Morgunblaðið - 25.05.2000, Side 4
Ræktar þú garðinn þinn?
Sameinaðu kosti HeimilisÍfhu og Heimilisbanka
4 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sýmngin Stefnumót við íslenska sagnahefð opnuð í Washington
Reuters
Stefán Karlsson var einn ræðumanna á þingi um Islendingasögumar.
Björn Bjarnason menntamálaráðherra ávarpaði málþingið.
Reuters
BJÖRN Bjarnason menntamála-
ráðherrafærði í gær bandarísku
þjóðinni Islendingasögur að gjöf.
Richard W. Riley, menntamála-
ráðherra Bandaríkjanna, veitti gjöf-
inni, sem er 650 samstæður íslend-
ingasagna í enskri þýðingu, viðtöku
við opnun sýningarinnar „Stefnu-
mót við íslenska sagnahefð" íþjóð-
arbókhlöðu Bandaríkjanna, Library
of Congress, í höfuðborginni Wash-
ington. Islendingasögunum verður
dreift í bandarísk bókasöfn.
Björn Bjarnason sagði þegar
hann afhenti bókagjöfina að fyrir
þúsund árum hafí saga þjóðanna
tengst þegar Islendingurinn Leifur
Eiríksson kom til landsins sem
Bandaríkjamenn byggja nú. „Nú
höfum við tekið tæknina í þjónustu
okkar og á Söguvefnum er h ægt að
skoða handritin um allan heim. Það
er einnig mikilvægt að sýningin hér
í Bandarísku þjóðarbókhlöðunni er
haldin á sama tíma og víkingasýn-
ingin í Smithsonian.“
Menntamálaráðherra Banda-
B andaríkj amönn-
um afhentar Is-
lendingasögur
ríkjanna þakkaði gjöfína og sagði
að vinátta þjóðanna tveggja myndi
án efa skapa eigin sögu sem myndi
endast önnur þúsund ár. Sýning-
unni er ætlað að varpa ljósi á sagna-
hefð íslensku þjóðarinnar og menn-
ingu. Á henni er m.a. að finna ýmis
merk handrit, sem flest eru í eigu
Landsbókasafns, auk tveggja hand-
rita frá bandarísku þjóðarbókhlöð-
unni, fjögurra frá háskólanum í
Manitoba og skinnhandrits af Jóns-
bók, sem er í eigu Fiske-safnsins við
Cornell-háskóla. Auk þessa leggur
Stofnun Árna Magnússonar til
skinnhandrit af Njáls sögu.
Á sýningunni er nýjustu tækni að
fínna innan um forn handrit því sýn-
ingargestum gefst færi á að leita
upplýsinga um sagnahefðina í tölvu-
tæku formi þar á meðal á Saguanet-
Málþing um
sagnaritun
f gær svar einnig sett málþing í
bandarísku þjóðarbókhlöðunni um
Islendingasögurnar og mótun ís-
lenskrar menningar. Á málþinginu,
sem stendur í tvo daga, eru saman
komnir fræðimenn frá ýmsum lönd-
um sem munu fjalla um sagnaritun-
ina og tengsl hennar við nútímann.
Við setningu málþingsins sagði
menntamálaráðherra m.a. að Is-
lendingasögurnar væru bókmennta-
perlur sem lýstu merkilegri upp-
byggingu þjóðveldis á íslandi og við
ritun þeirra hefðu ýmsir atburðir
verið skráðir sem ella hefðu fallið í
gleymsku, t.d. sigling Leifs Eiríks-
sonar til Vínlands. Hann þakkaði
Comell-háskóla og þjóðarbókhlöðu
Bandaríkjanna sérstaklega fyrir að
skipuleggja málþingið og kalla á
einn stað alla helstu sérfræðinga í
íslendingasögunum. Ráðherra
sagðist þess fullviss að málþingið
myndi vekja nýjar hugmyndir og
auðga enn fræðin og jaftivel finna
svör við ýmsum leyndardómum
sagnanna.
Menntamálaráðherra færir full-
trúum George Washington-
háskólans fslendingasögumar í
enskri þýðingu að gjöf í dag,
fimmtudag, en heimsókn hans til
höfuðborgar Bandaríkjanna lýkur
síðdegis.
Áskriftar-
vefur á
mbl.is
OPNAÐUR hefur verið áskriftarvef-
ur fyrir Morgunblaðið. Á þessum vef
er hægt að kaupa áskrift að blaðinu
jafnt innanlands og erlendis og end-
urnýja áskrift. Sömuleiðis er á vefn-
um hægt að gefa áskrift. Hægt er að
tengjast vefnum, sem er á slóðinni
http://askrift.mbl.is, með hnapp á
mbl.is. Á vefnum má sjá hvað áskrift
kostar hvar sem er í heiminum. Þar
má einnig sjá hverjir eru dreifingar-
aðilar blaðsins úti á landi og hægt að
senda tölvupóst til áskriftardeildar
t.d. ef heimilisfang áskrifanda breyt-
ist. Jakob Þorsteinsson, í áskriftar-
deild Morgunblaðsins, segir að þetta
sé aðeins byrjunin á þeirri þjónustu
sem muni standa til boða á vefnum
fyrir áskrifendur þar sem fleiri þætt-
ir eiga eftir að bætast við síðar.
