Morgunblaðið - 11.05.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR11. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÁTÖK ELDS
OG ÍSA
Eldur og ís etja kappi á málverkasýningu
Þorsteins Helgasonar í Galleríi Fold. Orri
Páll Ormarsson heilsaði upp á Þorstein sem
starfar sem arkitekt.
Morgunblaðið/Þorkell
Þorsteinn Helgason hefur sett saman sinfóníu lita í Galleríi Fold.
Nýjar bækur
• STÆ 103 er eftir Jón
Þorvarðarson. Bókin tekur á
því námsefni sem kenna skal í
samnefndum áfanga sam-
kvæmt aðalnámskrá mennta-
málai'áðuneytisins. I bókinni
er nægur efniviður fyrir
áfanga STÆ 102 og STÆ 122
fyrir þá skóla sem kenna þá
áfanga, segir í
fréttatilkynn-
ingu.
Ennfremur
segir: „Reynt
er að flétta
sögu stærð-
fræðinnar inn
í námsefnið
með eðlilegum
Jón hætti. Fjallað
Þorvarðarson er sérstaklega
um nokkra frumkvöðla stærð-
fræðinnar, s.s. Arímedes,
Evklíð og Pýþagóras. Auk
þess er saga tölunnar n rakin
og margir af færustu stærð-
fræðingum veraldarsögunnar
hafa brotið heilann um þessa
merkilegu tölu. Sagnfræðiþátt-
ur stærðfræðikennslu hefur
mjög verið vanræktur en hann
á brýnt erindi til allra sem
læra stærðfræði. Leitast er við
að uppfylla þessa þörf að ein-
hverju leyti.“
Bókina prýðir fjöldi tilvitn-
ana sem tengjast stærðfræði
með einum eða öðrum hætti.
Markmiðið með þeim er fyrst
og fremst að hvetja til um-
ræðna um stærðfræðileg mál-
efni og sögu stærðfræðinnar.
Höfundur gefur bókina út
sem er 299 bls., prentuð í Off-
setfjölritun ehf.
ÓVÍÐA á jarðkringlunni takast eld-
ur og ís, hiti og kuldi, á með jafn af-
gerandi hætti og á íslandi. Eldfjöll-
in, þessar elskur, gjósa upp í opið
geðið á jöklunum, eins og ekkert sé
sjálfsagðara og umheimurinn starir
á i forundran. Furðar sig á innbyrðis
fangbrögðum sköpunarverksins.
Það eru þessar andstæður sem
Þorsteinn Helgason listmálari og
arkitekt dregur fram á sýningu sem
stendur yfir í Galleríi Fold þessa
dagana. Hefur hann þar sett saman
óhlutbundna sinfóníu, þar sem litirn-
ir eiga allir sínar einleiksstrófur,
hver með sínum hætti.
Sérstaklega leikur guli liturinn laus-
um hala. Er hann ekki tákn bjartsýni?
Athygli vekur að verkin bera öll
sömu yfirskriftina, Náttúruabstr-
aktion, númeruð frá 1 til 29. „Menn
hafa skammað mig fyrir þetta. Það
þurfa víst allir skapaðir hlutir að
heita eitthvað hér á landi. Mér finnst
hins vegar ágætt að leyfa fólki að
glíma sjálfu við nafngiftina. Menn
geta lesið svo ótal margt út úr mál-
verkum,“ segir Þorsteinn.
Hann er arkitekt að mennt, braut-
skráður frá Arkitektaskólanum í
Kaupmannahöfn 1988, og rekur
teiknistofuna Arcus í samvinnu við
aðra. Unir þar hag sínum vel. Hvað
er hann þá að daðra við málverkið?
