Morgunblaðið - 25.05.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.05.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 29 ERLENT Dómstóll sagður svipta Pinochet þinghelgi Santiago. AP, AFP. FJÖLMIÐLAR í Chile sögðu í gær að dómstóll í Santiago hefði samþykkt að svipta Augusto Pin- ochet, fyrrverandi einræðisherra, þinghelgi til að hægt yrði að sækja hann til saka fyrir mannréttinda- brot sem framin voru á valdatíma hans. Dómstóllinn neitaði þó að staðfesta þetta og sagði að úr- skurðurinn yrði gerður opinber innan hálfs mánaðar. Verði Pin- ochet sviptur þinghelgi getur hann áfrýjað úrskurðinum til hæstarétt- ar Chile. Utvarpsstöðvar og ríkissjón- varpið í Chile höfðu eftir heimild- armönnum sínum að dómarar áfrýjunarréttar í Santiago hefðu samþykkt með tólf atkvæðum gegn tíu í fyrradag að svipta Pin- ochet þinghelgi. Ríkisstjórnin kvaðst ekki hafa fengið úrskurð réttarins og vildi ekkert segja um málið að svo stöddu. „Ákvörðun hefur verið tekin,“ sagði Ruben Ballesteros, forseti áfrýjunarréttarins. „Urskurðurinn verður tilkynntur eftir að hann hefur verið skjalfærður og undir- ritaður af öllum dómurunum, eftir eina til tvær vikur.“ Fregnir hermdu að dómstóllinn hefði klofnað þegar atkvæði voru greidd um hvort verða ætti við beiðni Pinochets um að málinu yrði vísað frá vegna vanheilsu hans. Ellefu dómarar voru hlynnt- ir frávísun og jafnmargir á móti. Atkvæðagreiðslan átti að fara fram í gær en henni var flýtt um einn dag, líklega til að koma í veg fyrir fjölmenn mótmæli stuðnings- manna og andstæðinga Pinochets við dómhúsið. Áfrýjunarrétturinn úrskurðaði hvort svipta bæri Pinochet þeirri friðhelgi sem hann hefur notið sem öldungadeildarþingmaður. Hann hafði tryggt sér sæti í öldunga- deildinni til lífstíðar áður en hann lét af embætti forseta árið 1990 eftir að hafa verið við vold í sautján ár. 108 kærur Verði Pinochet sviptur þinghelg- inni verður hann sóttur til saka fyrir mannréttindabrot sem framin voru eftir blóðugt valdarán hersins árið 1973. 3.190 manns voru drepnir eða hurfu á valdatíma hershöfðingjans, samkvæmt opin- berri skýrslu sem stjórn landsins hefur gefið út. Dómstóllinn byggði úrskurð sinn á röksemdum lögfræðinga Pinochets og mannréttindasam- taka og fjölskyldna fórnarlamb- anna, auk skýrslu frá dómaranum Juan Guzman, sem fer með 108 kærur á hendur einræðisherranum fyrrverandi. Guzman valdi eitt mál, „dauða- lestina" svokölluðu, til að rök- styðja beiðni sína um að Pinochet yrði sviptur þinghelgi. Málið snýst um nokkra herforingja sem ferð- uðust með lestum til nokkurra AP Stuðningsmaður Augustos Pin- ochets heldur á mynd af einræð- isherranum fyrrverandi við dómhús í Santiago og mótmælir beiðni um að hann verði sviptur þinghelgi og sóttur til saka fyrir mannréttindabrot. borga skömmu eftir valdaránið, drógu pólitíska fanga út úr fang- elsum og tóku þá af lífi. Vitað er með vissu að 75 fangar voru drepnir með þessum hætti en Guzman lagði mesta áherslu á mál 19 fanga sem er enn saknað og lýsti því sem „yfírstandandi mann- ráni“. Hægrisinnaðir stuðningsmenn Pinochet höfnuðu þessari afstöðu dómarans. „Þetta er fáránlegur brandari," sagði Pablo Longueira, leiðtogi Óháða lýðræðissam- bandsins og dyggur stuðningsmað- ur Pinoehets. „Við