Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 58

Morgunblaðið - 11.05.2000, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ M- BIÍAUPPHÆKKANIR! Upphækkanir fyrir flestar gerðir bifreiða Málmsteypan kaplahrauni 5 UPT T Á Vfcf 220 HAFNARFJÖRÐUR IlLLL/1 IJLi. SÍMI 565 1022 FAX565 1587 (pmbl.is UMRÆÐAN Villa í Vín- landsgátu PÁLL Bergþórsson veðurfræðingur ritar grein í Mbl. þ. 27. 4. eftir heimsókn á landafundasýningu í Þjóðmenningarhús- inu. í greininni gagn- rýnir Páll Gísla Sig- urðsson höfund sýn- ingarinnar fyrir breyt- ingar sem Gísli gerir út frá hugmyndum Páls á Vínlandsferðum forfeðra okkar forðum og Páll setur fram í bók sinni, „Vínlands- gátan“. Páll Bergþórsson er ekki hafinn yfir gagn- rýni frekar en aðrir. I annars góðri bók fer Páll út á hálan ís þegar hann fjallar um siglingafræði for- feðra okkar, Bjarna Herjólfssonar og Leifs Eiríkssonar oft í nefndum Vínlandsleiðöngrum. Það sem mér finnst verst við bók Páls er að hann breytir forsendum sögunnar og sér- staklega siglingasögunnar í fyrsta áfanga ferðar til Vínlands, Græn- land-Helluland og er reyndar á villigötum almennt í siglingu til Vínlands og á milli íslands og Nor- egs. Ástæðan fyrir villu Páls er skilningur hans á orðinu dægur. I sögunni stendur að það sé þriggja dægra sigling frá Græn- landi til Hellusunds í vestri. í bók sinni breytir Páll gangi sögunnar og segir vera 5 dægra siglingu frá Grænlandi til Hellulands og á Páll Bergþórsson eftir að verða frægur mjög fyrir villu sína eins og allir þeir sem töldu jörðina vera flata forðum. Dægur Páls Bergþórsson- ar er 12 tímar og á þeirri forsendu lætur Páll Leif Eiríksson sigla frá Grænlandi á víkingaskipi og ætlar Páll ganghraða skipsins vera 6,5 sjómílur. Eftir fyrsta dægur hefur skipið siglt 78 sjómílur. Eftir annað dægur hefur skipið siglt 156 sjómílur. Eft- ir þriðja dægur hefur skipið siglt 234 sjómíl- ur. Hér er Páll Berg- þórsson kominn á heimsenda með Leif Eiríksson í rökfræði sinni því nú er skip Leifs statt mitt á milli Grænlands og Hellu- lands. En Páll er ekki af baki dottinn því hann einfaldlega bætir við 2 dægrum eða 156 sjómílum svo Leifur nái landi. Þessi sama 12 tíma rökvilla eltir Pál áfram til Mark- lands og Vínlands og gerir bók hans um siglingar forfeðranna ótrúverð- Siglingar Það er stór munur á því, segir Guðbrandur Jonsson, hvort skip siglir eitt dægur á 12 tímum eða eitt dægur á 24 tímum. uga, nánast hlægilega. 12 tímar í siglingafræði eru 180 gráður. Þeir sem nota 12 tíma rökfræði í sigl- ingafræði gera jörðina flata. Þeir sem nota 24 tíma í siglingafræði gera jörðina að hnetti eða 360 gráð- ur. Þetta þýðir að dægur til foma er eins og dægur í dag eða einn sólar- hringur. Þessu fær Páll Bergþórs- son veðurfræðingur ekki breytt. Enn er Páll Bergþórsson kominn á villigötur í skoðunum sínum á orð- inu dægri í blaðagrein sinni frá 27. apríl 2000, þegar hann segir eftir- Björn Guðbrandur Jónsson farandi: „Ég tel mig geta greint mikilvægar reglur sem gætnir sæ- farar sögualdar höfðu lært af mis- lyndri náttúrunni. Þær voru þessar helst: 1. Það voru sjö dægurleiðir á skipum sögualdarmanna á milli ís- lands og Noregs. Það sannar að menn sigldu 75-80 sjómílur á dægri í miðlungs skilyrðum.