Hálfgerð tilviljun
„Ég hef alltaf teiknað mikið, eins
og raunar fleiri í ættinni. Teikningin
er undirstaðan, án hennar er ekki
auðvelt að mála myndir. Annars var
þetta hálfgerð tilviljun. Konan mín
gaf mér liti fyrir nokkrum árum og
þetta hefur bara þróast í þessa átt,“
segir Þorsteinn sem hélt sína fyrstu
einkasýningu í Galleríi Borg fyrir
tveimur árum. Hefur síðan tekið þátt
í samsýningum, auk þess að vera
einn fimm íslendinga sem áttu verk í
úrslitum málverkasamkeppni Wins-
or & Newton, eins kunnasta fram-
leiðanda myndlistarvara í heiminum,
á síðasta ári. Verkið var á sýningu
fyrirtækisins í Lundúnum og Stokk-
hólmi fyrr á þessu ári og heldur senn
áleiðis til New York.
„Það var mjög uppörvandi að fá
þessa viðurkenningu. Þetta var mjög
skemmtileg keppni en formaður
dómnefndar og verndari var enginn
annar en Karl Bretaprins."
Talandi um uppörvun þá veitir
blaðamaður því athygli að veggir
Foldar eru útbíaðir í rauðum depl-
um. Þorsteinn hefur bersýnilega selt
vel.
„Já, ég held að um helmingur
verkanna hafi selst. Það er auðvitað
góð viðurkenning. Undirtektir hafa
almennt verið góðar, þar sem ég hef
sýnt - kannski er málverkið að koma
aftur?"
Þorsteinn segir arkitektúr og list-
málun að ýmsu leyti skyld fög.
Margt bragðið úr byggingarlistinni
nýtist honum við trönumar og öfugt.
Ekki þarf til dæmis listfræðing til að
greina að myndbygging málverka
hans, kassar á víð og dreif, á sér ræt-
ur í arkitektúmum.
,Arkitektinn býr við meiri aga,
auk þess sem ferlið er yfirleitt lengi’a
hjá honum. Það getur tekið nokkur
ár að byggja hús. Listmálarinn er
frjálsari, fær fleiri tækifæri til að
sleppa fram af sér beislinu, þó svo
arkitektinn geti stundum gert það
líka. Báðir hafa þeir yndi af því að
glíma við fallega hluti.“
Býr sér til tíma
Þorsteinn sækir vinnu sína á
teiknistofuna dags daglega en málar
í frístundum - enn sem komið er að
minnsta kosti. En er hann með trön-
umar tilbúnar á teiknistofunni ef
andinn kemur yfir hann?
„Nei, það er ég ekki. Þótt hug-
myndin sé ágæt. Ég mála meira á
kvöldin og snemma á morgnana, áð-
ur en ég fer til vinnu. Reyni að búa
mér til tíma. Ég geri þetta yfirleitt í
skorpum.“
Málverkið byrjaði sem tóm-
stundagaman en hefur undið upp á
sig. Meiri alvara er hlaupin í spilið.
„Það verður ekki aftur snúið úr
þessu,“ segir Þorsteinn og brosir.
„Ætli ég haldi ekki áfram að sinna
þessu tvennu jöfnum höndum í fram-
tíðinni. Það á ágætlega við mig.“
Sýningin stendur til 14. maí.
Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir
Jón Laxdal og Haraldur Jóhannsson á tali eftir frumsýningu í leikhúsi
Jóns Laxdals í Kaiserstuhl.
Ævisaga Jóns
Laxdals í smíðum
Zttrích. Morgunblaðið.
HARALDUR Jóhannsson, formað-
ur íslendingafélagsins í Vínarborg,
er að skrifa ævisögu Jóns Laxdals
leikara. Hann var viðstaddur frum-
sýningu gamanleikritsins „Inge-
borg“ eftir Curt Goetz í Kjallara-
leikhúsi Jóns í Kaiserstuhl í Sviss í
síðustu viku. „Ég er að leggja síð-
ustu hönd á bókina,“ sagði Har-
aldur. „Hún á að koma út fyrir jól.