vitum öll að þessir menn eru allir látnir." Forsetinn óttast ekki valdarán Ricardo Lagos, forseti Chile, sem var um skeið í fangelsi á valdatíma Pinochets, vildi ekkert segja í gær um fréttir fjölmiðlanna um úrskurð áfrýjunarréttarins. Forsetinn hafði lofað að sjá til þess að úrskurðurinn yrði virtur og hvatt „öll öfl í landinu“ til að reyna ekki að beita dómstólinn þrýstingi. Áður hafði Ricardo Izurieta yfir- hershöfðingi látið þau orð falla að úrskurður um að Pinochet yrði sviptur þinghelgi „myndi ekki vera viðunandi fyrir okkur“. Andstæð- ingar Pinochets og mannréttinda- hreyfíngar gagnrýndu þessi um- mæli og lýstu þeim sem tilraun af hálfu hersins til að hafa áhrif á niðurstöðu dómstólsins. Lagos sagði enga ástæðu til að óttast að herinn tæki völdin í sínar hendur ef Pinochet yrði sviptur þinghelgi þegar forsetinn var spurður á dögunum hvort hætta væri á valdaráni. „Við búum í lýð- ræðislandi. Allir munu virða það sem dómstólarnir ákveða. Við höf- um ekkert að óttast." Yfirmenn landhersins lýstu því yfir á föstudag að hann myndi virða stjórnarskrá landsins. Jorge Arancibia, yfirmaður sjóhersins, var einnig sagður hafa lýst því yfir á sunnudag að virða bæri úrskurð dómstólsins. Hægrimenn virða úrskurðinn Hægrisinnaðir þingmenn sem styðja Pinochet tóku í sama streng í gær. „Ef þetta er rétt lítum við auðvitað á úrskurðinn sem mistök, óréttláta niðurstöðu, en við ætlum samt að virða hann,“ sagði einn stuðningsmanna Pinochets á þing- inu, íhaldsmaðurinn Alberto Card- emil. Luis Cortes, fyrrverandi hers- höfðingi og náinn bandamaður Pinochets, varði einræðisherrann fyrrverandi eftir að hafa hitt hann í síðasta mánuði. „Hann sagði við mig: „Segðu öllum að ég hafi aldrei fyrirskipað morð eða pynt- ingar á nokkrum manni.“ Pinochet er 84 ára og sneri aftur til Chile í febrúar eftir að hafa verið í haldi í London í 16 mánuði meðan fjallað var um beiðni spænsks dómara um að hann yrði framseldur til Spánar til að hægt yrði að sækja hann til saka fyrir mannréttindabrot. Bretar leystu hann úr haldi eftir að breskir læknar komust að þeirri niður- stöðu að hann væri ekki fær um að verja sig fyrir rétti vegna heilsu- brests og andlegrar hrörnunar. Læknar Pinochets í Chile studdu þá niðurstöðu. afsiáttur Apctekið lipurð og lægra verð Apótekið Suðurströnd Suðurströnd 2 170 Seltjarnarnesi Sfmi: 561 4600 Apótekið Smáratorgi Smáratorgi I 200 Kópavogi Sfmi: 564 5600 Apótekið Spönginni Spönginni 13 112 Reykjavlk Sími: 577 3500 Apótekið Skeifunni I Hagkaup Skeifunni 15 108 Reykjavík Sfmi: 563 5115 Apótekið Akureyri í Hagkaup Furuvöllum 17 600 Akureyri Sími: 461 3920 Apótekið Kringlunni í Nýkaup Kringlunni 8-12 103 Reykjavík sfmi: 568 1600 Hafnarfjarðar Apótek Fjarðargötu 13-15 220 Hafnarfirði Sfmi: 565 5550 Apótekið Iðufelli Iðufelli 14 I 11 Reykjavlk Sfmi: 577 2600 Apótekið Smiðjuvegi Smiðjuvegi 2 200 Kópavogi Slmi: 577 3600 Apótekið Mosfellsbæ í Nýkaup Þverholti 2 270 Mosfellsbæ Sími: 566 7123 Lífeyrisþegar 100% afsláttur af öllum lyfseðilsskyldum lyfjum! Vegna góðra undirtekta framlengjum við tilboðið til laugardagsins 27.maí. Þú einfaldlega kemur með lyfseðilinn íApótekið og við tökum vel á móti þér. \00% ■'■* ■-. ■■>
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.