“ Hér er skoð- anavilla Páls Bergþórssonar augum ljós í siglingu skips frá Noregi til Islands á 7 dægrum því 7 dægur sinnum 80 sjómílur eru 560 sjómíl- ur. Hér endar veröld Páls Berg- þórssonar úti á miðju Atlantshafi því vegalengdin Noregur - Island er um það bil 1150 sjómílur. Þetta afsannar allar kenningar Páls veð- urfræðings um að í dægri séu 12 tímar. Undir lið 2 heldur Páll áfram gagnrýni sinni í nafni orðsins dæg- ur og fær nú liðsmann Gísla Sig- urðsson en báðir tveir eru í þeirri villu að dægur sé 12 tímar og reyna á þann hátt að staðsetja forfeður okkar á hinum ýmsu stöðum í vest- urheimi. Þegar Páll réttilega vill láta Bjarna Herjólfsson sigla 5 dægur í norður bætir hinn um bet- ur yfir í 12 dægur. Það er stór mun- ur á hvort skip siglir eitt dægur á 12 tímum eða eitt dægur á 24 tímum. En báðir líta framhjá straumi úr norðri og vindi úr norðri. Skip sem siglir 5 mílur á 12 tímum fer 60 sjó- mílur. Skip sem siglir 5 mílur á 24 tímum (eitt dægur) fer 120 sjómílur eða 600 sjómílur á 5 dægrum. 12 dægur á siglingu norður í tilfelli Gísla Sigurðssonar eru 1440 sjómíl- ur og það er víðtæk villa. Til fróð- leiks fyrir þá Pál og Gísla hef ég dregið upp siglingaáætlun fyrir Bjarna Herjólfsson og raunir hans á viðurkennt siglingakort og sam- kvæmt því kemur Bjarni Herjólfs- son að landi í kringum 60 gráður vestur og 55 gráður norður og er það á miðju Labrador. Hér verður Páll Bergþórsson nær sannleikan- um en Gísli Sigurðsson, báðir ættu þó að fara saman á námskeið í sigl- ingafræði til að nálgast viðfangsefni sín af einhverju viti um siglingar forfeðra okkar á seglskipum á sögu- öld. Höfundur er flugstjóri og skipstjóri. Umslög, frímerki og Samfylking i. ÞEGAR Bandalag jafnaðarmanna var stofnað árið 1983 reit ég stutta grein í Mbl., sem hófst þannig: „Nýtt þjófafélag hefur verið stofnað, „Banda- lag jafnaðarmanna". Sérhæfir það sig í umslaga- og frímerkja- þjófnaði á Alþingi.“ Þetta var þáttur í her- ferð minni gegn mis- notkun stjómmála- manna á almannafé, t.d. ókeypis flutningi á símum á kjördögum, ókeypis kjör- skrám frá Hagstofu íslands o.s.frv. n. Allir vita, hver urðu örlög Banda- lags jafnaðarmanna. Fullyrða má, að misnotkun þeirra á gögnum Alþingis hafi átt stóran þátt í falli þeirra árið 1987, því þeir endurgreiddu hvorki umslögin né frímerkin, sem vora 5000 að tölu. ra. Nú skora ég á Össur Skarphéðinsson, for- mann Samfylkingar- innar, að endurgreiða bæði umslögin og frí- merkin á þessum 16- 18.000 sendingum, sem upplýst er að hafi verið sendar á vegum Sam- fylkingarinnar frá Al- þingi í vetur sem leið. Annars gæti farið fyrir samtökunum eins og Bandalagi jafnaðarmanna, að þurrkast út. Andvana fæðing. IV. Nauðsynlegt er að til sé hér á landi öflugur vinstriflokkur til mót- Misnotkun Alþingismenn, haldið vöku ykkar, segir Leifur Sveinsson. Almenningur fylgist með ykkur. vægis við hægriöflin, en það er ekki rétt byrjun að skjóta sig í fótinn í upphafi leiks. V. Hollast væri einnig fyrir Guð- mund Hallvarðsson þingmann að endurgreiða fyrir þau 2505 bréf, sem hann sendi á kostnað Alþingis fyrir kosningamar í fyrra. Hreinn skjöld- ur er farsælastur í stjómmálum. VI. Leifur Sveinsson Hippatískan í algleymingi hjá okkur' Gallaefni, skrautbönd ogperlubönd VIRKA Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18, Mörkin 3, sími 568 7477. lokað á lau. frá 1. júní. Valgerður Sverrisdóttir ráðherra frá Lómatjöm gaf ágætt fordæmi, þegar hún endurgreiddi kostnað við aftnælishóf sitt á Grenivík f sam- bandi við för starfsfólks hennar þangað. VII. Alþingismenn, haldið vöku ykkar. Almenningur fylgist með ykkur. Fasteignir á Netinu Höfundur er lögfræðingur f Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.