Tveir menn grun-
aðir um smygl
TVEIR menn voru yfirheyrðir í
Reykjavík í gær og beðnir um að
gera grein fyrir rúmlega 200 lítr-
um af áfengi á plastbrúsum sem
fannst í fórum þeirra í fyrrakvöld.
Grunur leikur á að áfenginu hafi
verið smyglað.
Mennirnir, sem eru á miðjum
aldri, voru handteknir í fyrra-
kvöld. Sá fyrri var stöðvaður á bíl
sínum og fannst talsvert af áfengi í
bílnum. Hinn var tekinn seinna um
kvöldið í tengslum við rannsókn
málsins og húsleit síðan fram-
kvæmd hjá þeim báðum. Málið er
nú í rannsókn.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Utför séra Heimis
Steinssonar
ÚTFÖR séra Heimis Steinssonar,
þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum og
fyrrverandi útvarpsstjóra, var gerð
frá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu
fjölmenni. Séra Jakob Ágúst Hjálm-
arsson jarðsöng. Gunnar Kvaran lék
á selló við útförina, Marteinn Á. Frið-
riksson var organisti og Dómkórinn
söng. Líkmenn voru, frá vinstri talið,
sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sr.
Ingólfur Guðmundsson, sr. Rúnar
Egilsson, sr. Þorvaldur Karl Helga-
son, sr. Gunnþór Ingason, sr. Gísli
Jónasson, sr. Jón Helgi Þórarinsson
og sr. Bemharður Guðmundsson.
Síðdegis var biskup íslands, séra
Karl Sigurbjömsson, með kveðjuat-
höfn í kirkjunni á Þingvöllum.
Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari
vaxtakjörum og umtaisverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi.
Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum
og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma.
Jfc)
pe&miiK
®BÚNAÐARBANKINN
Keikó
sleppt
vegna
spreng-
ínga
STEFNT er að því að fara með
háhyrninginn Keikó út úr
Klettsvík í dag vegna fram-
kvæmda við Nautshamars-
bryggju í höfninni í Vest-
mannaeyjum.
„Þeir þurfa að sprengja
þama,“ sagði Hallur Hallsson,
talsmaður samtakanna Ocean
Futures, í gær. „Á meðan ætl-
um við að færa Keikó út fyrir.
Það verður gert með því að láta
hann fylgja báti. Það stendur
ekki til að sleppa honum en
maður veit aldrei hvað gerist.“
Hallur sagði að háhyrningur-
inn yrði laus meðan á þessu
stæði en það gæti orðið um
klukkustund. Þjálfarar hans
hefðu undanfarið verið að æfa
þetta með hvalnum en engin
trygging væri fyrir því að þetta
tækist. „En þjálfararnir eru
mjög bjartsýnir og telja að það
sé hægt að taka hvalinn út og
koma með hann aftur inn,“
sagði Hallur.
Verið er að setja nýjan við-
legukant fyrir sfldar- og loðnu-
bræðsluna í Vestmannaeyja-
höfn. Bein sjónlína er frá
viðlegukantinum yfir í Kletts-
vík og höfðu menn áhyggjur af
því að hljóð- og höggbylgjur af
sprengingunni gætu skaddað
skynfæri hvalsins.
Hvort farið verður með
Keikó úr Klettsvfldnni í dag eða
á morgun veltur á því hvort
þjálfarar hans telja að hann sé
tilbúinn, en samið var við hafn-
aryfirvöld um að framkvæmd-
um yrði frestað fram á föstudag
á meðan verið væri að vinna í
þessu.
Gjaldskrá
hita og raf-
magns
hækkar
um 2,9%
HEIMILISLÍNAN
Traustur banki
www.bLU
BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur
samþykkt tillögu stjórnar veitu-
stofnana um að hæka gjaldskrá
hita og rafmagns um 2,9% frá og
með 1. júní næstkomandi. Tillagan
var samþykkt með þremur at-
kvæðum en fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins sátu hjá.
í greinargerð frá Orkuveitu
Reykjavíkur segir að 6. júlí í fyrra
hafi borgarráð falið forstjóra
Orkuveitu Reykjavíkur að leggja
fram einu sinni á ári a.m.k. þörf
fyrir breytingu á gjaldskrá til að
tekjur veitunnar fylgdu kostnaðar-
þróun hennar. Unnin hafi verið
vísitala fyrir Orkuveituna og sam-
kvæmt henni sé hækkunarþörfm
vegna hita 3,9% og rafmagns 2,9%
en að meðaltali 3,1%. Kostnaðar-
hækkanir liggi aðallega í hækkun
á launum og launatengdum gjöld-
um, sem gefur tilefni til 1,4%
hækkunar, hækkun á vélum og bif-
reiðakostnaði, sem gefur tilefni til
0,6% hækkunar, vegna hækkunar
á verksamningum við verktaka
sem gefur tilefni til 0,26% hækk-
unar og til að mæta hækkunum
vegna viðhalds og rekstrarvöruro
þarf að hækka um 0,2%. Hækkun
rafmagnsverðs til dælingar á heitu
vatni kallar á 0,3% hækkun á heitu
vatni.