Morgunblaðið - 25.05.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 2000 51
ar beggja, við leituðum ráða og
stuðnings hjá honum á erfiðum tím-
um og á öðrum stundum sóttum við
eftir þekkingu hans, gamansemi og
vináttu. Við erum þakklátar fyrir að
hafa kynnst honum og við munum
sakna hans.
Fjölskyldu hans sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjui’.
Þóra Bjömsdóttir og
Þómnn Bjarnadóttir.
„Dagurinn þegar ég duftið sezt í
undirdjúp eiverunnar“ ( H. St.) Dag-
urinn sá er upprunninn í lífi sr.
Heimis Steinssonar, mun fyrr en
skyldi frá okkur skoðað sem enn lif-
um hér í heimi og söknum hans.
Hann hafði miklu að miðla, bjó að
skörpum gáfum og miklu atgervi,
fjölþættri menntun og þekkingu, jós
úr brunni fornrar visku og nýrrar,
þekkti vel blæbrigði mannkyns- og
þjóðarsögu, hræringar hugsjóna og
hugmyndastrauma og einkum litrof-
ið marglita er stafar frá djásnum
kristinna trúarverðmæta.
„Guð minn, Guð minn./ Manstu
fyrsta sólskinsmorguninn í húsi
þínu?/ Bærinn var í svefniý vordögg í
stráum/sólin að rísa/yfir fjalli þínu.“
Svo hefst Kveðja, eitt merkra
ljóða sr. Heimis er birtist í ljóðabók
hans Haustregni. Það lýsir tilfinn-
ingu hans og skynjun árla dags á
helgum degi er fýrsta messan hans
er framundan í Seyðisfjarðarkirkju.
„Manstu hvernig sólstöfum skaut
inn um gluggana/ofan af tindum
fjalls þíns/ hvernig fjaðurmagnaðir
kólfar þeirra/stóðu tindrandi í
kirkjubekkjunum?" spyr hann og
þykir sem Guð sé kominn sjálfur í
geislaflóðinu „Manstu hvernig ég
kraup/ og þú varst um alla kirkjuna/
og í mér/ fullum tilhlökkunar/ og
áhyggju?" Sr. Heimir hefur þá hugs-
að um Guð en líka móður sína Arn-
þrúði Ingólfsdóttur sem kvödd var í
kirkjunni tveimur árum fyrr og hafði
verið honum ráðgjafinn besti og
jafnframt þakkað það að Steinn Stef-
ánsson skólastjóri faðir hans skyldi
stjórna kirkjukórnum og leika á or-
gel kirkjunnar. Hann hefur horft yfir
uppvaxtarár sín á bernskuheimilinu í
Tungu vestan við kirkjuna, þakkað
hollu áhrifin þaðan, samskiptin góðu
við foreldra og systkini.
Sr. Heimir hafði numið íslensk
fræði og fornleifafræði áðm- en hann
sneri sér að guðfræði. Hann vildi
leita uppruna og róta og fann til þess
að dýpst væri seilst í þeirri fræði-
grein. Það fóru af honum sögur í
guðfræðideild Háskólans fyrir yfir-
burðahæfni og námsárangur þegar
ég kom þangað til náms nokkrum ár-
um eftir að hann útskrifaðist. Mér
þótti sem sr. Heimir væri mér þá
þegar viðkomandi þar sem bernsku-
spor okkar beggja höfðu legið á
Seyðisfirði. Við hittumst þó fyrst við
útför föðurafa míns Jóns Sigfinn-
ssonar. Ég hreifst af minningarorð-
um sr. Heimis sem kynntu mér ýmsa
þætti í lífshlaupi og skapgerð afa
míns sem ég hafði ekki fyrr gefið
gaum enda þekktust þeir vel og
höfðu skipst á ljóðabréfum. Sr.
Heimir þekkti líka vel til fólksins
míns kæra á Strandbergi er hafði
fylgt föður hans í stjórnmála- og
verkalýðsbaráttunni á Seyðisfirði.
Sr. Heimir hafði þá nýverið tekið að
sér að koma á fót og stýra Lýðhá-
skólanum í Skálholti er miklu skipti
fyrir enduireisn Skálholts og gekk
að því verki af einurð og eldmóði.
Er ég gerðist kennari vetrarlangt
við Lýðháskólann urðum við sr.
Heimir miklir mátar og sálufélagar.
Kynnin við hann voru lærdómsrík og
vinátta okkar dýrmæt. Traust for-
ysta hans veitti nemendum skólans
öryggi og tiltrú og efldi þeim sjálfs-
traust.
Heimir var frábær kennari. Hann
hafði hljómsterka rödd og var afar
hnitmiðaður og skýr í framsetningu
og oft glettinn og gamansamur. Rök
íslensks máls urðu ljós í meðferð
hans og meginstraumar mannkyns-
og íslandssögu greinilegir og dansk-
an heillandi og latínan líka. Og hann
dró glöggt fram kjarnaatriði í hugs-
anakerfum merkustu heimspekinga.
