Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.05.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Grolli Saschko Gawriloff mun flylja Fiðlukonsert Györgys Ligetis á tónleikunum. Með lífíð í lúkunum Konsert fyrir hljómsveit Hljómsveitarverkið Toccata eftir Karólínu Eiríksdóttur verður frumflutt á Islandi á tónlcikunum íkvöld. Verkið var samið að beiðni Orkester Nord- en með styrk frá NOM- US. „Verkið er í einum þætti sem skiptist þó í samtengdan forleik og aðalkafla. Eiginlega er hér um að ræða eins konar konsert fyrir hljómsveit, því að allir hljóðfærahópar hljóm- sveitarinnar koma ein- hvern tímann sérstak- lega fram í sviðsljósið," segir Karólína. Orkester Norden frumflutti verkið undir stjórn Toumas Ollila í Rattvik í Svíþjóð í fyrrasumar og í framhaldi af því á tónleikaferðalagi m.a. í Stokkhólmi, Helsinki og Riga. Hljómsveitin flutti verkið undir stjórn Okko Kamu í tilefni opnunar norrænu sendiráðanna í Philharm- onie-salnum í Berlín sfðastliðið haust. Toccatan er með öðrum orð- um að verða býsna veraldarvön. Karólina var viðstödd frumflutn- inginn og svo aftur í Stokkhólmi og Berlín. Flutningurinn í kvöld leggst vel í hana. Orkester Norden er sett saman einu sinni á ári en hljómsveitina mynda nemendur úr tónlistarháskólum á Norðurlöndum. Hljómsveitin hélt tón- leika hér á landi fyrir tveimur árum og Karólína komst þá að því að hún hefur afar hæfum hljóðfæraleik- urum á að skipa. „Eg heillaðist af færni þessa unga fólks og fannst því tilvalið að leyfa öllum hljóðfærahópum að njóta sín. Hljómsveitin kveikti í mér að þesu leyti.“ Karólína er nú að hefjast handa við að semja gítarkonsert fyrir arg- entínskan gítarleikara, Sergio Puccini að nafni. „Þetta kom þann- ig til að Puccini hafði fengið gítar- verkið mitt, Hvaðan kemur lognið, í hendur og bað mig að skrifa fyrir sig konsert. Hann er meira að segja kominn á dagskrá hjá sinfón- íuhljómsveitinni í Santa Fe í júní á næsta ári. Þetta verður mitt næsta verkefni." Karólína Eiríksdóttir Gestur Sinfóníuhljómsveitar Islands á síðustu áskriftartónleikum vetrarins í Háskólabíói er fíðluvirtúósinn Saschko Gawriloff. Qrri Páll Ormarsson fór að fínna þennan þrautreynda Þjóðverja sem segir að fiðlan sé líf sitt. SASCHKO Gawriloff situr að snæðingi í Skrúði Hótels Sögu þeg- ar mig ber að garði. Hjá honum stendur maður. Þeir eru að skipu- leggja útsýnisflug yfir Reykjavík og nágrenni. „Eg veit ekki hvernig þetta verður á eftir, veður skipast svo skjótt í lofti á íslandi," segir maðurinn. „Það er allt í lagi, láttu okkur bara hafa fallhlífar," svarar Gawriloff að bragði, sposkur á svip. Virtúósinn er bersýnilega vískur. Hann er ljúfur í viðkynningu þessi víðförli Þjóðverji, hlýr og brosmildur. Til borðs með okkur situr eiginkona hans sem ferðast með bónda sínum annað veifið. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég leik á Islandi og hún vildi ekki fýrir nokkum mun missa af tækifærinu til að sjá þetta sérstaka land. Við höfum raunar alltof lítinn tíma til að skoða okkur um og útsýnisflugið leggst því vel í okkur.“ Gawriloff hlakkar líka til tónleik- anna og telur að gaman verði að leika með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. „Hljómsveitin kom mér í opna skjöldu, ég bjóst satt best að segja ekki við því að þið ættuð svona góða hljómsveit hérna. Síðan er fólkið svo jákvætt og almenni- legt, en það er alls ekki sjálfsagður hlutur, trúðu því frá manni sem víða hefur komið.“ Gawriloff mun leika Fiðlukonsert eftir ungverska tónskáldið György Ligeti í kvöld, verk sem samið var sérstaklega fyrir hann. „Ligeti skrifaði píanótríó fjrir kammertríó, sem ég leik með, árið 1991 og upp frá því fórum við að velta því fyrir okkur hvort hann ætti ekki að skrifa konsert fyrir mig. Ligeti sló til og ári síðar var verkið tilbúið. Ég frumflutti það með Ensemble Modern-hljómsveit- inni undir stjórn Peters Eötvös í Köln í október 1992.