Jón sagði frá sögu sinni inn á seg-
ulband og nú er ég að fylla inn í
þar sem á vantar. Þetta er
skemmtilegt verkefni að fást við.“
Jón hefur verið búsettur erlend-
is í tugi ára. Undanfarin 16 ár hef-
ur hann rekið leikhús við góðan
orðstír í litlum bæ við Rínarfljót
og sýningar Jóns eru úvallt vel
sóttar. Hann velur leikritin sjálfur,
aðlagar þau oft að leikhúsinu sínu,
setur sýningarnar upp, stjórnar
þeim og leikur iðulega eitt aðal-
hlutverkið sjálfur. Vaclav Jaros,
sambýlismaður Jóns og tengdafað-
ir, og Katerina, kona Jóns, starfa
með honum í leikhúsinu. Katerina
er geðlæknir og á hún von á barni
þeirra hjóna en þau ætla að taka
sér barnseignarfrí upp úr miðjum
júní fram í ágúst til að sinna til-
vonandi syni. Katerina á 10 ára
dóttur sem er kjördóttir Jóns.
Nýjasta leikritinu í leikhúsi Jóns
Laxdals var mjög vel tekið á frum-
sýningunni. Það verður sýnt á
föstudags- og laugardagskvöldum
fram í lok september, að helgunum
frá 18. júní til 11. ágúst frátöldum.
Pascale Jordan, nemandi úr meist-
araklassa Jóns, fer með aðalhlut-
verkið í „Ingeborg". Jón tekur
lærða leikara og áhugafólk um
leiklist í leiklistartíma. Nokkrir
leikarar sem hafa stigið sín fyrstu
starfsskref á sviðinu í Kjallaraleik-
húsi hans hafa komist áfram í
svissnesku leikhúslífi.
Að spegla sig í krómfelgum
BÆKUR
Ljóð
GRÆNA
SKYGGNISHÚFAN
eftir Sigurlaug Elíasson. Mál og
menning, 2000.
SIGURLAUGUR Elíasson hefur
sent frá sér sjöundu ljóðabók sína.
Þetta er efnismikil bók og er skipt
efnislega í þrjá kafla. Að formi til er
hér um að ræða eins konar ferðadag-
bók. Höfundurinn
er iðulega á ferða-
lagi í jeppanum
sfnum eða úti í
náttúrunni, oft
einn á ferð, en
einnig koma son-
ur hans, kona og
ýmsir samferða-
menn nolckuð við
sögu. Greinilegt
er að höfundur er
náttúrubarn, það eru landslagið,
fjöllin, lækimir, gróðurinn og laut-
imar sem era þess virði að yrkja um.
Ljóðin lýsa mörg hver glöggu auga
náttúruskoðandans. Ljóðið „I Öxna-
dal“ er ágætt dæmi um slíkt Ijóð: „...
og sól í austri / gerði sitt / mótaði og
skýrði / smáatriði / ... efldi mér of-
ursýn / á gontur, þúfnastykki, steina,
/ melrima undir tindum, / ekki fyrr
verið kynntur / fyrir lambagrasþúfu /
upp undir brúnum“. í lok Ijóðsins
ávarpar ljóðmælandi Jónas og segist
ekki skilja hvers vegna hann nam
ekki staðar til að lesa það sem skrifað
var í hlíðina.
Lesandinn tekur undir þetta heils-
hugar því skrift Jónasar vekur strax
áhuga hans.
Græna skyggnishúfan er hlýleg
bók og skemmtileg aflestrar. Oft er
hnyttilega komist að orði eins þegar
talað er um rafmagnsgirðingu til að
takmarka aðgang hesta „sem leika
garðsláttuvél / af kunnáttu". Ljóðið
„I Ljósavatnsskarði" lýsir á
skemmtilegan hátt muninum á heimi
karla og kvenna. Jeppinn rennur í
hlað hjá vinafólki og konumar kyss-
ast og hverfa óðar til eldhússum-
ræðna en síðan kemur þessi óborgan-
lega lýsing á atferli karlanna: „Við
karlarnir höfum / innganginn annan /
speglum okkur / í krómfelgum / góða
stund“. Fallega er lýst samvera-
stundum feðganna úti í náttúranni,
t.d. í Ijóðunum „Stilla" þar sem þeir
þegja og „maula bitafisk" i blíðviðr-
inu enda „Tíminn nægur / á eftir / að
tala í bílnum" og „Vatnslitir" þar sem
sonurinn stendur heillaður á vatns-
bakkanum eftir velheppnaða bleikju-
veiði. I ljóðinu „Ég hef gert það sem
ég get“ er skilmerkilega lýst „Hvað
það getur annars / verið ótrúlega
snúið / að framselja / sumar minning-
ar“. Skáldið gleymir sér í fognuði í
hellirigningu við að sjá lækinn breyt-
ast í stærðar á með djúpum hyljum
og urriðaboltum en sonurinn lætur
sér fátt um finnast og er tortrygginn
á fullyrðingar föður síns.
