. En báðir líta framhjá straumi úr norðri og vindi úr norðri. Skip sem siglir 5 mílur á 12 tímum fer 60 sjó- mílur. Skip sem siglir 5 mílur á 24 tímum (eitt dægur) fer 120 sjómílur eða 600 sjómílur á 5 dægrum. 12 dægur á siglingu norður í tilfelli Gísla Sigurðssonar eru 1440 sjómíl- ur og það er víðtæk villa. Til fróð- leiks fyrir þá Pál og Gísla hef ég dregið upp siglingaáætlun fyrir Bjarna Herjólfsson og raunir hans á viðurkennt siglingakort og sam- kvæmt því kemur Bjarni Herjólfs- son að landi í kringum 60 gráður vestur og 55 gráður norður og er það á miðju Labrador. Hér verður Páll Bergþórsson nær sannleikan- um en Gísli Sigurðsson, báðir ættu þó að fara saman á námskeið í sigl- ingafræði til að nálgast viðfangsefni sín af einhverju viti um siglingar forfeðra okkar á seglskipum á sögu- öld. Höfundur er flugstjóri og skipstjóri. Umslög, frímerki og Samfylking i. ÞEGAR Bandalag jafnaðarmanna var stofnað árið 1983 reit ég stutta grein í Mbl., sem hófst þannig: „Nýtt þjófafélag hefur verið stofnað, „Banda- lag jafnaðarmanna". Sérhæfir það sig í umslaga- og frímerkja- þjófnaði á Alþingi.“ Þetta var þáttur í her- ferð minni gegn mis- notkun stjómmála- manna á almannafé, t.d. ókeypis flutningi á símum á kjördögum, ókeypis kjör- skrám frá Hagstofu íslands o.s.frv. n. Allir vita, hver urðu örlög Banda- lags jafnaðarmanna. Fullyrða má, að misnotkun þeirra á gögnum Alþingis hafi átt stóran þátt í falli þeirra árið 1987, því þeir endurgreiddu hvorki umslögin né frímerkin, sem vora 5000 að tölu. ra. Nú skora ég á Össur Skarphéðinsson, for- mann Samfylkingar- innar, að endurgreiða bæði umslögin og frí- merkin á þessum 16- 18.000 sendingum, sem upplýst er að hafi verið sendar á vegum Sam- fylkingarinnar frá Al- þingi í vetur sem leið. Annars gæti farið fyrir samtökunum eins og Bandalagi jafnaðarmanna, að þurrkast út. Andvana fæðing. IV. Nauðsynlegt er að til sé hér á landi öflugur vinstriflokkur til mót- Misnotkun Alþingismenn, haldið vöku ykkar, segir Leifur Sveinsson. Almenningur fylgist með ykkur. vægis við hægriöflin, en það er ekki rétt byrjun að skjóta sig í fótinn í upphafi leiks. V. Hollast væri einnig fyrir Guð- mund Hallvarðsson þingmann að endurgreiða fyrir þau 2505 bréf, sem hann sendi á kostnað Alþingis fyrir kosningamar í fyrra. Hreinn skjöld- ur er farsælastur í stjómmálum. VI. Leifur Sveinsson Hippatískan í algleymingi hjá okkur' Gallaefni, skrautbönd ogperlubönd VIRKA Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18, Mörkin 3, sími 568 7477. lokað á lau. frá 1. júní. Valgerður Sverrisdóttir ráðherra frá Lómatjöm gaf ágætt fordæmi, þegar hún endurgreiddi kostnað við aftnælishóf sitt á Grenivík f sam- bandi við för starfsfólks hennar þangað. VII. Alþingismenn, haldið vöku ykkar. Almenningur fylgist með ykkur. Fasteignir á Netinu Höfundur er lögfræðingur f Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.