“ Og Gawriloff sparar ekki stóru orðin þegar hann er beðinn um að segja álit sitt á verkinu. „Þetta er einn besti fiðlukonsert okkar tíma, á því leikur enginn vafi. Verk sem á eftir að standast tímans tönn - skipa veglegan sess í fiðlubók- menntunum." Gawriloff hefur leikið verkið á um eitt hundrað tónleikum og segir það alltaf gefa sér jafn mikið. Fyrstu þrjú árin hafði hann einkarétt á flutningi þess en nú hafa ýmsir aðrir fiðluleikarar tekið það upp á sína arma, meðal ann- arra gamall nemandi Gawriloffs, Frank Peter Zimmermann. En finnst honum ekki undarlegt að aðrir menn fari höndum um verkið? „Alls ekki. Ég hvatti Zimmer- mann til dæmis til að glíma við það, það er áskorun fólgin í þessu verki.“ Áhugi Gawriloffs á fiðlunni kom í ljós strax á barnsaldri; faðir hans kenndi honum fyrstu tökin á hljóð- færið en kom honum fljótlega til náms hjá færustu kennurum, fyrst í Leipzig og síðan í Berlín. Gawri- loff var aðeins sautján ára gamall þegar hann kom fyrst fram sem einleikari með Gewandhaus-hljóm- sveitinni í Leipzig og lék þá fiðlu- konsert Mendelssohns. Frá þeirri stundu hefur glæstur ferill Gawri- loffs verið óslitinn bæði sem kenn- ara og einleikara. Átján ára var hann orðinn kon- sertmeistari Fílharmóníuhljóm- sveitar Berlínar og síðar prófessor við virta tónlistarskóla í Detmold og Köln. Hann hefur leikið sem einleikari með mörgum af fremstu hljómsveitum heims undir stjórn fæiustu hljómsveitarstjóra, svo sem Sir Georg Solti, Pierre Boulez, Peter Eötvös og Esa-Pekka Salon- en. Efnisskrá Gawriloffs nær yfir helstu klassísku tónverk sem skrif- uð hafa verið fyrir fiðlu en hann sérhæfir sig í flutningi nútímatón- verka og kammerverka, svo sem verkum eftir György Ligeti, Hans- Júrgen von Bose, Mauricio Kagel, Bruno Maderna, Wolfgang Rihm, Isang Yun og Alfred Schnittke. Gawriloff hefur hlotið ótal viður- kenningar fyrir leik sinn og hljóð- ritanir sem hann hefur gert. Hann á erfitt með að gera upp á milli nútímatónverka og klassíkur: „Sem túlkandi tónlistar verð ég að geta flutt öll þau verk sem máli skipta í fiðlubókmenntunum, hvort sem þau eru samin á þessari öld eða fyrr. Ég hef mjög gaman af því að flytja ný verk, hef frumflutt fjöldann allan af verkum, en gæti ekki án Beethoven og Brahms ver- ið. Ég sinni þessu því jöfnum hönd- um.“ Gawriloff efnir endnim og eins til Master Class-námskeiða en er að öðru leyti hættur kennslu. Allur hans tími fer nú í flutning einleiks- og kammerverka og heimurinn er starfsvettvangur hans. Þannig verður það áfram. I það minnsta hefur hann ekki í hyggju að rifa seglin. Þegar hann er spurð- ur hvað hvetji hann til dáða eftir alla þessa sigra ypptir hann ein- faldlega öxlum og segir: „Fiðlan er líf mitt!“ Kallast það ekki að vera með lífið í lúkunum? Verk eftir Varese Tónleikarnir hefjast á verkinu „Intégrales“ eftir Frakkann Edg- ard Varese (1883-1965). Rétt fyrir árslok 1915 fluttist Varese til Bandaríkjanna, þá 32 ára gamall. í viðtali við New York Telegraph lýsti hann skoðun sinni á nauðsyn þess að finna nýja hljóð- gjafa. „Ég hef alltaf fundið fyrir vöntun á nýjum hljóðmiðli sem get- ur náð fram því sem ég vil fá fram í verkum mínum, ég neita að sætta mig við að nota hljóð sem þegar hafa heyrst.