Sigurlaugur Eh'asson er næmur á
hið ljóðræna í hinu hversdaglega lífi.
Hann setur sig ekki í skáldlegar stell-
ingar og forðast allt skraut og flúr.
Sum ljóðanna bera að sönnu nokkur
einkenni óbundins máls og í stöku
Ijóði væri gaman að sjá aðeins meiri
tilþrif í beitingu tungumálsins en ein-
faldleikinn er oft skáldlegur og Sig-
urlaugur er fundvís á hið smáa og það
leikur stundum stórt hlutverk í Ijóð-
um hans, t. d. skófamabbinn í Ijóðinu
„Hönd i hönd“. Sums staðar sýnir
skáldið leikni sína á skemmtilegan
hátt, t. d. í Ijóðabálkinum „Úr vetrar-
ferð“. Sem dæmi má taka ljóðið
„Leit“ þar sem vísað er til sálkönnuð-
arins C. G. Jung með skemmtilegum
hætti: „Jung með okkur / við stofu-
borðið / - kynjaspor á sálarstígum“.
Einnig má nefna í sömu andrá ljóðið
,Árvaka“ úr sama bálki en upphafið
hljóðar svo: „Uppi fyrir birtingu /
svartar birkikræklur / og næturfölið
ghma / um smáskammta birtunnar."
A heildina litið er Græna skyggnis-
húfan innihaldsrík og vel gerð ljóða-
bók. í henni er manneskjulegur og
hlýlegur tónn, hún er lofsöngur til
hins uppranalega og einfalda lífs, án
þess þó að skáldið setji sig í foðurleg-
ar stellingar og prediki yfir lesandan-
um um firringu nútímalífs.
Þrátt fyrir skort á tilþrifum á
stöku stað sýnir skáldið styrk sinn og
kunnáttu í mörgum vel ortum ljóðum
og það leikur engin vafi á að Sigur-
laugur er skáld sem á eftir að láta
ennfrekar að sér kveða.
Guðbjörn Sigurmundsson
Burtfararprdf í Salnum
ODDNÝ Sigurð-
ardóttir mezzo-
sópran heldur
burtfarartónleika
í einsöng frá Tón-
listarskóla Kópa-
vogs í Salnum,
Tónlistarhúsi
Kópavogs, á
morgun, laugar-
dag, kl. 17.
A efnisskránni
era Sígaunaljóðin - lagaflokkur eftir
J. Brahms og sönglög eftir J. Haydn
og F. Schubert. Þá verða fluttar
þekktar íslenskar söngperlur eftir
Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns,
Karl O. Runólfsson, Árna Thorsteins-
son og Þórarinn Guðmundsson og ar-
íur eftir G.F. Hándel, A, Thomas og
G. Verdi. Meðleikari á píanó er Kryst-
yna Cortes. Oddný hóf söngnám við
Tónlistarskóla Kópavogs haustið
1994 hjá Önnu Júhönu Sveinsdóttur
söngkennara og lýkur nú VIII stigi
og burtfararprófi í einsöng.
Oddný hefur tekið þátt í master-
class í Ijóðasöng hjá Graham Johnson
píanóleikara og kammermúsík hjá
Nínu Margréti Grímsdóttur píanó-
leikara og Nicholas Milton fiðluleik-
ara. Auk þátttöku í reglubundnum
tónleikum innan skólans hefur Oddný
komið fram á vegum Óperuiðju Tón-
listarskóla Kópavogs og sungið ein-
söngshlutverk í óperanum. Þá hefur
Oddný komið fram sem einsöngvari á
skemmtunum utan skólans og sungið
við kirkjulegar athafnir.
Oddný
Sigurðarddttur