Umfjöllun um samtímaviðburði á
laugardagsmorgnum sem við Arnór
Karisson raungreinakennari stóðum
fyrir ásamt sr. Heimi varð líkt og
spennandi sjónvarpsefni. Tíðindi er-
lendis frá og innanlands voru krufin
og rædd. Listir og menningarmál
voru einnig tekin fyrir og fyrirlesar-
ar komu í heimsókn og fjölluðu um
aðskiljanlegustu efni. Listsýningar
voru sóttar og söfn í höfuðborginni
og leikhúsverk og fundað með leik-
stjórum og leikurum eftir sýningar.
Kvöldvökur fóru fram í Lýðháskól-
anum með fjörlegum leikþáttum og
flesta þeiira hafði Heimir samið.
Leikritið „Hreppstjórinn á Hraun-
hamri“ eftir Loft Guðmundsson var
einnig æft um veturinn og sýnt í Ara-
tungu við mikla hrifningu. En jafn-
framt því að standa saman að
kennslunni nutum við Heimir þess
að ígrunda og ræða guðfræðileg efni
og samfélagsmál. Hann hafði þá ný-
lega staðið í harðri orrahríð og rit-
deilu á dagblaðssíðum um „spírit-
isma“ og verið þar bæði skeleggur og
orðhvatur. Hann taldi hillingar og
hrævarlog hæpinn grunn að trúar-
sannfæringu, vildi að horft væri
raunsætt á dauðans ógn og voða og
svara leitað í þeirri hreinu trú, sem
ekkert tekur gilt nema hjálpræðis-
verk frelsarans, krossfóm hans og
upprisusigur. En þó leyfði hann sér
að efast um réttmæti svara sinna og
viðbragða og spyr í ljóði: „Var það ef
til vill rangt? Hef ég unnið voðaverk?
Var það glæpsamlegt athæfi að
stugga við þeim öllum sem reikuðu
eftir svefngenglagötunni?“ Hann
fann jafnframt til þess hve trú og efi
togast mjög á ef einarðlega er skoð-
að og spurt. „Skelfdur til dauða feta
ég einstigi efans,“ segir hann á ein-
um stað. „Hengiflug trúar eru mér á
aðra hönd, afneitunar á hina.“
Dóra Erla Þórhallsdóttir, glaðvær
og glæsileg eiginkona sr. Heimis, var
honum jafnan uppörvunin helsta og
endui-nýjaði lífsþrek hans enda segir
hann er hann ljóðar til hennar: „Fjöl-
ært blóm rennur ást mín úr grasi á
nýju vori.“ Og bömin þeirra, Þór-
hallur sem þá var rétt kominn á
unglingsár og Amþrúður enn barn-
ung, voru honum stöðugir gleði-
gjafar og þakkarefni. Vígsluprédik-
un mína samdi ég í Skálholti enda
þótti mér gott að vinna þar. Og eftir
að ég hóf prestsþjónustu fyrst á Suð-
ureyri en síðar í Hafnarfirði fylgdist
sr. Heimir grannt með viðfangsefn-
um mínum og verkum og veitti holl
ráð og leiðbeiningar. Hann gaf okkur
Þórhildi saman fagurt sumarkvöld í
Skálholtskirkju og varð síðar einn af
vígsluvottum hennar þegar hún tók
prestsvígslu.
Sr. Heimir var þá orðinn prestur á
Þingvöllum og þjóðgarðsvörður og
vakti athygli á þýðingu Þingvalla
sem þjóðarhelgidóms og ritaði dag-
blaðspistla „Austan um heiði“ þar
sem trú og þjóðmál mnnu saman.
Hann var einstakur leiðsögumaður
um þjóðarhelgidóminn, lýsti kenni-
leitum og umhverfi af listfengi og dró
fram leiftrandi sögumyndir. Hann
tók á móti erlendum þjóðhöfðingjum
og tignargestum og sagði þeim jafnt
og íslensku alþýðufólki frá kristni-
töku þjóðarinnar og lýsti því að jarð-
arflekar og meginlönd greindust að á
Þingvöllum svo þai’ væri hvað hent-
ugast að brúa bil milli Gamla- og
Nýja heimsins og gjánna milli aust-
urs og vestur. Hann fræddi Gorbat-
sjov og Reagan um þessi sannindi og
páfann líka sem hann ávarpaði á lat-
ínu.
Sr. Heimir átti spámannlega sýn
og sannfæringu. Hann boðaði rót-
tækan kristindóm sem einkenndist
af sterkum andstæðum, synd og náð,
glötun og hjálpræði, krossfórn og
upprisu og þráði að eldi yrði varpað á
jörðu, ekki þeim sem brýst fram í
eldgosum heldur himneskum eldi
Guðs anda sem hreinsaði sálir og
endurfæddi heim. Hann bauð sig
fram til að vera í forystu fyrir stríð-
andi kirkju þjóðar er skerpti sjálfs-
mynd sína og skilgreindi glöggt
stöðu sína í siðgæðis- og trúarefnum
og liti á sjálfa sig sem kristniboðsak-
ur þar sem prédikað yrði og boðað til
afturhvarfs og vakningar. Og við-
horfa hans hefur gætt sem virkra
áhrifa og undirstraums í kirkjunni
þó forystuhlutverkið yrði annarra.