“ Þegar hér var komið sögu á ferli hans hafði Varese samið töluvert af tónverkum og honum var mjög vel tekið í Bandaríkjunum bæði sem UNDANFARIÐ skólaár hafa nem- endur Engjaskóla unnið mósaík- listaverk í tengslum við Reykjavik - menningarborg Evrópu árið 2000 og mun elsti nemandi skólans af- hjúpa verkið við Engjaskóla í dag, fimmtudag, kl. 18. Verkið er liður í samvinnu Menningarborgar og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur „listamenn í skólum“, sem leitt hef- ur til þess að listamenn úr öllum greinum vinna með börnum í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Verkið er hringlaga, um 2 metrar í þvermál, og táknar alheiminn eða óendanleikann. Hringnum er skipt niður í níu hluta og sá hver ár- gangur um einn hluta verksins, en tónskáldi og hljómsveitarstjóra. Hann hélt áíram að semja og verk hans voru flutt af þekktum hljóm- sveitum. Á árunum 1923-1925 vann hann að samningu verksins Inté- grales fyrir litla hljómsveit og ásláttarhljóðfæri. Það var frumflutt í New York árið 1925 og ári síðar flutti Ffladelfíuhljómsveitin verkið undir stjórn Leopolds Stokowskis. I verkinu kom skýrt og greinilega fram sú stefna sem Varese stefndi að í tónsmíðum sínum. Sumum tón- leikagestanna þótti lítið til verksins koma en aðrir hrifust svo mjög að Stokowski sá ástæðu til þess að endurtaka flutninginn. Verkið er í einum þætti sem skiptist í þrjá hluta. Grunnhug- mynd fyrsta hlutans heyrist í byrj- un í skerandi tónum Es-klarínetts- ins, þ.e. einn tónn með tveggja tóna forslagi sem leikinn er aftur og aft- ur. Þessi hugmynd er margendur- tekin með stöðugt meiri ákefð. Dempaður trompet, óbó, ódempað- ur trompet og horn taka hugmynd- ina upp og hún blómstrar. Éftir sterkan hápunkt og skyndilega þögn hefst annar hlutinn með veiku ómstríðu hvísli tveggja piccoló- flautna. Grunnhugmyndin er út- færð, aðallega í formi hljóðfalls endurtekinna tóna. Eftir sterkan, ómstríðan hápunkt hefst síðasti hlutinn með næstum ógreinanlegu slagverki. Óbóið þróar hugmynd í löngum, margendurteknum nær- liggjandi tónum, krómatískum, sem líkjast nánast austurlenskum 9. og 10. bekkur unnu saman einn hlutann. Kross í miðju verksins og viðfangsefni myndhlutanna tengj- ast einnig 1000 ára afmæli kristni- töku á íslandi. Unnið var að verk- inu allt síðasta skólaár, og komu allir nemendur Engjaskóla að því. Sóknarnefnd Grafarvogssóknar hefur sýnt þessari vinnu mikinn áhuga og hefur ákveðið að gefa skólanum skjöld með áletruðum upplýsingum um verkið. Umsjónar- menn með verkinu voru Guðrún Gísladóttir myndlistarmaður, á vegum Fræðslumiðstöðvar og Menningarborgarinnar, og Ingi- björg Hannesdóttir myndmenntak- ennari. hljómi. Hápunkti nær verkið í sterkum ómstríðum hljómi. Frakki með sprotann H lj ómsvei tarstj óri kvöldsins er Frakkinn Diego Masson. Hann stundaði nám við tónlistarháskól- ann í París og síðar hjá Pierre Boulez. Að námi loknu gerðist hann slagverksleikari í „Domaine Mus- ieal“-flokknum. Árið 1966 stofnaði hann hópinn „Musique Vivante" sem helgar sig flutningi samtíma- tónlistar, en með þeim starfar hann enn reglulega. Eftir mikla vel- gengni sem listrænn stjórnandi Marseille-óperunnar hefur Masson gert víðreist og stjórnað mörgum helstu hljómsveitum í Evrópu, Am- eríku og Ástralíu. Auk þess að sér- hæfa sig í flutningi samtímatónlist- ar hefur hann lagt sig eftir því að vinna með unglingahljómsveitum, s.s. Trinity College-hljómsveitinni í Bretlandi og hljómsveit Juilliard- skólans í New York. Líf í borg Mynd- listarsýn- ing í Odda í TENGSLUM við menningar- og fræðahátíðina Líf í borg sem hefst í Háskóla íslands í dag, hefur verið opnuð í Odda mynd- listarsýningin Fjölskyldu- tengsl. Á sýningunni eru kynnt tíu verk íslenskra myndlistar- manna með fjölskylduna og mannleg tengsl sem viðfangs- efni. Verkin _eru eftir myndlistar- mennina Ásgrím Jónsson, Nínu Tryggvadóttur, Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Lo- vísu Matthíasdóttur, Sigrúnu Eldjárn, Sigurð Orlygsson, Snon-a Arinbjarnar, Valgarð Gunnarsson og Vigni Jóhanns- son. Vignir Jóhannsson, mynd- listarmaður, hefur valið verkin og búið þau til sýningar í nýrri umgjörð. Myndunum fylgir texti sem tengir þær við við- fangsefni Borgarfjölskyldunn- ar, en það er eitt þemanna á menningar- og fræðahátíðinni. Listaverk afhjúp- að við Engjaskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.