Morgunblaðið - 25.05.2000, Side 31

Morgunblaðið - 25.05.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAI2000 31 ERLENT Jojic kallar Del Ponte „hóru“ DÓMSMÁLARÁÐHERRA Júgóslavíu, Petar Jojic, hefur ritað Cörlu Del Ponte, aðalsak- sóknara Alþjóðlega stríðs- glæpadómstólsins fyrir ríki fyrrverandi Júgóslavíu (ICTY), bréf sem er uppfullt af fúkyrð- um í hennar garð. Bréfið var stílað á „Hóruna Del Ponte“ og bar opinberan stimpil ríkis- stjórnarinnar í Belgrad, höfuð- borg Júgóslavíu. Bréfið er svar við beiðni dómstólsins um samstarf við júgóslavnesk stjórnvöld. Serb- ar hafa neitað að viðurkenna dómstólinn og var hann í bréf- inu sagður vera „hryðjuverka- samtök". Jojic kallar Del Ponte og fyrirrennara hennar í emb- ætti saksóknara, Louise Arb- our, „táknmyndir vændis“. Hormóna- bann í ESB? FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) hefur lagt til við ráðherraráðið og Evrópuþingið að sett verði lög sem banni algerlega notkun vaxtarhormóna við kjötfram- leiðslu í ESB-ríkjum. Tillagan kemur í kjölfar álits ráðgjafar- nefndar vísindamanna sem á síðasta ári komst að þeirri nið- urstöðu að hormónar í kjöti yllu neytendum heilsutjóni. ESB hefur átt í deilu við Bandaríkin vegna innflutnings á hormónaræktuðu bandarísku nautakjöti. Deilan hefur farið við úrskurðarnefnd Heimsvið- skiptastofnunarinnar (WTO) og sagði talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar í gær að væntanleg löggjöf yrði í sam- ræmi við reglur WTO. Rússar auka vopnaútflutning RÚSSAR fluttu á fyrsta fjórð- ungi þessa árs út vopn fyrir 1,3 milljarða bandaríkjadollara, jafnvirði um 99 milljarða ís- lenskra króna, að því er aðstoð- arforsætisráðherra Rússlands sagði'í gær. Á síðasta ári nam vopnaútflutningur Rússa 3,4 milljörðum dollara, eða jafn- virði um 258 milljarða ís- lenskra króna. Aðstoðarfor- sætisráðherrann, Ilia Klebanov, sagði að Rússar vildu stefna að því að verða næststærsti vopnaútflytjandi heims á eftir Bandaríkjunum innan fárra ára. Nýr ritstjóri Dagens Nyheter ANDERS Johnson var í gær ráðinn nýr aðalritstjóri sænska dagblaðsins Dagens Nyheter (DN) og tekur við af Hans Bergström 1. ágúst nk. John- son er 46 ára hagfræðingur og hefur lengi verið einn aðalhug- myndafræðingur sænska Þjóð- arflokksins (Folkpartiet). Hann hefur m.a. setið á sænska þinginu, Riksdagen, og í borgarstjórn Stokkhólms. Hann hefur einnig ritað nokkr- ar bækur um stjórnmál og samfélagsmál. Meðal annars hefur Johnson, sem er bindind- ismaður, ritað bók þar sem hann reiknar út hversu háa fjárhæð áfengisneysla kostar sænskt samfélag á hverju ári. Sumarbúðjrnar Ævintýrabnd Reykjunm, Hrútafírði Upplýsingar og skráning í símum: 551 551 9160 9170 Grírougerd Leiklist Myndlist Tónlist íþróttir PliinrimkanArA sóigleraugu LINBAN Aðalstræti 9 • 55 1 5055 SamsfcpftVHaWör

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.