Sr. Heimir hafði iðulega flutt
áheyi-ileg erindi í útvarp um hugðar-
efni sín. Er hann gerðist útvarps-
stjóri hefur hann vænst þess að geta
eflt menningarhlutverk Ríkisút-
varpsins og tryggt að sá áhrifaríki
fjölmiðill yrði áfram sameign þjóðar
og flytti sem fyrr traustan fróðleik
og áreiðanleg tíðindi og kristin sjón-
armið ættu þar greiðan aðgang og
farvegi nú er merk aldamót og
kristnihátíðarár væru framundan.
Sú viðleitni varð honum þó erfiðari
en skyldi sökum andstreymis mark-
aðshyggju og ólgustrauma en ein-
beitt viðstaða hans hefur þó bægt frá
varanlegu tjóni og háska.
Sr. Heimir sneri aftur til Þjóðar-
helgidómsins og þjónaði þar við hei-
lagt altari Þingvallakirkju og fann
hjarta landsins slá í sköpunarun-
drum. „Hvilíkur morgunn: Botnssúl-
ur stíga fram úr skrúðhúsi tungl-
skinsnæturinnar klæddai’ hvítum
messuserk albúnar til helgrar þjón-
ustu.“ Svo hafði hann ort um Súlum-
ar og fjöllin glæstu er umlykja Vell-
ina og lýst þeim sem kirkjugestum
er koma til messu. Hann fann landið
helgast af návist Guðs anda og
skynjaði nánd hans í lífríki og eigin
brjósti sem einingaraflið handan
svipulla fyrirbrigða og lífsmynda í
stundarheimi. „Eg er “ Undir þvi
nafni hafði Guð opinberast Móse
forðum og sú Guðsopinberun varð sr.
Heimi stöðugt umhugsunarefni og
jafnframt vera Jesú Krists og sjálfs-
mynd hans sem kemur fram í orðum
hans er hefjast á „Ég er“ og vísa til
sjálfsbirtingar Guðs. „Ég er góði
hirðirinn... Ég er dyr sauðanna... Ég
er ljós heimsins... Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið." Og orð Jesú:
„Verið í mér, þá verð ég í yður,“ sem
gefa til kynna að fylgjendur hans
eignist hlutdeild í veru hans og
sjálfsmynd, gerðu fyrrgreind orð
frelsarans að fagnaðarerindi. Vegna
SJÁNÆSTUSÍÐU
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
t
Okkar ástkæri eiginmaður, sonur og afi,
BERGMANN BJARNASON,
Reitarvegi 4,
Stykkishólmi,
sem lést miðvikudaginn 17. maí, verður
jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju föstu-
daginn 26. maí kl. 14.00.
Hjálmdís Jónsdóttir,
Kristín Davíðsdóttir,
Berglind Bergmannsdóttir.
t
Okkar kæra,
ÞÓRUNN KOLFINNA ÓLAFSDÓTTIR,
áður til heimilis
í Lönguhlíð 3, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu-
daginn 26. maí kl. 13.30.
Ólafur Ögmundsson,
Þórunn K. Helgadóttir,
Katla Ólafsdóttir og aðrir ættingjar.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR MAGNÚS SIGURJÓNSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 26. maí kl. 15.00.
Sigríður Rósmundsdóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristinn Hlíðar Kristinsson,
Sigurjón Hjörtur Sigurðsson,
Theodór Sigurðsson, Ragnhildur G. Júiíusdóttir,
Guðrún Sæmundsson,
barnaböm og barnabarnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi
KRISTJÁN JÓHANNES EINARSSON
húsasmíðameistari,
áður til heimilis
í Skipasundi 60, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu-
daginn 26. maí kl. 13.30..
Erna Margrét Kristjánsdóttir, Símon Ágúst Sigurðsson,
Ómar Árni Kristjánsson, Anna Björg Kristbjörnsdóttir,
Sólveig Kristjánsdóttir, Sigþór Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR
frá Torfufelli,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 26. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er
góðfúslega bent á Kvenfélagið Hlíf til styrktar
barnadeild FSA.
Jón R. Björgvinsson, Elsa H. Óskarsdóttir,
Sigrún Björgvinsdóttir, Valgarður Baldvinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Sendum öllum hugheilar þakkir, sem sýndu hlýhug og veittu okkur
stuðning við andlát og útför
ZOPHONÍASAR STEFÁNSSONAR,
Mýrum.
Einnig sendum við læknum og starfsfólki Sjúkrahússins á Egilsstöðum
innilegar þakkir fyrir góða aðhlynningu.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Einarsdóttir,
Ásrún Zophonfasdóttir,
Einar Zophoniasson,
Jónína Zophoníasdóttir,
Ólöf Zophoníasdóttir
og fjölskyldur.
4„
“i'